Morgunblaðið - 18.03.1965, Qupperneq 17
Fimmtudagur 18. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Að undanförnu hefur Leikfclagið Gríma sýnt nýtt íslenzkt
leikrit í Tjarnabæ „Fósturmo ld“ eftir Guð'mund Steinsson.
Nú eru eftir aðeins tvær sýningar á leiknum og verður næst
síðasta sýningin fimmtudaginn 18. þ.m. Myndin sýnir Nínu
Björk Árnadóttur og Bjarna Steingrímss. í hlutverkum sínum.
Lausar lestar í íiskiskipum
— Iðnaður
Framhald af bls. 15.
nauðsynlegt að taka í þjónustu
okkar alla þá tækni, sem nútím-
inn hefur upp á að bjóða. Þetta
á vitaskuld við' alla þætti fram-
leiðslunnar og atvinnulífsins.
Því að dragist einhver þáttur
aftur úr, verður það fjötur um
fót hinnar, sem áfram vilja
halda.
Hin hefðbundna skipting fram
leioslugreinanna hlýtur smátt og
smátt að minnka og jafnvel
hverfa. Segja má, að allar at-
vinnugreinar séu nú að iðnvæð-
ast á sama hátt og þegar iðnvæð-
ing handverksins varð á síðustu
öld upphaf verksmiðiuiðnaðar-
ins. Af þessu leiðir, að atvinnu-
greinarnar hljóta að nálgast hvor
aðra, svo að ekki verður, þegar
fram líður, greint á milli þeirra
á þann hátt, sem gert er í dag.
Hvort sem um sjávarútveg,
landbúnað, handverk, iðnað eða
verzlun er að ræða, þá eru mark-
miðin þau sömu, þ.e. framleiðsla
eða sköpun verðmæta og dreif-
ing þeirra með sem beztum ár-
angri og minnstum tilkostnaði.
Þetta verður ríkisvaldið að gera
sér ljóst, og því ber að stuðla að
því, að þessi iðnvæðing fái að
þróast hindrunarlaust, og að eðli
legu jafnvægi milli framleiðslu-
greinanna verði ekki raskað.
Hin stóraukna og háþróaða
tækni, sem nú ryður sér til rúms,
gerir mjög miklar kröfur til at-
vinnugreinanna, og þá sérstak-
lega til stóraukinnar fjárfesting-
ar innan þeirra. Hin mikla _og
fjölþreytta framleiðsla gerir
einnig stórauknar kröfur til
xneiri hagkvæmni og hugvits í
sölu og dreifingu, og þá að sjálf-
sögðu til meiri menntunar og
hæfni þeirra, sem skipuleggja og
stjórna atvinnurekstrinum.
Forsendur fyrir þessari þróun
eru, að haldið sé uppi hagnýtum
rannsóknum og tilraunum, og
niðurstöður þeirra séu án tafar
nýttar í framleiðslunni.
Hér á landi er það mjög al-
gengt, að fyrirtæki, hvort heldur
er í sjávarútvegi, landbúnaði, iðn
aði eða verzlun séu mörg og smá.
Það hefur sína kosti, að fyrir-
tæki séu lítil og skapi sem flest-
um möguleika til að vera sjálf-
stæðir, en það hefur líka sína
miklu ókosti nú á öld tækninnar.
Lítií fyrirtæki hafa ekki bolmagn
til að hagnýta sér nýjustu tækni,
og eiga því oft erfitt með að
standast samkeppni. Þetta á bók-
staflega við, hvar sem litið er í
íslenzku atvinnulífi, Fiskiðnaðar-
fyrirtæki, verksmiðjur, verzlun-
arfyrirtæki, verkstæði og bú eru
of mörg og smá.
Þrátt fyrir síaukinn fólksfjölda
í heiminum, eykst framleiðslu-
magnið ennþá hraðar, þannig að
samkeppnin heldur áfram að auk
ast. Við íslendingar, sem erum
fámenn en velmenntuð þjóð,
hljótum í fra'mtíðinni að leggja
ekki fyrst og fremst áherzlu á
magn framleiðslunnar, heldur á
það, að íslenzk framleiðsla verði
framar öllu öðru þekkt fyrir
gæði. Að því eigum við og hljót-
um við að stefna.
Ég hef hér drepið á nokkur
helztu vandamál íslenzks iðnað-
ar, og rætt nokkuð um lausn
þeirra og framtíðarhorfur. Á
fleira hefði verið full ástæða til
að minnast, en það verður ekki
gert í svo stuttu máli. Þing það,
sem hér er hafið, mun væntan-
lega gera þessum málum ýtar-
legri skil. Að öðru leyti vísa ég
til skýrslu stjórnar félagsins um
störf þess.
Og að síðustu þetta: Ég hef þá
bjargföstu trú, að íslenzkur iðn-
aður standi svo föstum fótum í
íslenzku þjóðlífi, og að kunnátta
hans og verkmenning sé slík, að
hann standist alla sanngjarna og
eðlilega samkeppni, fái hann
þeim sjálfsögðu kröfum fram-
gengt, sem hér hafa verið settar
fram og skýrðar að nokkru.
Við, sem iðnaðarvörur fram-
leiðum í þessu landi, gerum ekki
kröfur til neinna sérréttinda. Við
gerum einungis þá sjálfsögðu
kröfu að njóta sömu réttinda og
viðurkenninga, sem aðrir atvinnu
vegir þjóðarinnar. Til þess að fá
þessari sjálfsögðu kröfu fram-
gengt, er okkur iðnrekendum
nauðsyn að standa fast saman
innan vébanda F.f.I.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinii
HVAÐ á að gera fyrir sjávarút-
veginn í framtíðinni? Jú, það er
enn margt ógert fyrir þann út-
veg, sem er aðalatvinnuvegur
okkar Islendinga. Ég hef haft
hann í huga um nokkurra ára
skeið, og komist að niðurstöðu:
Ég vil aukinn afla og aultnar
frístundir. Ykkur finnst ef til
vill erfitt að samrýma þessi tvö
meginatriði, en ég hef nú samt
samrýmt þau, og mun ég reyna
að gefa ykkur örlifcla innsýn í
þær hugmyndir, sem ég hef gert
mér.
Það var fyrir um það bil sjö
árum, að mér datt í hug að
eitthvað yrði að gera til úrbóta
í þessum málum, og tók ég að
hugleiða þessi efni. Ég fékk hug
mynd, þó hef ég bætt þá hug-
mynd til mikilla muna og mér
hefur tekizt að gera hana svo
úr garði, að vart má að finna
í stórum dráttum. Ég hef hug
á því að bátar, allt að 300 brúttó
lestum, verði umbyggðir, og sett
ar verði í þá svokallaðar lausar
lestar. Lestar þessar eru þannig
útbúnar í stórum dráttum: Þeim
er skipt í fjóra til fimm hluta.
Er það gert til þess að létta á í
upphífingu, því það á að vera
hægt að lyfta hverjum lestar-
hluta fyrir sig. Dekkið á að
fylgja með lestunum í hífingu,
og á það ekkert að raska styrk-
leika skipsins vegna þess, að
þversum þil eiga að skilja milli
lesta. Ekki verða þetta þó heil
þil, því þess á ekki að þurfa.
Lestarnar falla á karma, sem eru
þéttir með gúmmí. Gúmmíið er
hart, eða nokkuð stinnt, og ligg-
ur það í U fölsum, svó að það
fletjist ekki út. Festingar eru á
hverjum lestarhluta, og eru þær
tvær á hvern hluta. Verður að
koma í veg fyrir að lestarnar
fari á hreyfingu þegar báturinn
„dettur“ sem kallað er. Á aftur-
hluta þess lestarhluta, sem hífð-
ur er upp, er þil, sem hægt er að
hífa upp þegar um losun er að
ræða. Þetta þil er þannig útbúið
að það er með fjórum til fimm
klofum, sem ná þó ekki alveg
upp í gegn. Eru þessir klofar til
þess að fyrirbyggja útþenslu á
svo stórum fleti, sem fiskurinn
kemur til með að liggja að. Þessi
föls eru föst við stíurnar, sem
ganga í gegn um lestarnar þver-
ar, og eru þær áfastar V-laga
hillum, sem eru opnar í báða
enda. En þó þilið sé með þessum
mörgu klofum er hægt að hífa
það upp í heilu lagi með því að
skilinn er eftir heill karmur
nokkuð breiður. Ofan á honum
er svo dekkið, en það er skorið
í sundur þvert yfir lestina og
getur þess vegna gengið upp
með þilinu. Er þessi aðferð notuð
til þess að betra sé að þétta með
þilinu. Á þessum lestum eru
engir lúgukarmar, en í þeirra
stað koma boxalok. Þegar þessi
boxalok eru tekin upp út í sjó,
Á RÁÐGJAFARÞINGI Evrópu-
ráðsins, sem haldið yar í nóvem-
ber sl. í Strassbourg, var m. a.
rætt um rafmagnsverð frá kjarn-
orkuverum, en á vegum Evrópu-
ráðsins hefur verið leitazt við að
safna sem gleggstum upplýsing-
um, sem nota megi til að bera
saman verð orku frá ýmsum teg-
undum rafmagnsstöðva. Hefur
komið í ljós, að slíkur saman-
burður er ýmsum örðugleikum
bundinn.
í skýrslu, sem lögð var fram á
þinginu og sérstök nefnd á þess
vegum hafði úndirbúið, segir m.
a., að ekkert kjarnorkuver, sem
nú er starfrækt í Evrópu, geti
selt raforku lægra verði en jafn-
stórar stöðvar af eldri gerðum.
Þvert á móti virðist verðið frá
kjarnorkuverunum enn vera all-
miklu hærra en frá öðrum orku-
eftir Borgþór Árnason
þá er tilbúinn laus karmur, sem
er hringlaga eins og boxalokið og
er honum smellt í sama far til
þess að varna því að sjór gangi
óhindrað niður. Ef um er að
ræða línuspil á þeim lestarhluta,
sem hífður er upp, þá er það híft
með, og verður þess vegna að
vera rafknúið, sem er að mörgu
leyti miklu þægilegra. Tengi-
bretti eru á framþilinu til þess
að hægt sé að tengja skipið frá
lestunum. Svo er það með dekk-
lestina, hún þarf að vera sérstak-
lega útbúin, og er hún þannig,
að það eru tilbúnir sérstakir kass
ar fyrir hvert skip. Kassa þessa
er hægt að fletja út, því þeir eru
á hjörum, en þó traustlega byggð
ir. Þeim er krækt saman á horn-
um þegar þeim er stillt upp,
rammi er í botni kassans, sem
heldur honum saman, en í honum
er lúga, sem hægt er að opna á
smekklegan hátt. Nú er ekki
sama hvort báturinn er á síld-
veiðum eða þorskveiðum. Ef
hann er á þorskveiðum koma
færri kassar til greina, og eru
þeir allir merktir og koma á á-
kveð.ium stöðum.-Þeir eru dálít-
ið misstórir. Fer það eftir því
hvar þeir eru staðsettir á dekk-
inu. Við skulum taka t.d. fjóra
kassa og stilla þeim upp. Þá
þurfa þeir að geta verið í ákveðn
■ um skorðum ef um rysjótta tíð
er að ræða, sem oft er. Þá hef
ég sett lykkjur á hlið kassanna
og festi við hann slá, sem fest-
ist út í síðu og læsist þar. Eru
þessar slár neðarlega á kössunum
og ættu ekki að koma að sök
gagnvart úrgreiðslurennunum.
Nú er t.d. ekki um þetta vanda-
mál að ræða að síldveiðum, því
að þá eru kassarnir þéttar sam-
an og liggja út í síðum skipsins.
Þessi aðferð ætti ekki að verða
hvað þægilegust á síldveiðunum,
því það þarf ekki að moka
bröndu, aðeins að húkka á kassa
og lestar og allt of sumt. Nú,
eitthvað þarf að gera við kass-
ana þegar þeir eru ekki í notk-
un, ekki er hægt að hafa þa á
dekkinu, því þá yrði alltaf verið
að henda þeim til og frá, þegar
einhver lestarhlutinn er hífður
upp. Þó hef ég komið þvi þannig
fyrir, að um 40 cm. bil er frá
súð að ganeringu, og er þetta
bil á bæði borð. Þarna ætla ég að
geyma kassana. " Svo er þessu
lokað og ekki annað .siáanlegt en
að dekkið sé heilt. Sérstakur
krani þarf að vera fyrir hendi,
svo að hægt sé að anna svona
löndun, og ætla ég hann þannig:
Hann á að verða með sporöskju-
lagaðri braut, á þeirri braut
ganga þrír kláfar, sem hver í
sínu lagi á að geta lyft allt að
30 tonnum. Þarf því burðarþol
kranans í heild að vera allt að
100 tonnum. Við enda kranans
er veltivog, alveg sérstaklega út
búin til að geta losað sig sjálf.
Á hún að taka ca. 30 tonn. —
verum.
Þá er á það bent í skýrslunni,
að örar framfarir hafi orðið á
sviði kjarnorkutækni. Sé því
mjög líklegt, að eitt eða fleiri
þeirra kjarnorkuvera, sem nú
eru í smíðum í Vestur-Evrópu og
áætlanir liggja fyrir um, verði
því nær samkeppnisfær. Er í því
sambandi sérstaklega bent á
Wylfa-orkuverið í Bretlandi, sem
taka á í notkun 1969, en vélarafl
þess verður 1100 megawött.
Orka frá kjarnorkustöðvum
verður að fullu samkeppnisfær
skömmu síðar, að því er í skýrsl-
unni segir, en í fyrstu þó aðeins
við sérstakar aðstæður. Ekki er
reynt að spá, hvaða ár þetta
muni verða, enda talið, að það
sé m. a. komið undir stjórnmála-
ákvörðunum í ýmsum Evrópu-
ríkjum og tækniþróun, sem ekki
Fyrir miðri kranabrautinni eru
úðunartæki, sem þvo og sótt-
hreinsa lestarnar. Vinnuhringur
kranans er þá þannig að þegar
kláfur no. 1 hefur ’lyft einum
lestarhluta og er kominn að vog-
inni, þá hefur kláfur no. 2 lyft
sínum hluta og er lagður af stað.
Þá er no. 1 kominn aftur yfir bát
inn og sleppir niður sínum lestar
hluta á sinn stað. Þannig gengur
þessi löndun fyrir sig. Tvö spil
eru í hverjum kláfi, mismunandi
kraftmikil að vonum, því að ann
að þeirra gegnir ekki öðru hlut-
verki en því að opna lestina og
lokar henni síðan aftur. Löndun,
sem áður tók 5—6 tíma, ætti því
ekki að taka meir en hálfan
tíma. Það eru ekki svo lítil þæg-
indi af þessu fyrirkomulagi, því
það er bókstaflega ekkert að
gera fyrir skipshöfnina annað en
að binda skipið, nema því að-
eins að um vinnu á veiðarfærum
sé að ræða. Þá geta þeir unnið
að þeim á meðan löndun stendur,
og geta alveg gengið óþreyttir
til þeirra verka.
Nú, svo við tölum dálítið um
fiskinn sjálfan. Með þessu fyrir-
komulagi gefur það auga leið að
um miklu betri nýtingu á aflan--
um verður að ræða. Við vitum
að ein goggstunga myndar eins
fers'entimetra skemmd út frá sér,
og munar töluvert um þann bita,
þegar búið er að snyrta hann úr
flakinu. Einnig vildi ég láta færi
band flytja allan fiskinn til stöðv
anna. Hraðastillir á að vera á
færiböndunum sem liggja frá
veltivogunum, þannig að ákveð-
inn maður fylgist með afköstum
þvottavélanna, sem verða að vera
a.m.k. fjórar til fimm og liggja
smærri færibönd að þeim frá
aðalbandinu. Síðan gengur fisk-
urinn beint í flökunarvélarnar og
þaðan til pökkunar. Ég vil láta
vinna aflann jafnóðum og hann
berst að landi, í vaktavinnu. —
Þessi aðferð sparar óhemju vinnu
í landi. í staðinn fyrir að marg-
henda sama fiskinum fram og
aftur og láta hann standa í haug
um, og gera þannig góða vöru
að gúanómat, getur þú fengið
sama fisk sem fyrsta flokks
Ameríkumarkaðsvöru, svo að ég
minnist nú ekki á allt það pláss,
sem fiskurinn þarf til geymslu.
Það er sérstaklega gott að koma
þessari aðferð við t.d. í Vest-
mannaeyjum, vegna þess að
frystihúsin liggja það vel við. —
Þetta er þó nokkuð erfitt úti á
landi, þar sem staðhættir eru
með allt öðru móti, en þó má
leysa það vandamál. Þetta verð-
ur verkefni fyrir okkar ágætu
íslenzku verkfræðinga um ókom-
inn tíma. Þarna verður og að
koma við sögu okkar þegar
þekkta fyrirtæki Stálvík h.f. —
Þetta getum við framkvæmt án
erlendrar íhlutunar og getur því
orðið ramíslenzkt.
Borgþór Árnason.
verður séð fyrir með vissu. — f
skýrslu Evrópuráðsnefndarinnar
er þó vissum aðvörunarorðum
bætt við og bent á, að óraunhæf-
ar kenningar um verðlækkun á
rafmagni frá kjarnorkuverum
hafi komið fram.
Vikið er að ýmsum öðrum at-
riðum í skýrslu þessari, m. a. að
því, að mikil samkeppni sé nú
milli framleiðenda kjarnorkubún
aðar, en um er að ræða þrjár
mismunandi aðferðir Við fram-
leiðslu á rafmagni með kjarn-
orku og er erfitt um samanburð.
Umræður um þessi efni urðu
á ráðgjafarþingi • Evrópuráðsins,
og m. a. sagði hollenzki ráðherr-
ann de Block, að nú væru í Vest-
ur-Evrópu kjarnorkuver, sem
hefðu vélarafl er næmi 2000
megawöttum. í smíðum væru
kjarnorkuver, sem að stærð yrðu
8360 megawött. Til samanburðar
má nefna, að rafstöðvar hér á
landi geta framleitt 147 mega-
wött. (Frétt frá upplýsingadeild
Evrópuráðsins).
Verð rofmogns fró
kjarnorkuverum