Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 2
I
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 31. marz 1965
Islandsmót í bridge
ISLANDSMÓT í bridge er árléga
lialdið um páskana. Að þessu
sinni hefst mótið á tvímennings-
Jkeppni og mun hún verða spiluð
3. og 4. apríl n.k. Spilað verður
laugardagseftirmiðdag og sunnu-
dagseftirmiðdag og keppninni lok
ið á sunnudagskvöldið. Spilað
verður í Lidó.
Sveitakeppni • íslandsmótsins
verður spiluð í vikunni 12. til 17.
apríl og verður spilað að þessu
sinni á Hótel Sögu.
Þrír forsSjórar
Alusolsse
komnir
til viðræðnn
3»RÍR af forstjórum sviss-
neska alúmínfyrirtækisins
Alusuisse komu til Reykja-
vikur í gærkvöldi. Þeir eru
Meyer, dr. Miiller og dr.
Hámmerli.
Munu þeir eiga hér viðræð
ur við nefnd þá, sem af hálfu
ríkisstjórnarinnar hefur unn-
ið að samningum og undirbún
ir.gi að byggingu alúmínverk
smiðju hér á landi.
Viðræðurnar munu hefjast
í dag.
Seinast urðu íslandsmeistarar
í tvímenningskeppni þeir Simon
Simonarson og Þorgeir Sigurðs-
son, en í öðrú sæti urðu Hallur
Símonarson og Kristján Kristjáns
son, Án efa verður hörð keppni
að þessu sinni eins og alltaf áður,
en þar sem spilað er í formi
barómeterkeppni þá er rægt að
fylgjast' með stöðu spilara í
keppninni á spilastað.
Þátttakendur í ' sveitakeppni
hafa aldrei verið fleiri á íslands-
móti. í meistaraflokki spila ís-
la»dsmeistararnir, sveit Bene-
dikts Jóhannssonar ásamt fimm
öðrum sveitum, en í I. flokki
verða 20 sveitir frá þessum stöð-
um: Siglufirði, Akureyri. Sel-
fossi, Hafnarfirði, Akranesi, —
Keflavík 3, Kópavogi 3 og Reykja
vík 6.
Á Sögu verður sýningartafla í
gangi allt mótið og því mjög
skemmtilegt að fylgjast með
helztu leikjunum. Er ekki að efa
að margir munu leggja leið sína
í páskavikunni í Hótel Sögu til
þess að fylgjast með þessu fjöl-
mennasta íslandsmóti bridge-
manna.
Bridgefólk er hér margt eins
og svo viða annars staðar, en
meó tilkomu sýningartöflu er að
staða orðin allt önnur fyrir áhorf
endur *til að fylgjast með leikj-
unum.
íslandsmótinu lýkur svo í Sig-
túni á 2. í páskum með kvöld-
fagnaði, þar sem verðlaun verða
afhent.
„Mannþing" eftir Indriða G. Þorsteinsson
og ljóðabók eftir Jóhann Hjólmarsson
ALMENNA bókafélagið sendir
nú frá sér fyrstu útgáfubækur
sínar á þessu ári. Eru það mánað
arbækur fyrir janúar og febrúar,
og að auki ný ljóðabók eftir Jó-
hann Hjálmarsson, en hún er gef
in út í félagi við Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
Janúar-bókin, Mannþing, eftir
Indriða G. Þorsteinsson, er þriðja
safnið af stuttum sögum þessa
vinsæla höfundar, en fimmta
skáldrit rans. Sögurnar i Mann-
þingi, ellefu talsins, eru skrifað-
ar allt frá árinu 1958 til hausts-
ins 1964. Þær eru eins og fyrri
sögur Indriða, sprottnar úr nú-
tíðinni, og nær engin þeirra aftar
en síðasta skáldsaga hans, Land
og synir, sem fjallaði um tíða-
skiptin, sem gerðust í þjóðfélag-
inu við aðsteðjandi heimsstyrj-
öld.
Bókin er 131 bls., prentuð í
Víkingsprenti og bundin í Féiags
bókbandinu.
Febrúar-bók AB er Kína eftir
Loren Fessler, en þýðandinn er
Sigurður A. Magnússon. Þetta er
ellefta bókin í bókaflokknum
Lönd og þjóðir og fjallar að upp
hafi um forna sögu ög einstæðan
menningararf kínversku þjóðar-
innar, en seinni helmingur bókar
innar fjallar einkum um síðustu
hundrað árin og þó umfram allt
um næstliðna áratugi, „sem skipt
hafa sköpum í allri þróun Kin-
verja og valdið meiri straum-
hvölum í lífi þeirra, hugsunar-
hætti og siðvenjum en nokkuð
annað í langri sögu þeirra“, eins
og segir í formálanum. Höfund-
urinn er bandarískur menntamað
ur, sem verið hefur langdvölum
í Kina og er þar öllum hnútum
kunnugur. Þá er myndaval bókar
innar að sama skapi afburða
skemmtilegt og fróðlegt.
Bókin er 176 síður, sett í prest
smiðjunni Odda, en prentuð í
Verona á ítalíu.
Þriðja bókin, Mig hefur dreymt
þetta áður, er fimmta ljóðabók
Jóhanns Hjálmarssonar, en auk
þess hefur hann gefið út safn
ljóðaiþýðinga. Þó að höfundurinn
sé enn koinungur, fæddur 1939,
hafa bækur hans þegar vakið
mikla athygli meðal bókmennta-
manna.
Bókin er áttatiu blaðsíður,
myndskreytt af Sverri Haralds-
syni listmálara, en prentuð og
bundin í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar.
(Fta A3).
Að undanförnu hafa verið mik il frost í Ólafsfirði, svo að höfnina hefur lagt og fjörðinn reyndar
einnig. Hafa menn átt i erfiðleikum með að koma bátum um höfnina.---------------Myndin, sem tekin
var um miðja síðastu viku, sýnir hvernig ástandið hefur verið í höfninni.
(Ljósm. Ásgeir Ásgeirsson)
Ölafsfirðingar æskja stuöninga
* Ðragnótavelðar verði leyfðar
• Erlend skip leggi upp afla
9 Dráttarbraul gerð
Ólafsfirði, 30. marz.
A FUNDI, er haldinn var í hæjar
stjórn Ólafsfjarðar sl. föstudag,
var eftirfarandi samþykkt:
„Með tilliti til ríkjandi atvinnu
leysis hér, sem stafar af lang-
varandi aflabresti og nú ísreki,
samþykkir bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar eftirfarandi:
1. Óskað verði stuðnings
hins opinbera um að stuðla að
því með fjárframlagi, að unnt
verði að flytja fisk og síld hingað
frá fjarlægari miðum til vinnslu.
2. Athugað verði, hvort erlend
skip, sem stunda veiðar hér víð
land, væru fáanleg til að leggja
hér upp afla til vinnslu hjá fisk-
vinnslustöðvum hér, og ef svo
reynist, þá yrði óskað. heimildar
Alþingis til þess.
Gemini-geimferð
m sýncl í sjónvarpi
NÆSTKOMANDI fimmtudags-
kvöld kl. 7.30 verður sýnd í
Keflavíkursjónvarpinu kvik-
mynd um ferð Geminigeimfars-
ins nú nýlega, en þá sendu Banda
ríkjamenn í fyrsta sinn tvo menn
ú.t í geiminn í sama geimfarinu,
þá John Young og Vergil
Grissom.
3. Skora á háttvirt Alþingi að
veita Norðurlandsbátum leyfi án
svæðaskiptinga til dragnóta-
veiða fyrir öllu með eðlilegum
takmörkunum að dómi fiskifræð
inga.
Að skora á hið opinbera að
veita hingað og hlutast til um,
að lánastöfnanir láni með eðlileg-
um iánskjörum nægilegt fjár-
magn tii einstaklinga eða félaga
samtaka hér til uppbyggingar
arðbærum atvinnurekstri, hlut-
fallslega við það, sem hið oþin-
bera hefur beint eða óbeint fjár-
fest á sambærilegum stöðum.
Ef nægilegt fjármagn fengist,
telur bæjarstjórn, að óefað
mundu einstaklingar hér eða fé-
lagasamtök fúsir til að koma sér
upp æskilegum atvinnurekstri,
sem skapaði meira öryggi og
jafna og trygga atvinnu, en á
það skortir mjög, jafnvel þótt
afli glæddist, einkanlega atvinnu
fyrir kvenfólk.
5. Unnið verði að því, að byggð
verði hér dráttarbraut fyrir ailt
að 400 tonna skip. — Jakob.
HcarSur úroSzsSur
iiskiIuBnintgtsJiMfreiða
MJÖG harffur árekstur varff í
fyrrinótt á Þorlákshafnarvegin-
um miili tveggýa vörubifreiða,
sem báðar voru óökuhæfar eftir
áreksturinn, Meiðsli urðu ekki
I teljandi á inönnum.
Árekstur þessi varð með þeim
hætti, að vörubíllinn R-5602
I var á leið til Þorlákshafnar að
sækja fisk fyrir Bæjarútgerð
Reykjavíkur. Er hann hafði ekið t
i um hundrað metra niður eftir
Þorlákshafnarveginum mætti
I hann annarri vörubifreið G-1289,
sem var að koma frá Þoriáks-
| höfn hlaðin fiski, sem fara átti
til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
Þarna er vegurinn miög þröngur,
I og voru fiskflutningabílarnir
U M hádegi í gær var hæð
1030 mb. um Bretlandseyj-
ar og norður um Island en
lægðarsvæði suður af Græn-
landi. Liggur hlýr loftstraum
ur frá írlandi hingað norð-
ur, enda hiti víðast 8 st. hér
á landi. Lítur út fyrir áfram-
haldandi þíðviðri hér næsta
sólarhring eða lengur. í Mið-
Evrópu var hádegishiti 15—20
st.- en vestan hafs er kalt í
veðri, um frostmark í New
York, en 5 st. frost á Gander-
flugvellL
staddir mitt á milli útskota á veg
inum. Kræktust pallhorn þeirra
saman með þeim afleiðingum, aff
báðir bílarnir skemmdust nokk-
uð. Meiðsli á mönnum urðu ekki
önnur en þau, að sprakk fyrir
á vör á bifreiðarstjóra R-5602.
S-ræðsSunám
s!ieið kvenna
NÆSTI fundur á fræðslunám-
skeiði kvenna verður í Valhöll
fimmtudaginn 1.
apríl kl. 20,30.
Á fundinum flyt
ur Gunnar Thor
oddsen, fjár-
málaráðherra,
fyrirlestur urn
stjórnskipunar-
og stjórnmála-
stefnur. Að fyr-
irlestrinum lokn
um verour málfundur. Leiðbcin-
andi frú Ragnhildur Helgadóttir.
LaunþegaklúbM
freslað
VEGNA fulltrúaráðsfundar i
Sjáifstæffishúsinu i kvöld verðui
að fresta enn um sinn heimsóún
Launþegaklúbbs Heimdallar til
borgarstjórans i Reykjavík. Veri
ur bráðlega ákveffið hvenær far
ið verffur og þáð þá auglýst í
dagblöðum.