Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 31. marz 1968 MORGUNBLAÐIÐ 21 Tvær Guðrúnar í Gamla bíó ÞAÐ má teljast viðburður á öld bítilóðra, öskrandi hottentotta að tvær íslenzkar listakonur skuli taka í sig kjark til þess að bjóða músikunnendum upp á jafn gamaldags (sic) fyrirbrigði og naer óaðfinnanlega flutta tónlist eftir hina gömlu meistara, Mozart, Hándel, Schubert og Wolf. |' Reyndar létu refsinornirnar ekki lengi standa á sér. Á sama tíma sem æskulýður landsins, ixpplýstur af langri skólagöngu og konfirmaður af kanasjónvarpi, sprengir gólandi utanaf sér stærstu hljómleikasali bæjarins, ef getur þar að heyra og sjá arftaka hellisbúa steinaldar og öskurapa frumskóganna, máttu j þessar ungu og indælu listakonur ! ihorfa yfir ekki nærri fullt hús á síðari tónleikunum. Þeir áheyr- endur sem gáfu sér þó stund frá kveldsins amstri til þess að sitja þessa stund í Gamla Bíó og hlýða á óperu- og ljóðasöng fengu ómak sitt hundraðfalt end- urgoldið. Guðrún Tómasdóttir er engin valkyrkjusópran, en þeir sem þekktu rödd hennar og aðra hæfileika höfðu alla ástæðu til að vona, er hún hvarf af Jandi brott til söngnáms, að árangur- inn yrði hinn gagnmenntaði, fág- aði og stílhreini söngur er lét i í eyrum á fimmtudagskvöldið. Og xneðan ég man, leikmannseyru ! gátu enganveginn greint þetta i portamento, sem einhver var að j gagnrýna á fyrri tónleikunum. j Hinn finnst mér óþarfi fyrir ís- ! lenzka söngkonu að leggja sér til hið nauðaljóta flatþýzkunnar guttulrala r, í stað þess að nota hreint tungbrodds r, við þýzku textana sem mér er sagt að minnsta kosti teljist ekki fram- burðar galli hjá menntuðum Suður-Þjóðverjum og fer miklu betur í söng. f* Söngmenning virðist vera í lág gengi meðal íslendinga sem stendur. Það teljast sem sagt við- burðir, ef einhver hinna mörgu ágætu söngvara okkar vogar sér út í konsertævintýri. Ennfremur höfum við talsvert af frambæri- legum lagasmiðum en verk þeirra eru ekki frekar fáanleg í músikbúðum en hárlokkur af höfði heilagrar Sesselju, þó hest- burðir af amerísk- enskri dægur- lagamúsik seljist daglega.Músik- snobberíið lætur að vísu sjaldan á sér standa, a.m.k. á einn kon- sert, ef til landsins kemur söng- stjarna fræg úr útlöndum til að klappa upp 2 aukalög. En þó höfuðstaður íslands geti" ekki dregið að sér til starfa stjörnur á borð við þær er dvelja við Scala eða Covent Garden, væri æskilegt að músikunnendur hér sýndu þann skilning að hinir ágætu söngvarar okkar sem eru að koðna niður vegna verkefna- skorts fengju tækifæri til þess að halda list sinni við og þyrftu ekki að flýja land til þess að syngja eða fara til sjós í föðurlandi sínu til þess að lifa. Þetta er sérstak- lga skrifað með það í hug að okkur skortir áreiðanlega ekki efni á að halda þá vel, ef við getum fleygt milljónum árlega til þess að flytja inn hellisbúa úr enskum hafnarbæjum og hottintottska blásara okkur til uppbyggingar, og greitt í bein- hörðum gjaldeyri án þess að blikna. Áhugi fyrir sönglist, skák, skáldmennt eða bítlagóli er að mjög miklu leyti áróðursspurs- mál og hér hvílir ábyrgðin að langmestu leyti á forráðamönn- um þjóðarinnar, menntafrömuð- um, útvarpi og blöðum. Það þarf örugglega ekki að auglýsa oft þá staðreynd dagsins á viðeigandi hátt, að það séu nær eingöngu hinir vargefnaíi unglingar sem fyllast móðursýkisköstum yfir hinu rafmagnaða góli gítarlubb- anna svo að rakarastofurnar fengu nóg að gera að gefa þess- um æskumönnum aftur mennskt útlit. Ekki þyrfti heldur mjög mikla hvatningu né leiðbeiningu til þess að hinir fjölmörgu sífróð- leiksfúsu og oft leitandi hugir íslenzkra æskumanna létu ekki fara fram hjá sér listviðburði eins og konsert Guðrúnanna, en fögnuðu þeim í þess stað með orðunum: Mættum við fá meira að heyra. Egill Stardal. — Grlmdarleg Framhald af bls. 1 fórust. En eftir því sem bezt verð ur séð kom annar tilræðismann- anna akandi að sendiráðinu í bif- reið, sem mun hafa verið hlaðin um 100 kílóum af sprengiefni. Maðurinn stöðvaði bifreiðina, og kom þá lögreglumaður strax á vettvang «g skipaði honum að Ihalda á brott. En maðurinn sagði það útilokað, því bifreiðin væri Ibiluð. Áður en lögreglumaðurinn gat frekar að gert kom maður að á mótorhjóli. Hljóp ökumaður bif reiðarinnar þá til og settist á sæt- íð fyrir aftan hjólreiðamanninn, sem ók þegar af stað. Lögreglu- maðurinn greip þá til byssu sinn- ar og skaut að mönnunum á mót- orhjólinu. Þeir svöruðu í sömu mynt og féll lögreiglumaðurinn fyrir skotum þeirra. Annan lög- reglumann bar þá að. Skaut hann é ökuman mótorhjólsins og særði íhann. Missti þá ekillinn stjórn á hjólinu og féll til jarðar. f sama mund sprakk bifreiðin við sendi- ráðið í loft upp með gný miklum, sem heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. Og í sprengingunni fórst ósærði samsærismaðurinn. Sá særði náðist og var handtek- inn. Heitir hann Nguyen Van Hai og er 32 ára. Lögreglan er sannfærð um að Hai sé meðlimur Viet Cong. Sjálf- ur ber hann á móti því, en segir félaga sinn hafa verið það. Út- skýrir Hai nærveru sína þannig að félagi hans hafi greitt hon- um talsverða upphæð fyrir að að- stoða sig, en ekki tekið fram við Ihvað. Hélt Hai að hér væri að- eins um innbyrðis átök tveggja bófaflokka að ræða. Lögreglan segir að Hai hafi verið vopnaður og telur sennilegt að hann hafi orðið lögreglumanninum við sendiráðið að bana. • SENDIHERRANN SÆRÐIST Alexis Johnson, sendiherra, var við vinnu í skrifstofu sinni á fimmtu hæð þegar sprengingin varð. Allar rúður sendiráðsins splundruðust við sprenginguna, einnig rúðurnar í gluggunum hjá sendiherranum. Við það skarst Johnson nokkuð í andliti. En áð- ur en hann lét gera að sárum sínum sá hann um brottflutning þeirra, sem meira voru særðir. Mestar skemmdir urðu á neðstu hæðinni. Meðal þeirra, sem þar voru við vinnu, var Thomas Wilson, ræðismaður. Seg ir hann svo frá að hann hafi heyrt skot fyrir framan sendi- ráðið oig farið út að glugganum til að athuga hvað um væri að vera. Sá hann þá bifreiðina og grunaði hvers kyns var. Leitaði hann því strax í skjól. En annar starfsmaður sendiráðsins, Viet- nam-búi, gekk þá að glugganum. I því bili varð sprengingin, og fórst sá, sem við gluggan var, samstundis. Einnig fórst banda- rísk stúlka, Barbara Robbins, 21 árs, sem var ritari við sendiráðið, ag foringi nokkur úr bandaríska heínum. • GESTIR FÓRUST í KAFFIHÚSI Við sprenginguna tættust brot úr útvegg sendiráðsins, og flugu mörg þeirra langar leiðir. Hand- an við götuna var kaffistofa þar sem margt manna sat að morgun- verði er múx- og glerbrotum Wallace Clark í munkakufli, en þeir félagar voru þannig klæddir í ferðinni. Hann heldur á líkani af farkosti þeirra. Fyrirlestur um St. Columba ÁRIÐ 1963 voru liðin 1400 ár síðan írski munkurinn St. Col- umba sigldi litlum báti með fé- lögum sínum frá Londonderry á írlandi til Iona á Skotlandi. Á þessum tímamótum tóku nokkrir írskir áhugamenn sig saman um að fara sömu leið við svipaðar kringumstæður. Foringi fararinnar, Mr. Wallace Clark, er nú staddur hér á ís- landi og mun hann halda fyrir- lestur um þessar ferðir í 1. kennslustofu Háskólans í dag. Fréttamönnum gafst í gær kost- ur að hitta Mr. Clark að máli. rigndi yfir gestina, oig eld- og reyksúla steig upp í um 100 metra hæð við sprenginguna. Særðist mikill fjöldi gestanna, en nokkr- ir fórust. Mest varð þó mannfall- ið úti á götunni, og var aðkoman þar ömurleg á eftir. Strax eftir sprenginguna var hafinn brottflutningur særðra. Margir af starfsmönnum sendi- ráðsins höfðu fengið glerbrot í augun, og voru nokkrir þeirra fluttir flugleiðis til Filipseyja í dag þar sem sérfræðingar munu reyna að bjarga sjón þeirra. Ein starfsstúlka sendiráðsins var mjöig illa skorin í andliti og á lík- ama, og um 30 konur aðrar hlutu andlitsskurði. Bandarískur liðþjálfi var stadd ur um 50 metrum frá sendiráð- inu þegar sprengingin varð. Seg- ir liðþjálfinn, Lyle Goodwin, að sprenigin hafi skellt honum tþl jarðar, en síðan hafi hann haldið til sendiráðsins. Á leiðinni hras- aði hann um lík tveggja lögreglu þjóna. „Það var eins og eldur Vítis hafi brotizt út“, sagði hann. Hann hélt fyrst til kaffistofunn- ar og leit þar inn. Þar lágu 17 manns í blóði sínu, nokkrir þeg- ar látnir, Aðstoðaði hann hina særðu við að komast út. • LOFTÁRÁS Á HANOI? I Saigon heyrast í dag hávær- ar raddir um að sprengingin muni leiða til þess að Bandaríkja menn geri loftárás á Hanoi. Hafa mangir Bandaríkjamenn þá sögu að segja að hermenn og stjórnar- fulltrúar Suður Vietnam hafi tekið þá tali og sagt: „Nú eigið þið ekki um neitt að velja, nú vei’ðið þið að ráðast á Hanoi.“ Sagði hann við það tækifæri að leið sú, er þeir félagar fóru sé um 180 mílna löng. Voru þeir 13 saman. á báti, sem þeir höfðu lát- ið smíða eftir hinum írsku curraghs". Tók ferðin 8 sólar- hringa. Mr. Wallace Clark kemur hing að á vegum Anglia, en hann hef- ur að undanförnu ferðazt um Bandaríkin og haldið þar fyrir- lestra um þetta efni. Hann mun aðeins halda einn fyrirlestur hér og, eins og áður er greint, verð- ur hann í 1. kennslustofu Há- skólans kl. 17,30 í dag. Talsmenn stjórnarinnar í Washington vilja hinsvegar ekk- ert láta upp um hvort gripið verð ur til sérstakra ráðstafana vegna sprengjuárásarinnar. George Reedy, blaðafulltrúi Johnsons forseta, ræddi við fréttamenn í dag um málið. Aðspurður um gagnráðstafanir saigði blaðafull- trúinn: „Ég get ekkert sagt að svo stöddu“. Og hann neitaði að svara því hvort „að svo stöddu“ þýddi það að hann hefði frekari fréttir að færa innan skamms. Utanríkismálanefnd Banda- ríkjaþings kemur saman til fund ar um málið á morgun, og mun Maxwell Taylor skýra þar ástand ið í Vietnam. Talið er að sendi- herrann muni óska eftir því að herliði Bandaríkjanna þar verði fjölgað að mun. Talsmaður utan- ríkisnefndarinnar, J. W. Ful- bright, sagði á fundi með frétta- mönnum í dag að litið væri á sprengjuárásina mijöig alvarleg- FRETTIR I STUTTU MÁLI LOFTÁRÁS Á N-VIETNAM Saigon og Tokíó 30. marz (AP —NTB). — Tuttugu og fjórar sprengjuflugvélar úr fluglxer Suður-Viet-nam gerðu í dag loftárás á flugstöðina við Dong Hoi ,um 120 kílómetr- um fyrir norðan lanidamæri N- Viet-nam. í fregnum frá Sai- gon segir að flugstöðin hafi verið gereyðilögð og allar flug vélar komizt heim. í frétt frá Hanoi segir hins vegar að fimm flugvélar hafi verið skotnar niður. Með sprengju- flugvélunum voru 15 banda- rískar orustuþotur. ÁRÁS Á KÍNVERSKT SKIP? Tokíó, 30. marz (AP). — Út- varpið í Peking sakaði í dag Bandaríkjamenn um að hafa gért loftárás á kínverskt fiski- skip út af strönid Hainan-eyju á Tonkinflóa. Segja Kínverjar bandarískar flugvélar hafa gert þrjár atlögur að skipinu, en geta ekki um mannfall eða tjón. Talsmaður band.aríska utanrikisráðuneytisins sagði í dag að stjórninni væri alls ókunnugt um árás á ívokkurt kínverskt skip. KÚBANSKIR SJÁLF- BOÐALIÐAR. llavana, Kúbu, 30. marz (AP). — Blöð á Kúbu láta mikið yfir því að stjórn Castros sé reiðubúin til að senda sjálf- boðaliða til Suðaustur-Asíu, ef stjórn Norður-Vietnam óskar þess. Blaðið Hoy segir i dag í ritstjórnargrein: „Það ent engar ýkjur að segja að sér- hver Kúbúbúi vildi gjaraan fara sem sjálfboðaliði til vig- vallanna í Vietnam “ um augum, en hann kvaðst ekki telja að hún þyrfti endilega að leiða til loftárása á HanoL • TAUMLAUS GRIMMD Lyndon B. Johnson, forseti, gaf út tilkynningu í dag vegna sprengjuárásarinnar. Segir hann þar að þessi „taumlausa grimmd“, sem hafi orðið jsaklausum íbúum Vietnam að bana muni aðeins styrkja þann ásetning Banda- ríkjamanna að halda áfram að- stoð sinni við Suður-Vietnam og efla hana. Vottaði forsetinn ætt- ingjum hinna látnu samúð. f London er einnig litið alvar- lagum augum á árásina og talið að hún komi í veg fyrir þær fyrir ætalanir Breta að reyna að miðla málum í Vietnam. Ekkert hefur verið látið uppi opinberlega, en haft er eftir brezkum sérfræð- ingum að tvennt geti leitt af árás inni. f fyrsta lagi auknar hefndar aðgerðir Bandaríkjamanna, í öðru lagi auknar ofbeldisaðgerð- ir kommúnista gegn almennum borgurum í Suður Vietnam, Af þeim þrettán, sem fórust í sprengingunni í Saigon, voru tveir Bandaríkjamenn oig ellefu Vietnam-búar. Auk þess eru sjö Bandaríkjamenn og 35 Vietnam- búar alvarlega slasaðir, en 47 Bandaríkjamenn og 94 Vietnam- búar minna meiddir. Nýlt einbýlishús til sölu Til sölu sérlega vandað og glæsilegt nýtt einbýl- ishús á góðum stað í Kópavogi. í húsinu eru tvær stofur, skáli, 3 til 4 svefnherbergi, rúmgott eldhús, tvö baðherbergi, þvottahús og innbyggður bílskúr á jarðhæð. Þrennar svalir. Óvenju fallegt útsýni. Allar nánari upplýsingar gefur: ÞORÐUR G. HALLDÓRSSON INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19540 og 19191. Kl. 7,30—9 sími 51566. tlGNASALAN U X Y K .1 /\ V I K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.