Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. jan. 1965
MORGUNBLAÐID
15
— Hvoð er hægt
Framhald af bls. 10.
verðugra verkefna. A hinu
leitinu verður ríkisvaldið að
skilja, að við erum fyrst og
fremst að leysa verkefni okk-
ar sjálfra en ekki að halda
sýningu fyrir aðra. Við eigum
því að leggja til þessara mála
það, sem okkur sjálfum sýn-
ist skynsamlegt, en ekki
•biðjast afsökunar á því að
hlutirnir eru hér öðruvísi en
annarsstaðar. Svar mitt verð-
ur því á þá leið, að við eflum
bezt Lslenzk raunvísindi með
því að skilja, að þau eiga
fyllsta rétt á sér, eru nauð-
synlegur þáttur í framvind-
unni, en þáttur sem blómgast
eftir eigin lögmálum og verð-
ur að fá að lifa samkvæmt
þeim.
Trausti Einarsson.
Dr. Þórður Þorbjarnarson,
forstöðumaður Rannsókna-
stofu Fiskifélags íslands segir:
Ég hefi verið beðinn að
svara spurningunni frá sjón-
armiði fiskiðnaðarins, en svör
mín miðast að sjálfsögðu við
eigin reynsiu og þá stofnun,
sem mér stendur næst, Rann-
sóknastofu Fiskifélags íslands.
háttað, þurfa flestir rann-
sólcnamenn að leggja hart að
sér við aukastörf, sem stund-
um eru óskyld þeirra aðal-
störfum. Þetta er að sjálf-
sögðu ekki einsdæmi. Aðrir
starfshópar hafa sömu sögu að
segja. En þetta er miklu alvar-
legra mál, þegar vísindamenn
eiga í hlut heldur en flestir
aðrir, vegna þess hve mikið
fé er bundið í tækjum, sem
þeir nota og hinu sérhæfa
vinnuplássi, sem þeim er
nauðsynlegt. •
Þórður Þorbjarnarson.
Annars er spurnlngin svo al-
mennt orðuð, að ég kýs að
umskrifa hana á þessa leið:
Hvað er hægt að gera til þess
að efla rannsókna- og tilrauna-
starfsemi fyrir íslenzkan fisk-
iðnað?
Ef efla S þennan þátt rann-
sókna o»g tilrauna hér á landi
þarf fyrst og fremst að fjölga
bæði sérmenntuðum mönnum
og aðstoðarfólki, sem vinnur
að þessum málefnum, enda
starfar alltof fátt manna á
þessu sviði enn sem komið er.
Hinsvegar hefir þegar verið
vel séð fyrir þörfum fiskiðn-
aðarins, hvað húsnæði og ann-
an aðbúnað snertir vegna
rannsókna og tilrauna. Starfs-
Skilyrðin að Skúlagötu 4 eru
ágæt, og í því efni.þarf ekki
frekari aðgerða við að sinni.
En það er ekki allt fengið
með góðu húsnæði og fjöl-
mennu starfsliði, það þarf líka
að vera þanniig um hnútana
búið, hvað launakjör starfs-
mannanna snertir, að þeir geti
einbeitt sér að þeim störfum,
sem þeir eiga að leysa af
hendi. Eins og málum er nú
Þorsteinn Sæmundsson,
stjarnfræðingur, segir:
Skilningur á igildi og mögu-
leikum vísindanna er mjög al-
mennur á íslandi, svo að
þessu leyti er vissulega fyrír
hendi góður jarðvegur til
blómlegrar vísindastarf-
semi. Stjórnarvöld landsins
hafa við fjölmörg tækifæri
lýst skilningi sínum á mikil-
vægi vísindaiðkana hérlendis.
Jafn fámenn þjóð og fslend-
ingar getur að sjálfsögðu ekki
staðið í fremstu víglínu á öll-
um sviðum vísinda og tækni,
og sízt af öllu þeim, sem út-
heimta mjög kostnaðarsama
rannsóknastarfsemi. Þeim
mun meiri áherzlu ber okkur
að leggja á þau verkefni, sem
hér eru bezt skilyrði ■ fyrir, og
þar, sem líkindi eru til að
lengst verði náð.
Raunvísindastofnun Háskól-
ans, sem nú er risin af grunni,
og Reiknistofnunin, sem
henni fylgir, marka tímamót
í þróun vísindamála á íslandi.
Með því að styrkja þessar
stofnanir sém bezt í framtíð-
inni ætti að mega stöðva þá
ískyggilegu þróun, að íslenzk-
ir vísindamenn setjist að er-
léndis hópum saman að loknu
námi, vegna skorts á starfs-
skilyrðum hér.
En þótt árföandi sé, að efla
æðstu menntastofnun lands-
ins, Háskólann, er hitt þó engu
síður mikilvægt fyrir framtíð
íslenzkra vísinda, að undir-
stöðumenntun sé öll hin full-
komnasta. Sérstaklega er
þetta mikilvægt á mennta-
skólastiginu, því að þar er
grundvöllurinn lagður að
þeirri vísindalegu þjálfun,
sem síðar á að beita við hin
óleystu verkefni. Og þarna
kreppir skórinn að, því að
það mun mála sannast, að
vinnuaðstaða í menntaskólum
hér, einkanlega í Reykjavík,
er orðin óviðundandi með öllu.
Verður að telja það höfuð-
nauðsyn, að tveir nýir mennta
skólar verði reistir í Reykja-
vík hið bráðasta, eða önnur
tilsvarandi skref komi til úr-
bóta.
í sambandi við rekstur
mennta- og rannsóknastofn-
ana hér á landi mætti gjarna
igæta þess betur en hingað til
hefur verið gert, að tíma
þeirra manna, sem færastir
eru á hverju sviði, sé ekki að
þarflausu sóað í vafstur og
skriffinnsku. Til þess að svo
megi verða, þarf að aðskilja
betur almennan skrifstofu-
rekstur frá umsjón með rann-
sóknum og vísindastörfum.
Það er aðeins í fáum grein-
um, svo sem jarðeðlisfræði,
sem íslendingar hafa mögu-
leika til að koma á fót stofnun
um, sem orðið gætu vísinda-
miðstöðvar á alþjóðamæli-
kvarða. En jafnt í þessum
greinum sem öðrum mun á-
vallt verða nauðsynlegt að
sækja margt til annarra landa
og fylgjast vendilega með því,
sem þar er að igerast á sviði
vísindanna. Á síðustu árum
hefur það færzt mjög í vöxt,
að íslenzkir vísindamenn
sæktu ráðstefndur erlendis
eða dveldust þar um tíma til
framhaldsnáms. Þessi þróun
mála er hin æskilegasta. Á
hinn bóginn skortir hér enn
gott vísindabókasafn, þar sem
aðigang megi fá á einum stað
að miklvægustu bókum og
tímaritum erlendum. Þetta er
mál, sem oft hefur verið til
umræðu, en ekki hefur orðið
úr framkvæmdum.
Útgáfa almennra, alþýð-
legra rita um vísindi er hér
mjög skammt á veg komin, ag
raunar miklu skemur en áhugi
almennings gefur tilefni til.
Ekki mun hér um að kenna
fjárskorti einum saman, held-
ur koma einnig til þeir sér-
Tónlistarfélag stoínað
í Garðahreppi
stöku erfiðleikar, sem höfund-
ar og þýðendur lenda í, þegar
finna skal íslenzk heiti yfir
allan þann fjölda erlendra
vísindaorða, sem eiga sér eng-
in samheiti í íslenzku máli.
Þau orðasöfn, sem tekin hafa
verið saman til þessa, eru
hvergi nærri nógu yfirgrips-
mikil til að leysa það vanda-
mál, sem hér hefur skapazt.
Er hér tvímælalaust verk-
efni, sem hagir orðasmiðir og
íslenzkumenn þurfa að leysa
í samvinnu við fræðimenn í
hinum ýmsu greinum.
Ég hef oft verið spurður
þeirrar spurningar, hvort lík-
legt sé, að stjörnfræðirann-
sóknir eigi sér framtíð á ís-
landi. Að svo miklu leyti, sem
átt er við beinar stjörnu-
athuganir með sjónaukum,
verður því miður að svara
spurningunni neitandi. Östöð-
ug veðrátta, lítil sólarhæð að
degi til og norðurljós að nótt-
unni gera það að verkum, að
peningum yrði seint varið tii
að reisa meiriháttar stjörnu-
stöð hér á landi. Útvarps-
stjörnusjá kæmi að vísu til
greina, en rökin fyrir staðsetn-
ingu slíkrar stöðvar hér eru
þó tæplega nægileg. Á hinn
bóginn má telja furðulegt, að
hér skuli ekki vera svo mikið
sem einn sjónauki af meðal-
stærð, sem almenningur geti
fengið aðgang að til skemmt-
unar og fróðleiks, og væri
vissulega athugandi að fá bætt
Úr því, hvað sem vísindalegum
athugunum líður. Fræðileigar
rannsóknir í stjörnufræði eru
au&vitað mögulegar hér á
landi, enda er rétt að minnast
þess, að athuganir á himin-
geimnum með sjónaukum eru
ekki nema lítill hluti af starfi
stjörnufræðinga almennt.
Þorsteinn Sæmundsson.
LAUGARDAGINN 16. janúar
1965 var stofnað tónlistarfélag í
Garðahreppi og hlaut það nafnið
Tónlistarfélag Garðahrepps.
Formaður skólanefndar Garða
hrepps, séra Bragði Friðriksson,
stýrði fundinum, en honum
ásamt Vilbergi Júlíussyni, skóla
stjóra, hafði verið falið að ann-
ast undirbúning að stofnun fé-
lagsins.
Fundarritari var kjörinn, Árni
Gunnarsson, kennari.
Guðmuhdur Norðdahl, söng-
kennari, gerði grein fyrir lögum
félagsins, sem. síðan voru sam-
þykkt.
Kosin var fyrsta stjórn félags-
ins, en hún er þannig skipuð:
Formaður: Helgi K. Hjálmsson,
framkvæmdastjóri. Gjaldkeri:
frú Kittý Valtýsdóttir. Ritari:
Árni Gunnarsson, kennari. Með-
stjórnendur: Hörður Rögnvalds-
son, kennari. James H. Wright,
gjaldkeri.
Tónlistarfélag Garðahrepps
hyggst gangast fyrir að minnsta
kosti einum tónleikum á þessum
vetri fyrir félagsmenn.
Allir íbúar Garðahrepps geta
gerzt félagar tónlistarfélagsins,
og samþykkti fundurinn að allir
þeir, sem gerast félagar fyrir
1. júní n.k. skuli teljast stofn-
endur.
Þeir, sem óska eftir að gerast
stofnfélagar geta snúið sér til
einhvers stjórnarmanna eða
skólastjóra Tónlistarskóla Garða
hrepps, Guðmundur Norðdahl,
Ránargrund 5, sími 50945.
Tónlistarskóli Garðahrepps
var stofnaður síðastliðið haust af
Guðmundi Norðdahl, en hið ný-
stofnaða tónlistarfélag mun
annast um rekstur hans í fram-
tíðinni.
Skólinn- er nú þegar fullskip-
aður og hefur orðið að vísa frá
fjölda nemenda, en ætlunin er
að stækka skólann næsta haust,
til þess að geta orðið við hinni
miklu eftirspurn.
Kennarar við Tónlistarskóla
Garðahrepps eru nú: Guðmund-
ur Norðd§ihl, Árni Elfar bg Árni
Gunnarsson.
Skólastjóri skýrði frá að tón-
listarskólanum hefði borizt höfð-
ingleg gjöf frá Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Helgadóttur, Reykjavík,
af ýmiskonar kennslutækjum,
sem er algjör nýjung hér á landi.
Frostharka og
sn jór á Olafs-
firði
ÓLAFSFÍRÐI, 19. jan. — f nótt
komst frostið hér niður í 22 stig
og er það mesta frost sem komið
hefur í fjöldamörg ár. En við
höfum hitaveitu, sem stendur sig
bara vel núna. Mikil bót fékkst
á henni eftir að borað var.
Langt er síðan komið hefur
jafn langur og kaldur kafli að
vetrinum og nú. Hefur kulda-
kastið staðið óslitið síðan um
miðjan desember. Mikill snjór er
og allir vegir ófærir, bæði í sveit
inni og inni í kaupstaðnum,
Flutningar fara fram á beltis-'
dráttarvélum og er mjólkin sótt
á þeim.
Við hér á Ólafsfirði erum
alveg innilokaðir á landi, en
Skjaldbreið kemur á hálfs mán-
aðar fresti og flóabáturinn
Drangey kemur tvisvar í viku
frá Akureyri. — Jakob.
AKRANESI, 18. jan. — Árshátíð
á Hótel Akranesi var haldin s.l.
laugardagskvöld af starfsfólki
Sementsverksmiðjunnar, þeim,
sem því gátu við komið. Stjórn-
armenn verksmiðjunnar sátu
hófið svo sem Ásgeir Pétursson
og Pétur Ottesen. Þar var glaum
ur og gleði og fór hófsamlega
fram. Ræður voru haldnar, Ró-
bert Arnfinnsson og fleiri reyk-
vískir listamenn skemmtú.
Dansað var á eftir. — Oddur.
Stórbót fyrir skauta-
fólk
NÚ hefur verið opnuð að
Tjarnargötu 11 almennings-
snyrting og geymsla fyrir skó
fatnað. Er þetta stórbót fyrir
iðkendur skautaíþróttarinnar,
því þetta tvennt heíur aðal-
lega hrjáð þá undanfarin ár.
T.d. hafa slökkviliðsmenn orð
ið fyrir miklum ágangi skauta
fólks. Það hefur ekki átt í
önnu'- hús að yenda, sakir þess
að ekki hefur almennings-
snyrting verið í nánd við
Tjörnina. Þá hefur það og oft
viljað við bregða, að skófatn-
aður skautafólks hefur viljað
hverfa, því skautafólk hefur
hingað til þurft að geyma skó
fatnað sinn á ekki öruggari
stað en Tjarnarbakkanum.
Notkun á snyrtingu mun
kosta tvær krónur og sama
verð fyrir skógeymsluna. Það
er allavega ódýrara en að
glata skófatnaði sínum.