Morgunblaðið - 23.03.1965, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. marz 1965
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
COSPER
PIB
COPEWHACtH
V
JkJLDU
TTT ff DDO 0 0
nLI gjg|g \ 00 D Q N 0 Q
— Hefurðu séð þessa litlu rauðu plöntu, — hún hefur sáð sér
sjálf.
Kvöldið fyrir jólin kom bróðir
húsbóndans — hávaxinn, kaldran
alegur maður. Hann hét Jóna
tan og frúin brosti til hans
með hlýju, sem Lutie hafði enn
aldrei séð í svipnum á henni.
Húsbóndinn virtist ekkert hafa
við hann að tala og gamla konan
lét eins og hún sæi hann ekki.
Lutie heyrði þau vera að ríf-
ast í stofunni löngu eftir að hún
var komin í rúmið. Og rifrildið
færðist stöðugt í aukana, sxo að
frúin æpti og húsbóndinn öskraði
og gamla konan hrein, hvenær
sem hin þögnuðu. Hún sofnaði
smámsaman og hugsaði með sér:
Það er gott, að hvíta fólkið getur
rifizt, engu síður en það svarta.
Strax eftir morgunverðinn fóru
allir að skoða jólatréð og taka
upp gjafirnár og opna þær. Lutie
leit upp af tilviljun af því að
Jónatan hafði gengið burt frá
trénu og hún gat sér til, að hann
væri að leita að öskubakka, af
því að þarna var einn alveg hjá
svo að hann hefði ekki þurft að
ganga yfir þvera stofuna til að
ná í neinn. En hún sá hann stinga
hendi í skápskúffu og taka upp
skammbyssu húsbóndans og svo
stóð hann og þuklaði á henni.
Svo gekk hann aftur að trénu og
hún gat ekki séð, hvort hann
hefði stungið byssunni í skúff-
una aftur, því að hann lokaði
henni snöggt. Og hún gat ekki
séð höndina á honum, af því að
hann hélt henni að baki sér.
Frúin var að rétta pakka að
Lutie -og leit á hana til þess að
sjá, hversvegna hún tæki ekki við
honum, og svo fylgdi hún eftir
augnatilliti Lutie. Hún sá því
einnig, þegar Jónatan gekk í átt
ina að trénu og stanzaði skammt
frá því.
Lutie vissi allt í einu, hvað
hann ætlaði sér og var í þann veg
inn að hlaupa til hans og stöðva
hann. En varð of sein fyrir. —
Hann miðaði byssunni og hleypti
af. Skotið kom bak við eyrað.
Nú komst allt í uppnám og
Lutie gat ekki munað neitt í
neinu samhengi. Frúin æpti upp
og hélt áfram að æpa, þangað til
maður sagði hryssingslega. —
Viltu gera svo vel og halda þér
saman!
Þá þagnaði hún. En það var
bara ennþá verra, eftir að hún
þagnaði, því að nú sat hún bara
á gólfinu og starði út í bláinn:
En gamla konan sagði afutr og
aftur: — En sú ósvífni! Að vera
að koma okkur í svona vand-
ræði! Og það á sjálfum jólunum!
Húsbóndinn hellti sér í hvert
glasið af öðru af óblönduðu visk
íi, en svo ýtti hann frá sér glas
inu með óþreyjusvip og setti
flöskuna á munn sér og bókstaf
lega sporðrenndi innihaldinu.
Lutie horfði á hann og velti því
fyrir sér, hversvegna enginn
segði neitt við þessu, og henni
fannst fólkið haga sér verr, eins
og á stóð, en hý.n hefði nokkurn
tíma vitað dæmi til.
En svo gleymdi hún fólk-
inu, af því að henni varð litið
á litla Henry á gólfinu, og hann
var svo fölur og gugginn, að hún
vax næstum farin að gráta. Eng-
inn hafði hugsað neitt um hann,
heldur hafði fólkið yfirgefið
hann rétt eins og það hefði skil-
ið hann eftir við dyrnar á mun-
aðarleysingjaihæli. Hún tók
drenginn upp og þrýsti honum
að sér og .reyndi að koma hon-
um í skilning um, að heimurinn
hefði ekki hrundið i rúst í kring
um hann og að þessir armar,
sem héldu honum væru sterkir,
og honum væri óhætt. Og hún
huggaði hann þangað til mesti
fölvinn var farinn af andlitinu
á honum. Þá bar hún hann fram
í eldhús og hélt honum þar í
kjöltu sinni og ruggaði honum
fram og aftur, þangað til hann
var kominn yfir mestu hræðsl-
una.
MMRSBI
7
Hún komst aldrei að ástæð-
unni til sjálfmorðs Jónatans,
enda var henni engin sérstök for-
vitni á því. En hitt var eftir-
tektarvert, hvernig peningarnir
gátu breytt sjálfsmorði, sem hún
hafði horft á frami’ð, í „slysa-
skot“. Og það var allt með ráð-
um gert. Gamla konan hringdi
bara upp manninn sinn í Was-
hington. Lutie heyrði það síðasta
af símtalinu: „Þú möndlar þetta.
Jú, víst geturðu það. Hann var
að hreinsa byssuna".
Og hr. Chandler talaði mjög
rólega vi'ð lækninn á staðnum
og svo líkskoðarann. Það kostaði
nokkra viskísjússa og nokkra
dýra erlenda vindla, og kannske
eitthvað fleira, hélt Lutie, en
endalokin voru slysaskot og dán-
arvottorð. Og allir sýndu afskap-
lega mikla samúð — það var svo
sorglegt, að þetta skyldi koma
fyrir í sjálfri stofunni Chandler-
hjónanna og á sjáifan jólamorg-
uninn.
Samt fór það nú svo, að eftir
þetta slys fóru bæði hjónin að
tírekka allt of mikið. Og n.amma
frúarinnar fór að koma oftar og
oftar og standa við i svo sem
þrjár vikur í hvert, sinn. Nú voru
þrír bílar í skúrnum í stað
tveggja. Og frúin hafði sérstaka
þjónustustúiku og það var íarið
að tala um stærra hús. En frúin
virtist farin að kæra sig æ minna
um hvað sem var — jaínvel
bridge og kvöldboð.
En föt hélt hún áfram að kaupa.
Kjóla, kápur og dragtir. Er. þeg-
ar hún hafði notað fötxn skamma
hríð var hún vön að gefa Lutie
þau, af því að hún þoldi ekki að
horfa á þau lengur. Og Lutie
tók við þeim með alvörusvxp og
viðeigandi þakklæti. Fötin hefðu
getað farið henni ágætlega, en
einhver þvermóðska í henni
gerði það að verkum, að hún
fór ekki í þau, heldur sendi þau
til þáverandi kærustu pabba síns.
. og hló með sjálfri sér að því, að
þessi föt, sem frúin hefði ætlað
til sveitanotkunar, létu nú dást
að sér í brennivínskránni á horn
inu á Sjöundutröð og 110. stræti.
Hún var búin að vera hjá þeim
Chandlerhjónum nákvæmlega
tvö ár, þegar hún fékk bréfið
frá pabba sínum. Hún hélt lengi
á því í hendinni áður en hún
opnaði það. Það var eitthvað
meira en lítið að, ef pabbi fór
að gera sér þá fyrirhöfn að skrifa
henni. Ef barnið væri veikt,
hefði hann hringt. Og ekki gat
Jim verið veikur, því að þá hefði
pabbi líka hringt. Hann hafði
símanúmerið hjá Chandler, sem
hún hafði sent honum strax eftir
að hún kom í vistina hérna. Hún
opnaði umslagið með tregðu.
Þetta var ekki nema fáein orð:
„Elsku Lutie — það væri rétt-
ara að þú kæmir heim. Jim er
farinn að gefa sig að annarri
konu. Pabbi“.
Það var eins og jörðin spryngi
snögglega og allt færi í einn
hrærigraut, svo að hún gat ekki
áttað sig á einföldustu hlutum.
Hún leit á bréfið í þriðja og
fjórða sinn, og það var ekki um
að villast. Jim var kominn í tygi
við aðra konu. Og þetta hlaut
að vera eitthvað alvarlegt, úr
því að pabbi var nógu áhyggju-
fullur til að fara að skrifa henni
um það. Ekki gat pabbi allt í
einu verið orðinn svo siðsamur,
hann sem hafði búið með svo
mörgum kvenmönnum úr ýmsum
áttum, að hann hlaust að vera
búinn að gleyma mörgum þeirra.
Það hlaut því að vera, að Jim
hefði játað á sig eitthvert varan-
legt samband við einhverja
kvensu — hver sem hún nú
kynni að vera.
Hún hristi þessa hugsun af
sér og fór og sagði frú Chandler,
að hún þyrfti að fara héim af
því að barnið væri alvarlega
veikt. Hún gat ekki farið að
segja frúnni raunverulega ástæð
una, því að ef frúin líktist nokk
uð móður sinni, mundi hún taka
það sem sjálfsagðan hlut, að all-
ir negrar væru lauslátir, svo að
Lutie sá enga ástæðu til að fara
að bera það á torg.
í lestinni minntist hún stöðugt
þess sem frú Pizzini hafði sagt:
„Það er ekki gott fyrir konuna
að vinna úti meðan hún er ung.
Og ekki gott fyrir manninn".
Þetta var skrítið. Hún hafði ekki
meir en svo heyrt þessi orð, þeg-
ar þau voru töluð, en nú mundi
hún þau og sá alla matvörubúð-
ina ljóslifandi fyrir augum sér.
Og hún sá fyrir sér sólbrennt
hörund frú Pizzini og mundi,
hvernig hún hafði hikað en svo
snúið sér við og sagt: „Það er
heppilegast, að maðurinn geri
verkin meðan börnin eru ung“.
Hún gleymdi því, að Jim bjóst
alls ekki við henni, þegar hún
flýtti sér til litla grindahússins
I Jamaica, og hugsaði um ekkert
annað en að flýta sér að kom-
ast þangað — flýta sér þangað,
áður en allt, sem hún þekkti og
kannaðist við, hefði verið lagt
í rúst.
Hún var hnn á hlaupum, þegar
hún kom að hurðinni og gekk
inn. Inn í sitt eigið hús og komst
þá að því, að önnur kona var
komin þangað og farin að búa
með Jim. Þetta var grannvaxin,
dökk stúlka, sem renndi augun-
um vitfirringslega, þegar hún sá
hana. Stúlkan var að elda kvöld-
matinn og Jim sat við borðið og
horfði á hana.
Ef Jim hefði ekki gripið utan
um handlegginn á henni, hefði
hún drepið stúlkuna. Hún fann
enn í dag reiðina gjósa upp í sér
við endurminninguna eina sam-
an. Þarna hafði hún verið að
senda næstum allt kaupið sitt,
mánuðum saman, og minnst haft
af því handa sjálfri sér, sparað
sér heimsóknirnar til þess að
eyða sem minnstu í fargjald og
eiga eitthvað ofurlítið sparað
saman þegar hún hætti í vistinni.
Mánuð eftir mánuð hafði hún
verið að borga matinn ofan í
þessa svörtu tík, sem svaf í rúm-
inu hennar og lét vel að Jim.
Hann tróð henni niður í stól
og hélt henni þar, meðan stelp-
an tók saman föggur sínar og
fór. Þegar loksins hún róaðist og
gat talað í samhengi, gerði hann
ekki annað en hlæja að henni.
Og jafnvel eftir að hann sá, að
hún varð ofsareið við þennan
hlátur hans.
— Hverju gaztu búist við?
spurði hann. — Kannski geturðu
sjálf gengið dag eftir dag, án þess
að hafa annað fyrir stafni en
elda ofan í þig sjálfa og krakk-
ann. Og hafa ekkert nema rétt
matinn og þakið yfir höfuðið. En
ég get það ekki og ætla mér held
ur ekki að gera það.
— Því sagðirðu mér það ekki
strax? spurði hún ofsareið. — Til
hvers varstu að láta mig vinna
fyrir þetta hvíta fólk, án þess
að. . . .?
Hann yppti bara öxlum og hló.
Það var það eina, sem var upp
úr honum að hafa — þessi hlátur.
Hefði hann bara vafið hana örm
um og beðið hana fyrirgefningar,
hefði hún sennilega orðið kyrr.
En það gerði hann ekki. Hún
náði því í flutningsmann og lét
hann flytja burt allt innanstokks,
sem var hennar eign. Það var
útvarpstækið, léleg svefnherberg
ishúsgögn, liðaður legubekkur og
gólfteppi, hægindastóll — og
Bub. Hún ætlaði ekki að skilja
hann eftir handa Jim að skamma
eða vanrækja, eftir eigin geð-
þótta.
Og svo fór hún með dreginn
heim til pabba síns í þefillu íbúð
ina í Sjöundutröð. Hún gekk að
því með oddi og egg að fá sér
eitthvað að gera og loksins eftir
hálfan mánuð tókst það og hún
fór að vinna í gufuþvottahusi,
sem straukona. Þar var heitt, og
gufan var óþolandi. En samt
píndi hún sig til að fara í kvöld-
skóla, þar sem hún lærði hrað-
ritun og vélritun. í hvert sinn,
sem það greip hana, að hún gæti
ekki haldið áfram með þetta
nám, minntist hún alls þess fólks,
sem hafði komið sér áfram, þrátt
fyrir alla erfiðleika. Hún minnt-
ist orðtaks Chandlerhjónanna:
„Ríkasta andskotans land í
heimi“.
Frú Chandler skrifaði henni
langt bréf, sem Jim sendi áfram
til hennar: „Lutie mín! Við höf-
um ekki fengið almennilegan
matarbita að borða síðan þú fóst.
Og Henry litli saknar þín svo
mikið, að hann er næstum veik-
Hún svaraði þessu engu. Hún
átti við fleiri vandamál að striða
en frú Chandler og litli Henry,
og þau gátu alltaf keypt ein-
hvern fyrir peninga til að leysa
þau.
Það tók hálft annað ár að kom-
ast vel niður í vélrituninni, af
því að þegar hún kom í skól-
ann, var hún svo þreytt, að það
háði henni stórlega, svo að han
átti bágt með að einbeita sér.
Hana verkjaði í bakið og henni
fannst eins og verið væri að
slíta af henni handleggina. En
loksins hafði hún þó náð það
miklum hraða, áð hún gat tekið
opinbera skrifstofuprófið. Hún
hafði sem sé ásett sér, að hun
ætlaði ekki að þvo upp eða vinna
í þvottahúsi til eilífðar, til þess
að hafa ofan af fyrir sér og Bub.
Höfn
í Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboffsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSjWAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir lokunartíma.
KALLI KUREKI
CMOM' GEAB HIM WHILE HIS I
HAMD'5 MUMBf 6EFORE HE \
' ÖETS AHOLPO'TH'GUM AGAIMfj
[ YOU'RE LUOkY, KlDf IF I'D'VE MISSED )
YOUC GUM, X'DVE HAD TO PLUG YOU J
PLUMB CEWTEE f ------ -----------
Teiknari: J. MORA
I ALWAYS PACK A HIDE OUT DEEEIWGER, SMART)
BOYf NOW STAMD BETWEEN YE AN' THEM <(
-i-T WHILE I PlCKUP)
Jv:
— Fljótir grípið hann áður en hann
nær til byssunnar aftur.
— Þú ert heppinn, strákur, því ef
ég hefði ekki hitt byssuna, þá hefði
ég mölvað á þér hendina.
— Ég hef alltaf eina byssu til vara,
sem ég fel á mér, stnjalli piltur. Nú,
stattu á milli mín og þeirra meðan ég
tek upp sexhleypuna.