Morgunblaðið - 18.03.1965, Page 10

Morgunblaðið - 18.03.1965, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. marz 1965 ILEIKHUSMALUM OSLOAR Leikhúsbréf frá Skúla Ósló, 1. marz. ÞAU tíðindi gerðust í vikunni sem leið, að annað af tveimur gamanleikhúsum Óslóar varð gjaldþrota. Ríkissjóður var stærsti kröfuhafinn og borgar- sjóður næststærstur. Leikhúsið skúldaði 250 þúsund ri. kr. í ó- greiddan skemmtanaskatt, en alls nema skuldirnar kringum hálfri milljón króna. Leikhús þetta heitir „Edderkoppen" og í 23 ár hefur Leif Juster rekið það. Hann er sjálfur landskunn ur gamanleikari og hefur jafn- an haft á að skipa mjög vin- sælum leikurum. Leikhúsið hef ur vitanlega aldrei notið eyris- styrks en hinsvegar orðið að greiða síhækkandi skemmtana- skatt, sem Juster hefur nú slig- ast undir. En þó er önnur á- stæða þyngri, fyrir því hvernig fór. Stóru leikhúsin í Ósló: Nati- onalteatret, Det norske Teatret og Oslo Ny Teater hafa átt í sí- felldum fjárhagsvandræðum eftir stríðið, en notið fjárstyrks frá ríki og borg, sem farið hef- ur smáhækkandi með syo að segja hverju ári. Og stundum hefur Nationalteatret fengið aukafjárveitingu til þess að forða því frá gjaldþroti (því að það er ekki ríkisstofnun þó að það heiti þjóðleikhús). Þess má geta að Centralteatret, sem verið hefur í eign sömu ættar í meira en hálfa öld, lognaðist út af fyrir nokkrum árum, enda naut það aldrei neins styrks. Leikhússtjórnirnar fundu upp annað ráð til þess að draga fólk að. Þær tóku upp svokallað „abonnements-system“, sem veitti stofnunum og félögum — jafnvel fámennum félögum eins og saumaklúbbum — ríku- legan afslátt á aðgöngumiðum ákveðna daga, því á þann hátt fengu þau ríkisstyrk út á fleiri miða. Vitanlega óx aðsóknin að styrktu leikhúsunum stórlega, undir eins og öll þessi félög gátu boðið meðlimum sínum aðgöngumiðana fyrir hálft verð eða nálægt þvi. Mörgu fólki þótti girnilegra að fara t.d. í Nationalteatret en í Edder- koppen eða Chat Noir, úr því aðgöngumiðarnir kostuðu miklu minna, og það er ekki láandi. En þetta varð Edderkoppen að bana. Á gjaldþrotafundinum mættu fulltrúar frá borginni og rík- inu, aðalkröfuhöfunumT Full- trúi borgarinnar lýsti yfir því, að borgarsjóður vildi strika út kröfu sína ef fjármálaráðuneyt- ið gerði eins. En fulltrúinn frá ríkissjóði sagði að það væri ekki hægt. Að visu væri stjórn in hlynnt því að bjarga Edder- koppen, en hún teldi víst að Stórþingið væri á móti því og mundi hundskamma fjármála- ráðherrann ef hann leyfði sér að gefa eftir þessar 130 þúsund krónur. Á því strandaði, og Edderkoppen er þrotabú í stað gamanleikhúss í dag. Ýmsir höfðu búizt við því, að einhverjir fjáðir Oslóbúar mundu bjarga málinu, því að Edderkoppen og Leif Juster voru mjög vinsælir. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. En nú uppgötvuðu Óslóbúar allt í einu að borgin á ekkert revy-leikhús lengur. Því að hitt gamanleikhúsið, Chat Noir, er að hætta við sína revyu og auglýsir fruirisýningu á „music al“, sem nefnist „Fantasticks", 11. marz. Maðurinn á Karl Jo- han- er súr á svipinn þegar hann hugsar til þess, að nú er hvergi í borginni hægt að skemmta sér eina kvöldstund við að horfa og hlusta á leikara, sem skopast neyðarlega að því sem gerist í daglegu lífi þjóðarinn- ar. En Leif Juster er alls ekki svipsúr. Þegar hann er spurður að því, hvort hann láti ekki sjá sig aftur, svarar hann og bros- ir út í annað munnvikið: — Hver veit? Þá yrði ég aftur- ganga, og þér vitið að þær eru vinsælar um allan heim — sér- staklega ef þær eru eftir Ibsen. ooOoo En hvað liður þá hinum leik- húsunum? 75 óra: Jón Ásbjörnsson, fyrrum hæstnrétfnrdómori Jón Ásbjörnsson, fyrrv. hæsta- léttardómari, er 75 ára í dag, fæddur í Nýlendu á Seltjarnar- D«si 18. marz 1890. Jón á að baki langan og merk- an feril sem lögfræðingur. Hann varð stúdent í Reykjavík 1910 og cand. juris frá Háskóla íslands 1914, en þá gerðist hann málflutn ingsmaður í Reykjavik. Að embættisprófi loknu varð Jón málflutningsma'ður við landsyfir réttinn og síðar Hæstarétt við stofnun hans árið 1920. 1. maí árið 1945 var Jón Ásbjörnsson skipaður dómari í Hæstarétti og gegndi því embætti til 1. apríl 1960, er hann lét af störfum fyrir aldurssakir, og er það allra mól áð því starfi hafi hann gegnt af einstakri kostgæfni og vand- virkni, svo sem öðru sem hann hefur tekið sér fyrir hendur um æfina. Auk málflutnings og dómara- starfa hefur Jón Ásbjörnsson gegnt mörgum trúnaðarstörfum, fór m.a. með forsetavald við þriðja mann við andlát Sveins Björnssonar. Hann var bæjarfull trúi í Reykjavík 1926—30, for- maður Málfutningsmannafélags íslands 1922—26, var skipaður í Félagsdóm í september 1941 — 1945, í landskjörstjórn 1934 — 1956, í stjórn fþróttasamlbands íslands 1912 — 1918, í stjórn Eimskipafélagis íslands 1929 — 45 í stjórn Fornleifafélagsins og í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um langt skeið. Jón Ásbjörnsson var frum- kvöðull að stofnun Hins ísienzka fornritafélags 1928 og forseti þess frá upphafi. Hann hefur alla tíð verið lífið og sálin í út- gáfustarfsemi félagsins. Jón Ásbjörnsson verður -að heiman í dag. Skúlasyni Þau virðast komast sæmilega af, þó ekkert þeirra spynni gull. Það er „Norske Teatret" sem einna mest kveður að þessi ár- in, undir forustu Tormods Skagestad (ráðunautur þess er Ivar Eskeland, sem flestir ís- lendingar þekkja nafnið á, NATIONAL-TEATRET —- Þjóðleikhúsið — hefur jafnan mörg járn (leikrit) í eldinum samtímis. Síðustu vikurnar hef ur „Heilög Jóhanna“ Bernard Shaws verið einna oftast á sviðinu, en í gærkvöldi frum- sýndi leikhúsið Ionesco-leikinn „Le Pieton de l’Air“, sem kall- að er „Luftgjengeren" á norsku. Aðalpersónurnar Berenger og • • ; Úr leik Ionescos: Blaðamaðurinn (Wilfred Breistrand) hef ur tal af Berenger rithöfundi (Henki Kolstad). vegna starfs hans að kynningu islenzkra bóka í Noregi). Þjóð- leikhúsið hefur ekki verið skammað eins mikið í vetur og stundum áður, þó stjórnandi þess sé ekki leikhúsmaður, heldur kæmi í fyrstu að leik- húsinu sem fjárhagsstjóri. Og hinni nýi stjórnandi Oslo Ny Teater, Mentz Schulerud, virð- ist hafa verið sæmilega hepp- inn með þau leikrit, sem hann hefur sýnt í vetur. (Hann var áður leiklistarráðunautur úr- varpsins hér). Ég var á fimmtudagskvöldið á frumsýningu leikrits Thorn- tons Wilders, „Bærinn okkar“ (sem mun hafa verið sýnt heima). Fyrir 20 árum sýndi Studioteatret þennan leik í Ósló og Agnes Mowinchel var leik- stjórinn. Sviðsumbúnaður er enginn í leiknum, allt er ósýni- legt, en áhorfandinn á að sjá það í anda, með aðstoð „regis- sörsins“, sem er ein aðalper- sónan á sviðinu, og af því sem persónurnar segja, ýmist lif- andi eða dauðar. Þó leikstjórn Pals Skjönbergs sé ágæt og vel farið með flest aðalhlutverkin. efast ég um að leikritið verði langlíft. Undanfarið hefur norska leik húsið verið að sýna „Draum- spel“ Strindbergs og útlendan leik, „Ai, ai — for en artig krig“ sem sýnir grátbroslegar hliðar á lífi stríðsþjóðanna á meðan á hörmungunum stóð. Bæði þessi leikrit hafa fengið sæmilegar móttökur. Ég býst við að færri sjái „Bæinn okk- ar“. Til þess þyrfti Osló að eiga góðan stofn leikhúsfólks, sem nennti að sjá leikinn oftar en einu sinni. frú hans (Henki Kolstad og Urda Arneberg) eru franskir ferðalangar, stödd í Englandi ásamt dóttur sinni og heimilis- vini, þ.a.m. Jöhn Bull (Einar Sissener) og blaðamaðurinn (W. Breistrand). Berenger er frægt leikrita- skáld, en hættur að yrkja. Enski blaðamaðurinn vill hafa tal af honum ,og eftir langa umhugs- un svarar Berenger: „Ég spyr sjálfan mig hvort bókmenntirn- ar megni að gera sanna mynd af kaotiskri raunverunni. Eigi hún að verða jafn hræðileg og lífið verður hún að vera þús- und sinnum grimmari og hrotta legri. Hversu hrottalegar sem bókmenntirnar eru, geta þær ekki gefið okkur nema daufa og smækkaða mynd af rudda- legri raunverunni. Sama er að segja um dásamlegu raunver- una. Hún yfirgengur alla skálda list líka.“ — Þetta er i rauninni kjarninn sem Ionescu leitast við að sýna i leiknum. Og nú skiptast á harmur og skop allan leikinn. Hann er eins og skuggamyndasýning, þar sem skiptast á harmþrung- in ekkja, hlæjandi Maurice Chevalier, börn deyjandi úr hungri, trúður sem gleypir egg og kemur með það á sömu sek- undunni úr afturendanum á sér o.s.frv. Þetta er lífið. — En svo kemur allt í einú það fyrir- brigði, að Berenger skáld verð- ur léttari en loftið og labbar sig upp í himingeiminn og bregður sér upp í eilífðina. Þeg ar hann kemur aftur er hann óþekkjanlegur: harmur hans og þjáning hefur gert hann að skari. Ionesco lætur hann ekki segja frá því, sem hann hefur séð, en lætur hann segja sam- hengislausar setningar sem flestar eru eins og gátur, með- an sunnudags-Englendingarnir halda áfram leiktrúðasýningu lífsins, svo að harmur og skrípa leikur skiptast á. En Berenger á ekkert eftir af lífinu, nema ástúð konu sinnar og dóttur. Meðferð Henki Kolstads á aðalhlutverkinu er allgóð. Hann er kunnastur fyrir gamansöm hlutverk, en tekst þó sæmilega að hrífa áhorfendur í því trag- íska líka. En Urda Arneberg (frú Berenger) hrífur „frá a til ö“ í þessu hlutverki, enda vinnur hún hvern sigurinn öðr- um meiri síðustu árin, svo leik- gyðjurnar Tore Segelcke og Liv Strömsted mega fara að vara sig á henni hvað líður. —■ Ég nefni ekki Lillebil Ibsen i því sambandi, því að eiginlega er hún utan við alla prima- donnusamkeppni. Ég hef ekki séð hana á leiksviði síðan í hittifyrra, í „Kæri lygalaupur“, sem þau Per Aabel gerðu að einu mest sótta leikriti þess vetrar (þann leik ættu þau að sýna heima; það er auðvelt við- fangsefni fjárhagslega, því að leikendurnir eru aðeins þau tvö). En núna á dögunum sá ég hana aftur í sjónvarpinu, í „Heysótt" Noel Cowarts, og hún yfirgnæfði þar allt — eins og hún er vön. Þetta leikrit Co- wards er eitt af þeim fáu, sem ég hef haft verulega gaman af að sjá í sjónvarpi. Svo kem ég að því siðasta, sem ég sá í Osló núna, og sem mér fannst líka langskemmti- legast. Það var núna á föstu- dagskvöldið í norsku ÓperunnL Hún sýndi „Brúðkaup Figaros1* Mozarts. Eiginlega bjóst ég ekki við að skemmta mér sérstaklega vel, því að ég var búinn að sjá söngleikinn í fjórum höfuðborg um áður, þ.á.m. oft í Kaup- mannahöfn með ýmsum söngv- urum í gamla daga — fyrir hálfri öld. En það verð ég að segja um þessa sýningu, að hún gat yngt hvern þann, sem ekki er kominn í dauðann, um mörg ár. Mér finnst ég hafi aldrei séð betur farið með þetta ynd- islega verk Mozarts, en norska óperan gerði. Arvid Fladmoe stýrði hljóm- sveitinni, sem ekki er stór, svp frábærlega, að söngvarar smá- hlutverkanna nutu sín til fulls, en þetta er list, sem allir hljóm sveitarstjórar ekki kunna. En vitanlega voru það aðalhlut- verkin, sem réðu úrslitunum. í þeim var að mestu leyti „gestaspil“. Danski söngvarinn Ib Hansen lék Figaro svo töfr- andi vel, að mér verður það minnisstætt. Ung sænsk stúlka Birgit Nordin, lék „pasjann1* Cherubino. Ég man aldrei til að rödd og leikur hafi farið jafn ágætlega saman og hjá henni. í þessu hlutverki, Hins vegar varð ég ekki hrifinn af Mirj- ana Dancuo, suðrænni söng- konu, sem lék greifafrúna Alma viv og ekki heldur greifanum sjálfum (Knut Skram). Þau voru bæði „óliprari í túlkun- inni“ en Mozart hefur ætlazt til, held ég. En sýningin sem heild verð- ur mér minnisstæð. En svo skiptir hún um svip. f dag verður skipt um í aðalhlutverk unum, og Lasse Kolstad verð- ur ekki öfundsverður af að taka við Figaro-hlutverkinu af Tb Hansen, Lasse er að visu frá- bær leikari, en hitt er annað mál hvort röddin fullnæc'ir kröfunum. En Kari Frisell tek- ur við hlutverki greifafrúar- innar og geri ég ráð fyrir að hún skili því engu síður vel en Mirjana Dancuo, ef dæma skal eftir hinni ágætu frammistöðu hennar í „Carmen“. Óneran og „Riksteatret" (sem heldur uppi sýningum lands- endanna á milli) eru rikisfyrir- tæki að öllu leyti og eru í sí- felldum vexti. Síðan Odd Griiner Hegge tók við stjórn óperunnar (hún var fyrstu tvS Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.