Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. jan. 1965 MOHGUHBLAÐIÐ 17 Sira Björn O. Björnsson praep. hon. sjötugur CICBRO taldi ellina tvímsela- laust ávinning, þrátt fyrir líkam- ans hvimleika, sem henni gjama fylgir. Hvert æfiskeið hefur sina kosti, en ellin hefur þá flesta, að Ihans dómi. í>essi skoðun hins rómverska mælskumeistara virð- ist sannast allvel á þeim, hvers mynd og yfirskrift þessum orð- um fylgir. Síra Björn virðist sameina and lega snerpu æskunnar og þroska ellinnar í allríkum mæli. En því sízt að furða þó að hann verði Iþeim, sem til hans þekkja harla minnisstæður, þar sem hann fer. I>að sem fyrst stingur í augun í tfari hans, er skörp skynsemin og irökhyggjan. Hugsun hans öll ber þess vitni, að hann hefur hugað meira en almennt gerist að nátt- úruvísindum, en hann hóf náms- tferil sinn með náttúrufræðinámi og var langt kominn með það, er hann sneri sér að guðfræði. ■— Síra Björn er einlægur trú- maður. Hefur hann að ég hygg, lagt meira að sér en velflestir aðrir, til þess að koma fram skoð unum sínum á þeim efnum, og gaf út tímaritið „Jörð“ um ára- bil. Hygg ég að sú útgáfa hafi orðið honum þungur baggi fjár- hagslega, en bjartsýni hans og traust á hinn góða málstaðinn hefur hjálpað honum yfir þá erfiðleika. Ég þekkti síra Björn alináið um tvegja ára bil. Bar þá oft við, að við ræddum mörg mál, Síra Björn O. Björnsson pastor emeritus. ekki sízt trúmál. Urðum við ekki alltaf á eitt sáttir, en urðum samt betri vinir fyrir, og var það að þakka víðsýni síra Bjöms og humanitate. Mér hefur virzt mannkærleikur og viss óskil- greind hugans heiðríkja einkenna síra Björn í óvenju ríkum mœli. Vil ég þakka honum og ágætri konu hans, frú Guðríði Vigfús- dóttur, vináttu þeirra og góðleika í minn garð. Sig. Steingrímsson. — Minniflig Framhald af hls. 8 binda-Bjarna), er út kom á ofan- verðri öldinni sem leið, og er nú afar fágæt bók. — Já, ég hélt nú það. Ég fann hana einu sinni í rusli hjá fornbóksala, sem ekk- ert vit hafði á slíku. Það var á kreppuárunum svonefndu, ég galt fyrir hana heila krónu, og þá var krónan króna! Eintak af þessu kveri var selt í fyrra á 2 þúsund krónur. Það er ekki til í „Fiske“ bókaskránni, og engum bókaskrám íslenzkum, en eintak er til í Landsbókasafni. „Seigur ertu! En áttu þá þessa,“ hélt Davíð áfram og réttir að mér fyrstu bók Einars Hjörleifssonar, síðar Kvarans: „Hvorn eiðinn á ég að rjúfa?“, er út kom á Eski- tfirði 1880 á kostnað Jóns Ólafs- sonar, ritstjóra." „Nei, þar slóstu mig út“, segi ég. „Það er hart að eiga allar útgáfur af verkum Einars H. Kvaran „plús“ sérprentanir og þýðingar, en vanta aðeins þetta eina þriggja arka smákver, sem aldrei var og aldrei verður gefið út aftur. En sagan sem liggur að baki tilveru þessa kvers og örlög þess litla upplags verður ekki sögð hér. Þannig héldum við Davíð éfram að rabba um bækur og bókfræði, og tíminn líður og áð- ur en varir erum við búnir að tæma koníaksglösin, fylla þau á ný og tæma þau aftur. Þó erum við báðir ófullir, nema af anda- gift, hana hefur Davíð í ríkum mæli, en úndirritaður því miður af skornum skammti. „Ja, Stefán minn, nú er ekki orðið hægt að safna bókum leng- ur“, segir Davíð og sýnir mér verðlista frá dönskum fornbók- sala yfir íslenzkar bækur gamlar, er honum hefði borizt, þar sem verðið er ofboðslegt á hverri bók. Ég er sammála því, og segi hon- um frá hliðstæðum lista frá norskum fornbóksala er ég hafði lengi skipt við og þá nýlega fengið. Þar var m.a. ein bók, sem ég keypti frá Osló fyrir all- mörgum árum á 15 krónur norsk- ar. En nú kostaði sams konar eintak 300 norskar krónur. „Dýr myndi Hafliði allur." „Ef þú sérð Pál ísólfsson þá skilaðu frá mér kveðju. Ég er annars orðinn svo skollí stirður í liðamótum, það brakar í mér eins og gömlu seglskipi“, segir Davíð og skálar um leið. „Er það ekki gigt eins og í mér?“ spyr ég. „Nei, það er ekki gigt, heldur eitthvað annað". „Þetta „eitt- hvað annað“ vona ég samt að verði þér ekki að aldurtila" segi ég um leið og ég kveð Davíð og þakka honum fyrir fróðlega og skemmtilega samverustund. „Ég sendi þér næstu bók eftir mig í pósti“, segir Davíð við mig, úti á tröppum hússins. „Gleymdu þú ekki að skrifa í hana til mín“, árétta ég. „Það eiga helzt engir að skrifa á bækur nema höfund- arnir sjálfir." Um það erum við sammála. Davíð Stefánsson var dulur maður og fáskiptinn. Ekki allur þar sem hann var séður. Mikill einstaklingshyggjumaður. — Manna skemmtilegastur þegar hann vildi það við hafa. Hann var mikill íslendingur í þess orðs beztu merkingu. Ókunnug- um gat virst hann nokkuð þurr á manninn og á þetta erindi Gríms Thomsens, skálds, um Konráð Gíslason, málfræðing, látinn, einnig við um Davíð: „Hans brann glaðast innra eldur hið ytra virtist sumum kalt; við alla var hann fjöl ei felldur, fann ei skyldu sína heldur, að heiðra sama’ og aðrir allt.“ í barmi Davíðs frá Fagraskógi sló heitt hjarta tilfinningamanns- ins, lífsnautnarmannsins og drengskaparmannsins. Vinum sín um var hann mesta tryggða- troll. Þau eru orðin mörg skáldin, sem undirritaður hefur kynnzt persónulega. En ekkert skáld er mér jafn minnisstætt sem Stefán frá Hvítadal, veldur því fleira en eitt. Og þar næst Davíð frá Fagraskógi, svo ólíkir sem þeir annars voru. Þeim gleymi ég aldrei. Davíð Stefánsson var, er og verður ástmögur íslenzku þjóð- arinnar. Það er bjart yfir minn- ingu Davíðs í huga mínum, bæði sem manns — og skálds. Blessuð sé minning hans. Reykjavík, — janúar 1965 Stefán Rafn. — Aðstoð Framhald af bls. 6 indi: Til tekna skal færa fatnað, sem atvinnurekandi lætur fram- teljanda í té án endurgjalds, og ekki er reiknað til tekna í öðr- um launum. Tilgreina skal hver fatnaður er og útfæra í kr.dálk, sem hér segir: Einkennisföt kr. 22.00.—. Einkennisfrakki kr. 1650.—. Sé greidd ákveðin fjár- hæð í stað fatnaðar, ber að telja þá upphæð til tekna. 8. Elli og örorkulífeyrir. Færa • skal í kr.dálk upphæð þá, sem framteljandi telur sig hafa fengið greidda á árinu. Rík- istrygging gefur upp slíkar greiðslur á nafn hvers og eins, og verður það borið saman við uppgjöf framteljanda við endur- skoðun framtals. 9. Sjúkra- eða slysabætur. Sama gildir hér og um lið 8. 10. Fjölskyldubætur. Greiðslur. Tryggingastofnun- ar vegna barna (ekki barnalíf- eyrir = meðlag) nefnast fjöl- skyldubætur og mæðralaun, og er hvort tveggja fært til tekna undir lið 10. Á árinu 1964 voru fjölskyldubætur fyrir hvert barn kr. 3000.— yfir árið. Margfalda skal þá upphæð með barnaf jölda og útfæra í kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1964 voru kr. 250.—. Mæðralaun eru greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum. Á árinu 1964 voru mæðra laun, sem hér segir: Fyrir 1 barn kr. 2221,80, 2 börn kr. 12061,20, 2 börn og fleiri kr. 24122,40. Mæðralaun fyrir börn, sem bætast við á árinu eða öfugt, yerður að reikna með öðrum hætti en fjölskyldubætur. Fjölskyldubætur eru alltaf þær sömu fyrir barnið, en mæðralaun ekki. 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið bls. 4 eins og formið til um og færa saman- lagðar tekjur barna í kr.dálk 11. tekjuliðs, að frádregnum skatt- frjálsum vaxtatekjum sbr. tölulið 4, III. Ef barn (börn) hér til- greint stundar nám í framhalds- skóla, skal í neðstu línu F-liðar rita nafn barnsins og í hvaða skóla námið er stundað, rita skal einnig námsfrádrátt skv. mati ríkisskattanefndar. 12. Launatekjur konu. Hér skal færa tekjur konu framteljanda, ef einhverjar eru. I lesmálsdálk skal rita nafn at- vinnurekanda og tekjuupphæð í kr.dálk. 13. Aðrar tekjur. , Hér skal tilfæra hverjar þær tekjur, sem áður eru ótaldar. Má þar tilnefna styrktarfé, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happ drættisvinninga (sem ekki eru skattfrjálsir), arð af hlutabréfum vegna félagsslita, arð af eignum, töldum undir eignarlið 11, sölu- hagnað sbr. D-lið bls. 4, skatt- skylda eigin vinnu við eigið hús, afföll af keyptum verðbréfum o.fl. o.fl. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrana að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Til sölu mjög góð 4ra herbergja íbúð á 7. hæð í háhýsi við Ljósheima. íbúðin er tvær stofur og tvö svefnherbergi á sér gangi ásamt baði og mjög rúmgott eldhús með borðkrók. Flísalagt þvottahús á ytri forstofu. Sér inngangur af svöl- um. Tvær lyftur. Tvöfalt gler. Góðar svalir. — Teppi og harðviðargluggakappar. Þorskanét Höfum japanska þorskanót til afgreiðslu hér í Reykjavík í byrjun febrúar. Einnig þorskanet af mismunandi stærðum. Vinsamlegast talið við Ara Jónsson í skrifstofu okkar eða í síma 13271, heimasími 35906. Kristjánsson h.f. INGÓLFSSTRÆTI 12. Verzlunarstörf Piltur og stúlka, helzt vön, óskast til starfa í verzluninni. Jónsval Blönduhlíð 2. — Sími 16086. « Aðalfundur Slysavarnadeildar INGÓLFS verður haldinn í Slysavarnahúsinu, Grandagarði, nk. sunnudag kl. 16:00. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Nýkomlð Þakjárn Nr. 24 Lengdir 8’, 9’, 10’, 11’ og 12’. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Byggingavöruverzlun Suðurlandsbraut 6. — Sími 22235. Vcrkstjóri — Iðnfyrirtæki Reglusamur karlmaður 25—30 ára, óskast að góðu og traustu iðn- og innflutningsfyrirtæki, við verk- stjórn, framleiðslu og fleira. Framtíðaratvinna og gott kaup fyrir duglegan mann. — Umsóknir ásamt upplýsingum sendist í pósthólf 547, Reykjavík, fyrir nk. mánaðamót, merktar: „Verkstjóri — 1965“. Allar umsóknir skoðast sem trúnaðarmál, og end- ursendast, ef þess er óskað. Blaðburðarfólk Meðalholt — óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Grettisgötu 1-35 WgttttMltfófr Sími 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.