Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. marz 1963 Gjaidkerinn gaf 300 þús. eftir 30 ára starf Breytingar á stjórn danska knattspyrnusambandsins ALLMIKLAR breytingar urðu á stjórn danskra knattspyrnumála á aðalfundi þess á sunnudaginn. Eins og kunnugt er lézt Ebbe Schwarts form. þess í okt. s.I. og hefur varaformaðurinn Dahl- Engelbrechtsen gegnt störfum hans við miklar vinsældir en vildi ekki taka við formannsstörf unum nú. Tveir kandidatar voru um embættið í Kaupmannahöfn en þrátt fyrir miklar tilraunir til DANSKA handknattleiksliðið Ajax, sem hér var á ferð í haust og vann engan leik hér, sigraði júgóslavnesku meistar- ana í liðinu Medvescak í fyrri leik liðanna í keppninni um Evrópubikarinn með 24—20. Leikurinn fór fram í Kaup- mannahöfn og í hléi höfðu Danir 15—10 forystu. Þetta er dýrmætur sigur fyrir Ajax. Að vísu eiga þeir eftir seinni leikinn við Júgó- slavana á heimavelli þeirra, en 4 marka i'orskot er allgott veganesi. Takist Ajax að kom ast irá leiknum með 3 marka tapi eða þaðan af betri ár- angri, eru þeir komnir í úr- slitaleikinn um Evrópubikar- inn. I Hver skyldi hafa trúað þvi, að liðið sem hér vann engan leik í byrjun vetrar væri kom I ið í úrslit um Evrópubikar-1 inn? I . Melstnramót í irjólsum í dug MEISTARAMÓT íslands í frjáls um íþróttum fer fram í dag og á morgun og sér frjálsíþrótta- deild KR um mótið. Keppnin hefst í dag kl. 16,30 og fer þá fram keppni í stangarstökki, langstökki án atrennu og þrí- stökki án atrennu. Á morgun hefst keppnin kl. 14,30 og verður þá keppt í há- stökki með atrennu, hástökki án atrennu og kúluvarpi. Flekkuglíma Beykjavíkur í dag FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur 1965 verður háð að Hálogalandi í dag og hiefst keppnin kl. 4 síðdegis. Keppt verður í þrem þyngdarflokkum karla og í tveim ur þyngdarflokkum drengja. Þátttaka mun sæmileg í keppn inni Oig meðal þeirra flestir eða allir beztu glímumenn Reykja- víkur. Glímudeild KR sér um mótið. að ná samkomulagi fyrir aðal- fundinn tókst það ekki og kom til akvæðagreiðslu um formann sambandsins í fyrsta sinn í 75 ára sögu sambandsins. Kjörinn var Vilhelm Skousen með 53 atkvæðum en Erik Spang Larsen hlaut 29. 3 seðlar voru auðir. Eftir þessa atkvæða- greiðslu hefur Spang Larsen hætt öllum störfum fyrir danska sam bandið og knattspyrnusamband Kaupmannahafnar m. a. hætt störfum í landsliðsnefnd. Þá lét og af störfum Leo Dann- in sem verið hefur gjaldkeri sam- bandsins um langt árabil. Hefur hann gætt fjárhags DBU með mikilli prýði og fékk mikið lof fyrir. Hann hefur starfað að knattspyrnumálum Dana í 30 ár. Hann skyldi svo við að hann stofnaði styrktarsjóð sem DBU stjórnar og gaf í sjóðinn 50 þús. d. kr. Hlutverk hans er að styrkja einn unglingaþjálfara ár- lega til ferðalags til að sjá ein- hvern stórviðburð s. s. Olympíu- leiki, heimsmeistarakeppni eða annað. Ræður stjórn DBU hver styrkinn hlýtur hverju sinni. Þá var samþykkt breyting á keppnisfyrirkomulagi í dönsku deildinni. 4. deild var felld niður en tekin upp svæðisskipting í 3. deild — tvö svæði og verða 12 lið í hvorum hluta. FræasMundur hjó Víkingiun í D A G, laugardag, efnir Uungl- ingadeild Knattspyrnusambands íslands til fræðslufundar með yngri knattspyrnumönnum Vík- ings. Verður fundurinn haldinn í Breiðgerðisskólanum og hefst kl. 14 stundvíslega. Tímatoka íyrir skíðamenn Á SUNNUDÁGINN kemur verð- ur tímataka fyrir skíðamenn í Bláfjöllum. Þar sem ekki er möguleiki fyrir framhaldi á Reykjavíkurmótinu sem stendur, mælist Skíðaráð Reykjavíkur til, að allir keppendur og aðrir mæti til tímatöku í bláfjöllum á sunnu daginn kl. 12. Bílfært er alla leið inn í dalsbotninn, og bílar Guð- mundar Jónassonar leggja af stað kl. 10 f.h. Veitingar verða í Ármannsskálanum og efalaust verður margt um manninn í Jós- efsdal og Bláfjöllum á sunnu- daginn kemur. Skíðamenn, fjölmennið á sunnudaginn. Skíðaferðir verða einnig á laugardag kl. 2 og 6 e.h. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. bar ekkert skynbragð á sam- leik. Enginn gat náð af hon- um knettinum með löglegum ráðum og skotið gat hann bet- ur en nokkur annar. En að „gefa knöttinn, það var hon- um óþekkt fyfirbrigði. En Guttmann tók til við að siípa þennan „svarta gim- stein“ eins og hann stundum hefur verið nefndur. Hann var óvenjulegum hæfileikum gæddur. Þegar hann kom til Benefica hljóp hann 100 m á 11 sek. og síðan hefur hraði haiis enn aukizt. — Hraði er mitt leyni’vopn, segir hann sjálfur. Tækni má læra smám saman eri hún verður að framkvæmast með hraða. Að geta framkvæmt flóknustu atriði með ótrúleg- um hraða — það er knatt- spyrna framtíðarinnar, ef maður vill vera „stjarna". — Þess vegna legg ég aðal- áherzlu á hraða, hraða spretti, stöðva snögglega og gera knattæfingar um leið. Bene- fica leggur mikla áherzlu á hraða. — Fljótir útherjar splundra vörninni og miðju- mennirnir fá ráðrúm til að skora, segir þessi 22 ára gamli snillingur, sem er 1,78 m á hæð og vegur 75 kg. — Á eftir hraðanum kemur mýktin og lipurðin. Hún er nauðsynlegt til að geta leikið á mótherjana og til að forð- ast hörð návígi, sem geta or- sakað stórslys. Eusebio sparkaði fyrst í fótbolta 12 ára gamall er hann kom í skóla en hann hafði áður leikið sér á göt- unum með smábolta, tuSku- bolta og öllu því sem fátækir strákar sparka. Nú sem stendur er Eusebio hermaður, óbreyttur liðsmað- ur nr. 198763 í portúgalska hernum. En hann hefur það betra en flestir aðrir í hern- um. Hann hefur verið leystur i i „Svarti gimsteinninn" fær 1 krónu í laun á dag en á gott tékkhefti í vasanum EUSEBIO — eða Eusebio de Silva Pereira — er í dag af mörgum talinn bezti knatt- spyrnumaðúr Evrópu. Hann er skærasta stjarnan í portú- galska liðinu Benefica sem á dögunum sigraði Real Madrid með 5—1, úrslit sem vöktu furðu meðal knattspyrnuunn- end^. Brasiliski landsþjálfar- inn Bauer sagði frá því í Portugal 1960 að í nýlendu Portugala, Mozambique í A- Afríku „léki lausum hala“ knattspyrnumaður sem væri meiri og betri hæfileikum gæddur en allir liðsmenn Benefica til samans. Guttman þjálfari Benefica hélt þegar á stað flugleiðis, með tékkheftið eitt sem farangur — og kom aftur með Eusebio. Hann keypti hann á um 650 þús. kr. (ísl.) sem sagt reyfara- kaup. Hann var flínkur leikmað- ur er hann kom fyrst á æf- ingu til Benefica — en hann undan harðri þjónustu í ný- lendum Portugala, því Bene- fica „gekk í málið“. Það hef- ur orsakað mikil mótmæli frá öðrum hermönnum og fjöl- skyldum þeirra. Hann er nú í herstöð í úthverfi Lissabon og fær leyfi til að stunda æfingar á hverjum degi — og hann verður varla var við herþjónustuna nema hvað launin snertir. Hann fær nú greitt um það bil 1 krónu á dag. En það hefur lítið að segja því hann á tékkhefti og næga innstæðu. MOLAR Brisiliskur læknir dr. F. Plas sem er sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að það sé alrangt að hin háa hnattlega Mexico City þar sem OL verða haldnir 1968 muni hafa skaðleg áhrif á keppendurna. Segir hann að Frakkar hafi framkvæmt rann sóknir á íþróttafólki sínu í Mexico City og sýni niður- stöðurnar að íþróttafólkinu sé ekki skaðsemd búin af þunna loftinu Einar Þorgrímsson ÍR hefur vakið sérstaka athygli fyrir gott há- stökk. Hér er hann að sigra á „S veinamóti“ — og er hátt yfir ránni. Einar er mikið efni og ef til vill verðandi íslandsmethafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.