Morgunblaðið - 18.03.1965, Side 14
14
MORGUNBIADIÐ
Fímmtudagur 18. marz 1965
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Rits t j órnar f ulltr úi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti S.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ÞRÓUN ÍSLENZKS
IÐNAÐAR
í ræðu, sem Jóhann Haf-
* stein, iðnaðarmáláráð-
herra, flutti á ársþingi iðn-
rekenda sl. þriðjudag, rakti
hann fjölþættar aðgerðir rík-
isvaldsins til eflingar iðnaði.
Hann benti á, að Iðnlánasjóð-
ur hefði verið efldur stórkost
lega fyrir atbeina núverandi
ríkisstjórnar, sem hefði
tryggt sjóðnum 68,5 milljón
króna lánsfé á nokkrum ár-
um. Iðnlánasjóður myndi á
þessu ári hafa 55,5 milljónir
króna til ráðstöfunar og hefði
sjóðurinn aldrei haft yfir svo
miklu fjármagni að ráða. Þá
hefði Framkvæmdabanki ís-
lands aukið verulega fyrir-
greiðslu sína við iðnaðinn og
sett hafði verið löggjöf fyrir
tæpu ári um breytingu á
lausaskuldum iðnaðarins í
föst lán. Ráðherra kvað bráð-
Iega mundi verða lagt fram á
Alþingi frumvarp um tolla-
lagabreytingar og yrði þar
tekið fullt tillit til hagsmuna
iðnaðarins, m.a. í sambandi
við lækkun tolla á vélum til
iðnaðar.
Jóhann Hafstein kvað það
staðfeynd, að hlutdeild iðnað-
arins í heildarútlánum við-
skiptabankanna hefði aukizt
verulega síðustu árin. Vakti
hann m.a. athygli á því, að
Framkvæmdabankinn hefði
frá stofnun hans árið 1953
veitt 131,7 milljónir í lánum
til iðnaðarins.
Það væri að vísu rétt, að
sumar greinar verksmiðju-
iðnaðar ættu nú við erfið-
leika að stríða. En ætla mætti,
að sumir þeirra væru tíma-
bundnir.
Kjarni málsins er sá, að ís-
lenzkur iðnaður er í örum
vexti. Erfiðleikar einstakra
greina hans spretta m.a. af
frjálsum innflutningi og ó-
hægri samkeppnisaðstöðu. En
vitanlega verður að stefna að
því, að íslenzk iðnframleiðsla
standist samkeppni við er-
lenda. Allt verður að gera
sem unnt er til þess að það
takist. Það verður í senn að
gæta hagsmuna iðnaðarins og
neytendanna, sem hann fram
leiðir fyrir. Það er staðreynd
að núverandi ríkisstjórn hef-
ur haft fullan skilning á þörf-
um innlends iðnaðar. Hún
hefur þegar gert fjölmargar
ráðstafanir honum til efling-
ar, en aðrar eru í undirbún-
ingi, svo sem útvegun fjár-
magns til uppbyggingar
dráttarbrauta og skipasmíða-
stöðva. En skipasmíðaiðnað-
urinn getur orðið og á að
verða öflug atvinnugrein, sem
rækir það þýðingarmikla
hlutverk að sjá sjávarútvegi
landsmanna fyrir traustum,
stórum og góðum skipum.
ÁTTI AÐ HÆKKA
SKATTA?
TT’ysteinn Jónsson, formaður
Framsóknarflokksins, lýsti
því yfir í umræðum á Alþingi
í fyrradag um frumvarp ríkis
stjórnarinnar um ráðstafanir
til stuðnings sjávarútvegin-
um, að hann væri þessu frum
varpi fylgjandi. En jafnframt
lagði hann mikla áherzlu á,
að hann væri mótfallinn tekju
öflunarleið ríkisstjórnarinn-
ar til þess að rísa undir út-
gjöldum vegna sjávarútvegs-
ins og 6,6% launahækkunar-
innar til opinberra starfs-
manna. En samtals nema
þessi útgjöld um 120 milljón-
um króna.
Ríkisstjórnin átti um tvær
leiðir að velja til að afla þessa
fjár. í fyrsta lagi, að leggja á
nýja skatta og í öðru lagi, að
nota heimild fjárlaganna til
þess að spara þessa fjárupp-
hæð á verklegum fram-
kvæmdum.
Eysteinn Jónsson lýsti yfir
andstöðu sinni við þá leið að
draga lítillega úr verklegum
framkvæmdum. Verður því
ekki annað séð, en að hann
hafi viljað velja skattaleið-
ina. Þarf vissulega enginn að
undrast það. Eysteinn Jóns-
son hefur aldrei séð neitt
annað úrræði í íslenzkum
efnahagsmálum, en að leggja
stöðugt á nýja skatta og tolla.
Það var úrræði hans í vinstri
stjórinni sálugu og til þess úr
ræðis hefur hann alltaf grip-
ið í öllum vanda.
Leiðtogar Framsóknar-
flokksins eiga erfitt með að
vera sjálfum sér samkvæmir.
Þeir hafa haldið uppi hörð-
um árásum á núverandi ríkis-
stjórn fyrir stefnu hennar í
skattamálum, þrátt fyrir það,
að hún hefur hvað eftir ann-
að lækkað skatta og tolla.
í sambandi við þá ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar, að hag
nýta sér lækkunarheimild
fjárlagafrumvarpsins, er rétt
að geta þess, að sá niðurskurð
ur útgjalda bitnar svo að
segja ekkert á þeim fram-
kvæmdum úti um land, sem
flestir telja þar þýðingar-
mestar. Ræðir hér um vega-
framkvæmdirnar en fjárfram
lög til þeirra eru fyrst og
fremst veitt á vegáætlun. en
aðeins að litlu leyti á fjár-
logum.
Leggst konungdómur í Sví-
þjóð niður á komandi árum?
Lát Louise drottningar hefur
endurvakið umræður um
framtíð sænsku konung s-
fjölskyldunnar
Gústaf Adolf konungur — 82 ára að aldri.
DAUÐi Louise Svíadrottn-
int"ar hefur m.a. orðið til þess
að draga framtíð sænsku kon-
ungsfjölskyldunnar fram í
dagsljósið, og um hana er nú
allmjög rætt. Gústaf Svíakon-
ungur er nú 82 ára að aldri,
og ríkisarfinn, Karl-Gústaf,
getur ekki tekið við völdum
næstu sex árin. Sænska þing-
ið samþykkti fyrir nokkru
lög, sem gera ráð fyrir því, að
ríkisarfi verði að vera 25 ára
áður en hann getur tekið við
völdum, en aldurinn hafði áð-
ur verið miðaður við 21 ár.
Karl-Gústaf er hinsvegar að-
eins 19 ára, og margir sænsk-
ir kohungssinnar telja, að í
hinni nýju löggjöf felist klók-
indalegt tilræði við konung-
dæmi í Svíþjóð.
Ef hásætið skyldi verða autt
áður en Karl-Gústaf ríkisarfi
hefur náð tilskyldum aldri,
mundi rikisstjóri verða að
koma til, og þannig yrði til-
tölulega auðvelt að láta kon-
ungdæmið víkja, og færa sér
í nyt erfiðleika, illvilja ag
andstöðu til þess að koma
konungi frá.
í Svíþjóð er þingbundin
konungsstjórn líkt og víðar
og hefur konungur verið
sviptur nær öllum raunveru-
legum völdum. Hann er að
titli til þjóðhöfðingi, og þjóð-
höfðingjaembættið gengur í
erfðir. Hlutverk hans er nán-
ast aðeins að staðfesta ákvarð-
anir þingsins.
Umhverfis sænsku kon-
ungsfjölskylduna hefur ekki
verið neitt. sem nefna mætti
hástemmda skrautsýningu, og
meðlimir hennar hafa ekki
dregið sig inn í skel í lifnaðar-
háttum. Eitt barnabarn kon-
ungs, Christina prinsessa, hef-
ur numið við háskóla í Banda-
ríkjunum, og hinir yngri með-
limir fjölskyldunnar eiga sér
stóran hóp vin, bæði úr miIU-
stéttum og aðalstéttum. Sjálf-
ur er Gústaf konungur með
þægilegri mönnum í viðmóti,
og gjörsamlega sneyddur öll-
um tepruskap.
Engu að síður eru margir
sænskir lýðveldissinnar þeirr-
ar skoðunar að lýðræði í land-
inu verði bezt tryggt með for-
seta. Jafnaðarmannaflokkur-
inn, hinn ríkjandi flokkur í
Svíþjóð, hefur hvatt til lýð-
veldisstofnunar og greinar
andsnúnar konungdómi birtast
af og til I blöðum flokksins.
Yngri kynslóðin lætur þetta
mál sig yfirleitt litlu skipta.
Ef hún á annað borð hefur
nokkra skoðun á málinu, er
það helzt sú, að það sé
skemmtilegt og viðkunnan-
legt að eiga konung einhvers-
staðar að sviðsbaki. Mestur
eldurinn í röðum lýðveldis-
sinna stafar frá miðaldra
áhugamönnum um stjórnmál.
en hjá þeim logar gjarnan í
glæðum þeirra kenninga, sem
þeir bitu sig í á unga aldri.
Þeir eru tiltölulega fáir, en
áhrifamiklir. Þá er að finna í
áhrifastöðum í Jafnaðar-
mannaflokknum, og þeir hafa
Framhald á bls. 19.
l
I
Atvinna er nú svo mikil í
landinu, að umrædd lækkun
á fjárframlögum til verk-
legra framkvæmda mun
hvergi hafa. í íör með sér at-
vinnuerfiðleika. Af henni léið
ir hinsvegar nokkur frestun
einstakra framkvæmda. Ó-
hætt er þó að fullyrða, að
haldið verði í horfinu með
verklegar framkvæmdir í
landinu yfirleitt. Þjóðin held
ur áfram hinu miklá upp-
byggingarstarfi. Mestu máli
skiptir nú, að íslendingar
geri sér ljóst að jafnvægi
verður að haldast í et'nahags-
líft Nýtt kapphlaup milli
kaupgjalds og verðlags væ»
þjóðarógæfa.