Morgunblaðið - 06.03.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 06.03.1965, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugar'dagur 8. marz 1965 Útgefandi: Fr amkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. A AÐ LEYFA MINKAELDI? ¥jrír þingmenn Sjálfstæðis- * flokksins í Neðri deild Alþingis, þeir Jónas G. Rafn- ar, Jónas Pétursson og Pét- ur Sigurðsson hafa fyrir skömmu lagt fram frumvarp til laga um að leyfa á ný minkaeldi á íslandi. En eins og kunnugt er, hefur minka- eldi verið bannað hérlendis allmörg undanfarin ár. Hér á landi voru á sínum tíma sett á stofn allmörg minkabú. Ríkti hér mikill áhugi á að gera loðdýrarækt að arðbær- um atvinnuvegi. En þetta tókst ekki. Aðeins stöku bú var rekið með skaplegri af- komu, en langflest minkabú- in töpuðu. J>að réði þó ekki baggamuninn um það, að minkarækt var hætt hér á landi. Svo hrapallega tókst til, að eigendur minkabúanna gengu svo illa frá öryggisút- búnaði þeirra, að víðsvegar um land sluppu minkar út og hafa síðan gengið villtir hér á landi. Hefur það víða vald- ið miklu tjóni. Minkarnir eru skaðræðisgripir í varplönd- um. Þeir hafa m.a. valdið stór tjóni í æðarvörpum víðsveg- ar um land, auk þess sem þeir hafa gert mikinn usla í fugla- ríkipu yfirleitt. Jafnvel hænsnabú og lambfénaður hafa orðið fyrir barði þessa harðgerða og grimma dýrs. ★ En segja má, að þetta tjón af völdum minksins sé al- gjört sjálfskaparvíti okkar ís- lendinga. Hinn ófullkomni út búnaður og öryggisviðbúnað- ur minkabúanna sýndi ein- stæðan trassaskap og skeyt- ingaleysi. í öðrum löndum, þar sem minkarækt tíðkast, er þannig búið um hnútana með fullkomnum öryggisút- búnaði, að ekki kemur fyrir að minkar sleppi út úr búr- unum. Flutningsmenn fyrrgreinds frumvarps á Alþingi hafa fært rök fyrir því, að minka- rækt sé arðsamur atvinnu- rekstur víðsvegar um heim. Ennfremur hefur Ásberg Sig- urðsson, sýslumaður á Pat- reksfirði, skrifað ágæta og rökfasta grein hér í blaðið, þar sem hann færir rök að því, að við íslendingar höfum sérstaklega góða aðstöðu til þess að stunda minkarækt með góðum árangri og hafa af henni miklar gjaldeyris- tekjur. Hann bendir m.a. á að við íslendingar flytjum út þúsundir tonna af minka- fóðri til nágrannaþjóða okk- ar og höfum einstæða að- stöðu til þess að afla fóðurs til minkabúa í okkar eigin landi. Segja má með rökum, að þar sem minkurinn sé orðinn villtur hér á landi og þar með útilokað að honum verði útrýmt, þá séu lítil hyggindi í því, að láta við það eitt sitja, að búa við það tjón og erfið- leika, sem kvikindið veldur. Skynsamlegra sé að hefja á ný minkarækt og reyna að hafa af henni arð og gagn eins og tíðkast meðal ná- grannaþjóða okkar. Ásberg Sigurðsson benti á það, að við íslendingar eig- um kost á betra og hagkvæm- ara minkafóðri en flestar aðr- ar þjóðir, og hann hefur það eftir sérfróðum manni í Dan- mörku, sem gjörþekkir þessi mál, að engin þjóð geti keppt við íslendinga í minkaeldi. Það er einnig vitað að Danir, og sumar aðrar Norðurlanda- þjóðir, flytja út minkaskinn fyrir geysilegar upphæðir, og að minkarækt er mjög arð- samur atvinnuvegur í þess- um löndum. Margt bendir því til þess, að skynsamlegt sé, að við ís- lendingar tökum að nýju upp minkarækt eins og lagt er til í frumvarpi Sjálfstæðis- manna á Alþingi. En þá skipt ir það meginmáli að í fram- tíðinni verði þær öryggisráð- stafanir gerðar á minkabú- um, að ekki komi fyrir að dýrin sleppi út. Kæmi jafn- vel til mála að þeir aðilar yrðu sviptir leyfi til minka- eldis, sem af trassaskap og vanrækslu létu dýr sleppa úr búum sínum. VESÆLT HLUTSKIPTI fT'íminn heldur í gær áfram að narta í Bjarna Bene- diktsson, forsætisráðherra, vegna ummæla hans um ut- anþingsstjórnina og endur- reisn lýðveldis á íslandi. Um mál þetta hafa birzt undir nafni ýtarlegar og mál- efnalegar greinar af beggja hálfu hér í blaðinu. Á þau rök, sem þar eru sett fram geta allir er hið sanna vilja vita, lagt sinn dóm. Framlag Tímans hefur aft- ur á móti nú sem oftast ella einungis verið illkvitni og rangfærslur. Má því segja að hlutskipti hans sé nú eins og oft áður hið vesælasta. VIÐ rákuimst á þessa mynd i sænsku blaði fyrir nokkru »g sýnir hún tvo nafntogaða Svía. þá Olof Lagererantz aðalrit- stjóra Dagens Nyheter og Lara Lundvall, sem er einn fremsti ísk na ttlei ksm a ðu r Svía uim þess- ar mundir. Haett er við að nafn Lundvalls komi okkur íslending um ókunnulega fyrir sjónir, Aftur á móti er Lagercranta okikur að góðu kunnur, því hann var hér á ferð fyrir skemimstu til að veita móttöku bókmennta verðlaunum Norðurlandanáðs, sem hann hlaut fyrir bók sína um Dante. Mynd þessi er tekin, þegar Lagercrantz afihenti Lundvali verðlaunagrip og saamdi hana na/fnbótinni „riddari ísvallarins'* en það var Dagens Nyheter er gaf þennan verðiaunagrip. • Nýlega var komið fyrir 1 Tate Gallery í London mál- verkinu „The Three Dancers“ eftir Picasso. Er það umdeilt málverk, sem hann gerði um það bil, er hann hvarf frá kúbisma yfir í symbólisma, að því er listfræðingar segja, — en þeir telja það til öndvegis- verka aldarinnar. Til þessa hefur málverkið verið í einu Picasso sjálfs — hann hefur ekki viljað selja það — en nú hefur Tate Gall- ery keypt það og greitt fyrir það 60.000 sterlingspund. Sú ráðstöfun safnsins hefur mætt nokkurri gagnrýni, m.a. af hálfu þingmannsins Lady Summerskill, sem sagði í neðri málstofu brezka þingsins í ,gær, að hún byggðist leggja fram fyrirspurn um það, hvernig ríkisstjórnin gæti leyft slíkan fjáraustur, sam- tímis því að hún hamraði stöð- ugt á því að efnahagsástandið í landinu væri með versta móti — og það í fyrirbrigði, — hún vildi ekki kalla þetta málverk — sem Picasso hefði að öllum líkindum búið til í hreinu spaugi. Áður en Lady Summerskill lét þennan dóm falla hafði hún heimsótt Tate Galléry fjórum sinnum. Komst hún að þeirri niðurstöðu, að pening- unum hefði verið betur varið til byggingar sjúkrahúss — eða jafnvel til rekstrar leik- húss, ef á annað borð skyldi verja þeim til menningar mála. „Ég fæ ekki séð“, sagði hún, „hvert framlag þetta er í þágu listarinnar“, Þess má geta, að í Tate Gallery verður málverkið haft undir sérstakri hlíf og hafður um það stöðugur vörður, dag og nótt. Meðfylgjandi mynd var tekin, þegar málverkið var tekið upp og því komið fyrir. Lenigst til hægri er forstöðu- maður safnsins, Norman Reid. yssBur UTAN ÚR HEIMI Dansararnir þrír í Tate Gallery

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.