Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1965 þess að gera við hjólin sín. Þannig geta þeir líka sparað drjúgan skilding. Verkstæðið er opið öll kvöld, en yfirum- sjón með því hefur einn úr hópi piltanna, Egill Bjarna- son. Hann er kallaður verk- stæðisformaðurinn, og strák- arnir segja, að hann sé þús- undþjalasmiður og kunni ráð við öllu, sem lýtur að vélhjól- um. Hœfnisæfingar hafa notið mikila vinsælda, en þær eru samkvæmt kerfi, sem sett hef- ur verið saman fyrir öll Norð- urlönd. Einnig hafa piltarnir á takteinum sérstakt próf, þar sem eru um 30 spurningar, sem lúta að umferðinni, og er þannig tryggt, 'að engin með- limur ryðgi í umferðareglun- um. Jón bendir okkur rétti- lega á, að í vaxandi umferð sé mjög mikils um vert, að piltur, sem eignast vélhjól, fái góða fræðslu um umferða- reglur og merki þar að lút- andi. Hann segir okkur, að Nokkrir piltanna í Eldingu fyrir utan Golfskálann. Með þeim á myndinni er Jón Pálsson. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.). „IVIesta skömmin að þurfa að stíga með“ Spjall við unga vélhjólaeigendur Á góðviðrisdögum má oft líta fríða fylkingu ungra manna á vélhjólum taka stefnuna út fyrir borgar- mörkin. Oft eru þeir um 40 saman, en í fararbroddi fer lögregluþjónn á bifhjóli. Þetta er skemmtileg sjón, og kannski ekki sízt fyrir þá sök, að allir eru piltarn- ir klæddir eins: í svörtum leðurjökkum, leðurstígvél- um og með hvíta, vígalega hjálma á höfði. Margur hefur staldrar við, horft á eftir piltunum og spurt sjálfan sig: Hvaða fuglar skyldu þetta nú vera? Það eru félagar í vélhjóla- klúbbnum Eldingu, sem hér um ræðir. Þegar við heimsótt- um piltana á dögunum uppi í Golfskála, komumst við fljótt að raun um það, að starfsemi þeirra er hin merkilegasta. í Golfskálanum eiga þeir sama- stað — og þar hafa þeir búið sér myndarlegt verkstæði. Ráðunautar klúbbsins hafa verið frá upphafi Jón Pálsson og Sigurður Ágústsson og hef- ur klúbbnum vel farnazt undir þeirra foryztu. Jón er fulltrúi Æskulýðsráðs og kemur mál- efnum piltanna á framfæri við það. Hann er alltaf nær- staddur þegar piltarnir koma saman og er boðinn og búinn til að veita þeim aðstoð sína. Sigurður hefur efnt til fræðslufunda fyrir piltana um umferðarmál og hann hefur farið með þá í ferðalög upp um sveitir. Þegar okkur bar að garði eitt kvöld í vikunni, hittum við nokkra piltanna og Jón Pálsson. Jón segir okkur frá tildrögum að stofnun klúbbs- ins — Klúbburinn var stofnað- ur 19. nóvember 1960 og til- drög að stofnun hans voru í rauninni umferðaslys í Reykja- vík, sem skapaðist vegna van- kunnáttu unglinga, sem tvi- menntu á kraftmiklu vélhjóli og óku af miklum glannaskap. Ég gerði þennan atburð að umtalsefni í Tómstundaþætt- inum, sem ég hafði þá með höndum í útvarpinu og fékk þrjá vélhjólaeigendur til að koma í þáttinn og ræða við mig. Ég spurði þá meðal ann- arg, hvernig þeir fengju rétt- indi til að aka vélhjólum, oig þá kom margt undarlegt í ljós: Það var enga fræðslu um Þeir skipa stjórn Eldingar: Jón Snorrason, Helgi Sveinbjöms- son, Egill Bjarnason, Kristján Magnússon og Örn Á. Sigurðs- son. meðferð hjólanna hægt að fá, og ekkert æfingasvæði var fyrir hendi, þar sem þeir gátu æft sig að aka hjólunum. — Piltarnir urðu allir mjög hrifnir af þeirri hugmynd að setja á stofn klúbb vélhjóla- eigenda og töldu, að slíkur klúbbur gæti gert mjog mikið gagn, bæði fyrir umferðina og þá sjálfa, ef þeir gætu skapað sér aðstöðu til að gera við hjólin. Upp frá þessu fór- um við Sigurður Ágústsson að, setja okkur í sam- band við vélhjólaeigend- markmið klúbbsins sé sem hér segir: •k Að koma á' föstum skemmti og fræðsiukvöldum. ★ Efna til fræðslu um um- ferðarmál. k Gefa félögum kost á að vinna að viðgerð hjóla sinna. ■ár Efna til hæfnisprófa. k Efna til ferðalaga. ★ Fá hentugt æfingasvæði og koma á æfingum í akstri vélhjóla. Æskulýðsráð hafi reynt að koma á samvinnu við Bif- reiðaeftirlitið þess eðlis, að piltum, sem ætli að gangast undir próf á vélhjól, verði vísað á klúbb, sem geti látið þeim í té æfingasvæði til að æfa sig á akstri og allri með- ferð hjólanna, og geti einnig séð fyrir fræðslu í sambandi við umferðina. Og hvað þetta atriði snertir, er að sjálf- sögðu aðeins um Eldinigu að ræða. Verkstæðið er hið myndarlegasta, — það er opið á hverju kvöldi fyrir þá, sem eru með lausa skrúfu! ur, sem Við hittum á götu, og um síðir bauð Æskulýðsráð til stofnfundar vélhjólaklú'bbs, sem hlaut nafnið Elding. Það var í nóv- embermánuði 1960. Klúbbur- inn hefur starfað óslitið síðan, og er óhætt að seigja, að hann hafi komið mörgu góðu til leiðar. í þessu sambandi má geta þess, að milli umferðalögregl- unnar og klúbbsins hefur allt- af verið mjög ánægjulegt samstarf. Piltarnir hafa oft- sinnis lagt lögreglunni lið, til dæmis, þegar meiri háttar kappleikir hafa farið fram á Lauigardalsvellinum og þegar efnt hefur verið til keppni í góðakstri. — ★ — f lögum Eldingar segir, að Hvað snertir fræðslukvöld- in koma piltarnir saman hvert miðvikudagskvöld, og fer þá jafnan fram einhver fræðsla um umferð og umferðamál. Annað hvert miðvikudags- kvöld eru sýndar kvikmyndir, og þá fyrst og fremst fræðslu- kvikmyndir um vélhjól og bíla. Yfirleitt er á fundunum rætt um það, sem efst er á baugi hverju sinni, — þanniig er til dæmis á veturna rætt um það, hvað varast beri í hálkunni. Þá fá piltarnir oft heimsóknir sérfróðra manna, sem flytja erindi um umferðamál, og seg- ir Jón okkur, að áhugi pilt- anna sé þá svo mikill, að heyra megi saumnál detta! Piltarnir í Eldingu hafa komið sér upp myndarlegu verkstæði í Golfskálanum, þar sem þeir hafa góða aðstöðu til ☆ Ekki alls fyrir löngu kom mikið vandamál til sögunnar hjá vélhjólaeigendum, og það hefur verið mikið áhyggjuefni piltanna í Eldingu. Skráning vélhjóla hefur verið stöðvuð. Þetta kom í Ijós, er við spjöll- uðum við fjóra pilta, sem skipa stjórn Eldingar. Við höfðum spurt, hvort nýir fé- lagar væru ekki sífellt að bæt- ast í hópinn, þegar formaður- inn, Jón Snorrason saigði, að við því væri ekki að búast. þar sem nýtt hjól kæmi ekki inn í landið lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.