Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 13
■Ffmrrituáaguf S.' rnáf' 19 6 3
4* '*■*< * •• *S» #»> «.*>
MORGUN BLAÐIÐ
Fyrir skömmn var skotið npp í Haifa fyrstu loftvamareld-
flaugunum sem Israelsher fær til umráða. Eru eldflaugar þess-
ar af gerðinni „Hawk“ og hafa þeir sem með þær eiga að fara
í ísrael hlotið til þess alla þjálfun vestur í Bandarikjunum.
Sl. föstudag var formlega lokið 97 ára yfirráðum Breta yfir landsvæði einu í Suður-Afríku, ekki
ýkjastóru, er kallazt hefur Basutoland. Var þá haldin hátíðleg athöfn í höfuðborginni, Maseru,
og þar sór hollustueiða sina Elísabetu Bretadrottningu hinn nýi fulltrúi brezku krúnunnar í land-
inu, æruverðugur ættarhöfðingi Motlolehi Moshoeshoe n, útlærður í Oxford vestur og á að sjá um
að haldið sé uppi lögum og reglu í landinu unz það hlýtur fullt sjálfstæði, sem hinir bjartsýnustu
vona að verði að ári. Þá bætist nýtt ríki i sifjölgandi skara Afríkuríkja og mun eiga að heita
Lesotho og vera konungdæmi. — Myndirnar þrjár eru teknar í höfuðborginni, Maseru, er ibúar
í Basutolandi gengu til kosninga 29. apríl sl. og kosu sitt fyrsta óháða þing.
Mannfjöldi kastar grjóti áð sendiráði Bandaríkjanna í Phnom
Penh, höfuðborg Kambodsja, 26. apríl sl. til áð mótmæla að-
förum Bandaríkjamanna í Víetnam.
E- ^ v / A, ' • < , k ' - '
Kússneska geimfarið Vostok (Austrið) kom fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn í Moskvu 29.
apríl sl. Það var geimfar af þessari gerð, sem Yuri Gagarin fór út í geiminn fyrstur manna, svo
sem frægt varð og Vostok-geimför fluttu einnig síðar fimm félagar hans i aðrar ferðir áþekkar.
Vostok-geimförin eru gerð fyrir einn mann. Geimför þau sem rúma fleiri menn, svo sem Vosh-
kod (Sólarupprás), hafa ekki verið sýnd opinberlega. — Silfurgljáandi kúlan vinstra megin á
myndinni er sjálft geimfarið, Sívalningurinn hægra megin er síðasta þrep eldflaugarinnar, sem
því skaut á loft og þar á milli sér í ýmis konar tæki er losna frá geimfarinu um leið og eldflaug-
arþrepið. —
Maðurinn i róðrarbátnum er brezki kennarinn Gerald Brooke,
«em tekinn var höndum í Moskvu 26. april sl. fyrir meinta
dreifingu á andsovézkum áróðri og mun nú haldið í Lubjanka-
fangelsinu. Brooke kom til Moskvu 18. april ásamt konu sinni
og fleira skólafólki frá London.
Ferðamenn í Feneyjum gripu í tómt einn daginn í fyrri viku, er þeir vildu faia bátsferð um borg-
arsikin. Þar lágu allar fleytur bundnar við bakka og bátsverðir hvergi nærri. Er eftir var leitað,
kom í Ijós að ástæðan var verkfall bátsveina, til þess gert að mótmæla þéirri ákvörðun borgar-
yfirvalda, að vélbátum skyldi heimil bryggjuvist við hUð sikjafleytánna, sjálfra gondólanna. — I
baksýn á myndinni er Markúsarkirkjan fræga.