Morgunblaðið - 06.03.1965, Side 15

Morgunblaðið - 06.03.1965, Side 15
Laugardagur 8. marz 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 60 ísl n togaraútgerðar Hafnarfjarðaítogarinn Coot kom til íslands 6. marz 1905 því 1 BAG eru liðin 60 ár frá J»ví fyrsti togarinn í eign íslendinga kom til íslenzkr- ar hat'nar. Með tilkomu hans var brotið blað í ís- lenzkri fiskveiðisögu. Að sönnu var togarinn Coot ekkert glæsiskip á okkar mælikvarða og teldist sjálf- sagt í dag ekki hæfur til nokkurrar notkunar. En með honum tókst að sanna að íslendingar gætu sjálf- ir stundað togaraútgerð, þar þyrftu þeir enga hjálp út- lendinga og þessi sönnun var það, sem til þurfti. i Togaraútgerðin verður síðan einn mesti fjáröflun- aratvinnuvegur þjóðarinn- ar, og það er kannski ekki hvað sízt hún, sem gerir það »ð verkum, að hægt var að framkvæma atvinnu- byltingu þá hér á landi, sem fram hefur farið síð- ustu áratugina. I Á öllum tímuim hafa íslenzk- ir atihafnamenn purft að berj- ast við fulltrúa afturhalds og þröngsýni og svo er enn í dag. >eir sem eiga til að bera þá víðsýni, sem til þarf til að skynja þróun þá er hlýtur að koma og verður að koma, hafa jafnan haft hangandi um háls sér bölsýnismennina, sem oft í nafni mennimgar og þjóðbjörg unar hafa barizt gegn sjálf- sögðum nauðsynjamálum og gera enn í dag. togarar íslenzk fiskimið alveg upp í landsteina án alls tillits til fiskveiðilögsögu, enda eftir- lit ekki á marga fiska. >á var skipum, sem sigldu undir öðru flaggi en hinu danska, óheimilt að leggja afla hér á land. f>eir, sem standa vildu fyrir tilraun til fiskveiða á vegum ísLentd- inga, höfðu ekki bolmagn til kaupa á togskipum eða til þess að hætta fé að neinu marki í þessu skyni. Var því að ráði að sendur var maður til Dan- merkur til þess að fá þar skip Leigt. f>að tókst ekki, þar sem Danir viidu einungis selja skip en ekki leigja. Þýðingar- laust var að leita til annarra landa vegna fyrrgreinds banns við að leggja afla þeirra hér á landi. Björn Kristjánsson, alþingis- til togarakauipa og varð ekkert aðihafzt um sinn. Þar kemur svo, að haustið 1904, eða hinn 28. september, er haLdinn stofnfundur nýs útgerðarfélags. Er hér um að ræða fyrsta togarafélagið. Það hlaut nafnið „Fiskveiðahiuta- félag Faxaflóa“. Megintilgang- urinn var að stunda fiskveið- ar, einkum þorskveiðar með botnvörpuskipi. Stofnfé varð 35 þúsund, skiptist í 35 þúsund króna hluti er hljóðuðu á nafn. Heimili félagsins og Varnarþing var í Hafnarfirði. Hliuthafar í hinu nýstofnaða félagi voru þessir menn: Arn- björn Ólafsson, Keflavík, Björn Kristjánsison, aliþm., Reykjavík, Einar Þorgilsson, útgerðarmaður, Hafnarfirði, Guðmundur Þórðarson í Gerð- um, Indriði Gottsveinsson, skipstjóri, Reykjavík, Þórður Guðmundsson, útgerðarmaður, liann kútter. Er ti.ann var fast að kauipum kominn suður í Dover, fékk hann skeyti frá Glasgoiw, þar sem þeir voru þá staddir Einar og Björn Kristjánsson. Voru þeir til þess komnir að kaupa togara fyrir hið nýstofnaða félag. Indriði slóst nú í lið með þeim. Þeir félagar nutu einnig ráðlegging ar. Halldórs Sigurðssonar frá Akranösi, sem hafði verið á Vídalínstogurunum en fluttist síðan til Englands og gerðist skipstjóri á brezku.m togara. Það varð að ráði að Coot var keyptur (Coot-blesönd). Kost- aði skipið 45 þúsund krónur og var greitt út I hönd. Coot var 12 ára gamallt skip, smíð- að í Glasgow 1892. Hann var 98 fet á lengd, 150 rúmlestir brúttó en 64 '/z lest netto. Ganghraði skipsins var um 10 sjómílur á vöku. Hinn 2. marz 1905 lagði svo Coot af stað til heimsiglingar undir skips- stjórn Halldórs Sigurðssonar, en Indriði Gottsveinsson var stýrimaður. Heimsiglingin gekk vel og kom skipið til Hafnarfjarðar hinn 6. marz. íslenzku blöðin gátu þessa merkisatburðar á sínuim tíma. Segir Þjóðólfur í því sam- bandi að þýðingarlaust sé, að amast við þessari veiðiferð eða ætla sér að útrýma henni. Eina ráðið sé að taka hana upp og hagnýta sér haina, sem bezt megi verð. Skömmu eftir komu Coot til Hafnarfjarðar var haldið á veiðar. Var þá Indriði Gott- sveinsson, sikipstjóri, en Fyrsti togari í eigu Islendinga, Hafnarfirðú Um síðastliðin aldamót voru gerðar nokkrar tilraunir til fé- lagsstofnanna um útgerð tog- ara, þar sem íslendingar áttu hlut að máli, en skipin voru útlend, sömuleiðis mestur hluti áhafna, en aflinn verkaður hér. Þessar tilraunir þóttu ekki takast vel og vildu því nokkrir menn ráðast í það fyr- irtæki að taka á leigu skip erlendis, sem að öllu leyti væri mannað íslenzkri áhöfn og rekið í tilraunaskyni af ís- lendingum sjálfum. Um þess- ar mundir skröpuðu erlendir maður Gullbringu- og Kjósar- sýslu, barðist mjög fyrir því á þingi, að takast mætti að gerá þessa tilraun, en sú barátta varð án árangurs. Sú rýmkun er til þurfti á löggjöfinni til að hægt væri að taka utan- ríkisskip á leigu, var ekki heimiluð. Þetta skeði 1902. Þrátt fyrir það, að þessir fram- sýnismenn gætu fengið skip á leigu og yrðu þar af leiðandi að hætta við þessa tilraun, voru þeir ekki með öllu af baki dottnir. Fé skorti í þá tíð Reykjavík og auk þess átti þýzkur kaupmaður Holner að nafni, nokkuð af hlutum Björns Kristjánssonar, en Björn var umboðsmaður hans hér á landi. Stofnendur þess- ir voru allt nafnkenndir dugn- aðarmenn hér á landi. Indriði Gottsveihsson er síðar varð skipstjóri á Coot hefur sagt frá kaupunum á fyrsta skipi félagsins í Ægi. Indriði hafði farið til Bret- lands á vegum Einars Þor- gilssonar, útgerðarmanns, í þeim tilgangi að kaupa fyrir Halldór Sigurðsson, fiskiskip- stjóri. Útgerðin fyrsta vetur- inn gekk ekki sem bezt og ollu því fyrst og fremst smá- vægilegar bilanir á vélakerfi skipsins. Hinsvegar var aifli allgóður, þegar hægt var að stunda sjó. í upphafi fékkst minna verð fyrir aflann af togaranum en annan afla, og stafaði þetta af þeirri land- lægu trú að togcu-afiskur væri mun verri en annar fiskur. Skipverjar á Coot tóku hrns- vegar brátt upp þann hátt að verka vel aflann, blóðga hann og salta vel. Kom því brátt þar að greitt var jafn hátt verð Pyrir þeirra afla sem annan fisk. Hásetar voru fyrst í stað ráðnir upp á fast mánaðar- kaup, 65 krónur á mánuði og lítilsháttar hlutarbót í rusl- fiski. Vorið eftir fyrstu ver- tíðina íóru þeir fram á kaup- hækkun og fengu 10 krónu hækkun á mánuði en hlutar- bótin féll niður. Coot hélt um vorið til Eng- lands til vélviðgérðar og auik þess. voru þá ráðnir nýir vél- stjórar, en illa hafði gengið að fá þá hérlendis og þeir sem fengust kunnu lítið til verka. Fyrsta veiðiár hættir Coot veiðum í októbermánuði. Veiðitíminn hafði samtals ver- ið 29 vikur og afli sem hér seg- ir: 51 þúsund stórfiskar, 73 þúsund smáfiskar og 34 þús- und ýsa. Til samanburðar má geta þess, að aflahæsta skútan hafði á sama ári með 27 vikna veiðitíma aflað 44 þús- und stórfiska, 29 þúsund smá- fiska og 17 þúsund ai ýsu. A því skipi var 23 manna áhöfn. MeðalafU þilskipa þetta ár frá Reykjaivík var 30 þúsund stórfiskur, 17 þúsund smáfisk- ur og 9 þúsund ýsa. Af þassiu má sjá, að afli togaranna er þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og frátafir tvisvar til þrisvar sinnutn meiri en þilskipanna, en áhafnir þeirra voru allt að því helmingi mannfleiri en' togarans. Verðmæti þessa fyrsta ársaifla Coot nam 54 þúsund krónum eða 9 þúsiund krónum meira en togarinn kostaði með veiðarfærum og öllum útbúnaði. Hluthafar í Fiskveiðahlutafélaigi Faxa- flóa fengu 10% arð aif hluta- bréfum sínum þetta ár. Var nú sýnt orðið, þótt stutt væri reynslan, að hér mátti reka togaraútgerð hallalaust og jafnvel gera sér von um álit- legan arð. Ekki verður annað séð en að útgerð Coot giengi vel með- an hennar naut við og stund- um ágætlega. f desembermán- uði 1908 henti það slys að Coot strandaði við Keilisnes og eru greinilegar lýsingar á því í 'blöðum þess tíma. Coot hafði verið á leið til Hafnar- fjarðar með fiskiskútuna Kópanes í eftirdragi, en hún hafði verið til viðgerðar í Reykjavik. Vildi svo illa til að dráttartaug slitnaði og flæktist um skrúfu Coot, svo bæði skipin ráku bjarglaus á land upp. Mannbjörg varð úr báðum skipunum. Þannig endaði fyrsti togar- inn í eigu íslendinga stuttan æviferil sinn hér við land. Hann var, sem fyrr segir, lítill og ekki til veiða á djúpmið- um, en honum hafði takizt að sanna, að íslendingar gátu sjálfir gert út togara og haft af útgerðinni arð. Með honuim hefst íslenzk togaraútgerð, sem ástæða er til að fagna á þessum tímamótum nú í dag. Gömul og ný stofublóm FLESTAR húsmæður hafa mikla iskemmtun og ánægju af því að sýsla við ræktun stofublóma, enda veitir fátt heimilum hlý- legri svip, en vöxtulegur og vel hirtur blómagróður. Árlega, þegar líða tekur á vet- wr mun það venja margra hús- mæðra að fara á stúfana og kaupa sér eitíhvað af stofublóm- um, ýmist til þess að bæta í skörðinn fyrir plöntur, sem kunna að hafa farið illa í skamm deginu, eða til þess að eignast nýjar tegundir, sem virðast álit- leg'ar til ræktunar. Á undanförn- um árum hefur fjölbreytni í stofublómum aukizt mjög mikið. Sú aukning hefur þó almennt orðið meiri á sviði grózkumikilla blaðfagurra plantna, sem blómg- ast lítið, heldur en þeirra, sem viijugar eru tii að skarta blóm- fegurð sinni. Sést þetta bezt á því, að margar gamlar og góðar blómaplöntur, sem algengar voru hér á hinum fyrstu árum ylrækt- ar, hafa ekki sézt á heimilum um langt skeið. Það er því kærkom- in tilbreyting að sjá vísir um það nú í blómaverzlunum, að sumar af þessum góðu og viljugu blóm- plöntum eru að skjóta upp koll- inum á ný, eins og t.d. primulu- tegundirnar kewnsis, malacoides og sinensis. Þar sem gera má ráð fyrir, að margir yngri blómaunnendur meðal húsmæðra kannist lítið við tegundir þessar og ræktun þeirra, skal þeirra getið í örfáum orðum: PrimuLa hefur hlotið heitið lykill á íslenzku. Primula kew- ensis er kölluð gulllykill, Prim- ula malaeoides kailast stofulykill og Primula sinensis kallast kína- Cineraria lykill. Allar eru tegundir þessar jurtkenndar, hafa grunnstæð blöð og eru mjög blómsælar. GuIUykill ber gul blóm frá því snemma á vetri, og standa blóm- in lengi. Blöð hans eru oftast mélug, eins og algengt er um ýmsa lykla. Stofulykill ber f jöldamörg smá blóm, er standa í þéttum kröns- um á stöngtinum. Eru blóm hans ýmist hvít, bleik, rauð eða rauð- bleik á lit. Kinalykill er með stór blóm og eru krónublöðin ýmist heil eða kögruð á jöðrum, og í marg- víslegum litbrigðum. Allar þessar tegundir eru skemmtilegar og auðræktaðar blómplöntur sé eftirfarandi at- riða gætt: Þær mega ekki standa í miklum hita, t. d. má ekki stað- setja þær við miðstöðvarofna. Þær þurfa góða birtu, en þola illa sterka sól. TiL dæmis væri suðurgluggi óheppilegur staður, en vesturgluggi aftur góður. Þær þurfa jafnan raka, en þola þó ekki að vatn sé látið standa á undirskálinni. Lyklar blómg- ast allir lengi sé vel að þeim búið, og það skal tekið fram, að þeir valda ekki útbrotum. Önnur blómjurt sem blómgast um svipað leyti og Lyklar er sól- brúður eða cineraria eins og hún mun oftar kölluð. Sólbrúður ber stóra og mjög litskrúðuga blóm- sveipi í flestum litum. Sólbrúður þarf vel hlýtt pláss en þolir illa sterka sól. Þörf fyrir vatn er mikil og gott er að úða yfir hana við og við. öllum þessum tegundum er fjölgað með fræsáningu en ráð- legast er að kaupa ungar plöntur í blómaverzlunum. Óli Valur Hanssson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.