Morgunblaðið - 18.03.1965, Side 15

Morgunblaðið - 18.03.1965, Side 15
Fimmtudagur 18. marz 1965 MORGUNBLADIÐ 15 GuvMiar J. Friðrikssoni, formaður F. 1. I.: Staða nlenzks iðnaðar EFTIRFARANDI ræðu hélt Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, við setningu Ársþings iðnrekenda sl. þriðjudag. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nú hafa verið gerðir, mun aukning heildar-þjóðarfram- leiðslu á árinu 1964 hafa numið um 6%. Vegna mjög hagstæðrar verðþróunar á útflutningsvörum landsins, hefur hins vegar aukn- ing þjóðartekna orðið öllu meiri, eða um 8% miðað við árið 1963. >að, sem mestu hefur valdið um aukningu þjóðarframleiðsl- unnar, er stóraukið aflamagn og þá fyrst og fremst vegna aukins aflá á síldveiðum. Áætlað er, að aukning á heildarverðmæti út- flutningsins hafi orðið 18%, sem auk hagstæðs sjávarafla stafar af hækkandi verðlagi útflutnings- framleiðslunnar. Þessa hækkun má að verulegu leyti rekja til hagstæðrar efnahagsþróunar í helztu viðskiptalöndum okkar. Þannig er áætlað, að aukning heildar-þjóðarframleiðslu í Bandaríkjunum hafi á árinu 1964 numið um 7%. Tala atvinnuleys- ingja þar í landi hefur farið lækk andi og nam í árslok 1964 4%, miðað við 5,7% árið áður. Útlit er enn fyrir vaxandi framleiðslu í Bandaríkjunum á árinu 1965. Aukning iðnaðarframleiðslunn ar í Vestur-Þýzkalandi var á- ætluð 8% árið 1964, í Frakk- landi 5%, í Hollandi 6% og á ítaliu 4%. í EFTA-löndunum varð þróun- in einnig hagstæð, að Englandi undanskyldu, enda hafa Bretar við verulega efnahagsörðugleika að etja, einkum vegna halla á greiðslujöfnuðinum. Þó er gert ráð fyrir, að heildar-þjóðarfram- leiðsla þar í landi hafi aukizt um 3%. Þá var einnig veruleg aukn- ing á iðnaðarframleiðslunni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þrátt fyrir talsverða fram- leiðsluaukningu hér á landi á síð astliðnu ári, þá varð þróun efna- hagsmála fremur óhagstæð, ef undan er skilin þróun gjaldeyris- stöðunnar, sem batnaði um 281 millj. kr. Stafar það m.a. af aukn um lántökum erlendis, en í heild hækkuðu þær um 460 millj. kr. Heildareftirspurn innanlands e"tir vöru og þjónustu varð mjög mikil, og hafði í för með sér mikla þenslu á vinnumarkaðnum, og var vinnuaflsskortur víðast hvar. Aukning heildarfjárfesting ar.var mikil og nam 14,3%, en það er nokkru minni aukning en á árinu 1963. Aukning fjárfest- ingar í iðnaði, öðrum en fiskiðn- aoi og vinnslu landbúnaðaraf- urða, er áætlað, að hafi numið 5.5%, sem einnig er lækkun frá árinu áður. Á ársþingi iðnrekenda er eðli- legt, að reynt sé að gera nokkra úttekt á íslenzkum iðnaði. Um ástand iðnaðarins í dag er það að segja, að enn liggja ekki fyrir skýrslur né áætlanir um iðnaðarframleiðsluna 1964. Verð- ur því ekki hægt að gera grein fyrir henni hér, en hins vegar má gera sér nokkra hugmynd um iðnaðarframleiðshma á grund- velli talna Hagstofu íslands um starfsmannahald í ýmsum grein- um. Þær tölur, sem liggja fyrir um starfsmannahald á árinu 1964, benda til þess, að um sam- drátt í starfsmannahaldi hafi ver ið að ræða, miðað við árið 1963. Á sl. ári hefur samdráttur í starfs mannahaldi orðið einna mestur í vefjariðnaði, en það má fyrst og fremst rekja til samdráttar, sem átt hefur sér stað í veiðarfæra- framleiðslu. Þá hefur einnig orð- ið nokkur samdráttur í starfs- mannahaldi í fataiðnaði, og bend ir margt til þess, að um sam- drátt í framleiðslu þeirrár iðn- greinar hafi verið að ræða. Aðfar framleiðslugreinar, þar sem starfsfólki virðist hafa fækkað á árinu, eru m.a. matvælaiðnaður, efnaiðnaður, málmsmíði, smíði rat'tækja og smíði flutninga- tækja. Erfitt er að segja um breytingar á framleiðslu þessara atvinnugreina, nema í efnaiðn- aði, þar sem vitað er að fram- leiðsluaukning hefur átt sér stað, þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Sú grein innan matvælaiðnaðar- ins, þar sem samdráttur í fram- leiðslu hefur orðið, er kexiðnað- ur. Aukning hefur hins vegar orð- ið á starfsmannahaldi við um- búðaframleiðslu, og framleiðslan sömuleiðis vaxið. Er það í sam- ræmi við aukna framleiðslu frystra fiskafurða og aukna fram leiðslu á plastumbúðum, sem er tiltöluléga ný iðngrein. Þá hefur og fjöldi starfsmanna í drykkjar- vöruiðnaði aukizt nokkuð. Af þessu má draga þá álykt- un, að sérstaklega aivarlega horfi í tveimur iðngreinum, það er að segja í veiðarfæraiðnaði og fataiðnaði. Framleiðsla í veiðar- færaiðnaði hefur dregizt svo sam an, að vart verður annað sagt, en að mjög alvarlega horfi um fram tíð hans á Islandi. Flestar aðrar iðngreinar eiga að vísu við ein- hverja örðugleika að etja, og liggja ýmsar orsakir til þess. Ef við reynum að gera okkur grein fyrir því, í hverju örðug- leikar iðnaðarins eru fólgnir, og ástæðurnar fyrir þeim, er nauð- synlegt að hafa í huga, að iðnað- urinn bjó í áratugi á öllum svið- um við ströngustu höft og höml- ur á athafnafrelsi. Magn og val á hráefnum var mjög takmarkað. Leyfi til kaupa á vélum næstum áfáanleg. Mjög miklar hömlur voru á byggingu viðunandi at- vinnuhúsnæðis, og síðast en ekki sízt svo ströng og óraunhæf verð- lagsákvæði að í flestum tilfell- um var um hreina eignaupptöku að ræða, og ekki má gleyma hin- um áraunhæfu skattalögum, sem þá voru í gildi. Þegar breytt var um stefnu í efnahagsmálum, var ekki ein- ungis svo komið, að flest fyrir- tæki voru tæknilega stöðnuð, heldur voru þau og fjárhagslega vanmegnug. Vegna skorts á eig- in fjármagni og vegna óhag- kvæmra lána, bjuggu þau við mjög takmarkaða samkeppnisað- stöðu, og má segja, að flest hafi skort til þess, að íslenzkur iðn- aður væri undir það búinn að mæta aukinni erlendri sam- keppni, sem frjálsræði í viðskipt- um og lækkun á tollum hafði í för með sér. Hörgull var á hús- næði og vélum, og það skorti fjármagn til þess að unnt væri að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir. Þegar við reynum að gera okk- ur grein fyrir stöðu iðnaðarins, verður augljóst, að það er eink- um tvennt, sem hefur torveldað iðnaðinum að mæta hinni auknu samkeppni og lækkandi tollum, en það er hin gífurlega aukning framleiðslukostnaðar hérlendis annars vegar og hinn mikli skort ur á fjármagni hins vegar. Þegar innflutningur er frjáls frá öllum löndum, hlýtur heimsmarkaðs- verð að viðbættum tollum og flutningskostnaði að ráða verði íslenzrkar iðnaðarvöru. Fari framleiðslukostnaður hér á landi hraðar vaxandi en í öðrum fram- leiðslulöndum, kemur að því, að sú tollvernd, sem iðnaðurinn nýt- ur verður að engu. Og verði fram hald á þeirri þróun, kemur að því, að íslenzkur iðnaður gerist algjörlega ósamkeppnisfær, vegna þess að framleiðslukostn- aður er orðinn of hár. Mjög glöggt dæmi um þetta er sá iðn- aður, sem engar tollverndar nýt- úr, Það er því nauðsynlegt, þegar athugað er hver samkeppnisað- staða iðnaðarins sé, að reynt sé að gera sér grein fyrir því, hver aukning framleiðslukostnaðar hefur orðið á undanförnum ár- um. Ekki er óeðlilegt, að þá sé miðað við áramót 1961—1962, er ný stefna hafði verið tekin upp í efnahagsmálum og gengi krón- unnar fært í það horf, að út- flutningsatvinnuvegirnir gætu starfað án styrkja. Ef fyrst er litið á, hverjar bein- ar kauphækkanir hafa orðið frá þessum tíma, kemur í ljós, að frá miðju ári 1962 og fram til síð- ustu áramóta hækkuðu kauptaxt ar Iðju, félags verksmiðjufólks, þannig, að kaup karla hækkaði um 49,2% og kaup kvenna um 76,3%. Sé hins vegar miðað við síðustu áramót, er kaup karla orðið 53,8% og kaup kvenna 81,7% hærra en um mitt ár 1962. Ef bætt er við aukningu á fríð- indakostnaði, svo sem auknu orlofi og sjúkrasjóðsgjaldi, verð- ur heildarkauphækkun hjá kven- fólki yfir þetta tímabil 83.7% og hjá körlum 55,8%. Til viðbótar þessu koma þær kvaðir, sem lagð ar hafa verið á framleiðsluna, svo sem launaskattar og iðnlána- sjóðsgjald, kostnaður vegna hækkaðs verðs á rekstrarvörum, svo sem rafmagni, pósti og síma, og stóraukinn kostnaður vegna viðhalds og viðgerðaþjónustu. Gunnar J. Friðriksson, formaður F.Í.I. Þegar reynt er að gera sér grein fyrr því, hvað allar þess- ar hækkanir þýða, er ekki úr vegi að taka nokkur einföld dæmi. Ég tek það fram, að hér eru aðeins tekin dæmi til þess að sýna þróunina, en á engan hátt verið að leggja dóm á verð þeirr- ar vöru, sem valin hefur verið. I árslok 1961 var heildsöluverð á óniðurgreiddu smjöri 96,00 kr., en við árslok 1964 161,00 kr. Þetta er 67,7% hækkun. Þar sem hér er um fullunna landbúnaðar- vöru að ræða, ætti þessi verð- munur að sýna nokkuð þann aukna framleiðslukostnað, sem viðurkennt er, að átt hafi sér stað á þessu timabili. Ef við nú gerum dæmið einfalt og segjum sem svo, að verð á íslenzku smjöri og hinu erlenda, komnu hingað til lands, hafi verið það sama í árslok 1961, og verð á er- lendu smjöri haldizt óbreytt til siðustu áramóta, þá hefði þurft að setja 68% toll á hið erlenda smjör, til þess að samkeppnisað- staða hinnar íslenzku fram- leiðslu væri sú sama nú og í árs- lok 1961. Við skulum nú snúa þessu dæmi upp á iðnaðarvöru. Mjög algengt er, að hráefnakostn aður sé um helmingur af heild- söluverði iðnaðarvöru. Og ef við gerum ráð fyrir, að aukning framleiðslukostnaðar í iðnaði hafi verið sú sama og í landbún- aði, þá þyrfti iðnaðarvara, sem engrar tollveradar naut í árslok 1961, að þurfa u.þ.b. 34% toll- vernd í dag, tií þess að halda sömu samkeppnisaðstöðu. Sé um tollverndaðan iðnað að ræða, hefur hinn aukni kostnaður rýrt tollverndina að þessu marki. Þessi dæmi sýna glögglega, hversu verðbóigan hefur rýrt samkeppnisaðstöðu iðnaðarins. Eins og fyrr er getið, sannast þetta áþreifanlega á veiðarfæra- iðnaðinum, sem nær engrar toll- verndar nýtur og á fataiðnaðin- um, þar sem tollur á efnum er yfirieitt 65%, en tollur á hinni fullunnu vöru 90%. En þetta eru þær greinar iðnaðarins, sem nú eru í mestum vanda. Þessar hækk anir framleiðslukostnaðar hafa að sjálfsögðu einnig komið mjog illa við aðra framleiðendur, sem verða að miða verð sitt við heimsmarkaðsverð, og þá sér- staklega framleiðendur sjávaraf- urða. En þó hefur hækkað út- flutningsverð og óvenjumikil og arðbær síldveiði dregið nokkuð úr áhrifum þeirra. Aftur á móti hefur verðlag á erlendum iðn- varningi verið stöðugt, og jafn- vel frekar farið lækkandi vegna hagkvæmari innkaupa innflytj- enda. Nú má því segja að hin síaukna dýrtíð lendi með öllum sínum þunga á iðnaðinum, sem keppa verður við erlendar iðn- aðarvörur. Því hlýtur það að vera alvarlegt áhyggjuefni allra iðnrekenda, að ekki hefur enn tekizt að stöðva verðbólguna. í sambandi við aukinn fram- leiðslukostnað er rétt að benda á það, að stofnkostnaður fyrir- tækja hefur fylgt honum eftir og farið síhækkandi. Ef tekin er saman tollur og söluskattur á innfluttum vélum, þá eru að- flutningsgjöld á þeim komin upp í 46%, og óþarfi er að minna á, hversu gífuriega bygging^arkostn aður hefur hækkað á sama tíma. Að því er veiðarfæra- og fata- iðnað snertir, bætist ofan á þessa örðugleika, að nokkuð hefur orð- ið vart við undirboð, eða „dump- ing“, svo og vaxandi innflutning frá Austurlöndum, þar sem vinnu afl er mjög ódýrt. Höfuðnauð- syn ber því til að stöðva verð- bólguna, svo að jafnvægi náist í efnahagslífinu, og heilbrigt efna hagslíf er frumskilyrði þess, að þróttmikill og arðbær iðnaður geti þróazt, eins og önnur fram- leiðsla. Áframhaldandi verðbólga hlýtur annað hvort að leiða til hafta eða fellingar á gengi hinn- ar íslenzku krónu. Bein afleiðing hinnar geysi- legu hækkunar á framleiðslu- kostnaði er tilfinnanlegur skort- ur á fjármagni, bæði til reksturs og fjárfestingar. Hin ströngu verðlagsákvæði hafa m.a. komið í veg fyrir, að aukning á eigin rekstrarfé fyrirtækja hafi orðið tilsvarandi við aukningu fram- leiðslukostnaðar. Bankar og aðr- ar lánastofnanir hafa ekki getað sinnt þörfum iðnaðarins, enda hefur enn ekki fengizt skilningur stjórnarvaldanna á því, að iðnað urinn skuli njóta jafnréttis á við hina framleiðsluatvinnuvegina, varðandi endurkaup afurðavíxla, þrátt fyrir viljayfirlýsingu Al- þingis um að svo skuli vera. Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir helztu ástæðum þess vanda, sem að íslenzkum iðnaði steðjar. Ég vil því nú ræða í stuttu máli nokkrar þær úrbæt- ur, sem að gagni gætu komið við úrlausn þessara vandamála. Helzta áhugamál iðnaðarins hlýtur, eins og áður er sagt, að vera stöðvun verðbólgunnar, og að meira jafnvægi náist á vinnu- markaðnum. Það hlýtur fyrst og fremst að vera á valdi ríkisstjórn arinnar og Alþingis að gæta þess, að sú ofþensla, sem héf hefúr skapazt, nái ekki að hindra eðli- lega þr.óun efnahagslífsins á ís- landi. I því sambandi er rétt að benda á, að því hlýtur að vera takmörk sett, hvað ríki, bæjar- og sveitarfélög geta ráðizt í af framkvæmdum, án þess að kapp- hlaup hefjist um vinnuaflið. Þá þarf iðnaðurinn að fá sömu fyrirgreiðslu við útvegun fjár- magns og aðrir framleiðsluat- vinnuvegir, á þann hátt að Seðla bankinn taki að endurkaupa hrá- efna- og afurðavíxla iðnaðarins. Ríkissjóður greiði framlag til Iðnlánasjóðs til jafns við það framlag, sem iðnaðurinn leggur sjálfur til hans. Hér er ekki farið fram á meira en það, sem þegar hefur verið veitt öðrum - framleiðsluatvinnuvegum. Með því að innflutningur er nú að mestu leyti frjáls, og sam- keppni þar af leiðandi tryggð, ber að fella niður núgildandi verðlagsákvæði. Það þarf að endurskoða reglu- gerðarákvæði um hámarksfyrn- ingu iðnaðarhúsa og véla, þar sem núgildandi ákvæði eru al- gjörlega úrelt, og taka ekki tillit til hinnar hröðu tækniþróunar, sem gerir vélar og tæki og jafn- vel húsnæði úrelt á skömmum tíma. Hér er heldur ekki farið fram á annað en það, sem þegar hefur fengizt viðurkennt fyrir sjávarútveg og landbúnað. Breyta þarf lögum um undir- boðs- og jöfnunartolla á þann veg, að tollyfirvöludm sé falið að hafa á því nánar gætur, hvort vörur eru fluttar til landsins á undirboðsverði, og að tollyfirvöld fái heimild til að stöðva tollaf- greiðslu á slíkum innflutningi, meðan rannsókn fer fram. Vinna þarf að því skipulega að auka tækni og hagræðingu í iðn- aðinum með því m.a. að endur- vekja tækniþjónustu Iðnaðar- málastofnunar íslands. Aulca þarf rannsóknir, með því að taka upp náið samstajrf við rannsókn- arstofnun iðnaðarins, sem stuðla mun að auknum rannsóknum og tilraunum, miðaðar við þarfir hans. Og með áætlanir og yfirlýsing- ar stjórnarvalda í huga, um nauð syn á frekari lækkun tolla og aukningu innflutningsfrelsis, ber að leggja áherzlu á, að slíkar breytingar fari einungis fram að því skilskildu, að fyrir liggi at- huganir, er sýni áhrif breyting- anna á viðkomandi iðnaðargrein ar, og séð sé fyrir nauðsynlegum ráðstöfunum, er gera iðnaðinum kleift að mæta hinni breyttu að- stöðu. í heild má segja, að brýna nauð syn beri til, að Alþingi og ríkis- stjórn marki ákveðna stefnu í iðnaðarmálum, þannig að áfram- haldandi uppbygging iðnaðarins verði ekki tilviljanakennd. Slík fastmótuð stefna er öllum nauð- synleg, sem taka verða ákvarð- anir fram í timann. Hún er nauð- synleg þeim, sem í atvinnurekstr inum standa, og hún er engu að síður nauðsynleg lánastofnunum, svo að þær geti markað útlána- stefnu sína samkvæmt henni. Áður en við reynum að gera okkur nokkra grein fyrir fram- þróun ionaðarins, langar mig að vekja athygli á staðreynd, sem afsannar þær fullyrðingar, sem stundum verður vart, að iðnað- urinn eigi tilveru sína hér á landi að þakka höftum og tollum. Löngu áður en höftum var beitt hér, til takmörkunar á innflutn- ingi, og áður en nokkur veru- legur munur var á tollum hrá- efna og fullunninna vara, voru starfandi fyrirtæki í flestum þeim iðngreinum, sem til eru hér á landi i dag. Til gamans má geta þess, að tvö elztu íyrirtæki innan þessara samtaka tóku til starfa 1896, en það er klæðaverksmiðja og sút- unarverksmiðja; gosdrykkjaverk smiðja 1905, ölgerð 1913, sæl- gætisgerð 1917, smjörlíkisgerð 1918, gas og súrefnisframleiðsla 1919, sápugerð 1922 og kaffi- brennsla 1924. Það blandast engum hugur um það, að til þess að geta haldið uppi því menningar- og velferð- arríki, sem ljóst er, að við vilj- , um hafa, er okkur íslendingum Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.