Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 11

Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 11
Sunmidágur 21. marz 19€5 11 MORGUNBLAÐID Kosningar á Ceylon tvísýnt um • Mánudaginn VI. mar* n.k. ganga íbúar Ceylon til kosn- inga í sjötta sinn S0á því þeir fengu sjálfstæði árið 1948. Engin stjórn landsins hefur átt því að fagna að sitja út heiit kjörtímabil og núverandi stjórn, undir forsæti frú Sir- ima Bandaranaika, neyddist til þess að boða til kosninga eftir að samþykkt var van- traust á hana 3. desember sl. Úrslit kosninganna á mánu- daginn verður beðið með mik- illi eftirvæntingu — en frétta- menn telja, að kosninigarnar séu hinar tvísýnustu frá því 1948. Á kjörskrá eru nú 4,7 millj- ónir manna og kosið er um 151 þingsæti. Um atkvæðin berjast fyrst og fremst þrír flokkar. Má þar fyrst telja Samsteypufylkinguna, sem núverandi stjórn landsins stendur að. Aðalflokkur sam- steypunnar er „Frelsisflokk- urinn“ — flokkur frú Bandar- anaika, og býður hann fram í hundrað kjördæmum. Sam- steypunni tilheyra og Trot- skyistar, sem bjóða fram i 24 kjördæmum og Kommúnistar, er bjóða fram í níu kjördæm- um. Af frambjóðendum Frelsis flokksins teljast a.m.k. 71 ’til vinstri arms hans — en 37 þeirra hafa á liðnum árum haft náið samstarf við komm- Únistaflokkana. Stefnuskrá samsteypunnar hefur mjög verið haldið á loft í vetur. Er hún í fjórtán liðum og kveð- ur m.a. á um, að öll dagblöð í landinu verði sett undir eftir- lit stjórnarinnar, sósíalísering verði aukin, eftirlit stjórnar- innar með starfsemi banka otg verðbréfastofnana verði aukið og Búddístum verði tryggð sú staða í þjóðfélaginu „sem þeim ber“. I>á er að telja Sameinaða Þjóðarflokkinn, sem býður fram í 116 kjördæmum. Fyrir flokki þessum hefur forystu Dudley Senanayake, sem er 53 að aldri. Hann er sonur fyrsta forsætisráðherra hins sjálfstæða Ceylon — og hefur þrívegis verið forsætisráð- herra sjálfur. Stefnuskrá flokksins er sósíaldemókrat- ísk. Loks er að telja Þjóð- fylkinguna undir forystu Phil- ips Gunawardena, sem er 64 ára, og hefur að balci áratuga reynslu í stjórnmálum. Flokk- ur hans tók ^>átt í stjórnar- myndun árið 1956 með Solo- mon Bandaranaike, hinum látna eiginmanni núverandi forsætisráðherra, — eft var öll lengra til vinstri en Frelsisflokkurinn var þá. Flokkur þessi býður fram í 70 kjördæmum undir heitinu „Samsteypa Sinhala og þriðju deildar Búddista“. Flokkurinn fordæmir Sameinaða þjóðar- flokkinn á þeirri forsendu, að hann aðhyllist kapítalisma og Frelsisflokkinn fyrir að að- hyllast lénskipulag og nýlendustefnu. Hina flokkana hyllast lénsskipulag og úrslit segir hann aðhyllast marx- isma með svipuðum hætti og kommúnistaflokkar Vestur- landa. í norður- og austurhéruðum landsins tala íbúarnir Tamil — og þar eru helztu flokkar Alríkisflokkurinn, sem býður fram í 20 kjördæmum og Tamil Congress-flokkurinn, sem keppir um 15 þingsæti. ^ Varla fara . menn að spá nokkru um úrslit kosninganna, — enda ekki auðvelt austur þar. Eldri kynslóðin er til dæmis, að því er fréttamenn segja, gjörn á að láta tilfinn- ingar sinar á kosningadag ráða afstöðu sinni fremur en stefnur eða einstaka menn. Gamla fólkið greiðir tíðum atkvæði með frambjóðendum með tilliti til þess álits, er það hefur haft á foreldrum þeirra eða ættingjum. Stéttaskipting og trúarbrögð skipta þarna einnig miklu máli. Þá er þess að gæta, að kosningaaldur hefur verið lækkaður niður í 18 ár og er með öllu óvíst, hvernig hinir nýju kjósendur t.d. á aldrinum 18—22 ára greiða atkvæði, — en þetta umga fólk er um 20% af kjós- endum í mörgum kjördæmum. Mikið af þessu unga fólki hef- ur fengið þó nokkra menntun — og býr jafnframt við at- vinnuleysi eða verður að stunda störf, sem því finnst vart svara til sinnar kunnáttu. Er talið næsta víst, að þar muni eiginhagsmuna sjónar- mið ráða miklu um hvernig atkvæði falla. Margir frétta- menn eru þeirrar skoðunar, að Frelsisflokkur frú Bandar- anaike og Sameinaði Þjóðar- flokkurinn hljóti flest þing- sæti í kosningunum og svo geti farið, að Tamil-flokkarnir verði í oddaaðstöðu á þiragi, þar sem fyrri flokkarnir tveir bjóða ekki fram í norður- og austurhéruðunum. En allar kosningaspár eru settar fram með mestu varúð. Kosningabaráttan hefur staðið yfir í hálfan þriðja Frú Bandaranaike mánuð og verið hörð, enda þótt stjórnin hafi gert ýmsar ráðstafanir til þess að tor- velda baráttuna. Samkvæmt nýjum kosningalögum, sem samþykkt voru ekki alls fyrir löngu, má ekki halda fjölda- fundi né fjöldagöngur. Ekki má nota gjallarhorn á götum úti. Gert er ráð fyrir að hver frambjóðandi verji ekki meiru fé til kosniragabaráttu sinnar en sem nemur 375 sterlingspundum. Til kjör- staða á kosningadag mega kjósendur aðeins koma með almenningsvögnum eða fót- gangandi. Þessi nýju kosningalög hafa m.a. orðið til þess að kosn- ingabaráttan hefur fyrst og fremst verið háð á vettvangi útvarps og blaða. Frú Bandar- anaike hefur haft öll tögl og hagldir hjá ríkisútvarpinu, en blöðin hefur hún lítt ráðið við. Nokkrum sinnum hefur hún lagt fram frumvörp á þingi um þjóðnýtingu blað- anna eða sterkt stjórnareftirlit með þeim — en þau hafa ekki náð fram að ganga. Og nú segir hún þau handbendi stjórnarandstöðunnar. En i flokki frú Bandaranaike hefur ýmislegt gengið á síðustu vik- urnar. Hún hefur krafizt þess af sérhverjum frambjóðanda Frelsisflokksins, að hann skrifi undir yfirlýsiragu þess efnis, að greiði hann nokkru sinni atkvæði gegn henni á þingi, skuli hann segja af sér þingmennsku. Tilefni þessara yfirlýsingu, er liðhlaup flokksmanna frú Bandarana- ika 3. desember s.l. en þá greiddu margir þeirra atkvæði gegn henni. Sem fyrr segir heldur frú Bandaranaike fast um stjórn- artaumana hjá útvarpinu i Ceyloit og hefur styrkt þar að- stöðu sína verulega að undan- förnu. Það bar við nokkuð snemma í kosningabaráttunni að ráðherrum tók að þykja tónlistarval útvarpsins tor- tryggilegt. Var til þess tekið, að eftir tilkynningu frú Bandaranaike um, að haldnar skyldu almennar kosningar 22. marz var leikinn útfararmarz eftir Beethoven. Nokkru síð- ar flutti annar ráðherra ávarp til þjóðarinnar og var að því loknu leikinn „Deyjandi svan- urinn“ eftir Saint-Sanes. Á eftir ávarpi þriðja ráðherrans Framh. á bls. 22 VOR '65 Vorið nálgast og með hækkandi sól og lengri degí, fylgir ný tízka og ný föt og íslenzkar konur eiga það sannarlega skilið að klæðast fallegum og smekkleg- um fötum. — Viljið þið fylgjast með þá eigið þið án efa erindi í Guðrúnarbúð á Klapparstígnum til þess að skoða Vortízkuna ’65. Verið velkomnar í KLAPPAHSTIG 7J á Klapparstígnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.