Morgunblaðið - 21.01.1965, Blaðsíða 20
20
MORGU N BLADIÐ
Fimmtudagur 21. jan. 1965
SVARTAR
RAFPERLUR
EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY
Hún kinkaði kolli og yfirgaf
hann, og gekk síðan eftir stígnum
til Sjávarhússins. Hún komst upp
í herbergið sitt án þess að hitta
neinn.
En það var eins og drauga-
gangur í þessu herbergi hennar.
Þar voru tvær afturgöngur á
ferðinni. Önnur var stúlka en
hin lítill, hvítur köttur. Tracy sá
þær báðar í hverju spori. Átti
nú þriðja afturgangan að slást í
hópinn? Ein, sem átti eftir að
lenda í svörtum, kæfandi sjón-
um í Bosporus? Var það ógnun
in, sem vofði yfir systur Anna-
bel, ef hún hefði sig ekki á
brott?
Hún stikaði fram og aftur um
stóra herbergið og reyndi að úti-
loka allar þessar hugsanir úr
huga sínum. Hún mátti ekki um
annað hugsa en að finna ráðn-
inguna á gátunni. Jafnvel þótt
Miies hefði staðfest sögu Fazi-
lets, gat hún ekki trúað, að þar
með væri allur sannleikurinn
sagður. Þarna var eitthvað meira
á seiði — eitthvað, sem átti dýpri
rætur en hún hefði enn fengið að
vita.
Hún þoldi ekki lengur við í
þessu herbergi. Hún fann með
sjálfri sér, að hún varð að heimta
Annabel aftur — ekki bara þenn
an anda, sem var á sveimi hérna
í herberginu, heldur kátu stúlk-
una, sem hún hafði forðum ver
ið. Kannski gat málverkið heimt
hana úr helju. Ef Miles væri enn
ekki kominn inn aftur, var tæki
færið nú.
Tracy skauzt inn í herbergi
Miles. Hún kveikti ljósið og stóð
nú andspænis myndinni.
En snögglega stirðnaði hún
upp. Myndin var horfin, En í
stað hennar hékk þarna uppi yf
ir rúmi Miles, ófullgerða mynd
in af frú Erim.
Tracy hefði snúið sér frá mynd
inni, ef tevélin á henni hefði
ekki dregið að sér athygli henn-
ar.
Myndin hafði lítið komizt á-
leiðis síðan hún sá hana síðast.
Andlitið var enn sviplaus klessa.
Miles hafði eytt öllum tímanum
í spegilmyndina í tevélinni.
Kúpti eirbelgurinn á véiinni
hafði afmyndað andlit frúarinn-
ar og gert úr því háðslega skrípa
mynd. En það sem Miles hafði
málað, var ekki háðsleg skrípa-
mynd. Af ásettu ráði hafði hann
gert úr þessu annað miklu verra.
Út úr andlitinu skein ágirndin,
grimmdin og sviksemin.
Tracy brá við og hún varð
hrædd. Þessi mynd var opin-
berun, ekki einasta á frúnni
heldur og á Miles sjálfum.
Þegar hún heyrði í ytri hurð
inni að vinnustofunni, hreyfði
hún sig ekki. Henni var nú orð-
ið alveg sáma, þótt hann kæmi
að henni þarna.
Nú heyrði hún rödd frúarinn-
ar kalla: — Miles! Má ég tala
við þig Það er áríðandi . . .
Tracy varð of sein fyrir til
að stöðva frúna. Sylvana var
þegar komin inn í svefnherberg
ið. Og hún sá myndina samstund-
is.
— En gaman! Hann hefur tek
ið niður myndina af konunni
sinni og sett myndina af mér í
staðinn.
—< Yður er ekki ætlað að sjá
hana fyrr en henni er lokið, sagði
Tracy í aðvörunartón.
— Þá skulum við bara ekki
segja honum, að ég hafi séð hana,
sagði Sylvana. Þér getið ekki
ætlazt til að ég fara að taka
til fótanna, þegar ég fæ tæki-
færi til að sjá hana . . . Hún
snarþagnaði.
Það var eins og Sylvana stirðn
aði upp. Hún hafði séð, hvað
26
Miles hafði málað á tevélina.
Tracy horði á hana og bjóst
næstum við að sjá andlit kon-
unnar breytast fyrir augum sín-
um og taka á sig þennan and-
styggilega svip, sem var á mynd
inni. Augun voru hörð og hvöss
en samt eins og tilfinningarlaus
enn sem komið var. Ef hún hafði
nokkurntíma verið skotin í Mil-
es Radburn, þá var því að
minnsta kosti lokið nú.
Sylvana starði stundarkorn
orðlaus. Svo sneri hún sér og
gekk út úr herberginu. Hæla-
smellirnir á gólfinu báru vott
um einbeittni. Það var ekki að
vita, hvað hún ætlaðist nú, fyrir.
Tracy hljóp niður til að finna
Miles. Skúrinn þar sem hann
geymdi bílinn sinn, var tómur
og hún hafði enga hugmynd um,
hvert hann hafði farið. Hún hugs
aði til þess með óró, að ef til
vill væri hann alfarinn úr Sjáv-
arhúsinu.
En hann mundi aldrei fara og
skiija hana hér eftir eina. Ekki
eftir það, hvernig hann hafði
huggað hana, eftir dauða Yase-
min. Ekki jafn blíðlega og hann
hafði kysst hana þá.
Hún þóttiát þess viss, að þau
yrðu að fara úr húsinu og að
minnsta kosti til Istambul. Og í
hjarta sínu fann hún, að Miles
mundi koma aftur og sækja
hana. Hún þyrfti ekki annað að
gera en bíða eftir honum.
Þar eð herbergið hennar var
ein örugga friðarhöfnin, fór hún
þangað og læsti að sér.
Þegar hún hafði látið niður í
töskurnar sínar og var orðin
ferðbúin, settist hún niður og
beið. Ef Miles kæmi þarna upp
á hæðina, mundi hún heyra til
hans.
Aldrei hafði tíminn verið
svona lengi að líða.
Þegar leið á kvöldið, var barið
að dyrum hjá henni, og hún
hrökk við. Þetta var Fazilet.
Eftir andartaks umhugsun,
hleypti Tracy henni inn.
— Ég kem með dálítið handa
þér að borða, sagði stúlkan og
setti bakka á borðið. — Bróðir
minn er í miklu uppnámi. Þér
vært betra að forðast hann. En
. . . má ég doka dálítið við hérna?
Tracy langaði nú ekki í neinn
félagsskap, en hún gat sýnzt
hrædd ef hún léti það í ljós.
Hún sagði Fazilet frá kettin-
um.
Fazilet hryllti við sögunni. —
Hvað getur svona illmennska átt
að þýða?
Tracy stóð upp og sýndi henni
bókina þar sem sagan um kon-
urnar, sem drekkt var, hafði ver
ið merkt með svarta rafperlu-
bandinu.
Fazilet hryllti þegar hún sá
perlubandið og vildi ekki snerta
það. Perlurnar virtust hafa ein-
hverja meiri þýðingu fyrir hana
en merkti staðurinn í bókinni.
— Þetta endurtekur sig, sagði
hún. — Þetta er alveg það sama
sem systir þín kallaði „svörtu
viðvörunina". Einhver er að
reyna að hræða þig.
— Ojá, mig er nú farið að
gruna eitthvað í þá átt, sagði
Tracy. O gmig grunar, að næst á
eftir Yasemin verði . . . ég.
Fazilet starði á hana. — Þú
meinar það ekki . ..
— Jú, vitanlega meina ég það.
í poka með grjóti í og hann
bundinn upp um hálsinn . . . Er
það ekki það, sem verið er að
hóta?
Fazilet greip höndum fyrir
andlitið. Þú verður að fara héð-
an strax. Þú verður að fara frá
Istambul.
— Hver heldurðu, að standi
fyrir þessu nauðaði Tracy. —
Er það bróðir þinn, sem hagar
sér svona fúlmannlega? Eða
Ahmet? Eða Sylvana? Eða
kannski þú sjálf?
Fazilet leit ekki upp. — Það
er heppilegra fyrir þig að eiga
ekki á hættu meiri gremju gegn
þér, hér í húsinu.
— Hafðu engar áhyggjur, sagði
Tracy. — Ég er búinn að ganga
frá dótinu minu, og er ferðbúin.
Ég ætla að la?sa að mér í kvöld
og á morgun kemur Miles og fer
með mig á flugvöllinn.
— Það er ég líka viss um, að
er það bezta, sagði Fazilet í
hálfum hljóðum. Tracy horfði á
hana, forvitin.
— Ásakarðu aidrei sjálfa þig,
Fazilet? spurði hún. •— Hefurðu
aldrei samvizkubit af því, hvern
ig fór fyrir Annabel
— Ég . . . ég skil ekki, hvað
þú átt við.
Tracy hélt vægðarlaust áfram.
Ég hef sagt það áður. Og ég skal
taka sterkar til orðs núna. Þú
lætur bróður þinn kúga þig, þú
lítur til jarðar ef Sylvana
skammast. Þú ert í snatti fyrir
þau bæði. Þú gerir sennilega allt
sem Hasan skipar þér, nema þeg
ar þú heldur, að það komist
upp. Þér er illa við Miles,
en samt svarar þú honum aldrei
fullum hálsi. Þú svarar ekki einu
sinni mér fullum hálsi!
Svipurinn á Fazilet var
hneykslaður. — Þú kannt ekki
að meta mig, æpti hún. — Ég
hef verlð þér vinveitt . . . alveg
eins og ég var vinveitt Anna-
bel . . .
— En hvorugri okkar bara
nógu vinveitt. Kannske, ef þú
hefðir verið svolítið hugaðri, —
hefði Annabel aldrei dáið. Og
ef þú værir svolítið hugaðri
núna, þyrfti ekkert að koma fyr
ir mig.
Fazilet stóð upp af stólnum í
æsingi og þaut til dyra. — Þú
skilur þetta ekki! Ég má ekki
tala! Þá færi allt út um þúfur!
En þessu verður nú bráðum
lokið. Það veit ég. Kannski strax
á morgun. En þér er betra að
bíða ekki eftir endalokunum. Þú
ert ekkert við þetta riðin. Þér
kemur það ekkert við.
— Þú gleymir því, að vegna
Annabel hefur það alltaf komið
mér við.
Fazilet opnaði hurðina með
örvæntingai fullri hreyfingu, og
þaut út. Tracy læsti dyrunum á
pftir henni og settist í stólinn.
Þessi fundur hafði gert hana
lina og magnlausa. Henni fórst,
eða hittþó heldur, að ögra Fazi-
let og atyrða hana fyrir að hafa
ekkert hafzt að, þegar Tracy
Hubbard sjálf var sjálf sekust
um það sama.
Klukkan eitt lagðist hún í öll
um fötunum á rúrnið og sofnaði.
Hún heyrði ekkert fyrr en farið
var að drepa hægt á dyr hjá
henni. Ljósið logaði enn og klukk
an var 3:30. Hún hljóp til dyr-
anna. — Það er Miles, sagði
hann lágt.
Þegar Tracy opnaði dyrnar,
varð hún gripin feginleik. Það
var alveg sama þó að hann hefði
stungið handleggina á Annabel
með sprautunálum og málað
þessa andstyggilegu mynd af frú
Erim. Nú var sama um allt nema
það eitt, að hann var þarna og
hún elskaði hann og treysti hon
um af öllu hjarta.
Hún fleygði sér í faðm hans
og þau stóðu og föðmuðust stund
arkorn. En þá brosti hann þreytu
lega og hélt henni frá sér.
KALLI KUREKI
~>f~
Teiknari: J. MORA
„Hann hefur fengið sólsting,
evo ég ætla að binda endi á volæðd
hans.“ „Þú ert asni.“ Hann er of
máttvana til að lyfta byssu sinni.
„Og hvað ’"°íi það. Ég ætla
skjót’ann.“ uia. Seinna. Ef
hann hefur sent okkur á rangan
stað þá er hann sá eini sem veit
hvar gullið er.“
„Hvers .... hvers . . . . þú hefur
rétt fyrir þér. Ég hafði næri eyði-
lagt allt saman, var það ekki.“
— Ég beið þangað til núna, svo
að þau hættu við að búast við
mér. Ef einhver er að búast við
mér, heldur sá sami, að ég komi
landveg og í bíl. En ég skildi eft
ir bílinn hinumegin. Ég hef
leigt lítinn bát. Komdu og flýttu
þér, ég ætla að flytja þig yfir
sundið.
— Ég er tilbúin, sagði hún. —
Ég hef verið að bíða eftir þér
Miles flýtti sér með hana nið
ur og út að lendingunni, þar sem
maður beið með bát. Miles hjálp
aði Tracy út í hann. Bátsmaður
inn notaði fyrst árarnar og reri
sterklega út í svartan strauminn.
Það var ekki aldimmt. Uppi
yfir skugganum af Rumeli Hisar
kastalanum hékk hálfmáni, sem
lýsti upp turnana og gerði ljós
rák á sjóinn. Þau stefndu á kast
alann og maðurinn setti ekki vél
ina í gang fyrr en þau voru kom
in langt út á sundið. Þegar þau
komu innan um fiskibáta og aðra
næturumferð, hvarf vélarhljóð
ið inn í rödd Bosporus.
Bátsmaðurinn stefndi skáhallt
til strandarinnar fyrir handan.
VIII
Hinumegin við sundið beið
bíll Miles eftir þeim. Meðan Mil-
es var að gera upp við bátsmann
inn, stóð Tracy og horfði til húss
ins handan við sundið. Þar log-
uðu Ijós, sem ekki höfðu verið
þegar þau fóru. Allt í einu sá
hún ljós, sem steig og féll, í
áttina að lendingunni. Hún tók í
handlegginn á Miles.
Hann starði yfir sundið.
— Nú, þá er einhver kominn
á fætur. Við skulum koma okkur
af stað. Við höfum að minnsta
kosti nokkurt forskot.
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, simi
50374.
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,
sími 40748.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, simi
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjafjörð
og víðar.