Morgunblaðið - 23.03.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.03.1965, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 23. matr 1969 Útgefandi: F ramkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreíðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. IÐNAÐURINN TIL- EINKISÉR TÆKNINA í rsþingi iðnrekenda er nú lokið og lýstu störf þess þeim þrótti, sem einkennir þennan unga atvinnuveg, bjartsýni samfara raunsæi og heilbrigðu mati á stöðu iðn- aðarins í íslenzku þjóðlífi. Þar vatr að sjálfsögðu fjallað um þau vandamál, sem iðnaður- inn á við að stríða og þær úr- bætur, sem iðnrekendur telja nauðsynlegt að gera. Viðhorf in háfa skýrzt og ríkisvaldið mun nú, eins og að undan- förnu, leita heppilegra leiða til þess að greiða fyrir vexti íslenzks iðnaðar. Eðlilega er nú rætt um þau vandamál, sem skapast vegna aukins innflutnings iðnaðar- vara. Flestir munu þó telja, að innflutningsbönn séu eng- um til góðs, hvorki neytend- um né íslenzkum iðnaði; hæfi leg samkeppni örvi til átaka og leiði til þess, að rekstur- inn batni. Hins vegar er sjálf- sagt að veita ungri atvinnu- grein nokkra vernd, og svo er einnig á flestum sviðum, að hér er allveruleg tollvernd, og meiri en víða annars staðar. Iðnrekendur biðja ekki um nein sérréttindi, en þeir telja sjálfsagt, að þeir fái aðstöðu tii að aðlaga sig breyttum að- stæðum og efla og styrkja rekstur sinn, og sjálfir benda þeir á, að á engu atriði velti jafn mikið og því, að iðnað- inum takist að tileinka sér og hagnýta alla þá tækni, sem honum er tiltæk. Að þessu efni vék framsögumaður rannsóknar- og tækninefndar á ársþingi iðnrekenda, Bragi Ólafsson, verkfræðingur, og á þetta atriði var lögð áherzla í störfum þingsins. Hér er um heilbrigðan hugsunarhátt að ræða. Iðn- rekendur vilja bæta rekstur- inn, ekki einungis til að hagn- ast sjálfir, heldur líka til þess að tryggja iðnaðinum örugg- an sess í þjóðlífinu og bæta hag neytenda. Það er þessi andi, sem þyrfti að ríkja á fleiri sviðum þjóðlífsins. UNDIRBOÐ \ llmikið hefur verið um það rætt, að erfiðleikar ís- lenzks veiðarfæraiðnaðar stöfuðu af því, að hingað væru flutt veiðarfæri, sem seld væru á undirverði eða að um svokallaðan „dump- ing“ væri að ræða. Veiðar- færaiðnaðurinn íslenzki hef- ur þá sérstöðu að njóta ekki tollverndar, og byggist það auðvitað á því, að reynt er að tryggja, að rekstrarvörur sjávarútvegsins séu á sem lægstu verði. Engu að síður hefur verið hér öflugur og mikill veiðarfæraiðnaður, sérstaklega hefur Hampiðjan verið mjög myndarlegt fyrir- tæki. Samkvæmt tollskrárlögun- um er heimilt að leggja á sér- stakan toll, þegar um „dump- ing“ er að ræða, og það brýt- ur heldur ekki í bága við á- kvæði Alþjóða tollamála- stofnunarinnar. í athugun mun vera, að setja slíkan toll á veiðarfæri og er það sjálfsagt, ef sannað er, að um hrein undirboð sé að ræða. Að vísu er alltaf erfitt að sanna slíkt, en á sama hátt er einnig hægt að slá því fram, að um undirboð sé að ræða, þótt svo sé í rauninni ekki. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um, að ýmsar fatn- aðarvörur, sem fluttar eru inn frá kommúnistaríkjun- um, séu seldar á „dumping- verði“. Hefur Pólland verið nefnt í því sambandi, en þó eru engar sannanir fyrir því, að raunverulega sé um undir boð að ræða í innflutningnum þaðan, Tollamálin eru vissulega erfið viðfangs. Flestar þjóðir stefna að því að lækka tolla og örva viðslpptin milli landa. Við íslendingar getum ekki staðið hjá í þeirri þróun, en við verðum auðvitað að gæta hags iðnaðarins, án þess þó að ganga svo langt að halda hlífiskildi yfir sérhverjum iðnaði, þótt hann aðlagi sig ekki breyttum aðstæðum og bæti ekki rekstur sinn. Þetta meðalhóf verður bezt ratað með heilbrigðri sam- vinnu ríkisvalds og þeirra, sem ábyrgð bera á íslenzkum iðnaði, og þess vegna ber að fagna heilbrigðri afstöðu iðn- rekenda í sambandi við tolla- málin. ALÞJÓÐLEG SAMVINNA A lþjóðleg samvinna eykst nú á öllum sviðum, og er hún ekki sízt mikilvæg,að því er varðar ýmsar tækni- framfarir. Við íslendingar höfum notið margháttaðrar aðstoðar þeirra, sem lengra eru komnir en við á sviði tækninnar. Þess vegna er ánægjulegt, þegar við getum miðlað öðr- úm af okkar þekkingú, en á sviði fiskveiðanna erum við UTAN ÚR HEIMI Undarlegri en „Faðir gíraffi4é fer sinar eigin leiðir SUÐUR í Napólí starfar nú og liefur starfað um árabil brezk- ur prestur, sem hlotið hefur þann dóm ítalskra biaða að hann sé „undarlegasta fyrir- brigðið, sem borizt hefur frá Bretlandi hin síðari ár að bítl- unum einum undanteknuni." Þessi kostulegi kirkjunnar maður heitir Bruno Scott 1 James, er 59 ára gamall, þveng mjór, skarpleitur og beinaber, gengur með gleraugu og er all ur þannig á sig kominn að stúdentarnir í Napóli kalla hann jafnan „föður giraffa." Bruno Scott James hefur alla ævi hegðað sér eins og honum datt í hug hverju sinni og fékk snemma á sig það orð að hann væri ódæll og uppi- vöðslusamur. Hann var auð- ugrar ættar, átti heima í Dev- onshire og ólst upp við mik- inn biskupakirkjufrómleik. —■ Ekki féll strák það betur en svo, að hann gerði uppreist, hélt suður til Ítalíu og gekk í klaustur í Flórens. Hann fékk þó fljótlega nóg af meinlæta- lifnaðinum og lagði aftur land undir fót, leitaði á vit vina 1 sinna, hlýddi ráðleggingum þeirra og hlaut loks prests- vígslu við klerkaskóla þann í Róm, sem kenndur er við Beda kirkjuföður. í stríðinu var Bruno Scott James í Lond on, stofnaði þar félag áhuga- manna um latnesk ljóð, „The Virgil Society" og sinnti ýms- um öðrum hugðarefnum sín- um. Eftir stríðið hélt hann upp- teknum háttum, ferðaðist mik ið, tók að sér viðgerðir á gömlum handritum, skoðaði fugla og kynnti sér lifnaðar- hætti þeirra, annaðist útgáfu ýmissa sígildra bókmennta, þeysti um þjóðvegina á hrað- skreiðum bílum og tókst með þessu öllu saman að koma í lóg talsverðu fé. En allan þenn an tíma var hann að leita sér að verðugu verkefni. Þessi leit tók hann fjórtán ár. Loks var það seint á sjötta áratug þessarar aldar, er hann starfaði um skeið með föður Borelli í fátækrahverfum Napólí, að faðir James fann köllun sína í lífinu, þá að „umbreyta öllu í Suðrinu“ með því að taka að sér gáf- aða pilta frá Suður-Ítalíu, koma þeim til manns og senda þá svo aftur til heimabæja sinna, til að koma þar ein- hverju til leiðar. Þeir, sem eitthvað þekkja til þarna syðra, vita hversu vonlaust íslendingar komnir einna lengst, og þess vegna hafa sérfræðingar okkar getað kennt öðrum. Hefur sú að- stoð auðvitað fyrst og fremst beinzt að þeim þjóðum, sem skammt eru komnar á sviði tækninnar, en samt hafa ís- lenzkir aðilar komið til að- stoðar við að kenna banda- rískum fiskimönnum veiðiað- ferðir íslendinga, eins og get- ið var um hér í blaðinu sl. sunnudag. slíkt verk hlýtur að virðast. En föður James er ekki fisj- að saman. Á tveimur árum tókst honum að safna til þess fé, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, að setja á stofn heimavistarskóla (er hann kennir við Newman kardí- nála), efst uppi á Camaldoli- hæðinni, þar sem Jesúítar hafa komið sér fyrir. Þarna búa „strákarnir" hans, 19 ára pilt- ar, sem hann hefur sjálfur safnað að sér héðan og þaðan um alla Suður-Ítalíu, allt frá Puglia tit Sardíníu. „Strák- arnir mínir voru alLir apnað hvort trúleysingjar eða, komm únistar“, segir faðir James, „drykkjumenn og villingar. „Faðir gíraffi“ me® einum lærisveina sinna. (Halldór Pétursson teiknaði eftir lýs- ingu greinarhöfundar). Suma fann ég á kránum, suma annars staðar. Þeir koma hingað til þess að afla sér menntunar, svo þeir geti komizt í góðar stöð- ur og orðið fjölskyldum sín- um að liði síðar meir. Við háskólann hér í Napólí eru 20.000 stúdentar og flestip búa þeir við svo kröpp kjör að kalla má hreinustu örbirgð. Ég reyni að leggja minn skerf til þess að það verði ekki æv- inlega svo. Strákarnir mínir borða hér, sofa hér, læra hér að nokkru leyti en sækja líka tíma í há- skólanum. Þeir eru að læra læknisfræði, húsagerðarlist og fleira og fleira. Sumir læra líka til prests, en ég er ekk- ert að ota því að þeim, — mér er svo hjartanlega sama hvað þeir læra — það sem máli skiptir er það, að með þennan lærdóm sinn fara þeir aftur heim í þorpin sín, vit- andi eitthvað um lífið og til- veruna og geta sjálfir farið að umbreyta öðrum.“ Það er gáfa föður James að han skilur að það er ekki á færi annarra en sunnanmanna sjálfra að losa Suður-tíalíu undan því þrúgandi fargi deyfðar, kæruleysis, fátæktar, fávizku og klíkuskapar, sem þar tröllríður öllu og hefur gert um ótal ár. Kollegar föður James í klerkastétt og yfirboðarar eru ekkir jafnhrifnir af háttalagi hans, orðbragði og aga — hann á það til að bjóðá strák- unum sínum koniak á kvöld- in og séu þeir úti við er það eins oft og ekki að þeir koma ekki heim fyrr en einni og tveim stundum eftir miðnætti — sem er að sjálfsögðu mesta óhæfa í klerklegri heimavist og mikill þyrnir í augum Cats aldo kardínála, yfirboðara föð ur James. En Bruno Scott James lætur slíkt ekki á sig fá. — „Ég vil hafa í kring- um mig menn, sem einhver bógur er í“, segir klerkur, „menn með kraft og þor og innri eld, sem leysa þarf úr læðingi — ekki einhverja sauðfróma, hempuklædda fá- ráðlinga. Ég held engar sið- gæðispredikanir. Ég set engar reglur.“ Og strákarnir, sem margir hverjir hafa verið hjá honum í fjögur til fimm ár, elska og dá þennan renglulega, heilsu- veila Englending, sem á ekki eftir nema annað lungað, gengur með ullarnátthúfu á höfðinu alla daga, talar um Plató eins og sinn einkavin en kryddar mál sitt algerlega óprenthæfu orðskrúði hafnar- lýðsins úr Napólí. Þegar hann varð veikur fyrir nokkru skiptust þeir á um sofa á köld um ganginum úti fyrir her- bergisdyrum hans ef honum skyldi verða einhvers vant um nætur. Það hefur verið heldur hljótt um föður James og starf hans, en það er kannske einmitt það, sem á eftir að gæða hugsjónir hans því lífi, að það fari ekki forgörðum undir eins og hans áýtur ekki við sjálfs. Sjálfviljugir munu strákarnir hans a.m.k. ekki bregðast. (Observer — James Mc Neish — Öll réttindi á- skilin). Við verðum auðvitað alltaf miklu fremur þiggjendur en neytendur á sviði alþjóðlegr- ar samvinnu um tækniþróun, en auðvitað eigum við að láta af hendi rakna það, sem við kunnum að hafa fram yfir aðra, og við eigum að gera það í miklu ríkari maeli en enn hefur verið gert. Annað er ekki sæmandi, því að fjöldi þjóða býr við skort og hung- ur, þótt við lifum í alls- nægtum. Fjármálaráð- lierraskipti Washington, 19. marz (NTB) JOHNSON, Bandartkjafnrseti, skýrði frá þvi í gærkvöldi, að Douglas Dillon, fjármálarðherra, myndi láta af embættinu innan skamms, en við því tekur Henry Flower. Dillon lætur af embætti að eig in ósk og hyggst hann hefja störf við fyrirtæki, 3em er í eigu fjölskyldu hariis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.