Morgunblaðið - 31.03.1965, Side 13

Morgunblaðið - 31.03.1965, Side 13
MiSvikudagur 31. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 Aieins sérfræði- leg aistoð BlaíFinu hefur borizt eíúr- farandi athugasemd frá raf- orkumálastjóra vegna fréttar „I»jóðviljans“ fimmtudaginn 11. marz sl. „Erlendir verk- fræðingar eru nú falaðir til starfa hér á landi“: 1 DAGBLAÐINU „Þjóðviljanum“ birtist fimmtudaginn 11. marz 1965 frétt með fyrirsögninni „Er- lendir verkfræðingar eru nú fal- «ðir til starfa hér á landi“. Viku- blaðið „Frjáls þjóð“ víkur að þessu satna, þó á óbeinni hátt sé, !hinn 25. marz sl. í tilefni af þessu leyfi ég mér að taka fram eftir- farandi: Tildrög þessa máls eru þau, að í desember-mánuði 1962 sótti rík- isstjórnin um sérfræðilega og fjár haigslega aðstoð frá einni af stofn unum Sameinuðu Þjóðanna, svo- nefndum Sérsjóði (Special Fund) við vissa þætti virkjunarrann- sókna á vatnasvæðum Þjórsár og Hvítár. Aðstoðin var bundin við nokkur þröng svið virkjunarrann sókna og virkjunarundirbúnings, sem sumum hverjum hafði verið litt sinnt hér á landi fram til þess tíma og íslenzkir sérfræðingar því ekki öðlast reynslu í. Til- gangurinn var fyrst og fremst sá, að flytja inn í landið nýjustu þekkingu á þessum sviðum, með ' því annarsvegar að fá nokkra mjög færa erlenda sérfræðinga til starfa hér á landi um vissan tima oig hins vegar að senda ís- lenzka verkfræðinga og aðra sér- fræðinga utan til kynnis- og námsdvalar. í sumum tilvikum er hér um að ræða þekkingu og starfsaðferðir, sem eru svo til nýjar af nálinni og komið hafa fram á siðustu árum, svo sem ým- isskonar notkun nútíma reikni- tækni við hönnun vatnsaflskerfa o.fl. Stjórn Sérsjóðs S.Þ. samþykkti í júnímánuði 1963 að veita þessa aðstoð, og var Efnahags- og fé- lagsmáladeild S.Þ. falin fram- kvæmd hennar af hálfu S.Þ., þar á meðal að útvega þessa sérfræð- inga. Ýmis atvik hafa valdið því aó framkvæmdin á aðstoð þessari hefur dreigizt nokkuð frá því sem upphaflega var ráð fyrir gert. Má þar-einkum til nefna að sér- lega miklar kröfur eru gerðar til þessara sérfræðinga um þekk- ingu og reynslu, og er ástæða til að taka fram hér, að þeir menn, sem að framkvæmd þessarar að- stoðar hafa starfað af hálfu S.Þ. hafa lagt sig í líma við að tryggja að einungis vel færir sérfræðinig- ar yrðu fengnir til þessara starfa hér, Sérfræðingar eru hins vegar .yfirleitt því torfengnari því fær- ari sem þeir eru, svo sem al- kunna er, og á þetta vafalaust sinn þátt í þeim drætti, sem orð- ið befur á framkvæmd aðstoð- ai. inar. yrir um það bil ári komu þó hin^að fyrstu sérfræðingarnir, sem aðstoð þessi tekur til, tveir norskir ísafræðingar, sem taldir eru meðal hinna færustu í heim- inum á sínu sviði. — Hafa þeir starfað að rannsóknum á ísum á Þjórsár- og Hvítársvæðinu, á- samt innlendum samstarfsmönn- um, svo sem kunnugt er af blaða íregnum. Nú fyrir skömmu auglýsti Efna haigs- og félagsmáladeild S.Þ. svo eftir öðrum þeim sérfræðingum, sem áformað er að fá hingað. Auglýsingar þessar munu hafa iarið fram með sama hætti og tíðkast hjá Sameinuðu Þjóðunum í slíkum tilvikum, þ,e. með milli- göngu utanríksiráðuneýta með- limarikjanna, en þaðan fara þær svo til félaga, stofnana og blaða í hverju landi. Auglýsingin í „Ingeniörens Ugeblad“, sem varð tilefni til skrifa „Þjóðviljans“ mun komin á þennan hátt frá danska utanríkisráðuneytinu, enda hafa í I.U. á undanfornum árum birzt samskonar auglýsimg- ar um störf á vegum S.Þ. víðs- vegar í heiminum. Hitt er mis- skilningur að auiglýst hafi verið eftir þessum sérfræðingum í Dan mörku sérstaklega eða að ákveð- ið sé að ráða þá þaðan. Tekið skal fram, að val sérfræðinganna fer fram af hálfu S.Þ. í samráði við raforkumálastjórnina, sem ís- lenzka ríkisstjórnin hefur falið að annast framkvæmd aðstoðar- innar af íslands hálfu. I umræddum skrifum „Þjóð- viljans* er gefið í skyn að aug lýsingin í „Ingeniörens Ugeblad“ standi í sambandi við undirbún inig Búrfellsvirkjunar og hugsan- lega byggingu aluminíumverk smiðju hér. í því sambandi skal tekið fram, að sérfræðiaðstoð þessi frá Sameinuðu Þjóðunum stendur í alls engu sambandi við byggingu aluminíumverksmiðju. Hún er ekki heldur til komin vegna Búrfellsvirkjunar sérstak- lega, né heldur fyrst og fremst vegna hennar, enda þótt sumar aí niðurstöðum þeirra rannsókna, sem sérfræðingunum er ætlað að framkvæma, muni koma að not- um við undirbúning Búrfellsvirkj unar á sama hátt og við undir- búning hverrar annarrar vatns- aflsvirkjunar á Suð-vesturlandi, sem valin kann að verða ef ekki verður af byggingu aluminíum- verksmiðju. Þessi aðstoð Sérsjóðs S.Þ. mun koma að notum við vatnsaflsvirkjanir hér á landi yf- irleitt í framtíðinni, enda er sá einmitt tilgangur hennar. Frásögn „Þjóðviljans" ber fyr- irsögnina „Erlendir verkfræðing- ar eru nú falaðir til starfa hér á landi“, og er með slíkri fyrirsögn gefið i skyn að um sé að ræða að ráða erlenda verkfræðinga í sömu eða samskonar störf og ís- lenzkir verkfræðingar hafa unnið að eða vinna að. Eins og ljóst er af framansögðu er hér alls ekki um það að ræða að ráða útlenda verkfræðinga til venjulegra verk fræðistarfa hér á landi, heldur til mjög sérhæfðra starfa um tak- markaðan tíma. Sjötugur: Olafur Vík í Jónsson Mýrdal ÓLAFUR er fæddur að Höfða- brekku í Mýrdal hinn 22. marz 1895. Foreldrar hans voru hjónin Jón trésmiður Brynjólfsson frá Litlu-Heiði, Guðmundssonar og Rannveig Einarsdóttir oddvita á Strönd í Meðallandi, Einarsson- ar. Að honum standa því sterkir stofnar í báðar ættir. Enda þótt ég viti að Ólafur óskar þess ekki, að um hann sé skrifað í blöð og ég geti búizt við, að hann kunni mér litlar þakkir fyrir, þá ætla ég, þótt seint sé, að senda frá mér þessar línur í þeirri von, að hann virði mér þær til betri vegar og sætti sig við orðinn hlut. Þetta verður þó engin tæmandi æviferils- skýrsla, því ég veit að ekki stoð- ar að leita til hans sjálfs um upp- lýsingar af framan greindum á- stæðum. . Ungur að árum fluttist Ólafur frá HöfðaBrekku að Suður-Vík til Halldórs kaupmanns Jónsson- ar. Vann hann þar fyrstu árin við alla algenga sveitavinnu, en síðar við verzlunarslörf, hin síð- ari ár sem bókari. Þegar sú verzlun lagðist niður og við tók Verzlunarfélag Vestur-Skaftfell- inga, réðist Ólafur þangað og hef ur starfað þar síðan. Nám stundaði Ólafur í Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði og lauk þaðan burtfararprófi. Um nokkur ár var hann há- seti á togurum, en stundum for- maður á árabátum í Vík. Við fuglatekju í Vík var hann all- mörg ár, enda fjallaferðamaður ágætur og fullhugi mikill, þótt með fullri forsjá væri og aldrei yrði að slysi. Má þó öllum kunn- ugum fullljóst vera, að ekki er öllum hent að þreyta fangbrögð við björgin og sjóinn í Vík, ef fast er sótt, sem oft vill henda. Þess má geta, að Ólafur hefur verið töluvert við opinber störf riðinn, þrátt fyrir það, þótt hann hafi ekki sjálfur eftir þeim sótzt. Var hann t.d. allmörg ár í skatta- nefnd, stjórn Sparisjóðs Vestur- Skaftafellssýslu, í stjórn Sjúkra- samlags Hvammshrepps og gjald keri þess frá byrjun til þessa dags. Hefur hann rækt þessi störf af mikilli alúð og skyldu- rækni. Kvæntur er Ólafur Ingibjörgu Elisabetu Ásbjörnsdóttur, sjó- manns og fiskimatsmanns frá Melshúsum á Akranesi, mikilli dugnaðar- og myndarkonu. Eiga þau eina dóttur, Sigríði, sem gift er Valdimari Tómassyni, verzl- unarmanni í Vík. Óska ég þeim öllum gæfu og gengis í framtíð- inni og þakka innilega öll sam- skipti á liðnum árum. Vík, 26. marz 1965. Jón Þorsteinsson Til sölu mjög góð 5 herberg'a íbúð við Álfheima. íbúðin er teppalögð, tvær samliggj- andi stofur með suðursvölum, skáli, þrjú svefn- herbergi, eldhús og bað. Lóð frágengin. □ FASTEIGNA- OG LOGFRÆÐISTOFAN LAUGAVEGI 28ð, simi 1945? Gísli Theódórsson Fasteignaviðskipti Heimashni 18832. VIÐ ÓÐ INSTORG SÍMI 20490 Stúlka Dugleg stúlka óskast til aðstoðar í bakaríi. Jón Stmonarson ht. Bræðraborgarstíg 16. ÞHÍFASA RAFMÚTORAR fyrirliggjandi af eftirtöldum stærðum: %, 1. 1,5, 2, 3, 4 og 5,5 HP. Vatnsþéttir (P 33) 220/380 Vött 1450 s/min. Málsetning mótoranna er samkvæmt I. E. C. (International Electrotechnical Commission). 3000, 1000 og 750 s/mín. verða til á næstunni. Söluumboð Véladeiid S. í. S. Ármúla 3; sími 38900. JÖTUNN H. F., rafvélaverksmiðja. Hringbraut 119. — Sími 20-500. Starfsmannafélag ríhisstofnana Aðalfundur Aðalfundur SFR 1965 verður haldinn í Glaumbæ, niðri, fimmtudaginn 6. maí 1965 og heíst kl. 20. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Athygli félagsmanna skal vakin á 11. gr. félagslaga, en þar segir m.a.: „Heimilt er 25 eða fleiri fullgildum félagsmönnum að gera tillögu um einn eða fleiri stjórnarmenn. Skulu tillögurnar vera skriflegar og berast stjórn fé- lagsins a.m.k. 25 dögum fyrir aðalfund. — Öllum til- lögum skal fylgja skriflégt samþykki þeirra, sem stungið er upp á. Vanti samþykki aðila, skal uppá- stunga teljast ógild að því er hann varðar. Tillögum skulu ennfremur fylgja glöggar upplýsingar um heimilisfang". Stjórn félagslns skipa tíu menn; formaður, sex með stjórnendur og þrír menn í varastjórn. Lög félagsins hafa verið sérprentuð og verður dreift til félagsmanna innan tíðar. Reykjavik, 30. marz 1965. Sverrir Júh'usson, formaður SFR. ^^Fbilasaia GUÐMUNDAR Berct>óru(ötu 3. Slmar 19032, 20070. Okkur vantar 2 góða bíla, 12—15 manna. einnig nýj ar gerðir af htlum fólksbílum og Land-Rover bila. GUÐMUNDAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.