Morgunblaðið - 18.03.1965, Síða 20
20
MORGUNBLADIÐ
7immtudagur 18. marz 1965
Helgi Gíslason svarar
Halldóri Ásgrímssyni
DAGBLABIÐ Tíminn 28. febr.
*1. birtir viðtal við Halldór Ás-
grímsson, alþingism. og útibús-
etjóra Búnaðarbankans á Egils-
stöðum, um starfsemi útibúsins
vöxt þess og viðgang. Er Halllór
bjartsýnn á rekstur útibúsins og
hefir veltan aukizt ár frá ári þau
fáu ár sem útibúið hefir starfað
og er allt gott um það að segja,
og er það ósk allra Austfirðinga,
eins og hans var von og vísa.
En í viðtali þessu getur Hall-
dór ekki setið á sér að breyta
skaetingi í samferðamennina og
hagræða um leið sannleikanum
eins og hann var von og vísa.
í áminnstu viðtali úir og grúir
af getsökum í garð náungans og
enda starfsmanna aðalbankans,
eins og þar, sem hann segir: „Að
einhverjir reyndir starfsmenn
hans hafi talið sig vera búna að
reikna út, að stofnun og starf-
ræksla útibús á Egilsstöðum
mundi valda aðalbankanum út-
gjöldum er næmu milljónafjórð-
ungi árlega um langa framtíð“
Þegar hann er spurður á hverju
slikt álit mundi vera byggt, telur
Halldór orsökina fyrst og fremst
fjármagnslitið og fátækt um-
hverfi og samkeppni við þau
bankaútibú, sem fyrir eru í
fjórðungnum. Ennfremur segir
Halldór: „Auk þss hafði þó viss
hópur manna á Héraði, eftir að
vitað var um ákvörðun Búnaðar-
bankans að stofna útibú á Egils-
stöðum, stofnað þar sparisjóð."
Hér hagræðir Halldór sannleik-
anum og ætlar það sér og öðrum
ráðandi „Framsóknarmönnum“
til framdráttar. Sannleikurinn er
hins vegar sá, að eftir að Héraðs-
búar höfðu í áratugi leitast fyrir
um það, að Búiiaðarbankinn
setti útibú á Egilsstöðum, en
ráðamenn bankans, flokksbræð-
ur Halldórs, höfðu daufheyrzt
við því, stofnuðu „vissir menn“
þ.e. Sjálfstæðismenn á Héraði og
í Borgarfirði, Sparisjóð Fljóts-
dalshéraðs 2. nóv. 1958. í>á loks-
ins rumskaði lið Halldórs og
bankaráð Búnaðarbankans sam-
þykkti þaan 23. sept. 1959, sam-
kvæmt bókum ráðsins, að stofna
útibú á Egilsstöðum. Peninga-
stofnun á Héraði var mikið hags-
munamál Héraðsbúa og vinsælt
af þeim, mátti það því auðvitað
ekki ske, að Sjálfstæðismenn
réðu slíkri stofnun. Varð því
stofnun sparisjóðsins til þess að
hrinda af stað stofnun útibús
Búnaðarbanhans á Egilsstöðum.
Vist er það gott að útibúið á
Egilsstöðum vex og dafnar.
Sparisjóðurinn vex lika ár frá
ári, mun það síður vinsælt af
Halldóri. Má eflaust þakka það
mest lipurð og dugnaði spari-
sjóðsstjórans Pórðar Benedikts-
sonar, skólastjóra á Egilsstöðum.
Undir hans stjórn hefir sjóðurinn
gjört mikið gagn og náð vin-
sældum manna á Héraði.
Að vonum eru uppi raddir um
það, að sameina þessar tvær pen-
ingastofnanir á Héraði og er
það sama eðlis og víðar á land-
inu hefir viðgengizt. En ég þyk-
ist vera það kunnugur mönnum
og málefnum hér um slóðir, að
það muni ekki gjört meðan Hall-
dór Asgrímsson ræður útibúinu,
því það munu fáir sem vilja sam-
eina þetta undir hans hatt. Hall-
dór hefir það eínstrengingsleg
sjónarmið, að hann er ekkert sam
einingartákn hins stóra kjördæm
is Austfirðinga né heldur Héraðs
búa sem bankastjóri á Egilsstöð-
um.
I umræddu viðtali í „Tíman-
um“ minnist Halldór á lán það
er hann lét útibú sitt veita
„Kaupskip hf“ á árinu 1963.
Þetta held ég, að hann hefði nú
ekki átt að fara að rifja upp og
skal ég vera fáorður um það.
Segir Halldór, að „sérstök spari-
fjárinnlög, voru ætíð til staðar
á móti lánsf járupphæðinni“. Seg-
ir sig sjálft, að menn, sem hafa
ráð á sparifé, sem nægir þeim til
að standa í skilum með skuld-
bindingar sínar mundu ekki fara
að fljúga með það austur í Egils-
staði til þess að leggja það þar
inn og fá þar víxil eða reiknings-
lán í staðinn. Sannleikurinn er
líka sá, að svo bezt mun þetta fé
hafa skilað sér að skipið var selt.
Ekki veit ég hvaða liðssafnaður
það er, sem Halldór telur að hafi
verið stefnt saman hér út af um-
ræddri lánveitingu, nema ef það
skyldi vera fundur í Bændafélagi
Fljótsdalshéraðs, þar sem þetta
bar eitthvað á góma. En ef Hall-
dór, er búinn að gleyma því,
hvaða málefni var til um-
ræðu og rætt á þeim fundi, þá
ætla ég að flokksbræður hans
þeir Eysteinn Jónsson og Páll
Þorsteinsson geti rifjað það upp
fyrir honum, því á þessum fundi
mættu allir þingmenn Austfirð-
inga.
Halldór talar í tíma og ótíma
um „Gróusögur“. Mun hann því
manna kunnugastur þeirr; sagnar
gerð. Mér er enn í minni yfir-
lýsing sú, er Halldór gaf á fram-
boðsfundi á Egilsstöðum við síð-
ustu kosningar. Þá sagði hann,
að Sjálfstæðismenn á Héraði
hefðu dreift þeim sögum, að hann
hefði lánað af fé bankaútibúsins
til Reykjavíkur. Þetta hafði ég
ekki heyrt þá, og mér hefði ekki
dottið í hug að væna Halldór um
slíkt. Þessi yfirlýsing gaf tilefni
til tortryggni, enda sannaðist á
eftir, að nokkuð var hæft í
þessu. Skömmu síðar kom svo
lánveiting til Kaupskips hf.
Skyldi það geta verið, að með
viðtalinu í „Tímarium“ nú sé
Halldór Ásgrímsson að undirbúa
sig með það að læðast á ein-
hvern hátt aftan að okkur Hér-
aðsbúum og öðrum Austfirðing-
um viðvíkjandi peningastofnun-
ina hér.
Helgafelli 10. marz 1965
ODDGeiR IÓNSSON :
UNGIR
VEGFARENDUR
HANDBÓK FYRI1Í fÓSTRUR,
FOREIDRA OG SMÁ6ARNA*
KENNARA t UMfEROARKENNSLU
ðot iHsvinoiéiogtó
SUMARGJÖF
gaf ót
Kápumynd kversins.
ARSHÁTÍÐ
HeímdaBlar verður haldln í
Sigtúni föstudaginn 19. marz kE. 9
FJOLBREYTT
DAGSKRA
TVÆR HLJÓMSVEITIR.
LOS COMUNEROS
DELPARUQUAY
skemmta ásamt fleiru.
Matur framreiddur frd kL 7
Miðar afhentir við innganginn
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti
Skemmtinefndin.
Bókin „Ungii
vegfnrendui"
ÁHUGAMENN um umferðar-
fræðslu telja það mikilsvert að
börnum innan skólaskylduald-
urs séu veittar vissar leiðbeining-
ar og varúðarkennd þeirra vakin.
Samkvæmt reglugerð um um-
ferðarfræðslu, er svo til ætlazt
að börnum í smábarnaskólum og
leikskólum (barnaheimilum)
skuli leiðbeint um einföldustu
reglur, sem fótgamgendum ber að
fylgja í umferð og temja þeim
varúð. Skyldum foreldra til að
gera hið sama skal þó ekki
gleymt. Á síðastliðnu sumri
kynnti höfundur ofangreindrar
bókar fóstrum slíka kennslu á
námskeiðum Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur, og nú hefir hann
samið og gefið út, í samráði við
Sumargjöf, handbók um þetta
efni. Bókin er 40 siður að stærð,
með 40 myndum. Tiligangur bók-
arinnar er tvíþættur. í fyrsta
lagi að ieiðbeina fóstrum og
smábarnakennurum hvernig haga
megi slíkri kennslu innan- og
utanhúss og í öðru lagi um
skyldur og ábyrgð foreldra og
þeirra þátt í igæzlu- og leiðbein-
ingarstarfi. Efni bókarinnar er
sett fram á lífrænan máta með
skemmtilegum teikningum eftir
Helgu B. Sveinbjörnsdóttur, sem
einnig hefir gert forsiðuna, og
ljósmyndum Óskars Gíslasonar.
sem teknar eru á síðastliðnu
sumri við dagheimili borgarinn-
ar og á götum úti. Höfuntíur
skrifar skýrirngar með myndun-
um og býr til umferðarsöngva,
sem fóstrur og foreldrar gjta
kennt börnunum.
Til þess að unnt sé að dreifa
fræðsluriti þessu ókeypis, tók
höfundur það ráð að safna
greiðsluloforðum til útgáfunnar
meðal vátryggingafélaga, og af-
henti loforðin síðan til barna-
vinafélagsins „Sumangjafar“, er
hann óskaði eftir að stærði að út-
gáfunni og sæi um dreifingu
ritsins. Þess skal sérstaklega get-
ið að Félag bifreiðainnflytjenda
greiddi kl. 10.000.00 til útgáfunn-
ar, en alls nam kostnaður við
hana um 50.000.00 króna. Höf-
undur tók ekkert fyrir sína
vinnu. Byrjað er að nota hand-
bók þessa í Fóstruskólanum og
Kennaraskólanum og henni hefir
verið dreift meðal barna í dag-
heimilum Sumangjafar og Skóla
fsaks Jónssonar. Ennfremur
verður ritið sent til viðkomandi
aðila úti á landi.
Með útgáfu þessarar litlu bók-
ar hefst nýr þáttur í umferðar-
fræðslunni — og forráðamenn
smábarnaskóla (auk f oreldra)
skyldu minnast þess að unnt er
að fá bókina ókeypis í skrif-
stofu Sumargjafar.
Trúlofunarhringar
HALLDÓR
Skola. rousug 2