Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Fimmtudag'u’r 21. ján. 1965 Hátíðaútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs frá Fagraskógi í tiEefni 70 ára afmælis skáldsins í húsi Davíðs. Séð úr dagstofu inn í bókastofu. Minnumst Davíðs — „SVARTAR FJAÐRIR“, fyrsta ljóðábók Davíðs skálds frá Fagraskógi, hefir verið ófáan leg um langt árabil. Það er jafn- an mikið um bókina spurt, ekki hvað sízt af ungum stúlkum. Ég held að Ijóð Davíðs í „Svörtum fjöðrum“, skýrskoti til sömu til- finninga hjá ungu kynslóðinni í dag eins og hún gerði þegar hún kom fyrst út 1919. Og fyrst og fremst hrífur hún ungar stúlkur. Þannig komst Ragnar Jónsson, fostjóri Helgafells, að orði á blaðamannafundi í gær, er hann kynnti 7. útgáfu af „Svörtum fjöðrum", sem nú er fullgerð. Þessi útgófa er hátíðaútgáfa, eða afmælisútgáfa, í tilefni 70 ára afmælis Davíðs stefánssonar, sem er í dag. Raignar sagði ennfremur að ætl unin hefði verið að gefa út á afmælinu nýja heildarútgáfu á öll um verkum skáldsins, bæði í bundnu og óbundnu máli. f verki þessu verður sem sé allt sem skáldið hefir látið frá sér fara og auk þess að líkum nokkuð, sem hann skyldi eftir sig, er hann féll frá í marz i fyrra. Ragn ar kvað það enn ekki að fullu rannsakað, en að því væri unnið um þessar mundir. Heildarútgáf- an kemur út í maímánuði n.k. Þessi 7. útgáfa af „Svörtum fjöðrum“ er eins nákvæm eftir- líking af fyrstu útgáfu bókarinn- ar og kostur er, en allar útgáf- urnar, sem gerðar hafa verið til þessa, hafa verið nokkuð styttar. Hins vegar eru nú öll sömu ljóð- in ag í fyrstu útgáfunni, með lítilsháttar breytingum, sem skáldið sjálft gerði á ljóðunum. Jafnvel brot bókarinnar er líkt hinu fyrsta. tilfinningarnar tjáðar með öðr- um tón í lífinu og jafnframt ljóð- listinni, en þó hefir ekki ennþá tekizt að svæfa óminn af Svört- um fjöðrum eftir skáldið, sem sagði: „Þín vegna er Ijúft að líða, elska — og bana bíða.“ Hluti af þessu upplagi er bund- inn í alskinn, en hitt í nýtt enskt bókbandsefni, sem nú ryður sér mjög til rúms. Er það nælonefni, einkar smekklegt. Tómas Tómas- son gerði kápu, en Víkingsprent h.f. prentaði. Á blaðamannafundinum í gær skýrði Ragnar einnig nokkuð frá öðrum bókaútgáfum, sem ákveðn ar eru hjá forlagi hans á þessu ári. Ákveðin er útgáfa rúmlega Akureyri, 20. jan. HÚS Davíðs skálds Stefáns- sonar að Bjarkarstíg 6, Akur- eyri, verður opið og til sýnis almenningi á afmælisdegi skáldsins 21. janúar kl. tvö til sex og átta til tiu síðdegis og enn fremur föstudag, laugar- dag og sunnudag (22.-23. jan.) á sama tíma. Kunnugir menn verða í hús- inu gestum til leiðbeinimgar, og gestabók liggur frammi, en hún verður síðan geymd í hús 30 bóka á árinu og nefndi Ragnar þeirra á meðal leikritsþætti eftir Bjarna frá Hofteigi, leikrit eftir Erling Halldórsson, ljóðaþýðing- ar eftir Geir Kristjánsson, þýð- ingu Magnúsar Joehumssonar á ,,Det glade haab“ eftir Heinesen, skáldsögu eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, 4. bindi af rímna- safninu „íslands þúsund ár“, sem Sveinbjörn Beinteinsson hef- ir annast útgáfu á og stóra og veglega útgáfu á Njálu á ensku í þýðingu Magnúsar Magnússonar og Hermanns Pálssonar með lista verkum eftir Kjarval, Ásigrím, Jón Stefánsson, Gunnlaug Sche- ving og Snorra Arinbjarnar. Þetta mikla verk verður í sama broti og listaverkabækur Helga- fells og mun kosta mörg þúsund krónur, en er ætlað fyrst og fremst til stórgjafa erlendis. Margt fleira ræddi Ragnar Jóns son um bókaútgáfu og bókagerð, sem hann taldi ótímabært að greina frá sem fréttum að sinni. inu. Þessa daga gefst Akureyr ingum kostur á að sjá með eigin augum heimili Davíðs, eins og hann skildi við það síðast. Einnig geta gestir skrif að sig þar fyrir gjöfum í söfnunina til kaupa á húsinu. Athygli skal vakin á því, að húsið verður ekki til sýnis á öðrum tímum en að ofan er frá greint, og tilefni þess að húsið er opið almenningi er sjötugsafmæli skáldsins. — Sv. P. Eflum söfuun 1 DAG eru liðin 70 ár frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, einhvers hins ástsælasta þjóðskálds íslend- inga fyr og síðar. í tilefni dagsins birtir Mbl. myndir frá heimili ha.ns að Bjarkarstíg 6 á Akureyri. Sem kunnugt er hafa nokkrir Akureyringar hafizt handa um fjársöfnun meðal þjóðarinnar í því skyni að festa kaup á húsinu, svo að heimili skáldsins megi varð veitast um ókomin ár í sömu skorðum og þá er hann hvarf þaðan í hinzta sinn. í Davíðshús Þess er að vænta, að al- menningur bregðist vel við óskum um að láta fé af hendi rakna til stuðnings þessu máli og noti afmælisdaginn til að gjalda með því að nokkru þá þakkarskuld, sem íslendingar standa í við skáldið. Er vand- séð, að landsmenn geti fært samtið sinni og niðjum betri gjöf á þessum heilladegi, en þan.n menningarlega helgi- lund, sem Davíðshús yrði, eða sýnt minningu þjóðskáldsins með öðru móti meiri rækt og sóma. Hús Davíðs skúlds til sýnis almenningíi Steingrímur Sigurðsson hefir ritað formála. Hann segir þar m.a.: „Konur geymdu hann undir svæflinum, og þegar þær þurftu á svari að halda við spurningum um ástina, teygðu þær sig eftir honum og sulgu í sig Svartar fjaðrir hans og ferngu þá sam- hljóm við tilfinningarnar — kannski aðeins þá. Á tímabili var það óskadraumur svo margra íslenzkra kvenna að fá að sjá Davíð skáld frá Fagraskógi, eina manninn — að þeirra hyggju — sem kunni að virða það, sem var öll tilvera þeirrá — ljóðin hans sögðu þeim.......... Nú eru tímarnir kannski aðrir, Minning látins vinar, í DAG 21. janúar hefði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orðið sjötugur ef hann væri enn á meðal vor. Vegna vináttu okk- ar er mér minning hans dýrmæt. Ég hafði hugsað mér að skreppa norður í Eyjafjörð til þess að vera við minningarathöfn hans í Akureyrarkirkju og útför hans að Möðruvöllum í Hörgárdal. En það atvikaðist svo að einmitt um teoar Jónsson með hina nýju ú tgáfu af „Svörtum fjöðrum" helgina 7. og og 8. marz sl. var ég á ferðalagi með nokkrum nem endum guðfræðideildar háskól- ans vestur í Breiðafjarðardölum. Ætlunin var að ég skrifaði um hann hér í blaðið. En einnig það fórst fyrir. En betra er seint en aldrei. Davíð Stefánsson ólst upp á þjóðlegu menningarheimili þar sem bókakostur var rýmri en almennt mun hafa verið á þeim árum til sveita. Honum var í blóð borinn ást á þjóðlegum fróðleik, svo sem var og um móðurbróður hans, Ólaf Davíðsson þjóðsagna- safnanda. Davíð frá Fagraskógi bar nafn afa síns, séra Davíðs Guðmundssonar, prófasts að Hofi í Hörgárdal, en var merkur mað- ur. Eitt rit er til í þýðingu séra Davíðs á Hofi. Er það ensk skáld- saga er heitir „Presturinn á Vökuvöllum" eftir Oliver Gold- smidt, útgefin á Akureyri þjóð- hátíðarárið 1874. Mun það vera ein fyrsta þýdda skáldsagan sem út er gefin sérprentuð í bókar- formi á vora tunngu. Davíð Stefánsson var alla tíð íhaldsmaður í ljóðagerð, unnandi rímna og þjóðkvæða. Orti m.a. í þjóðkvæðastíl, en var þó sjálf- stætt skáld. Hann var svo lán- samur að finna ungur sinn eigin tón. Er það dýrmætt hverju skáldi og raunar nauðsynlegt. Fyrstu kynni okkar Davíðs Stefánssonar voru á bókmennta- vísu. Við hittumst fyrir mörgum árum hjá bókaútgefanda í Reykjavík. Nokkru síðar skrifaði ég blaðagrein um skáldskap Davíðs. Hann skrifaði mér bréf og bauð mér að heimSækja sig næst er ég kæmi til Akureyrar. Eftir það kom ég ekki svo til höfuðstaðar Norðurlands að ég liti ekki inn til Davíðs. Davíös Stefánssonar gamalla bóka, það varð okkur drýgsta umræðuefni og báðum sameiginlegt áhugamál. Sagði hann mér stundum sögur af því hvernig hann hefði úti spjót til þess að klófesta þessa eða hina bókina sem var næsta torgæt. Davíð Stefánsson var merlcur bókasafnari, en það fag er út af fyrir sig, heil vísindagrein. „Sálmur bókasafnarans“ heitir eitt af kvæðum Davíðs, fyrst prentað í ljóðabók hans, „Að norðan“, útgefin 1936. Það er ekki ort út í bláinn fremur ea önnur kvæði hans. Ég bregð hér upp lítilli mynd af einum samfundi okkar. Ég er staddur á Akureyri og ætla að heimsækja Davíð. Ég hefi talað við hann í síma daginn áður. Leiðin liggur að húsi númer S við Bjarkarstíg. Dyrnar opnast um leið og ég kem upp tröpp- urnar, skáldið stendur í dyrum og fyllir vel í þær. „Komdu bless- aður og velkominn, gerðu svo vel að ganga í bæinn.“ Eftir að við vorum sestir inn í stofu, Davíð búinn að hella í glösin og við höfðum rabbað stundarkorn um daginn og veg- inn hlaut talið að berast að bóka- söfnun, það var jafn sjálfsagt og andardráttur manns. „Svo þú varst að lesa, „Sálm bókasafnarans“ er ritstjórar „Moggans" átti síðast viðtal við þig“, segir Davíð. „Já, mér finnst það kvæði talað eins og út úr mínu hjarta, það átti bara ekki að heita sálmur. En það er nú kannski með heiti kvæða eins og nöfnin á sumum myndum vinar vors Kjarvals.“ „Áttu þessa bók?“ sagði Davíð við mig og hampaði litlu ljóða- kveri eftir Bjarna Árnason (Ki>- Framhald á bls. 17 Davíð Stefánsson Ég veit að það var gert í góðu skyni, að gefa öðrum skáldum fleiri vini. Þau höfðu líka margfalt meira að bjóða, en mér var nóg að eiga fáa en góða. Aldrei fékk ég Davíð til þess að ræða um sinn eigin skáldskap; fjarri því. Ef ég sveigði tali í þá átt vék hann óðara út í aðra sálma. Hann vildi tala um allt annað frekar heldur en sitt eigið, að einu undanteknu. Söfnun Davíð Stefánsson átti að vísu marga kunningja eins og það er orðað, en fáa vini sem sóttu hann heim. Um það er ég fullviss. Það kemur líka fram í sumum kvæðum hans, eins og t.d. í þessu erindi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.