Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. marz 1965 MORGUNBIAÐIÐ Fóstrurnar Guðný og Svanhildur sitja með börnunum í sólinni. (Myndir: A. I.) Með hækkandi ÞAÐ var líflegt á mánu- daginn á grasflötinni við Vöggustofu Thorvaldsens- félagsins við Sunnutorg. — Börnin fengu að vera úti í sólskininu, og þau nutu þess sannarlega að vera til. Þau, sem ekki voru enn orðin gangfær, fengu göngugrindur hjá fóstrun- um og spígsporuðu roggin fram og til baka. Önnur hlupu um, glöð og frjáls- leg. Þarna dveljast börn á frumbernskuskeiðinu — allt til þriggja ára aldurs. Þau tóku okkur opnum örmum, þegar við heim- sóttum þau, og þau Ijóm- uðu af ánægju, þegar myndavélin var dregin fram. Myndirnar tala sínu máli — þær sýna okkur líka, að vorið er á næsta leiti. Jón Gerhart er aðelns 10 mánaða gamall, en þó eru hon- um allir vegir færir í göngugrindinni. Ungfrúin í heimskautaklæð umini fremst á myndinni heitir Jóhanna og er 2 ára gömul. Hún velti því fyrir sér, hvað maðurinn væri að gera við myndavélina — og félagar hennar, Jakob, 2 ára, og Sigurjón, 1 ára, voru engu síð- ur forvitnir. STAKSTEIMAR Ráð Eínahagssam- viimustoínunarimiax I RITSXJ ÓRN ARGREIN Tín*- ans í ;ær, segir m.a.: „Það má jafnan telja vist, að ekki sé von á góðu, þegar stjórn- arblöðin fara að tala um að nauð- synlegt sé að hafa mikinn' greiðsluafgang hjá ríkinu. Rétt áður en söluskatturinn var hækk- aður fyrir jólin, var t.d. fengin sú ráðlegging frá Efnahagssam- vinnustofnuninni í París, að ís- lendingar þyrfu að stefna aff 250—300 milljón króna greiðslu- afgangi hjá ríkissjóði á næsta ári“. Hinar gifurlegu framfarir og bættu lífskjör í Iýðræðisríkjun- um er ekki sízt þvi að þakka, að þau hafa tekið upp víðtækt sam- starf og samvinnu á sviði efna- hagsmála til að örva hagvöxt aðildarríkja. M.a. er hér um að ræða Efnahagssamvinnustofnun- ina, sem fylgist með hagþróun í öllum aðildarríkjum og gerir ár- lega skýrslu um hana. Þessi stofnun hefur aðvarað jafn öflug ríki eins og Bandaríkin, Ítalíu og Bretland, auk Norðurland- anna, þegar þessi lönd hafa fylgt vafasamri stefnu i efnahagsmál- um einstök ár og jafnvel deilt harðlega á stjórnarvöldin. Aðvar- anir Efnahagssamvinnustofnun- arinnar eru auðvitað allsstaðar teknar alvarlega, enda hafa stór- veldi breytt um stefnu vegna álits Efnahagssamvinnustofnunar innar.. Að sjálfsögðu eigum við íslendingar að taka tillit til álits sérfræðinga, þótt við að vísu get- um ekki nú gert ráð fyrir greiðsluafgangi hjá ríkissjóði, en við eigum þá a.m.k. að leitast við að koma í veg fyrir veruleg- an greiðsluhalla og hamla á móti verðþenslu með því að draga nokkuð úr framkvæmdum að sinni. Afstaðan til útlendinga Annars er furðuleg afstaða Framsóknarforingjanna til út- lendinga. Það er engu líkara en þeir haldi að hver sá, sem ekki er uppalinn í einhverjum dal íslands, sé svarinn fjandmaður okkar. Þeir halda meira að segja, að starfsmenn alþjóðastofnanna, sem við eigum aðild að og eiga að vera okkur til aðstoðar og ráðuneytis, sitji sífellt á svikráð- um við okkur. Það er m.a. af þessum sökum, að forystumenn Framsóknarflokksins hafa dæmt sig úr leik við stjórn þjóðmál- anna. Við íslendingar hljótum að hafa mikil og vaxandi viðskipti við umheiminn, og þeir menn, sem ekki treysta sér til að um- gangast erlenda aðila að siðaðra manna hætti, eru auðvitað ófærir um. að stjórna málefnum þjóðar- innar. F ramkvæmdum frestað Alþýðublaðið ræðir í gær í rit» stjórnargrein um frestun fram- kvæmda vegna nýrra útgjalda, og segir m.a.: „Það gefur auga leið, að með einum eða öðrum hætti verður að afla fjár til að greiða þessi út- gjöld. Ríkisstjómin kaus ekki að fara þá leið á ný að leggja á nýjan skatt í einni eða annarri mynd til að mæta þessum kostn- aði, heldur hefur nú verið valin sú leið, sem tvímælalaust er létt- bærust og ákjósanlegust eins og nú háttar. Það er ekki æskilegt að þurfa að fresta opinberum framkvæmóum, því þar eru næig verkefni framundan, en hér var ekki önnur leið fær. Framsóknarmenn og kommún- istar hrópa nú hástöfum um að fjárlög hafi verið ómerkt, og það sé brot á lýðræðinu, að núver- andi ríkisstjórn skuli voga sér að sitja áfram. Þessar hrinur tekur - enginn alvarlega“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.