Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. marz 1965 i. .Stóri vefstólinn með hreyfanlega sætinu. Kanna frá Xyrklandi til vinstri. (Sv. Þormss. tók j myndina á vinnustofu Vigdísar). Við megum ekki glata jurtalituninni íslenzku Nauðsyn að konur læri hana - segir Vigdís K. GR6ÐUR hér á landi er baeði safamikill og kraftmikill, og hann er áreiðanlega mjög heppi- legur til litunar á ullarbandi. Ég faef miklar mætur á íslenizku ull- inni. Ullartogið íslenzka er sér- staklega verðmætt til listvefn- aðar.“ Vigdís Kristjánsdóttir list- vefnaðarkona sagði þetta í upp- faafi samtals, sem blaðamaður Mbl. átti við hana á dögunum um jurtalitun og fleira í sambandi við listvefnað. Við erum stödd á vinnustofu Vigdísar á efstu faæð í Austurbæjarskólanum. — Gríðarstór vefstóll blasir við, stærri en almennt gerist. Fyrir fram.an hann er sæti, sem hægt er að renna til. Annars er vinnu- stofan alþakin hinum mestu lista- verkum úr myiyivefnaði, svo að engu er líkara en maður sé kom- inn inn í ævintýraheima. Vigdís er víðförul kona, og hún hefur haft með sér úr ferðum sinum ýmsa skemmtilega muni, m. a. brot úr grískum musterum, sem faún hefur tínt upp af götu sinni. Málverk og teppi setja annars á- hrifaríkasta svipinn á vinnustof- una. Og við höldum áfram samtal- inu um jurtalitunina og íslenzk- an myndvefnað, en það eru aðal áhugamál Vigdísar. „Við skulum t.d. nefna íslenzku togkambana“, segir Vigdís. Þeir eru ekki til annars staðar, það ég veit. Þeir eru alveg kjörnir til að draga togið með. Eg vil gjarnan fá að vita, hvar þessar 2—3 íslenzku konur eiga heima, sem ennþá kunna að draga tog með þessum kömbum. Ég vildi faeimsækja þær, því að enda þótt ég kunni aðferðina við að draga tog, veit ég þó ekki það mikið, eð ég vildi ekki vita' meira. Þessi aðferð og kunnátta deyr út með þessum konum, ef ekkert er að gert. Það verður að bjarga þess- ari þjóðlegu kunnáttu. Annað væri óbætanlegur skaði fyrir þjóðina.“ Vigdís sýnir okkur togkamba íslenzka, sem hún á. Þeir eru að norðan, stórir og sterklegir, smíð aðir af gömlum manni. „Við skulum nú víkja aftur að sauðalitunum og íslenzkri jurta- litun. Úr sauðalitunum fást mó- rauðir, gráir, hvítir og svartir- litir. í einu teppi mínu eru 18 litbrigði, en það má fá enn fleiri litbrigði, og ég er viss um, að þær konur ,sem flinkastar voru í gamla daga, hafa náð 40 lit- brigðum í teppunum. Jurtirnar, bæði blóm, lyng, rætur, laufblöð, verður að tína í gróandanum, einnig mosa og skófir. Þá verða litbrigðin frískust, faressilegust, en auðvitað má tína jurtirnar á öðrum tíma, en þá verða litirnir veikari, og sum- ir vilja það reyndar heldur. Við þurfum aðeins að flytja inn tvo liti til að lita togið, en það er indigóblár litur, sem unninn er úr indígóplöntu, sem er upprunn in í Indlandi, en það er reglulega gaman að lita með indigó. Hinn liturinn er Kjörmes og er vínrauður. Hann fæst á þann hátt að soðið er skordýr eitt, sem lif- ir á kaktusagróðri. Aftur á móti fæst hárauður litur hér af rótum Vigdís stendur við hlið eins að teppununi, sem eru sýnd í glugga Mbl. Teppi þetta er í eigu Gagnfræðaskóla Verk- náms og kallast Litamósaik. Ofið árið 1955. Hvítmurunnar, en það er bara svo falleg jurt, að ég tími ekki að nota hana til litunar,“ segir Vigdís, að það er eitthvað í rödd inni, sem segir okkur, að hún meinar það, sem hún segir. „Þegar jurtirnar hafa verið þurrkaðar, eru þær settar í geymslu á þurran stað. Það eru allflóknar reglur um suðuna, sumar jurtir má t.d. alls ekki sjóða, t.d. ekki hvitmuruna, við það slokknar liturinn. Jafnframt eru notuð ýmis efni til tvílitunar og til að festa lit- inn, og það verður að vigta jurt- irnar nákvæmlega og bera þá þyngd saman við þyngd togsins“. Vigdís dregur nú upp bók með lituðu togi úr jurtalitum, sem hún hefur sjálf litað. Eru í henni 173 litatónar, og þó vantaði í bók ina sauðarlitina og mosalitina. „Hverjir safna nú þessum jurt- um“? spyrjum við. „Ég sjálf og námsmeyjar mín- ar. Ég á land við Álftavatn, og um leið og ég grisja kjarrið, tini ég birki og víði. Birkibörkurinn gefur t.d. brúnan lit. Auk þess fer ég upp um heiðar og tíni mosa og lyng. Berjaliti hef ég hins vegar aldrei notað til lit- unar, en það er vel hægt. I sam- bandi við jurtalitun vil ég sér- staklega minnast einnar náms- meyjar minnar, Hjördisar Bjart- marsdóttur frá Sandi, sem nú er kennari við Laugaskóla. Annars er Matthildur Halldórs dóttir úr Þingeyjarsýslu braut- ryðjandi hérlendis um jurtalit- un. Þær konur, sem lita band fyrir norðan hafa lært hjá henni. Matthildur hefur allgóðar aðstæð ur til litunar, og hún er alveg snillingur í þessari grein. Aðstaða mín til litunar er ekki góð. Eg hef ekki einu sinni aðgang að þvottahúsi eða þurrklofti. Það er mjög mismunandi hvað mikið magn af jurtum þarf til litunar, og fer það eftir því, hvað liturinn á að vera dökkur. Að lokum vil ég segja þetta,“ segir Vigdís, „að ég tel brýna nauðsyn bera til þess, að ungar stúlkur, einhverjar íslenzkar val- kyrjur, taki sig saman um að læra þessa list að lita úr jurtum og haldi þessari list við í land- inu. Hún týnuist, ef ekki er brugðið skjótt við þessu til bjarg ar. Eina konu vil ég nefna enn í sambandi við myndvefnað. Það er Brynhildur Ingvarsdóttir á Akureyri. Hún er ein af braut- ryðjendunum. Hjá henni lærði ég almennan vefnað 1929. Svo að é'g bregði mér út í rómantíkina að síðustu, þá veit ég ekkert fallegra eða yndislegra, en lömbin, sem una sér um blómg aða bala, og með tilliti til þessa gerði ég m.a. teppið „Óðurinn til sauðkindarinnar“. Islenzkur myndvefnaður á framtíðina fyrir sér. Þar er verð ugt verkefni fyrir hinar ungu og dugmiklu íslenzku konur. — Afmælisrabb Framhald af bls. 15 hjá Jóni, og þá voru mér born ar þrjár tegundir kjöts: nýtt kjöt, saltað og reykt, og tvær tegundir voru af hverri kjöt- gerð, bæði feitt og ipagurt. Mér er einnig í minni, hversu mér þótti skemmtilegt og gott að koma að Kálfafellsstað til séra Péturs Jónssonar og frú Helgu Skúladóttur. Það var eitt mesta gestaheimili í Aust- ur-Skaftafellssýslu. — Önnur sýslan var mér til mikillar ánægju, en það var að vera oddviti yfirkjör- stjórnar í Austur-Skaftafells- sýslu. Sem kunnugt er sat sýslumaður Skaftfellinga vest ur í Vík í Mýrdal, og gat því ekki sinnt oddvitastöðu yfir- kjörstjórnar í Austursýslunni. Kringum þetta starf var mik- ið líf og hreyfing og kynning mikil, bæði við frambjóðend- ur og kjósendur. Flestir fram- bjóðenda á þessu tímabili voru heimamenn og ýmist frændur éða vinir. Það kom líka fyrir, að aðkomumenn voru boðnir fram af hálfu flokkanna. Af þeim er mér minnisstæðastur Sverrir Júlí- usson, sökum ljúfmennsku hans og háttvísi og þar eign- aðist ég nýjan vin, sem ég hafði ekki áður kynnzt. — Endirinn á þessu gamni mínu varð þegar kjördæma- skipuninni var breytt nú síð- ast, en þó var ég tilkvaddur til að telja atkvæði á Seyðis- firði við fyrstu kosninguna. Þar bættist skemmtilegt ferða lag við þau, sem áður höfðu verið farin, en allt var það nú með bílum. — Hvað segir þú mér af Sigurðarfi't, túnunum, sem þú hefur ræktað á aurum Jökuls- ár? — Faðir minn var mikill bókamaður og fræðimaður og átti nokkuð af gömlum bók- um og þó einkum tímaritum. Bókasafnið seldi ég árið 1954, og varði geningunum, sem ég fékk fyrir það, til þess að rækta tún á malaraurum Jökulsár í Lóni. Bletturinn fékk eins og þú sagðir nafnið „Sigurðarfit“ svo svo heitir einnig helzti hagabletturinn á miðjum Skeiðarársandi. Menn líta svo á, að ég hafi látið blettinn heita eftir mér, og má svo vera. Túnið er 10 hektarar að stærð. — Faðir minn var mikill íslenzkumaður og unni mjög íslenzku máli, og hefur það eitthvað gengið í erfðir til mín. En hann yar líka hag- mæltur, en það hef ég ekki erft. Á hans tíð voru það einkum dönskusletturnar, sem voru í hvers manns munni. Fr. S. Verzlunaríaúsnæði við Austurstræti, Aðalstræti eða Laugaveg, óskast til leigu frá 1. september nk. Búðin þyrfti að vera um 100 ferm. og lager um 40 ferm. Upplýsingar gefur; Hörður Ólafsson Austurstræti 14 — Sími 10332 og 35673. Skrifstofumaðnr óskast nú þegar. Upplýsingar ekki í síma. Vélsmiðjan Járnver Auðbrekku 38. — Kópavogi. Mér finnst raunar nokkuð vera til af þeim enn í ís- lenzku máli, þrátt fyrir leið- beiningar málfræðinganna. Það er einkum þrennt sem mér er verst við, um það setti ég að gamni mínu saman þessa vísu: „Menn mega konur ei kallast, kemur þá „manneskjan“ strax. „Upplifað“ hef ég að hallast að heimskunni „nú til dags.“ Faðir minn sat á Alþingi á síðasta tug liðinnar aldar, en hann beið ósigur í kosningum kringum aldamótin. Hann tók sér það allnærri og taldi þá höfuðandstæðing sinn, Þor- grím Þórðarson lækni á Borg- um, ,síðar í Kefla’vík, en þeir höfðu áður verið góðir vinir. Ég segi frá þessu vegna smá- atviks sem mig henti í kynn- um við Þorgrím lækni. Eitt sinn kom hann í sjúkravitjun að Stafafelli. Ég mun hafa verið um 8 ára að aldri og sat inni hjá lækninum í stof- unni og dundaði við að drepa ihúsflugur á gluggarúðunum. Segir þá Þorgrímur við mig: „Það er ekki fallegt að drepa flugurnar, Siggi minn, en þú verður vinur dýranna, það veit ég.“ Síðar varð mér það Ijóst, að drápgirnin er einn versti förnautur mannsins, og frá þessu eðli hans stafar grimmd. in með stríðum og styrjöldum. Alla tíð frá því Þorgrímur sagði þetta við mig, hef ég talið hann einhvern af mín- um beztu vinum, þótt fátt yrði með föður mínum og honum. Það breytti í engu afstöðu minni til heimilis læknisins og við börnin þeirra höfum alla tíð verið vinir. — Hvað heldurðu að valdi því, að þú heldur svo vel hárri elli, Sigurður? — Ég held að það sé eink- um þrennt. Ég hef alltaf unn- ið eftir getu og þörfum, geng- ið mikið og aðeins notað þann mat, sem ég fann að mér varð gott af. Ég var nefnilega ofur- lítið magaveikur á æskuárun- um. Ég hef alla tíð verið hófs- maður en engar öfgar stutt i þeim efnum. — Og að síðustu ætlaðirðu að segja mér ofurlítið um æsku þessa lands. — Sú mikla skólaganga, sem nú á sér stað í landinu, lær- dómur unglinganna, hlýtur að beina fólkinu inn á réttar brautir og mér fellur æsku- fólkið vel og óska því allra heilla sem viðtakendum hjá þessari þjóð. Unga fólkið er fallegt og efnilegt. Allmargt af því hefur dvalizt í sveitum landsins á sumrum. Ég þekki einn dreng úr Reykjavík, sem af þessum sökum staðfestist eystrá hjá okkur ,giftist þar bóndadóttur og býr með henni góðu búi, og nýlega hef ur hann verið skipaður hrepp- stjóri í sinni sveit. Ég vona, að þótt í framtíðinni fjöldi þessa unga fólks byggi borg- ir og bæi, þá byggi það einn- ig sveitirnar og græði sár fjallkonunnar fögru. Ég vona einnig að það læri að fara vel með dýrin og deyði ekki að óþörfu. Ég vona að þeir, sem kunna að villast af leið i glaumi borgarlífsins snúi við út til hins gróandi lífs.... „Því jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð, í sannleiks og freslisins þjón- ustugerð.“ Með þessum orðum vildi Sigurður setja púnktinn á eft- ir þessu afmælissamtali, sem við þökkum honum, um leið og við biðjum honum góða ævikvölds. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.