Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 17

Morgunblaðið - 21.03.1965, Page 17
Sunnudagur 2t. mar* 1965 MORGUNBLADIÐ 17 Otrúlegt vísinda- afrek Á fimmtudaginn hittust tveir kunningjar og heilsuðust eins og gerist og gengur. „Segir þú nokk- uð í fréttum?" spyr annar. „Nei, ég held að ekkert sérstakt hafi við borið,“ svaraði hinn. „Ekki nema það, að nú eru þeir farnir að ganga um úti í himingeimn- um,“ sagði þá sá fyrri. Nú þykir mönnum það naum- ast umtalsvert, þó að þau undur gerist, að maður svífi um í óra- fjarlægð frá jörðinni. Fæstir hafa og næga þekkingu til að skilja, hvernig slíkt megi verða eða hvað við það sé unnið. Ollum er þó ljóst, að þetta er mikið af- rek og líklegt til langvarandi frægðar þeim, sem hlut eiga að. Skiljanlegt er, að Rússar og Sovétstjórnin miklist af því, að það skuli hafa verið þeirra þjóð- ar menn, sem þetta frægðarverk unnu. Auðvitað vaknar nú sem fyrr sú spurning, hvaða erindi menn eigi út í himingeiminn á míeðan jafnmörgu sé ábótavant á jörð niðri, eins og enn er. Þvílíkar efasemdir hafa ekki sízt verið áleitnar í Bandaríkjunum og taf- ið þar fyrir stórátökum í þessum efnum. Má þó ekki á milli sjá, hvort stærstu stórveldanna sé fremri í þessu. Hvort hefur unn- ið sér til ágætis nokkuð. Efa- semdir um ágæti geimferða eiga og naumast rétt á sér, því að ef svo hefði ætíð verið hugsað og að farið, mundu vísindaafrek og allar þær framfarir, sem á þeim hvila, hafa orðið hýsna smá vægileg. Vegna gereyðingarmátt • r hinna nýju drápstækja stend- ur mönnum að vísu ógn af hin- um öru framförum vísindanna á síðustu áratugum. En þær hafa einnig leitt til stóraukinnar hag- sældar og ómetanlegrar blessun- er með margvíslegu móti, og er mannkynið þó enn aðeins. í anddyri þess undraheims, sem er að opnast. Dauðabúðir og þjóðamorð I>ó að miklu sé fórnandi vegna framfara í tækni og vísindum, þá eru því vissulega takmörk sett. Á sínum tíma var t.d. Þýzkaland nazistanna öðrum fremra í hag- nýtingu tækni og margskonar raunvísinda. Þar var lögð undir- staaðn að geimferðum eftirstríðs áranna. Nú orðið blandast engum hugur um, að þær fórnir, sem þar voru færðar með frelsissvift- ingu og fjöldamorðum, voru meiri en nokkur afrek í tækni eða vísindum fái afsakað. En deilt er um, hvort nazistar hafi verið upphafsmenn þess, sem Þjóðverjum er nú réttileega talið mest til skammar: Dauðabúða og þjóðamorðs. Maður er nefndur Mihajlo Mihajlov, fræðimaður í slavnesk- um bókmenntum, h.u.b. 30 ára gamall, sem starfaði hefur við *kóla einn í Júgóslavíu. Á sl. sumri fór hann í skiptum fyrir innan fræðimann til Moskvu og dvaldi þar mánaðartíma. í vetur skrifaði hann í bókmenntatíma- rit i Júgóslavíu tvær greinar, •ðra i janúar og hina í febrúar, er hann nefndi „Moskvusumar“. Þar segir hann m.a., að Sovét- •amveldið hafi haft forgöngu um «ð skipuleggja stjórnmálalegar dauðabúðir og að framkvæma þjóðamorð. „Ekki eins og í Sovétsamveldinu44 Febrúarhefti bókmenntarits- Ins, sem Mihajlov skrifaði í, var skjótlega gert upptækt. Tító kallaði opinbera ákærendur á *inn fund og sagði Mihajlov vera „afturhaldsmann" og í febrúar- lok var á hann ráðizt í öðru riti :fyrir „andkommúnískar hug- Mikið er nú um byggingarframkvæmdir í höfuðborginná. Hér sér hvar kominn er grunnur að húsi á veguni Iðngarfta við Grensásveg. (Ljósm. Sv. Þ.). REYKJAVIKURBREF LaugardL 20. marz myndir“. Þá skrifaði Mihajlov op ið bréf til 290 blaða og tímarita í Júgóslavíu og sagði m.a. (í laus- legri þýðingu): „Vandræðin stafa ekki af stað- reyndunum, sem ég hef fært fram í dagsljósið, heldur af því, að ég skuli hafa gert það af eig- in hvötum. Vandræðin eru, að ég hefi þorað að hugsa með mínu eigin höfði og sjá með mínum eig in augum, án þess að fá til þess leyfi.“ Ennfremur sagði Mihajlov: „Ég er innilega sannfærður um, að ef Stalinisminn styrkist, þá styrkir það samtímis ný-naz- ismann og ef sjónarmið ykkar skyldu sigra í Júgóslavíu, þá mundi það einnig, svo skrýtið sem það er, styrkja McCarthy- ismann í Bandaríkjunum." Blaðamaður frá New York Times átti hinn 2. marz tal við Mihajlov í heimaborg hans og sagðist hann þá vera hissa á þeim æsing, er hann hefði komið af stað. „Ég hélt sannarlega ekki að „Moskvu-sumar“ væri sterkast eða veigamest af því, sem ég hef skrifað. Það var einungis frétta- flutningur (eða frásögn).“ Þegar hann var spurður að því, hvort hann byggíst við að verða tekinn fastur, sagði hann: „Ef tii vill, en hér er ekki eins og í Sovétsamveldinu.“ Þann 12. marz var tilkynnt, að búið væri að taka Mihajlov fast- an. Júgóslavía var þá eftir allt saman ekki jafn ólík Sovétsam- veldinu og hann hafði haldið. Góðir gestir Ekki er oft, að menn, sem svo lengi hafa dvalizt á íslandi, að þeir fái hér verulegan kunnug- leik, komist í heimsfréttir eða til verulegra valda í heimalöndum sínum. Lenz, vísindamálaráðherra Þjóðverja, einn helzti forystu- maður Frjálsa lýðræðisflokksins þar í landi, dvaldist hér í stúd- entaskiptum á námsárum sínum, rétt eftir 1930 og kom hinigað aft- ur fyrir 1—2 árum. Gilchrist, sendiherra Breta, sem dvaldi hér á meðan mest gekk á út af land- helgisdeilunni 1958—1959, gat sér í fyrra frægðarorð fyrir frábæra framkomu í óspektum, sem beint var gegn Bretum í Indónesíu. Nú fyrir fáum dögum mátti lesa um, að hershöfðingi að nafni Karch, foringi landgönguliðanna, sem Bandaríkjastjórn nýlega sendi til Suður-Víetnam, hefði á sínum tíma dvalizt um skeið á íslandi, sennilega þegar Banda- ríkjamenn komu hingað fyrst 1941. Þá hefur hann verið ung- ur að árum og er ólíklegt, að nokkur hér minnist hans síðan. Um þessa helgi koma til lands ins Valdimar Björnsson, fjár- málaráðherra í Minnesota og frú I hans. Valdimar er meðal vin-! sælustu stjórnmálamanna í Minnesota, einn þeirra, sem sagt er, að allir kannist við og bera gott orð. Kona Valdimars er bor- in og barnfædd hér á landi. Sjálf ur er hann fæddur í Bandaríkj- unum, þar á hann þegnskyldu og þeim hefur hann helgað starf sitt. En ætt hans er íslenzk og á Islandi þekkir hann betur til en jafnvel margir þeir, sem hér hafa dvalið allan sinn aldur. Það er gæfa Valdimars, að hann hef- ur aldrei þurft að bregða holl- ustu við hvorugt landið, Banda- ríkin né Island, því að hagsmun- ir þeirra hafa farið saman. í margháttuðum samskiptum Bandaríkjanna og fslands síðustu 25 ár, hafa Bandaríkin, sem eru voldugust allra, aldrei látið ís- land, sem er fámennast hinna Sameinuðu þjóða, kenna aflsmun ar. Að þeim ánægjulegu og heilla ríku samskiptum eiga margir góð an þátt, en fáir betri en Valdi- mar Björnsson. Erti umbætur fólgnar í afneitun mannréttinda? Framsóknarflokkurinn hefur fyrr og síðar barizt á móti jöfn- un kosningaréttar og hefur þar með viljað neita meirihluta lands manna um frumstæðustu mann- réttindi. Framsóknarmenn streitt ust gegn og sátu flestir hjá um hina miklu endurbót á almanna- tryggingarlögunum, sem gerð var 1946 og einn þeirra, Páll Her- mannsson, sagði þá um, er hann klauf sig frá flokksbræðrum sín- um og greiddi atkvæði með um- bótunum, og þær mundu skapa nýtt og betra þjóðfélag. Svipaðr- ar andstöðu Framsóknar hefur gætt gegn siðari meiriháttar um- bótum á þessari löggjöf. Fram- sóknarmenn stóðu i lengstu lög á móti auknu frjálsræði í við- skiptum og heimta á ný að lög- leidd verði harkaleg fjárfesting- arhöft. Þessi fáu dæmi sýna með hverjum rétti Framsóknarmenn kalla flokk sinn „umbótaflokk", sem þeir skrifa nú stöðugt um að allir „umbótamenn“ eigi án tillits til skoðanamunar að sam- einast í. Þessi boðskapur hefur hvergi verið skýrar orðaður en í áramótagrein Eysteins Jónsson- ar, enda birti Tíminn hinn 12. janúar í forystugrein þann kafla greinar Eysteins að nýju. Orð- rétt segir Tíminn 12. janúar 1 greininni: „Sterkur umbótaflokk ur leysir vandann.'* Eysteinn sagði: „En hér kemur líka til, að íhald ið væri illa komið, ef kommún- istar lognuðust út af hér eins og á Norðurlöndum og í Bretlandi, og stjórnmálaflokkur umbóta- manna yrði hér sterkari en íhald- ið eins og í þessum löndum. Hér er komið að kjarna máls- ins og leiðinni til að leysa vand- ann. Hér þarf að efla voldugan umbótaflokk, sem verði sterkari en íhaldið, eins og umbótaflokk- ar eru á Norðurlöndum og í Bret landi. Hér þarf ekki að byggja allt frá grunni, né reisa á rústum í þessu efni. Næststærsti flokkur landsins, Framsóknarflokkurinn, byggir starf sitt og stefnu á þess- um grundvelli, þarf engra hags- muna að gæta, sem komi í bága við það, og á vaxandi gengi að fagna. Við síðustu kosningar varð Framsóknarflokkurinn næst stærsti flokkurinn í bæjunum, en hafði áður lengi verið stærsti flokkurinn í sveitunum.“ „Þótt þá wreini á um mar«;r ,u Eysteinn heldur áfram: „Framsóknarflokkurinn er einu pólitísku fjöldasamtökin á Is- landi, sem hugsanlegt er að efla svo, að hliðstætt verði við hina stóru umbótaflokka í nágranna- löndunum, sem hafa náð þar for- ystunni frá íhaldinu í þessum löndum. Allar bollaleggingar um að ná þvílíku marki, án þess að byggja á Framsóknarflokknum og því mikla afli, sem í honum býr, eru loftkastalar einir og hyllingar, sem aldrei geta komið að liði. Deildu og drottnaðu hefur lengi verið mikið einkunnarorð peningavaldsins. En eiga menn ekki að fara að vara sig á því? Þess sjást merki víða og einnig hér í kosningunum síðast, að menn vilja fækka flokkunum og stækka þá. Menn verða að geta verið saman í flokki, þótt þá greini á um margt, og má um þetta margt lærdómsríkt sjá um þess- ar mundir í bókum þeim, sem út koma nú um Wilson forsætis- ráðherra Breta, en þær eru sum- ar að verulegu leyti saga brezka verkamannaflokksins síðustu ára tugina. Verkamannaflokkurinn brezki hefði ekki náð völdum af íhald- inu í kosningunum í haust, ef hann hefði verið bútaðúr niður í smáflokka á undanförnum ár- um, jafnóðum og ágreiningur varð um ýms málefni, t.d. um utanríiksmálefni og varnarmál- efni, en um þau efni hefur verið heitur ágreiningur í þeim flokki, einnig um þjóðnýtingu og fleira. Wilson hefur heldur ekki alltaf verið í meirihlutanum þar inn- an veggja, þótt hann sé formað- ur og samnefnari fyrir flokk- inn. Umbótamenn verða að gera sér Ijóst, að þeir verða að læra þá sambúðarlist vel til jafns við ihaldið og þó betur að búa til stóra flokka og beita þeim, og það engu síður þótt þá greini á um margt. Ríður nú mest á því, að um- bótamenn í landinu fylki sér fast saman með þessi meginsjónar- mið í huga, meðan stiórnin strit- ast við að sitja." Svo mörg voru þau orð, sei» Tíminn hinn 12. janúar taldi mestu máli skipta í áramótaboð- skap formanns Framsóknar. Osaiiimála um utanríkismál varnarmál, um þjóðnýtingu og íleira! Að slepptri bábiljunni um, að Framsókn sé flokkur „umbóta- manna“ — en meira öfugmæli er vart til á íslenzkri tungu — þá er boðskapurinn einungis um vald Framsóknar og hvernig eigi að gera það ennþá meira til þess að ná völdum í ríkinu, þó að ágreiningur sé um „margt“, t.d. um utanríkismálefni og varnar- málefni .... einnig „um þjóðnýt- ingu og fleira.“ „Mest“ er sagt ríða „á því, að umbótamenn í landinu fylki sér fast saman með þessi meginsjón- armið í huga“, sem sé þau, að þeir verði „að læra þá sambúð- arlist — að búa til stóra flokka og beita þeim, og það engu síður þótt þá greini á um margt.“ Kenningin er sem sé sú, að þeir menn, sem andstæðastir eru um- bótum í landinu, eigi að fá til fylgis í valdabaráttu sinni þá, sem eru andstæðir þeim „í utan- ríkismálum og varnarmálum, einnig um þjóðnýtingu og fleira." Hlálegast af öllu er svo það, að enginn flokkur mun hafa harð- ari fyrirmæli um skyldur flokks- manna til að beygja sig fyrir flokksaga en einmitt Framsókn. Einmitt þess vegna hefur æðstu ráðamönnum flokksins verið hó- að saman nú eftir fáa daga, til að kúga flokkinn til sameiningar í stórvirkjunarmálunum. Þar telja kommúnistar einræði Eysteins nú líklegast til að verða sitt sterkasta haldreipi og ögra hon- um þess vegna á föstudaginn með þessum orðum: eytm 44 99 Frá því um áramót hafa fimm kunnir Framsóknarmenn skrifað í Tímann um aluminmálið. For- maður Framsóknarflokksins, Ey- steinn Jónsson, reið á vaðið og komst að þeirri niðurstöðu í ára- mótapredikun sinni, að erlend stóriðja á íslandi væri stórhættu- leg efnahagslegu sjálfsforræði Islendinga — nema því aðeins að hún risi við Eyjafjörð, þá væri hún hinn mesti happafeng- ur. Steingrímur Hermannsson hélt því siðan fram, að erlendar aluminbræðslur þyrftu að rísa bæði við Straum og Akureyri og raunar hvar sem auðfélagið kærði sig um að tylla niður fæti. Þá skrifaði Þórarinn Þórarinsson grein og komst að þeirri niður- stöðu, að ekkert væri athugavert við erlend fyrirtæki á íslandi, ef þau væru aðeins látin greiða sömu skatta og fyrirtæki Fram- sóknarflokksins. Þessu næst birti Tíminn grein eftir Óskar Jóns- son, sem krafðist þess af mikilli einbeitni, að aluminbræðslunni yrði valinn staður í Mýrdalnum. Og nú siðast hefur Tíminn birt grein eftir Kristján Thorlacius sem mælir gegn því með marg- víslegum rökum að erlendir auð- hringir fáa að athafna sig á fs- landi. Þannig eru skoðanir jafnmarg- ar og leiðtogarnir og sannarlega ekki að tilefnislausu að Tíminn biður menn að vera ekki að hugsa um málefni þegar Fram- sóknarflokkurinn eigi í hlut“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.