Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. jan. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 13 Dr. Benjamín Eiríksson: HugEeiðing um stjórnmál FERJA EÐA BRÚ FRIÐRIK Þorvaldsson hefir Btungið upp á því, í grein í Tím- enum hinn 10. þ.m., að nota gjaldeyrisforðann til þess að lby@gja fyrir brú yfir Hvalfjörð, í stað þe&s að taka upp ferju- þjónustu yfir fjörðinn. Þetta er fráleit hugmynd. Þegar Mússolini fór með völd á Ítalíu byggði hann mikinn flota Iherskipa. Meðal ráðunauta hans voru menn, sem álitu að hyggi- legra væri að byggja færri skip, en búa þau betur að þjálfuðum áhöfnum og skotfærum til æf- inga. En Mússolini vissi sem var að fjöldi herskipanna og stærð þeirra var fyrir augað ag fjöld- ann, sem í ríki hans hafði litla aðstöðu til þess að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á stefnu Ihans. Hann þóttist vita, að til þess myndi aldrei koma að her- Bkipanna þyrfti með í styrjöld. Blikkfloti með óþjálfaðar áhafnir reyndist því lítið vopn, þegar til átti að taka. Eitthvað þessu líkt hefir stjórn- in á efnahagskerfi íslendinga oft verið seinustu áratugina. Ráða- xnenn hafa heldur viljað fjölga „dráttarvélum", um einn af hundraði, þótt það þýddi að hinar 99 yrðu ekki nýttar fyrir skort á varahlutum, hjólbörðum og eldsneyti. Ég á við það, að með aliskonar höftum hefir verið kreppt að rekstri atvinnutækja landsmanna, til þess að hægt væri að leggja rekstrarfé þjóðarinnar ■— gjaldeyrisforðann — í fram- Ikvæmdir, sem við ríkjandi stefnu í efnahagsmálum hefir ekki verið til fjármagn til, fjármaign, sem ég álít að myndi hafa myndast innanlands eða fengizt erlendis, ef stefnan hefði verið önnur, þ.e. ef hún hefði verið sú, að tryggja fulla nýtingu þeirra tæ'kja og mannvirkja, sem þegar væru til, sú, að miða að því að viðhalda og efla hæfilegan gjaldeyris- forða, og efla frelsi í fram- kvæmdum og viðskiptum með hans hjálp. Skýrslur sýna igreinlega, að með vaxndi frelsi hefur á undan- förnum árum fylgt í senn aukin sparifjármyndun landsmanna og aukinn hlutur fjárfestingarvar- anna í heildarinnflutningnum. Um þetta þarf því ekki að deila. Fátt gefur því íslenzku þjóðinni meiri arð en rekstrarféð og trygging þess, gjaldeyrisforðinn. Til allrar óhamingju kornst sú skoðun á kreik fyrir fáum árum, að viðunandi haigvöxt væri ekki að fá nema með stóriðju. Nú hefir reynsla seinustu ára — svo langt sem hún nær — sýnt, að þjóðarfriamleiðslan og útflutn- ingurinn hefir aukizt stórkost- lega á Skömmum tíma, án þess að stóriðjunni væri til að dreif.a. Af þessu hefir leitt tvennt. Ann- ars vegar vilja sumir menn draga þá röngu ályktun, að ekki eigi að leggja í stóriðjuframkvæmd- irnar, þær séu óþarfar — eða jafnvel verra. Hinsvegar hefir sumum mönnum sést yfir það, hvað það er sem í raun og veru hefir valdið hinum öra hagvexti, en það er að handaböndin hafa verið höggvin af þjóðinni. Það er frelsið og framtakið sem á þakkimar, því að fiskigengd og innflutt atvinnutæki eru hvorugt nýjungar. En menn hafa haft misjafnlega greiða aðstöðu, og misjafnlega mikla hvatningu, til þess að bera sig eftir björginni — heima og erlendis. í lok seinustu heimsstyrjaldar átti íslenzka þjóðin forða erlend- is sem nam um $ 94 milljónum eða um 4 milljörðum króna. Þessi gjaldeyrisforði hefði getað orðið traustur grundvöllur heilla- vænlegs framfaratímabils í lífi þjóðarinnar, hefði rétt verið á haldið. í stað þess var mynduð nýsköpunarstjórn, sem eyddi gjaldeyrisforðanum á hálfu þriðja ári, og hrökklaðist frá völdum eftir að hér hafði myndast upp- lausnarástand á flestum sviðum efnahags- og fjármála. Komm- únistaforingjarnir hlupu frá öll- um vanda, eins og þeirra var von og vísa. Þeir héldu að himnaríki Stalíns biði handan næstu ára- móta. Síðan hefir margt gerzt sem torveldað hefir það starf að lægja þær öldur, sem styrjöldin ýfði og urðu að brotsjóum fyrir lánley si nýsköpunarst j órnarinn- ar. Greinarhöfundur Tímans ætti nú að skilja, að mér væri ekkert fjær skapi en að leggja það til, að gjaldeyrisforðinn verði tekinn til þess að kosta með honum brú yfir Hvalfjörð. Ef til vill er bezt að fullyrða sem fæst um brúna, meðan ekki er til kostnaðaráætl- un um hana. En afstaða mín bygg ist á því, að ég held að hún myndi verða okkur ofviða, kostn aðarins vegna. Og þótt vér ef til vill gætum fengið erlent lánsfé til hennar, þá er það fé, sem vér gætum notað betur í annað, eink- um þar sem vér eigum kost á ferjuþjónustu. Bílferjur eru síður en svo úreltar. í Noregi og yfir Ermasund eru þær nýjasta nýtt. Ég hefi einnig séð brúna hjá Annapolis yfir Chesapeake Bay. Hún er voldugasta mannvirki, sem ég hef séð. En sú fram- kvæmd byggst á allt öðrum for- sendum en eru til staðar hér á landi. Það væri rangt að gleyma því sem gott má segja um nýsköpun- arstjórnina. Hún stuðlaði að sætt um á milli stríðandi afla á vett- vangi stjórnmálanna. Að visu varð langtum minna úr en til stóð,1 en það var algjörlega sök kommúnistaforingjanna, sem hlupust undan merkjum, með- fram af ástæðum sem ég nefndi, frekar en sökum illmennsku. Mikill hluti allrar lýðræðislegrar stjórnmálastarfsemi er fólgin í því, að fá menn til þess að sætta sig við staðreyndir, sem ekki verður breytt, eða ekki verður breytt nema á löngum tíma, eða að gangast undir ok sem er óum- flýjanlegt. Þetta er sú leið sem þeir verða að ganga til þess að koma fram þeim málum sem Á þriðjudögum reynir vega- gerðin að hjálpa bilalestum yfir Holtavörðuheiði og áfram norður. Þessi mynd var tekin af einum bílnum, sem ætlaði að freista þess að flytja snjó- bíl norður til Húsavíkur. í fyrrakvöld um 10 leytið náðist ' snöggvast í Ingólf á R-535. Hann var þá að leggja af stað frá Blönduósi í bílalest og voru 12 bílar i henni. Hafði þeim gengið sæmilega yfir Holtavörðuheiði. þeim liggur á hjarta, og öðrum mönnum eru staðreyndir sem þeir vildu fá breytt, eða ök, sem þeir vildu ekki þurfa að taka á sig. Stjórnmálaþroskinn og stjórn málakunnáttan birtist þá í því, hvernig okkur tekst að gera hið óljúfa ljúfara, bæði fyrr aðra og ekki síður fyrir okkur sjálfa. Þekking og menning geta hér reynzt mikilvæg hjálpargögn. En það er stórkostleg yfirsjón að ætla sér að kaupa samvinnu með því að spilla því, sem að lokum allir verða að byggja á. Hin erfiða aðstaða íslenzks at- vinnulífs er staðreynd, sem allir stjórnmálaflokkarnir ættu nú þeg ar að taka fullt tillit til. Fyrr eða síðar munu þeir hvort eð er neyð ast til þess, ef þeir ætla að fara hér með völd. Þessi aðstaða er hverfulleiki náttúrunnar og til- tölulegur fábreytileiki framleiðsl unnar, sem gerir óumflýjanlega fjölbreytta verzlun, atriði sem ekki þarf frekar að útskýra í stuttri blaðagrein. Af þessu leiðir að öflugur gjaldeyrisforði er eitt- hvert þýðingarmesta grundvallar atriði íslenzkra stjórnmála. Hann þarf að aukast um 150-200 millj- ónir króna á ári að jafnaði. Erfið leikar áratugsins á undan styrj- öldinni hefðu orðið með allt öðr- um svip, hefði þessa höfuðmáls verið gætt í tíma. Af þessu leiðir, að enginn ábyrgur maður ætti að láta sér detta í hug að mynda nýja nýsköpunarstjórn. En menn- irnir, sem vilja mynda nýsköpun- arstjórn, eru í mínum huga menn, sem vilja mynda ríkisstjórn sem byggi stefnu sína á því að eyða gjaldeyrisforðanum, losa um nauðsynletg aðhöld í peningamál- um og fjármálum, sem myndun og efling gjaldeyrisforðans bygg- ist á, (hann er því mannanna, þ.e., ríkisstjórnarinnar verk), hlaupast svo frá völdum og skilja við þjóðfélagið í flagi. f dag er mér ekki kunnugt um marga framámenn í stjórnmálum, sem vilja nýsköpunarstjórn. Ég held heldur ekki að þeir muni fá vilja sinn. Og þótt svo illa tækÍ2rt til að þeir fenigju hann, þá myndu þeir fljótlega bíða ósigur. Þjóðin skilur betur nú en fyrir tveimur áratugum hvað er fjöregg sjálf- stæðis hennar og aflgjafi fram- faranna. Afstaða núverandi ríkis- stjórnar byggist augljóslega á fullum skilningi þessa máls. ÞVÍ er margyfírlýst af vitrum mönnum, meðal annarra okkar eigin stoáldum, fyir og siðar, a'ð eins sé að yrkja, annarra að 6kilja. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja" sagði hið nýlátna þjóð- skáld okkar, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Og það sem sá imaður fullyrti, var etoki aðeins þaulihugsa'ð, stooðun mótuð úr langri og hairðri listbaráttu og reynslu stoálds og manns, en eitt- hvað þrautofið inní tilfinningu hans og karakter, aldrei vara- yfirlýsing, en blóðug staðreynd, sem hann hyllti eða beygði sig (fyrir. Og honum var vel ljóst, að hér var ékki um að ræða for réttindi einnar stéttar eða hóps, eitthvað sem stoáld átti eitt rétt ó að njóta. Fyrir honum var þetta inntak þeirrar almennu verkaskiftingar, sem heiðarlegt mannfélag hlaut að byggjast á. Og það var ein orsök þess hve hann hataði yfirgang þann og oflæti, sem enn tíðkast mjög í heiminum, þar sem einn þykist allt vita, og allt geta, aðrir ekk- ert, og haga sér í samræmi við þá stríðsyfirlýsingu. Davfð var líka alltaf ljóst að „ríkið“ getur eldrei tekið að sér hlutverk ein- staklingsins, og ekki fremur um ■köpun þess, sem látið verður í •skana en listaverka og annarra menningarverðmæta. Þessvegna var fyrirlitning hans á ofbeldi og einræði jafnt brúnu og rauðu, svo sannfærandi, og ekki a'ðeins ofræði stjórnmálatfursta og auð- jöfra, heldur engu síður yfirgang öreiga, listamanna og annarra kraftajötna anda og handa. Davíð var einstaklingsfhyggjumaður 1 þess orðs sönnustu merkingu, al- sjálfsráður einstaklingur, ’ jafnt gagnvart kóngi og klerki sem al- múgamanni. Hann hatfði sann- reynt það að allsstaðar voru menn, sem sköruðu framúr að afli og hugprýði, og aðrir sem runnu í troðnar slóðiir þeirra, og hann fann jafnt til með öllum, þeim veika og smáa, sem skorti afl að lyfta Grettistökum, og þeim sterka og framgjarna, sem engu síður háði baráttu uppá liíif og dauða við sitt ofurefli. Davíð Stefánsson var d'ramblaus ma'ður en stoltur, sjálfur ljúfur ag iítillátur eins og barn, en stór- látur vegna fósturjarðarinnar og forfeðranna, vegna móður sinnar og föður, landsins síns og Eyja- fjarðar. Ég ætla mér ekki þá dul að freista að skiigreina hér gildi skáldskapar, og annars skapandi framtaks, fyrir frelsi og afkomu einnar þjóðar, hvað þá gildi beinnar sköpunar annarsvegar, ef svo mætti að orði komast, og á hinn bóginn þess sem við áðrir leggjum fram, sem þó af veikum mætti sé, kappkostum að skilja og meta mikla sköpun, færa okkur hana í nyt og út- 'breiða með öllum ráðum. Ef til vill er framlag þessara tveggja unnenda lífsins, fyrir þjóðarbú og mannkyn, etoki ýkja mikið. Og þó ég taki hiklaust undir með skáldinu, að eins er að yrkja og annars að skilja, og þessi verkaskifting innan víngarðs Drottins, sé eitt af undrum ver- aldar, og án hennar félli mikill 'hluti þess, sem skapað er, í grýtta og ófrjóa jörð, er samú'ð mín sem fyr óskift með þeim, sem standa einir sér, og berjast til þrautar, falla eða lifa af, óstudd- ir og án öryggis frá neinum hóp- um eða samtökum — mönnum eins og Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Velferðarríki nútímans verður aldrei annað en nýr postulíns- hundur, ef látlaust á að þynna mjöðinn til þess að gera hann meiri að fyrirferð, eins og stefnt er að á mörgum sviðum, með standard íseringu meðalmennsk- unnar á vegum hinnar opinberu fjölmiðiunar og hatursskritfum um þá, sem uppúr standa og hug hafa að brjótast nýjar óvarðaðar leiðir, og standa uppí hárinu á ráðviltum valdsmannalýð. Davfð Steflánsson ánetjaðist aldrei neinum ráðamönnum eða alsherjarkenningum. Hann vann það ei fyrir vinskap manns að víkja atf götu sannleikans. Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, voru hans kjörorð. Hver og einn varð síðan að ráða þær gátur eftir sínum smekk og þroska. Á veraldarvísu var Davíð Stef- ánsson si'ðvandur og réttlátur, og byggði í þeim efnum á strangri þjóðlegri erfð. Sá sem ná vill dýrmætri eign, verður miklu til að kosta. Davíð skuld- aði engum, og vildi heldur ekki að neinn borgaði fyrir sig, eins og nú er í tízku. Sá sem eignast vill mitt hús, verður að greiða þáð fullu verði, og með geði glöðu og hreinu, annars er það engum falt. Þannig mundi hann sennilega hafa hugsað í dag, þó ég telji mig ekki þurfa að efast um tilgang hans með söfnun hinna þjóðlegu verðmæta, sem geymd eru í húsi hans. Hús skáldsins á A'kureyri stend ur nú autt og yfirgefið af mönn- um. En fláar byggingar munu til í þessu landi, þar sem fjölskrúð- ugra lífi er lifað innan veggja. Rammur þefur af gömlum skræð um og fornum munum, blandast á hverju nýju vori ilmi af laufg- aðri björk og greninálum, sem góðir andar, fornir og nýir, nær- ast á. Davfð byggði sjálfur þetta hús í Drottins natfni, og safnaði þangað bókum, listaverkum og öðrum þjóðlegum gersemum, eða tók í umsjá sína, með ekki ólík- um hug og Árni Magnússon fyr á öldum. Og þessir hlutir og þjóð minjar urðu smám saman óað- skiljanlegir stoáldinu Davíð Stef- ánssyni frá Fagraskógi. Ást hans á þjóð sinni og bjástri hennar um aldir má lesa úr hverjum krók, eins og hverri línu í skáld- skap hans. Þeir menn ynnu þarft verk fyrir land sitt, sem stuðiúðu að því að allt fengi að vera með urn merkjum í húsi Davi'ðs skálds, og það yrði eign atþjóðar. Sú fullvissa að hlutverk hans væri að yrkja, okkar að skilja, hlaut að rísa öndverö gegn því að hann færði mönnum gjatfir aí þessum heimi, eða þæði þær. Það er hlutur Okkar, hinna almennu njótenda í heiminum, að skilja, meta og útbreiða, eins og við höfum afl til. ÖIl skulum við þess minnug er við í dag hyllum þjóðskáldið, a'ð við kaupum ekki þetta hús hans vegna, heldur okkar vegna, og hvorki hann sjálfur né nokkur annar gat að eigin geði og vild afhent það neinum, vegna þess að það var andstætt sáttmála skáldsins við lífið, að útsfcýra hug sinn nánar, fyrir ö'ðrum en Guði einum. R. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.