Morgunblaðið - 23.03.1965, Side 30

Morgunblaðið - 23.03.1965, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. inarz 1965 Körfuknattleiksmótið: ÍR vann KFR og KR Ármann með öryggi — en ÍR-strákarnir skorulu sigurkörfuna 7 sek. fyrir Eeikslok ÍSLANDSMÓTINU í Körfuknatt leik var haldið áfram s.l. föstu- dag. Í.R. sigraði KFR með 27 stiga mun, etfir skemmtilegan fyrri hálfleik. KR sigraði Ár- mann 55:38, í harðri keppni milli liðanna og dómaranna tveggja, eins og við víkjum að síðar. Og síðast en ekki sízt sigraði ÍR a KFR í II. flokki karla með 24 stigum gegn 22, eftir æsispenn- andi leik, þar sem sigurkarfan var skoruð þegar minna en tíu sekúndur voru til leiksloka. m. flokkur karla ÍR a : KFR. Þessi leikur unglinganna var einn sá skemmtilegasti um kvöld ið. Hraði og leikgleði var ein- kenni leiksins og spenna var mik il í leiknum allan tímann. KFR hafði yfir mestan hluta leiksins en þó stóð jafnt í hléi 14:14. Þeg um um mínúta var til leiksloka var staðan 22:21 ÍR í vil, og hafa KFR-ingar gullið tækifæri til þess að vinna leikinn þegar þeir fá samtals fjögur vítaköst á stutt um tíma, en þeim tekst aðeins að nýta eitt þeirra og jafna leikinn 22:22. Sekúndurnar líða og ÍR nær boltanum og þegar sjö sek. eru til loka hitta þeir úr stökk- skoti og skora sigurkörfunp. — Beztir hjá ÍR voru Hallgrímur og Magnús, sem skoðuðu 5 og 12 stig, og Tryggvi hjá KFR með 16 stig og mestan hluta allra frá kasta í leiknum. I. deild ÍR:KFR. Fyrir leikinn bjuggust flestir við að ÍR myndi vinna leikinn með ca. 20—30 stiga mun. Sú varð einnig raunin að munurinn varð 27 stig, en ekki fyrr en eftir allsnarpa baráttu við siglutré KFR-liðsins, Sigurð Helgason, sem átti nú enn góðan leik, og 2. flokks pilturinn Þórir Magn- ússon velgdi þeim ÍR-ingum hressilega undir uggunum með hörku og skotöryggi, og sýndi með leik sínum að hann er verð ugur kandídat fyrir næsta ung- lingalandslið, þótt ótaminn sé enn. í fyrri hálfleik var talsverð barátta milli liðanna og átti ÍR fullt í fangi með að ná þessum tíu stigum sem skildu liðin í hálf leik 39:29. Svipaður munur helzt framan af seinni hálfleik, eða þar til ÍR nær góðri skorpu og skor- ar 18 stig gegn 2, sem gerir út um leikinn. Lokatölur urðu síð- an 82:55, og er það litlu meiri munur en var á þessum tveim- ur liðum þegar KFR var upp á sitt bezta. Beztan leik hjá ÍR áttu þeir Þorsteinn með 11 stig; Tómas með 18 stig og Hólmsteinn og Agnar með 16 stig hvor. — Framhald á bls. 31 Bogi Þorsteinsson, formaður KKÍ, tekur við bikar Reykjavíkurliðsins í annað sinn eftir unninn sigur yfir úrvalsliði Bandaríkjamanna á Keflavíkurvelli. — Ljósm.: Mbl. Sveinn Þormóðsson. Reykjavíkurúrvaliö vann fjóra leiki af 5 Á LAUGARDAG fór fram á| Keflavíkurvelli fimmti og síð- asti leikurinn í hinni árlegu bik arkeppni í körfuknattleik milli úrvals úr setuliðinu og Reykja víkurúrvals. Leiknum lauk með sigri varnarliðsmanna S2 stig gegn 75, en Reykjavík hafði þeg Valur vann með „fullu húsi stiga" í 2. deild U M helgina lauk keppni í 2. deild karla í handknattleiksmóti íslands. Valur fór með algeran yfirburðasigur af hólmi. Unnu Valspiltarnir alla sína leiki í mótinu og hlutu 16 stig, en öll hin liðin hlutu 6 stig hvert. Eru úrslit þessi næsta einkennileg, en sýna þó vel yfirburði Vals- piltanna. — Handknattleiksdeild Vals ásamt stjórn félagsins hélt þeim samsæti á laugardagskvöld ið að unnum sigri og voru þar ræður haldnar og áfanga hins Jón Árnason og Halldóra Thor- oddsen Rvíkurmeist. í badminton Fjölmennasta Rvikurmót i badminton og mjög hörð keppni i flestum flokkum MEISTARAMÓT Reykjavíkur í badminton var háð um helgina og hafa þátttakendur aldrei verið jafn margir og nú. Keppn- in var gífurlega hörð í mörgum úrslitaleikjanna og urðu víða aukaleikir að skera úr um hvar meistaratitillinn skyldi lenda. Mótið fór vel fram, en var að vonum all langdregið bæði vegna fjölda þátttakenda og eins vegna hinna mörgu aukaleikja er urðu vegna jafnrar keppni. • Meistaraflokkur. Með mestum spenninig var beðið úrslitanna í einliðaleik karla. Þar sigraði Jón Árnason TBR fyrrum Rvíkurmeistara um margra ára skeið Óskar Guð- mundsson KR með 15-7, 6-15, .15-8. Sýndu þeir báðir góð tilþrif en Jón, sem er yngri en þó ekki ókunnur sem meistari, hafði betra úthald en Óskar. í "einliðaleik kvenna vann Hall- dóra Thoroddsen TBR með alger- um yfirburðum. Hún sigraði í úr- slitaleik Erlu Franklin KR með 11-1 og 11-2. í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Óskar Guðmundsson KR og Garðar Alfonsson TBR þá Jón Árnason og Viðar Guðmundsson með 18-13 og 15-1. í tvíliðaleik kvenna varð mjög hörð keppni. Þær Jónína Niel- jóhníusardóttir og Guðmunda Stefánsdóttir TBR sigruðu þær Huldu Guðmundsdóttur oig Rann- veigu Magnúsdóttur með 17-16, 13-15 og 15-12. í tvenndarkeppni varð einnig mjög hörð keppni og aukaleikur réði úrslitum. Þau Jónína Niel- johníusardóttir og Lárus Guð- mundsson sigruðu þau Halldóru Thoroddsen og Garðar Alfonsson mieð 14-17, 15-16 og 15-11. Öll eru þau í TBR. • 1. flokkur í 1. flokki urðu sigurvegarar Álfheiður Einarsdóttir og Svava Árnadóttir TBR í tvíliðaleik kvenna, þau Erla Guðmundsdótt- ir og Matthías Guðmundsson TBR í tvenndarkeppni. í einliða- leik karla siigraði Halldór Þórðar- son KR Trausta Eyjólfsson KR með 15-13, 3-15, og 18-15. í tvíliðaleik karla í 1. fl. sigr- uðu þeir Matthías Guðmundsson og Þorbjörn Pétursson TBR þá Leif Muller og Guðmund Jóns- son. Nú var í fyrsta sinn keppt í drengjaflokki og í einliðaleik sigraði Haraldur Jónsson TBR Magnús Magnússon TBR með 3-11, 11-7 og 11-8. í tvíliðaleik sigraði Magnús Magnússon og Axel Axelsson TBR þá Halldór Jónsson og Finnbjörn Finnbjörns- son TBR með 15-6 og 15-10. unga en efnilega liðs Vals vel fagnað. Valur lék við ÍR á laugardags- að gegn 168. kvöldið og sigraði með 41 marki gegn 17. Þar með var alger yfir- burðasigur innsiglaður — allir keppinautar unnir í tvöfaldri um ferð og hagstæð markatala um nær 100 mörk eða 251 mark skor Tveir aðrir leikir fóru fram í 2. deild um helgina. Akureyringar unnu Keflavík með 28-22 og Ak- ureyri vann Þrótt með 26-17. — Lokastaðan í 2. deild varð því: L U J T Mörk st. Valur 8 8 0 0 251-168 16 Þróttur 8 2 2 4 190-202 6 ÍR 8224 194-229 6 Keflavík 8 2 2 4 180-210 6 Akureyri 8 3 0 5 190-216 6 Um helgina fóru einnig fram ýmsir aðrir leikir og urðu úrslit m.a. þessi. í 2. flokki vann Fram lið ÍBK með 14-13. í 1. flokki vann FH ÍR með 18-12 og Hauk- ar unnu KR og skapa þau úrslit mikla spennu í þeim riðli 1. fl. í 3. flokki karla vann FH ÍA með 20-10. Akumesingar unnu Akranesi, 22. marz. Úrvalsflokkur í frjálsum íþrótt um úr gagnfræðaskólanum hér fór síðastli'ðinn sunnudag til Reykjavíkur og keppti á íþrótta móti skóla. Gengu þeir með sig- ur af hólmi með 11 stigum í sveinaflokki. Og enn varð Magnús Magnússon, Krókatúni 6, drengjameistari í hástökki á mótinu. Hann stökk 1,65 metra. ar tryggt sér sigur í keppninni með því að sigra í öllum hinum leikjunum fjórum. Leikurinn á laugardaginn var jafn allan fyrri hálfleik og höfðu varnarliðs- menn aðeins eitt stig yfir í hléi, en í síðari hálfleik juku þeir for skot sitt og sigruðu eins og áður er sagt með 17 stiga mun. Reykja víkurliðið vantaði nokkra sterka menn, m.a. fyrirliða sinn, Þor- stein Hallgrímsson. Þetta er I annað skipti sem keppt er um forkunarfagra styttu, og sigruðu Reykvíkingar einnig í fyrra,' þá með þrjá leiki unna gegn tveim ur. Vinni þeir keppnina aftur næsta ár, er styttan eign þeirra, en trúlegt er að varnarliðsmenn hafi fullan hug á að heimta hana til sín, því fátt þykir Bandaríkja mönnum meiri hneisa en að tapa fyrir útlendingum í þessari þjóð aríþrótt sinni. Stökk 145 metra AUSTUR-Þjóðverjinn Peter Less er setti nýtt heimsmet í skíða- stökki er hann á sunnudaginn stökk 145 metra á 14. alþjóða „flug-skíðamótinu“ í Kulm-fjöll- unum í Austurríki. Eldra metið átti ítalinn Nino Zandanel, sem stÖkk 144 m á mótinu í fyrra í Oberstdorff. — Þessi mót eru haldin til skiptis í Kulm, Oberstdorff og Plancica- fjöllunum í Júgóslavíu. 35000 manns sáu keppnina í rigningu og leiðindaveðri. Putterson stign- hæstur FLOYD Patterson, fyrrum heims meistari í þungavigt, sigraði í at- kvæðagreiðslu bandarískra í- þróttafréttamanna í atkvæða- greiðslunni um bezta íþrótta- mann mánaðarins meðal atvinnu manna. Sérhver sá er sigrar í atkvæða greiðslu fréttamannanna í hverj- um mánuði er kjörgengur í árs- lok í atkvæðagreiðslunni um bezta atvinnumann ársins. Sá er sigur hlýtur í þeirri atkvæða- greiðslu hlýtur Hicock-verðlaun- in. Þau verðlaun eru belti alsett gimsteinum, og eru metin til 10 þúsund dala eða 430 þús. ísL kr, Það var sigur Pattersons yfir Kanadamanninum Ghuvalo, sem færði honum þennan sigur i „febrúar-atkvæðagreiðslunni“. Á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.