Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 21. jan. 1965
Útgefandi:
Framkvaemdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður.Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
HINN MIKLI
ÁRANGUR
ví heyrist stundum fleygt,
að viðreisnarráðstafanir
ríkisstjórnarinnar séu farnar
út um þúfur, og aftur sigi á
sömu ógæfuhliðina og áður.
Þessa fullyrðingu er rétt að
skoða nokkuð nánar, svo að
menn geri sér grein fyrir því
hvað rétt er.
Árið 1960 voru gerðar mjög
víðtækar ráðstafanir til að
breyta allri þróun efnahags-
og viðskiptamála hér á landi.
Fram til þess tíma hafði verið
að tildrast upp hér eitthvert
kostulegasta efnahagskerfi,
sem þekkzt hefur. Allt var
reyrt í fjötra og ríkisafskipti.
Enginn mátti byggja án þess
að fá til þess leyfi yfirvalda,
enginn mátti flytja inn svo
mikið sem saumnál, án þess
að leita á náðir einhverrar
nefndarinnar. Enginn maður
vissi í rauninni hvert var
gengi íslenzku krónunnar, því
að það var eitt fyrir þessa
vörutegund og annað fyrir
hina. Enginn vissi í rauninni
heldur hvernig hag útvegsins
var varið, því að uppþætur
til hans voru svo margslungn-
ar og flóknar, að enginn botn-
aði upp né niður í kerfinu.
Þetta var gullöld vinstri
stefnunnar. Pólitískir brask-
arar og skipuleggjendur undu
vel sínum hag, þeirra var
líka dýrðin.
Á hinn bóginn leiddi þetta
kerfi til þess að framfarir
urðu hér miklu minni en
ella, þannig að við drögumst
aftur úr nágannaþjóðunum,
en fyrst eftir styrjöldina stóð-
um við auðvitað miklu betur
að vígi en þær, og hefðum
þar af leiðandi átt að geta náð
örum efnahagsframförum.
Þess í stað var fjárhag okkar
þannig komið, að við vorum
ekki hlutgengir í sambandi
þjóðanna á sviði efnahags-
mála, og þýddi t.d. ekki að
ræða við Alþjóðabankann um
neinar lánveitingar til stór-
framkvæmda á íslandi. Og
gjaldeyrisstaða landsins var
slík í lok þessa vandræðatíma
bils, að við áttum ekki fé til
kaupa á brýnustu nauðsynj-
um.
Þetta óhæfa kerfi var upp-
rætt þegar árið 1960, og árang
* urinn lét ekki á sér standa.
Hvarvetna í þjóðlífinu var
hið nýja frjálsræði hagnýtt
til stórfelldra framkvæmda.
Og við íslendingar höfum
aldrei sótt jafn hratt fram og
síðustu árin. Þetta eru óum-
deilanlegar staðreyndir, enda
er það athyglisvert, að nú er
það helzt notað til árása á
ríkisstjórnina, að hún hafi
hopað frá þessari stefnu. En
einnig það er í aðalatriðum
rangt.
Viðreisnin var framkvæmd
árið 1960, og það er auðvitað
þarflaust — og raunar ekki
unnt — að endurtaka þær
ráðstafanir á meðan stjórnar-
farið er í meginatriðum það
sama og þá var á komið.
Stjórnin hefur að sjálfsögðu
fengið mörg ný vandamál við
að glíma, og hún hefur brugð-
izt við þeim eins og efni stóðu
til á hverjum tíma, enda geta
viðhorfin í lifandi og fram-
sæknu þjóðfélagi ekki verið
þau sömu alla tíð. Sú ríkis-
stjórn væri stöðnuð, sem ekki
tæki tillit til breyttra að-
stæðna.
En þótt viðreisnarstefnan
sé enn í fullu gildi í öllum
meginatriðum, höftin hafi ver
ið upprætt, frjálsræði ríki,
og efnahagurinn hafi verið
treystur, er sjálfsagt að játa,
að nokkrar uppbætur hafa
verið teknar upp á ný, og nið-
urgreiðslur eru býsna háar.
Þótt þetta sé ekkert í átt við
ástandið á ofstjórnartíman-
um, er samt rétt að menn
gjaldi varhug við því að
leggja lengra inn á þessa
braut, enda gerir ríkisstjórn-
in sér áreiðanlega grein fyrir
því, að það má ekki gera í
ríkum mæli, þótt nokkrar
uppbætur geti verið réttlæt-
anlegar um skeið til þess að
tryggja eðlilega þróun og
stemma stigu við nýju kapp-
hlaupi milli' kaupgjalds og
verðlags.
Niðurstaðan er því sú, að
ekki verður séð að ástæða sé
til þess, að ríkisstjórnin geri
neinar stórvægilegar breyting
ar í efnahagsmálum eins og
nú horfir, en hins vegar yrði
það auðvitað óhjákvæmilegt,
ef ævintýramönnum tækist
að hleypa af stað nýrri verð-
bólguskriðu.
MENNTASKÓLI
Á VESTFJÖRÐUM
17ins og greint hefur verið
^ frá í fréttum, var haldinn
fjölmennur fundur á ínfirði
um síðustu helgi, þar sem
rætt var um menntaskóla á
Vestfjörðum og gerð ályktun
um það að hraða bæri fram-
kvæmdum til að koma upp
slíkri menntastofnun á ísa-
firði.
Ármann Snævarr, háskóla-
rektor, greindi frá því í hinni
merku ræðu sinni 1. desem-
ber, að aðeins um 10 af
Líkan Corcorde-þotu.
Bretar vilja frestun fjölda-
framleiðslu á Concorde
París 19. jan. — (NTB)
BRETAR lögðu í dag til
við Frakka, að áætlunin
um smíði Concorde-far-
þegaþota, sem fljúgi hrað-
ar en hljóðið, verði endur-
skoðuð.
Tillaga þessi var lögð
fram í boðskap frá Harold
Wilson, forsætisráðherra
Breta, til Georges Pompi-
dou , forsætisráðherra
Frakka. Fól hún í sér, að
smíðaðar yrðu tvær þotur
af Concorde-gerð til að
byrja með, en ekki hafin
f jöldaframleiðsla þegar
smíði fyrstu þotunnar er
hundraði af 19 ára aldurshópi
íslendinga sæti í menntaskól-
um, en þetta hlutfall væri 17
-18 af hundraði á hinum
Norðurlöndunum. Sýnir þetta
að nav^synlegt er að auka
mjög fjölda þeirra, sem nám
stunda í menntaskólum frá
því sem nú er.
Almennur áhugi er nú fyrir
því að stórauka æðri mennt-
un og allar vísindarannsókn-
ir, enda byggist velfarnaður
þjóðanna í stöðugt ríkara
mæli á því að fjöldi manna
fái æðri menntun. Þetta tek-
ur hins vegar langan tíma,
því að fyrst þarf að mennta
unglingana í menntaskólum
og síðan þurfa þeir að stunda
langt og strangt háskólanám.
Ef hugur fylgir máli, þegar
rætt er um aukna æðri
menntun, verða menn að horf
ast í augu við það, að ekki
er síður þörf á að auka fjölda
menntaskólanemenda en
styrkja þá, sem háskólanám
stunda. Þess vegna vs^ðum
við líka að byggja fleiri
menntaskóla.
Þá er einnig mikið og rétti-
lega um það rætt, að bæta
þurfi aðstöðu þeirra, sem búa
í strjálbýlinu, og efla byggða-
kjarna til þess að draga úr
straumnum til Suð-V estur-
lands. Stofnun menntaskóla á
ísafirði væri áreiðanlega
heilladrjúgt spor í þessa átt,
lokið, eins og áætlað hefur
verið.
Heimildir tengdar frönsku
stjórninni segja, að Frakkar
geti ekki fallizt á þessa til-
lögu Breta. Er bent á, að verði
framleiðslan í fyrstunni tak-
mörkuð við tvser flugvélar,
muni það auka kostnaðinn,
seinka um tvö ár, a'ð fjölda-
framleiðsla geti hafizt ag
kama í veg fyrir, að Concorde
komi á markaðinn á undan
bandarískri farþegaþotu, sem
fari hraðar en hljóðið.
Skömmu eftir að Verka-
mannaflokkurinn tók við
st-jórnartaumunum í Bret-
landi í haust, var tilkynnt, að
hún væri þeirrar skoðunar að
endurskoða bæri samvinnu-
samning Frakka og Breta um
smfði flugvélar af gerðinni
og síðan ætti að huga að því
að koma upp menntaskóla
austanlands. Þess vegna styð-
ur Morgunblaðið það, að und-
irbúningur verði hafinn að
stofnun menntaskóla á ísa-
firði, og ákvörðun tekin um
að hann skuli rísa í nánustu
framtíð.
FÁRÁNLEG
ÁSÖKUN
lVlorgunblaðið birtir í dag
frétt, sem hlýtur að vekja
talsverða athygli hér á landi
fyrir þá sök, hve fáránleg hún
er. Stockholmstidningen í
Svíþjóð gefur í skyn að hér
á landi ríki kynþáttahatur og
blökkumaður einn, sem hing-
að hafi komið, en hann hefir
leitað á náðir Svía í „þreng-
ingum“ sínum, hafi orðið fyr-
ir slíkum óþægindum og of-
sóknum vegna litarháttar
síns, að honum hafi ekki ver-
ið vært hér á landi.
Allir þeir, sem til þekkja
vita, að fréttin í hinu sænska
blaði á ekki við rök að styðj-
ast, strákapör og kynþáttaof-
sóknir eru tvennt ólíkt. Kyn-
þáttaofsóknir eru íslending-
um framandi. Um það er ó-
þarfi að ræða. Hitt er athygl-
isvert að ekki er annað að
sjá en blökkumaður þessi
reyni að fleyta sér, bæði hér
og annars staðar á litarhætti
Concorde. Frá þeim tíma hef-
ur óvissa ríkt um framtíð
þessarar samvinnu, en haft er
eftir áreiðanlegum heimildum
að Wilson óski viðræðna við
frönsku stjórnina um málið
áður en Bretar taki endan-
lega ákvörðun.
Bretar og Frakkar gerðu
1962 samning um að vinna
sameiginlega að smfði farþega
flugvélar, sem færi hraðar en
hljóðið. Skyldi skipta kostn-
aðinum við smíðina jafnt. í
samningum er ekkert ákvæði,
sem heimilar öðrum aðilanum
að draga sig til baka, en þar
segir hins vegar: „Þegar samn
ingurinn hefur verið ger’ður,
leggja báðir aSilar fram svo
mikla peninga og starfskrafta,
að ómögulegt er fyrir annan
að hætta við samstarfið.“
sínum. Allt sem honum er
ekki gert til geðs virðist vera
kynþáttaofsóknir í hans
munni. Við þessari afstöðu
hans verður naumast gert.
Hitt mun aftur á móti þykja
nokkur tíðindi, að blað, sem
íslendingar hafa álitið virðu-
legt og sæmilega heimild,
skuli ekki hafa varað sig á
óhróðri þessa viðkvæma Suð-
ur-Afríkumanns, sem er „of-
sóttur á íslandi", en hefur nú
fengið „griðastað í Svíþjóð“.
Ákærðír fyrir
oSstoð við
Zech-Nenntwich
Braunschweig, 19. janúai
(NTB).
NAZISTINN, Hans-Walter1
Zech-Nenntwich, sem dæmd- I
ur hefur verið fyrir stríðs-1
glæpi og setið í fangelsi í,
Branschweit, kom fyrir rétt
þar í dag ásamt fjórum mönn- I
um, sem sakaðir eru um að |
hafa aðstoðað hann við flótta ,
úr fangelsinu í apríl s.l.
Zech-Nenntwich komst til'
Egyptalands áður en tókst að |
hafa hendur í hári hans. Þeir, i
sem ákærðir eru fyrir að hafa
aðstoðað Zech-Nenntwich eru
fangavörður, kaupsýslumað-1
ur, ráðksona og fyrrum vin- |
kona hans. En sú síðastnefnda ,
fór með strokufanganum til'
Kairó.