Morgunblaðið - 18.03.1965, Page 21
nmmtuaagur 18. marz 1965
MOHGUNBLAÐID
21
Bjarni Kr. Pétursson frá
Hesteyri — Minningarorð
BNGINN ræður sínum nætur-
stað. Þessi orð komu fram í hug
minn miðvikudaginn 24. febrúar,
er ág frétti lát vinar míns Bjarna
Kr. Péturssonar frá Hesteyri.
Bjarni fæddist 28. apríl 1905 í
Hælavík á Ströndum. Foreldrar
hans voru þau hjónin Petrólína
Elíasdóttir og Pétur Jóhannsson.
Bjarni var yngstur fimm syst-
kina. Hann kynntist skjótt fall-
valtleika lífsins. Skömmu áður
en hann fæddist, lézt faðir hans
úr lungnabólgu. í»á harðnaði í
ári hjá fátæku ekkjunni. Eina
bjargarvonin var að koma Bjarna
í fóstur. Það var nokkur sárabót
að hjón á næsta bæ, Búðum í
Hlöðuvík, tóku við sveininum
unga. En svo sviplega vildi til,
að bóndinn lézt nokkru síðar úr
eömu veiki og faðir Bjarna. Móð-
ir hans varð því að taka við
drengnum aftur, og nú komst
hann í fóstur að Steinólfsstöð-
um í Veiðileysufirði. Þar nýtur
hann ástríkis til tveggja ára ald-
urs hjá hjónunum Bjarna Gísla-
syni og Kristjönu Jónsdóttur. Þá
bregða þau búi, enda tekin að
reskjast, og treysta sér ekki til
að hafa drenginn lengur. Litli
einstæðingurinn fer næst til Hest
eyrar i fylgd með Kristjönu
tfóstru sinni. Hún ætlar að vera
þar um tíma til þess að vita,
hvernig drengurinn kann við sig
á nýja heimilinu.
Nú má segja, að Bjarni Kr.
Pétursson komist fyrst í höfn, er
jþau hjónin Vagn Benediktsson
bóndi og Margrét Guðmundsdótt-
ir ganga honum í foreldrastað.
Einkadóttir þeirra, Soffía tekur
Bjarna sér í bróður stað.
Bernsku- og æskuárin liða
fljótt við leik og starf í fögru um-
hverfi í Mónum. Rétt fyrir innan
túnfótinn niðar Hesteyraráin sitt
eilífa lag, en skammt fyrir neðan
blasir fjörðurinn við, fjöllum
girtur.
Hugur Bjarna beinist snemma
að sjónum. Hann eignast árabát,
seinna trillu. Hann var gætinn
sjómaður, sem stýrði fari sínu
heilu í höfn, þó að hættur væru
oft miklar í sviptibyljum Djúps
og Jökulfjarða.
Eins og flestir á þessum slóð-
um, fékkst hann við búskap, jafn
hliða sjómennskunni.
Árið 193>6 veiktist Bjami af misl
ingum, og um næstu áramót fer
hann til sjúkrahúsvistar á Land-
spítalann. Það verður upphaf
langvarandi vanheilsu. En hann
æðrast ekki.
Um vorið kemur Bjarni heim
aftur. Mér er minnisstæð sú
stund, er Vagn fóstri hans hljóp
á móti honum og fagnaði honum
með miklum innileik. Bjarni
vissi, að hann var kominn heim,
og hann átti hvergi heima, nema
þar.
En skjótt skipast veður 1 lofti.
Sumarið 1937 fellur Vagn frá, og
þá flytur Margrét kona hans til
Soffíu, dóttur sinnar og manns
hennar Guðmundar Jóns Guð-
mundssonar í Heimabæ.
Margrét sleppir þó ekki hend-
inni af fóstursonum sínum þeim
Bjarna og Hrólfi Guðmundssyni,
sem síðar tók út af bát frá ísa-
firði og drukknaði frá konu Og
tveimur ungum börnum. Hún sýn
ir þeim alla þá ástúð og umönn-
un, er hún getur í té látið.
Vorið 1950 andast Mangrét, og
um haustið telur Bjarni sér ekki
fært að búa lengur á Hesteyri,
þar sem Soffía, fóstursystir hans,
er á förum ásamt fjölskyldu
sinni. Hann fýsir ekki til Reykja-
víkur, telur heppilegra að flytja
til Péturs bróður síns á ísafirði.
Hann getur þá alltaf skroppið
heim, þegar heimþráin knýr á.
Reyndin verður sú, að hann
stundar lítt fasta atvinnu á ísa-
firði. Eflaust hefur lasleiki vald-
ið þar nokkru um. Auk þess kaus
hann að vera frjáls ferða sinna,
geta farið norður þegar þannig
stóð á.
Bjarni var snemma afbragðs
skytta og jnikill veiðimaður. Það
var löngum eftirlætisstarf hans
að liggja á grenjum og eltast við
refi uppi um fjöll og firnindi.
Flest sumur, eftir að hann
flutti, fékkst hann nokkuð við
heyskap á Hesteyri, lá þar við og
naut þess að vera kóngur í ríki
sínu, fjarri ys og þys bæjarlífs-
ins.
Margs er að minnast, þegar
Bjarni Kr. Pétursson er allur,
ekki sízt frá þéim árum, er mann
laust varð í Sléttuhreppi. Þá var
gott að njóta aðstoðar hans. Það
var sama, hvort vantaði flutning
til eða frá Hesteyri. Hann var
boðinn og búinn að leysa hvers
manns vanda.
Með honum er geniginn trygg-
lyndur vinur, sem unni átthögum
sínum svo, að þar kaus hann
helzt að dveljast. Gestir og gang
andi vissu, að Bjarni hafði alltaf
opið hús, hvort sem hann var
heima eða að heiman.
Systkinum, fóstursystur og öðr-
um aðstandendum færi ég inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Reidar G. Albertsson.
Sigríðui Þ. Sigurjónsdóttir frú
Vestmunnueyjum — Minning
Fædd 25. júlí 1944.
Dáin 13. nóv 1964.
HVE erfitt er ekki að sætta sig
við það, þegar ungt fólk í blóma
lífsins, er kallað svo skyndilega
burt úr þessum heimi. Einmitt
þegar lífið er að byrja og björt
íramtíð blasir við. Þá snögglega
er öllu lokið. Það var sem hel-
kuldi settist að mér, er ég frétti
um andlát Siggu frænku minnar.
JMér fannst þá svo skammt um
liðið frá því ég sá hana síðast, þá
glaða og heilbrigða. Og hvern
hefði getað grunað þá, að svo
skömmu síðar yrði hún látin og
horfin okkur. En hún er ekki
horfin okkur að fullu og öllu Ég
trúi því, að við eigum eftir að
hitta hana aftur, handan við gröf
og dauða, þar sem engar þján-
ingar og sorgir eru lengur til.
Oig það er gott að hugsa til þeirra
endurfunda.
Það var alltaf eitthvað svo
hlýtt og traustvekjandi við Siggu.
Henni var gott að trúa fyrir
ýmsum vandamálum. Hún átti
alltaf til uppörvandi orð. Við
Sigga ólumst báðar upp í Vest-
mannaeyjum, en ég aðeins til 6
ára aldurs er ég fluttist til
Reykjavíkur með foreldrum
mínum. En vináttuböndin milli
okkar slitnuðu ekki við það
heldur styrktust ár frá ári.
Sigga gekk í Gagnfræðaskólann
í Vestmannaeyjum og tók þaðan
Igott burtfararpróf. Meðal skóla-
systkina sinna var hún mjög vin-
sæl, sökum hlýlegrar og eðli-
legrar framkomu sinnar og að-
laðandi persónuleika. Sigga var
gift ungum læknanema einnig
tfrá Vestmannaeyjum, Birni ívari
Karlssyni og áttu þau saman lít-
inn fallegan dreng. Framtíðin
beið þeirra, þagar svo skyndiLega
f' :
dró ský fyrir sólu á hamingju-
himni þeirra. En það mun birta
á ný. Og minning Siggu lifir í
hjörtum okkar. Minningin um
unga og elskulega stúlku. sem
öllum vildi gott gera og öllum
þótti vænt um, sem kynntust
henni. Elsku Sigiga. mín, nú þeg-
ar þú ert horfin okkur yfir á æðri
svið, þá vona ég að þessi fátæk
legu orð mín sýni þakklæti mitt
fyrir allar góðar samverustundir
á liðnum árum. Megi sá sem öllu
ræður, styrkja eiginmann þinn,
og aðra vandamenn í sárri sorg
og vernda litla drenginn þinn.
G. S. G
v
Já sefist sorg og tregi,
þér saknendum við gröf,
því týnd er yður eigi,
hin yndislega gjöf.
Hún hvarf frá synd og heimi
til himins fagnið því.
Svo hana guð þar geymi
og gefi fegri á ný.
Íbúð óskast
Ung hjón, sem koma heim erlendis frá um miðjan
maí nk óska eftir að leigja 2ja—3ja herb. íbúð.
Þrennt í heimili. Tilboð sendist Pálma Einarssyni
landnámsstjóra í pósthólf 215, Reykjavík.
ÞRÍFASA RAFiÍTORAR
fyrirliggjandi af eftirtöldum stærðum: %, 1, 1,5, X, 3,
4 og 5,5 HP. Vatnsþéttir (P33) 220/380 Vött, 1450
s/mín. Málsetning mótoranna er samkvæmt I. E. C.
(International Electrotechnical Commission).
3000, 1000 og 750 s/mín. verða til á næstunni.
Söluumboð Véladeild S.Í.S. Ármúla 3; sími 38900.
JÖTUNN H.F., rafvélaverksmiftja.
Hringbraut 119. — Sími 20-500
FARMALL B-275 OG B-414
með yfirstærð af startara og rafgeymh
Athugitf Uosthiu! Fjögurra strohha dieselvélar.
^ óháð afhastamihil vöhvalyfta,
þart engan lyttuás.
'fa Gífurleg dráttarorha
'fo Lás á mismunadrifi
'JVg sláttuvét, vöhvahnúin
Vönduð mohsturstœhi
'fe Góð varahlutaþfónusta
Þrátt fyrir tangan afgreiðstufrest frá verh*
smiðjunum munum við happhosta að eiga
FARMALL fyrirtiggfandi til afgreiðstu strax.
FARMALL
ER
FRAMTÍDIN
Vppiýsingar gefa:
Kauptélögin um land ullt.
VÉLADEILD SÍS Artnúla 3,
Keykfavík, sfml: 38900