Morgunblaðið - 31.03.1965, Page 16

Morgunblaðið - 31.03.1965, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1065 Ungur maður óskast til afgreiðslustarfa í skóverziun. .— Tilboð með uppiýsingum um aldur og menntun sendist afgr. Mbl. fyrir 4. apríl, merkt: „7074“. Frá Siúkrasainlagi Reykjavikur MAGNÚS BL. BJARNASON, læknir hefir látið af störfum, og þurfa þeir samlagsmenn, sem haft hafa hann sem heimilislæknir að velja annan lækni í hans stað. Samlagsskírteinum skal framvísað, þeg- ar læknir er valinn. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Kona eða maður óskast. Þarf að kunna að laga kalt borð, smurt brauð og fleira. Ennfremur vantar ungan mann til fram reiðslustarfa (ungþjón). HÁBÆR Skólavörðustíg 45 — Sími 21360. Bústjórastaða Staða bústjóra við Vífilsstaðabúið er laus til umsókn ar frá 1. maí 1965. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. — Umsóknir ásamt upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 15. apríl 1965. Reykjavík, 29. marz 1965. Skrifstofa rikisspítalanna. IHsnn óskast Okkur vantar 2 röska verkamenn við uppsetningu á skilrúmum í mánaðartíma. — Innivinna. TOLLVÖRUGEYMSLAN H. F. Héðinsgötu — Reykjavík — Sími 38070. Ásvallagötu 69. Sími 21515 - 21516. Kvöldsími 33687. Til sölu í vesturbæiium Til sölu nýleg 4ra herb. íbúð í sambýlishúsi á Mel- unum. — Mjög góður staður. íbúðin er í góðu standi og getur orðið laus strax. Vorahlulaverzlun - Atvinna Mann vantar nú þegar eða sem fyrst í varahluta- verzlun okkar. — Þekking á bifreiðum og bifreiða- varahlutum nauðsynleg. Algjör reglusemi áskiiin. KP KRISTJANSSIIN H.f. S 'M B 0 0 I € 5UDURLAKDSBRAUT 2 • SÍMi 3 53 00 Þórður Ingimundarson IVIinníngarorð A Ð morgni 4. þessa mánaðar andaðist í Kaupmannahöfn Þórð- ur Ingimundarson (GunSten), fyrrum bifreiðarstjóri og lög- regluþjónn hér í borg, á 60. ald- ursári. Hann var sonur hjónanna Sig- ríðar Þórðardóttur frá Læk í Aðalvík og Ingimundar Þórðar- sonar frá Kletti í Gufudalssveit, þar sem þau fyrst reistu bú í sambýli við föðúr hans, en flutt- ust brátt vestur í Alftafjörð við ísafjarðardjúp, og þar fæddist Þórður að Dvergasteini 29. ágúst 1905. Eftir 14 ára dvöl í Álfta- firði fluttust foreldrar hans aft- ur á föðurleifð föður hans að Kletti og bjuggu þar, unz þau árið 1922 fluttu til Hnífsdals við ísafjörð. Þórður ólst upp með foreldr- um sínum og gekk til allra venju- legra búverka með föður sínum, eftir því sem aldur og þroski leyfði, svo sem venja var um unglinga á þeim tímum. Var hann snemma bráðger og fjöl- hæfur til allra verka. Sem margt annað ungra manna þráði hann meiri menntun en hægt var að öðlast hjá umferða- kennara sveitarinnar með 2—3 vikna nárfti í 2—3 vetur til undir- búnings fermingar, svo sem al- mennt var í þá daga, en varð þó mörgu ungmenninu eina skóla- gangan á ævinni. Það var því mikil eftirvænting hjá honum, er hann haustið 1923, þá 18 ára gamall, innritaðist í héraðsskól- ann að Núpi í Dýrafirði. En það átti ekki fyrir honum að liggja að fá lengi að njóta þar þráðrar fræðslu. í marz þennan vetur (1924) andaðist faðir hans og stóð móðir hans þá uppi með 7 börn, 3 dætur -— auk Þórðar — á legg komin, en 2 dætur og 1 son á bernskuskeiði. Fyrir hann var því nú sá einn kostur fyrir hendi, að hætta námi og fara heim, til að hjálpa móður sinni við að framfleyta heimilinu af eigin ramleik hennar og barn- anna — og það tókst. Árið 1927 flyzt Þórður til Reykjavíkur. Starfaði hann fyrst um skeið utanbæjar, en gerðist brátt bifreiðarstjóri hjá Stein- dóri Einarssyni. Hafði Steindór miklar mætur á honum sökum starfshæfni hans, traustleika, prúðmennsku og lipurðar í starfi. Sýndi Steindór og fjölskylda hans Þórði jafnan síðan, er fund- um þeirra bar saman, trygglyndi og höfðingsskap. En í ársbyrjun 1930 gengur Þórður úr þjónustu Steindórs og gerist lögregluþjónn hér í borg- inni og varð það honum afdrifa- ríkt, því að hann var einn þeirra of mörgu lögregluþjóna, sem í þeim eftirminnilega götubardaga 9. nóvember 1932 fékk þann á- verka á höfuðið, sem hann ætíð síðan bar sívaxandi menjar eftir. Gætti í fyrstu ekki alvarlegra af- leiðinga af því höggi — eða höggum — sem hann þá hlaut, en með árunum ágerðust afleiðing- arnar svo, að á bezta aldri, eða innan við fimmtugt, varð hann óvinnufær. 1955 var ástandi hans og heilsu svo komið, að sá frægi heilaskurðlæknir, dr. Busch, í Kaupmannahöfn, ákvað að freista þess, að reyna að hjálpa honum, ef unnt væri með höfuð- uppskurði. Fékk Þórður við þá aðgerð nokkurn bata — að vissu Terylene eldhús gltigga- tiakfj.efni í kappa og þverstykki, gult rautt, grænt og blátt. Gardifiuihúðlii Ingólfsstræti. TASÍIÐ BETRI IHYIMIIIR FILTERAR NÆRLINSUR SÓLSKYGGNI ásamt leðurtöskum FYRIR FLESTAR TEGUNDIR MYNDAVÉLA. GEV4FÓTÖ Lækjartorgi — Sími 24209. Vélritunarskóli Sigríðar Þórðardóttur. Ný námskeið hefjast næstu daga. Upplýsingar í síma 33292. StúEkur óskast Þvottahúsið Bergstaðastræti 52. Upplýsingar í síma 14030 og 17140. leyti — en þó ekki meiri en svo, að óvinnufær var hann eftir, sem áður. Enda gaf dr. Busch þann úrskurð, að aðgerðinni lokinni, að orsök sjúkleika hans væri gamalt höfuðmeiðsli, og að heilsufarslegt ástand hans mundi versna smátt og smátt, með ár- unum, þar til yfir lyki. Nokkru eftir að Þórður hætti störfum hjá lögreglunni, fór hann til Noregs, 1936, en dvald- ist þar þó skamma hríð, því fljót lega fluttist hann til Kaupmanna- hafnar, þar sem tvær systur hans voru búsettar — og eru enn. Bjó hann þar síðan til dauðadags og vann þar við verzlunarstörf svo lengi, sem heilsan gaf honum krafta til. Þórður var glæsimenni á velli, vel gerður og gefinn, vinfastur og vinmargur, og með það góða hjartalag, sem allt vildi gott fyrir alla gera — jafnvel meira en geta og heilsa leyfði. — Þegar hann fyrir rúmu IV2 ári kvaddi okkur hjónin, ásamt 14 ára dó'tt- ursyni okkar, í síðasta sinn, á Kastrup-flugvelli, sagði hann við drenginn: „Þegar þú kemur næst til Hafnar, veiztu hvert þú átt að leita“. Þarna, sem ávallt, kom fram hans rétta, ljúfa hjartalag. Kærleiksfullur vilji til hjálpar — meiri en heilsa og kraftar leyfðu. Enda þótt síðustu æviár Þórð- ar væru — frá sjónarmiðið okk- ar, vina hans og ættingja —, þung byrði, var hann ávallt sá sami góði og glaði drengurinn, sem við áður þekktum. Hann var í vinahópi hrókur alls fagnaðar, söngvinn mjög, og aldrei var hann glaðari en þegar hann átti þess kost, í útlegð sinni, að syngja okkar gömlu og góðu ís- lenzku þjóðlög, sem hann nam í æsku og síðar. Þótt hann dveld- ist nær 30 ár á erlendri grund, , var enginn meiri íslendingur en hann. Ög hans meðfædda létta lund og lífsgleði gerði honum bært að bugast ekki undan bvrði líkamlegrar hrörnunar um aldur fram, sem mörgum öðrum mundi hafa reynzt ofraun. Föstudaginn 12. marz var bál- för hans gerð, að lokinni hátíð- legri og virðulegri minningar- athöfn í Katharinebjærgs Krema torium, sem prestur íslendinga í Danmörku, sr. Jónas Gíslason, framkvsemdi með mikilli prýði og virðuleik. Ösku Þórðar flutti svo Þorbjörg, önnur systra hans, sem í H'öfn búa, hingað heim, og verða þessar síðufetu jarðneskar leyfar hans grafnar í dag við hlið móður hans, sem látin er fyrir 9 árum, — að aflokinni minn- ingarathöfn í FossvogskapelTu. Er þetta gert að hans eigin ósk, því að í íslenzkri mold vildi hann liggja er yfir lyki. Og nú, þótt ævi Þórðar sé öll, gleymist ekki vinum hans og vandamönnum minningin um vináttu hans, hjartagæzku og fórnarlund, góðar og glaðar sam verustundir — já, svo ótal margs, sem er að minnast og þakka. Þær minningar munu lifa í þakklátum hjörtum þeirra sem honum kynntust, fyrr og siðar. Guðbjörn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.