Morgunblaðið - 23.03.1965, Side 12
12
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 23. marz 1965
Tveggja kosta vðl
OFT kemur það fyrir á lífsleiðinni að okkur finnst við vera
stödd á krossgötum. Okkur býðst eitt og annað, verðum að
taka ákveðnu tilboði eða hafna því. Og alla ja'fna er málum
þannig háttað, að ekki verður aftur snúið, þegar ákvörðun
hefur verið tekin. Forsmáður biðill finnur sér annað konu-
efni, eftirsótt staða er öðrum veitt. Sjálf örkum við svo okk-
ar eigin og sjálfvöldu leið gegnum lífið.
En gerum við það alltaf með glöðu geði? Er okkur ekki
oft og einatt eftirsjá í ýmsu því sem við höfum varpað frá
okkur? Jú, víst vill það brenna við. Stundum er okkur
gert að taka mikilvægar ákvarðanir í mesta flýti, vera
má að okkur hafi ekki verið sagt rétt til um alla málavöxtu
eða ekki gefizt nægur tími til að hugsa málið rækilega og
getum þess vegna ekki vegið og metið afleiðingarnar sem
skyldi. Stundum stofna menn til ævilangrar skuldbinding-
ar með örfáum orðum, sögðum í augnabliks fljótræði eða
• ógáti.
Það getur allt eins vel átt sér stað, að við sjáum seinna
eftir því, að við skyldum hafa tekið' að okkur að vinna
eitthvað ákveðið starf, að okkur falli engan veginn við yfir-
boðara okkar þegar við kynnumst þeim nánar. Eins get-
ur það orðið okkur tilefni endalausra sjálfsásakana ef bið-
illinn, sem við vildum ekki eiga, reynist svo hinn nýtasti
maður og kemur sér vel áfram í heiminum.
„Ef ég bara hefði vitað það áður.... ef ég mætti lifa æv-
ina upp aftur .... mér hefur misheppnazt allt sem ég hef
gert um dagana.“ Eitthvað á þessa lund hugsum við mörg
og látum dýrmætan tímann renna út í sandinn meðan við
hörmum allt það sem „hefði getað orðið“. Okkur finnst
hamingjan hafa sniðgengið okkur, öfundum vini okkar sem
betur vegnar í veröldinni og andvörpum: „Og að hugsa sér
að þetta skuli svo í ofanálag allt saman vera sjálfum mér
að kenna — ef ég hefði haft vit á að velja hinn kostinn, þeg-
ar mér stóð það til boða, myndi allt horfa öðru vísi við í
dag, þá væri mér ekki fjár vant eða vina, þá myndi ham-
ingjan brosa við mér.“
En svona þankagangur er afleitur og afvegaleiðandi. Það
eru nefnilega allar líkur á því að þér hefðuð ekki orðið
hótinu hamingjusamari fyrir að taka hinn kostinn forðum
daga. Hvernig þá? Jú, vegna þess, að það sem mestu máli
skiptir, sjálfur þér, upplag yðar og eðli, er í engu breytt.
Lífshamingja manna er miklu síður háð því sem á dagana
drífur, sjálfum tilvikum lífsins, en því hvernig menn bregð-
ast við. Víst sækir suma heim mikil ógæfa og sumir verða
að þola þunga harma, en í lífi okkar flestra skiptast á skin
og skúrir, velgengni og óheppni. Það erum við sjálf, sem
úr þessu skúraskini ævinnar sköpum okkur hamingjuríkt
líf eða óhamingjusamt.
Gerum okkur í hugarlund, að töframaður kæmi að máli
við yður og byðist til þess að láta yður hverfa aftur til þess
tíma er þér áttuð kostanna völ. Þér ættuð aftur frjálst val
á gæðum lífsins, mynduð velja og hafna á nýjan leik, byrja
nýtt líf. En hverju myndi það breyta? Innan tíðar mynduð
þér gera sams konar skyssur og áður, -lenda í sams konar
erfiðleikum af þeirra völdum, af þeirri ástæðu einni sam-
an, að þess konar skyssur eru yður eiginlegar, þær eru hluti
af sjálfum yður.
Þess vegna er það boðskapur þessara heimspekilegu hug-
leiðinga minna í dag, að við gerum ekki einlægt kröfu til
þess að lífshamingjan sé okkur færð á silfurbakka og ekki
heldur að okkur beri að þola möglunarlaust allt sem á okk-
ur er lagt. Nei, ævi okkar er í höndum okkar sjálfra. Ef við
viljum að okkur vegni vel, verðum við að byrja á byrjun-
inni, taka til við að rækta með okkur þá eiginleika sem
með þarf og vinna bug á skapgerðarbrestum sem eru okk-
ur hindrun í samskiptum við aðra. '
Það stoðar ekki að láta sig dreyma um það sem „hefði
getað orðið". Til hvers væri það líka, að eyða ævinni í að
sjá eftir því að maður skyldi einhvern tíma í fyrndinni hafa
gert þetta en ekki hitt? Nei, sá töframaður er ekki til að
hann geti fært okkur aftur liðna tíð og horfinna kosta völ.
Þess vegna skiptir það mestu að horfa ekki aftur, heykjast
ekki á höndluðum kosti, heldur halda ótrauður sína ævinn-
ar götu og gæta þess að misstíga sig ekki fyrir þá sök að
horfa of mikið á göturnar sem aðrir ganga. Það er ekkert
að vita hvort þær eru neitt betri.
Frá hljómleikum Guðrúnar Tómasdóttur í Gamla bíói. Vegna fjölmargra áskorana og ágætra nno-
irtekta áheyrenda verða hljómleikar þessir endurteknir fimmtudaginn 25. marz kl. 7,15. Myndin
sýnir Guðrúnu Tómasdóttur og Guðrúnu Kristinsdóttur á hljóm leikunum í Gamlabíói.
Perðamál og 25%
ÞAU voru nokkur saman og þau
fóru út að borða, eins og það er
kallað. í fátageymslunni fengu
þau aðgöngumiða að vínveitinga-
húsi og greiddu fyrir þá 200 krón
ur. Á aðgöngumiðanum stóð —
skemmtanaskattur kr. 8.00,
menningarsjóðsgjald kr. 2,00 —
álag hússins allt að kr. 5,00. Sam-
tals allt að kr. 15,00 — en fyrir
aðgöngumiðann voru greiddar
kr. 25,00 og er þá fatagjaldið eft-
ir því kr. 10,00.
Verðið á því, sem þau fengu
var náttúrlega eftir þessu — en
það er tilgangslaust að tala um.
verðlag á veitingum hér á landi.
En neðst á reikningnum stóð —
þjónustugjald, söluskattur, orlof
og sjúkragjald — samtals 25% af
reikningsupphæðinni.
Á það hefur margt oft verið
bent, að ef ekki verður gerð
breyting á þessari aðferð til þess
að halda uppi veitingarekstri í
landinu, þá held ég að þess verði
ekki langt að bíða, að við þurf-
um engar áhyggjur að hafa af
erlendum ferðamönnum, þeir láta
það blátt áfram vera að koma
hingað — þeir láta nefnilega ekki
féfletta sig lengi. Við erum á
góðri leið með að koma óorði á
okkar land í þessu sambandi —
öfgarnar eru svo miklar í verð-
lagi og þjónustugjaldi, að engu
tali tekur. Veitingamenn og
hótelmenn okkar og þeir aðrir,
sem ætla að hafa atvinnu í fram-
tíðinni af komu erlendra ferða-
manna, ættu að athuga alvarlega
hvar við — þeir — eru staddir,
áður en lengra er haldið. í sum-
ar koma hingað væntanlega
nokkur þúsund erlendir ferða-
menn, ef vinnufriður helzt — en
ef þeir fá reikninga líkt og hér
hefur verið ákýrt frá, þá held ég
að vinir þeirra og kunningjar,
sem ætluðu 1966 að koma til ís-
lands, munu margir hverjir
hætta við þá ferð.
Ég held að rétt væri fyrir
Ferðamálaráð og aðra, sem um
þessi mál eiga að fjalla, að taka
þau til rækilegrar athugunar og
reyna að finna leiðir til þess að
afstýrt verði leiðindum, sem út
af þeim verða í sumar, ef ekkert
er að gert. Vonandi verður þá
ekki gjaldmælum leigubifreið-
anna gleymt — en þar er um
enn eitt af þessum leiðindamál-
um að ræða, ekki aðeins fyrir er-
lenda ferðamenn, heldur og
ekki síður fyrir okkur hin.
Ef einhverjir telja þetta allt
óþarfa afskiptasemi og smámuni
eina, þá ættu þeir að lesa „Life“,
stórblaðið ameríska, frá 22. febrú
ar sl., en þar er sagt ýmislegt um
ferðamál í nokkrum löndum álf-
unnar, sem getur verið okkur til
aðvörunar. Þar geta þeir lesið,
hvernig fer þegar of langt er
gengið með verðlag og þegar
þjónustan og fyrirgreiðsla ferða-
manna er ekki eins og hún á að
vera. ítalir og Frakkar hafa lært
af reynslunni og þeir gera nú úr-
bætur til þess að koma því í lag,
sem aflaga fór.
Það er betra að laga nú straks
sem aflaga fer hjá okkur í ferða-
málum:
1. Þjónustugjald, söluskattur,
orlof og sjúkragjald, samtals
25%.
2. Fatagjald kr. 10,00 og skemmt
anaskattur, menningarsjóðs-
gjald og innheimtugjaldið
samtals kr. 25.—.
3. Gjaldmælar í leigubifreiðum,
sem aldrei sýna réttar tölur.
4. Verðlag í gistihúsum og veit-
ingahúsum verður að vera
undir ströngu eftirliti, annars
er nú ekki úrkostar — ella
fer fyrir okkur eins og hin-
um, sem spenntu bogann of
hátt.
Gísli Sigurbiörnsson.
— Fordæmi
Framhald af bls. 10.
greina af innflutningsskýrslum
hvað af innfluttum netum úr
gerfiefnum eru úr nylon, terry-
lene, polyethylen eða polyprop
ylene, en hráefnaverð á þess-
um vörum er misjafnt. Hins-
vegar er meðalinnflutniwgsverð
á þeirri vöru um kr. 189,50 per
kg. sem gefur til kynna með
þeirri þekkingu, sem fyrir
hendi er um gerðir veiðarfærEi,
að hægt er að spara, að
minnsta kosti helming allrar
þessarar gjalderyriseyðslu með
innlendum iðnaði. Þar sem not
uð er innlend orka við fram-
leiðsluna og að öðru leyti hverf
andi lítið af erlendum rekstrar
vörum umfram hráefni, sem áð
ur getur, er hér að mestu um
nettóaukningu þjóðartekna að
ræða.
Fordæmi Norðmanna í veið-
arfæraiðnaði myndi auka þjcð-
artekjumar um 100-110 millj-
ónir króna árlega, og gæti gert
betur ,ef fullnaðarvinnsla á
gerfiefnaþráðum væri fram-
kvæmd hér með nútíma tækni.
Norðmenn hafa búið veiðar-
færaiðnaði sínum góð starfsskil
yrði og ætti það að vera oss
hvatning að leggja inn á sömu
braut og hefðum við raunar
átt að gera það fyrir löngu, en
betra er seint en aldrei.
Hitt er svo annað mál, h- v -t
breyting á því rekstursfoi i,
sem reynt hefur verið hér síð-
ustu áratugi, myndi ekki flýta
fjrrir breyttu viðhorfi til veið-
arfæraiðnaðarins. Má t.d. benda
á, að núverandi ríkisstjórn
hækkaði tolla af sementi úr 15
% í 35% og markaði þar með
stefnu til varnar því reksturs-
formi. Slík breyting er nú
mjög auðveld í framkvæmd,
ef hún er nauðsynleg til þess,
að þjóðhagslega hagkvæmur
rekstrarvöruiðnaður verði hag
nýttur til efnahagslegrar sjális
bjargar.
íwh niirflim ciiveieii
NíT WgfGHT4!Ú ÚZ. m CR
ðí>íCi*K.i
uant IN fAlN.
Með heslihnetukremi og dökkri
súkkulaðihúð.
Fyrir 13 árum fluttist OP-súkku-
laðikex fyrst til Iandsins. Náði
það strax vinsældum um land
allt, sem bezta súkkulaðikexið.
Loksins fæst OP-súkkuIaðikex
hér aftur, en í nýjum búningi.
Betra en nokkru sinni fyrr, og
betra en nokkurt annað súkku-
laðikex.
ItíViHti ÍK-rtXT*. yfattl '•*» c**x e<».4»e, (•««>»» .
ixr>.v.v>:< .» yy.\. >»
»»wl. >!<o»»l OvV »«>.
Með kremi og rjómasúkkulaðihúð.
Einkainnflytjendur ó ís'sndi: V. Slgurðsson & Snæbjörnsson hf. Sími 13425