Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 6. maí Í96S
MORGUNBLAÐIÐ
17
Himinninn yfir Norður- og
Miðevrópu var skýjaður þennan
dag, hallarturnar og verksmiðju-
#trompar Kaupmannahafnar ráku
sig nærri því uppundir. Við sögð-
um far vel, og þegar Transair
var komin í rétta hæð, þá var
að vísu sólskin, en undir niðri
ekkert annað að sjá en hvít þök
skýjanna. Þangað til yfir Alpa-
fjöllunum, þar urðu raufar mikl-
ar í þokuþekjuna, svo að mér
veittist sú náð að horfa í hvass-
ar eggjar þessara heimsfrægu
Flugan sænska hnitar nú
hringa, tvo heldur en einn, yfir
Feneyjaborg, sem hægt og hægt
kvað síga í svelgjandi kok Adría-
hafsbotna. Borgin öll er byggð á
eyjum og hólmum utan við
mynni Pófljótsins, og er aðal-
eyjan tengd meginlandinu með
löngum granda gerðum af manna
höndum. Fara eftir grandanum
bifreiðir og járnbrautarlestir inn
í borgarjaðariinn, en um borgina .
alla kvíslast þétt net síkja, sem j Greinarhöfundur og kona hans í borðsal mt. Attantica. — Hann horfir beint fram og kona hans
kemur í stað gatna í venjulegri er honum á vinstri hönd.
jarðar og út á sjó
an í barminn, áletraðan: Vimgre-
sor. Þarna er þá kominn farar-
stjórinn fyrir okkar hópi, sem
hún nefnir „Skandinaviska
gruppen". Við gengum öll með
henni í einn bátinn og komum
eftir langa siglingu um grunn-
sævi, ála og síki að bryggju ná-
lægt Markúsartorginu, þar sem
okkur var gefið tveggja klukku-
stunda frelsi til að vera túristar
í Feneyjum: að skoða perlufestar
og ganga um súlnagöng og sitja
við kaffiborð og hiusta á hljóm-
sveitirnar við torgið leika gamla
valsa og þjóðlög á fiðlur og
mandólín, og að horfa á kirkj-
una og hertogahöllina og hafa yf-
ir setningu úr ljóði eftir Byron:
„I stood in Venice on the bridge
of sigh, with palace and a prison
en each hand“, og að horfa á
börnin gefa tíu þúsund fjólublá-
um dúfum að éta baunir úr ber-
um lófum sínum .
Þangað til þessar tvær stundir
af sannri túristamenningu eru
hjá liðnar og mál að fara í nýj-
an bát á Canale Grande að sigla
til San Basilio. Þangað sem stór-
skipið Atlantica liggur ferðbúið
Framhald á bls. 20.
FIMMTUDAGINN 8. apríl í vor
steig lífeill hópur Skandínava upp
í sænska flugvél á Kastrup-flug-
velli. Þessu fólki þótti víst til-
breytingarlítið í heimkynnum
^ínum í norðrinu, eða kannski
leiddist því að bíða eftir að vor-
ið kæmi til þess í alvöru, með
grænt lauf handa beykitrjánum
og næturgala og heitari sól og
ifjólubláma yfir skógarásnum - í
fjarska, Nema það hafi bara ver-
ið upp á sport, af því maður átti
imyndavél og allt það, eða þá af
gömlum vana — að fara út og
verða sólbrenndur um páskana,
eða til að gefa frúnni gott færi
á að sýna hvað hún ætti margs
.konar dress. Verið getur líka að
eitthvert nafn hafi lengi ómað
fyrir eyrum þínum, maður, allar
götur frá barnæsku, og loksins
sért þú lagður á stað til að hlýða
kalli þes; það getur skeð.
Eftir þjóðerni skiptist hópur-
inn þannig, að Finnarnir voru
tíu, Svíarnir sjö, Danirnir átta,
fslendingarnir tveir. Samtals 27
manns.
tinda, þar sem steingeit og lamba
gammur ala aldur sinn á kletta-
syllum milli snjófanna. Og sá ég
Manfreð Byron standa þar á
einni snös þverhníptri og hiig-
leiða að varpa sér ofan fyrir, eih-
völdum sjóla alheimsins til stork-
unar, en hætti við það aftur þeg-
ar hann minntist þess hversu
hégómlegar og einskis virði
mannlegar tilfinningar eru and-
spænis forngrýti jarðarinnar,
stjörnunnum efra og Guði. — í
hyldýpisdölum stóðu grænir barr
viðir fylktu liði gegn skriðuföll-
um og annarri áþján, með vetr-
arsnjóinn vafinn fast að rótum
sínum og stofnum. Þessar sýnir
hrokalegar hugnuðust mér vel og
greyptust mér fast í minni og
munu fylgja mér lengi.
Og sleppir loks Alpafjöllum og
birtast lárétt og breiða sig út
engjalönd og nýsánir akurvellir
Pósléttunnar, en loft er skýjað
hér syðra öngu síður en þar
nyrðra, o, sole mio, hvar skal
þín þá leitað, fyrst þú ert ekki
hér?
borg. Gondóllinn gegnir hér hlut
verki smábílsins, vélbáturinn
hlutverki almenningsvagnsins.
Við lentum klukkan tæpt tvö
á flugvellinum, sem nefnist
Marco Polo flugvöllur. Yrðu þeir
hlutir seint upp taldir, sem látnir
eru bera nafn þess mikla lang-
| ferðamanns frá miðöldum, og
ekki aðeins á Ítalíu, heldur víða
um heim. Er þess einna skemmst
að minnast er við drukkum á sér-
hverju kvöldi rauðvínið gríska
frá Attíku; önnur tegundin hét
Marco Polo, hin Minos frá Knoss-
os.
Norðurlandamönnum til undr-
unar, en lítillar ánægju, var ekki
aðeins skýjað loft í Feneyjum,
heldur og rigning að auki og
dálítil gola af austri. Kannski
var hitinn 10—12 gráður á Celsí-
us, ekki öllu meiri. Vissulega var
þó vorið komið í þennan stað,
grasflötin græn og útsprungið
blóm í varpa, og ávaxtatrén stóðu
í blóma, hvít og gul og blá. Aft-
ur á móti voru ítalirnir á bryggj-
unum og í bátunum ekki sumar-
legri en við gestir þeirra, norð-
urheimsbúar, varla sólbrenndari
en við, jafnvel svolítið gráskitu-
legir í vætunni, vorið þeirra hafði
verið regnsamt um of, en spar-
samt á sólarhita, og svo hafði
víða viðrað um austanvert Mið-
jarðarhaf í ár.
Og allt í einu erum við fallin í
hendur frú Kaiser frá Uppsala-
borg. Henni skýtur hér upp á
flugvallarbryggjunni, með blá-
svart hár og gullinn skjöld næld-
Guðmundur Danielsson skrifar ferðabréf:
Þrjár leiðir til að byggja upp stórfyrirtæki — Almenningshlutafélögin eru fé-
lagsform framtíðarinnar — Fjárfesting í þeim er almenningi hagkvæm —-
Unnt er að greiða ríflegan arð, fé getur verið verðtryggt og með verðbréfa-
markaði verður auðvelt að losa það — Um þetta m.a. fjallar Vettvangurinn
f'ÓTT undarlegt megi virðast
hafa umræður um opin hlutafé-
lög eða almenningshlutafélög
ekki verið ýkja miklar hér á
Jandi til skamms tíma. A meðan
nnikill hluti stóratvinnurekstrar
{ flestum lýðræðislöndum var
foyggður upp í formi opinna
hlutafélaga, var sú hugmynd lít-
ið rædd hér á landi. Þó hafa um-
ræður um þetta félagsform auk-
izt síðustu árin og nú vita menn
•lmennt í megindráttum hvað átt
er við, þegar talað er um almenn
ingshlutafélög. Nákvæm skil-
greining á því hugtaki er að vísu
ekki fyrir hendi, enda skiptir hún !
í sjálfu sér minnstu máli. Það
er ekki nafn eða skilgreining
• líks félagsforms, sem hefur þýð-
ingu, heldur uppbygging félag-
tnna og starfræksla þeirra.
í stuttu máli má þó segja, að
tnenn mundu varla tala um al-
menningshlutafélög, nema fjöldi
hluthafanna væri mikill og at-
Jtvæðisréttur hvers einstaks væri
•llmikið takmarkaður.
Við getum til dæmis hugsað
okkur, að einhverjir aðilar á-
kvæðu að reisa verksmið.ju, sem
kosta mundi 3—400 millj. kr. —
Ekki væri skynsamlegt ap eigið
fjármagn, þ.e.a.s. í þessu tiifelli
klutaféð, væri miklu minna en
fjórðungur heildarkostnaðar, segj
um t.d. að hlutaféð yrði ákveðið
80 millj. kr. Þetta hlutafé væri
með útboðsauglýsingu boðið til
kaups hverjum þeim, sem kaupa
vildi, en tekið væri fram, að eng-
um einstaklingi væri heimilt að
kaupa meira en Yz% hlutafjárins
eða 400 þús. kr. og jafnframt væri
í samþykktum félagsins ákvæði,
sém bannaði að nokkur hluthafi
færi með meira magn atkvæð-
anna en til dæmis 1% af heild-
arhlutafénu, þótt hann síðar eign
aðist á almennum markaði meira
en 800 þús. kr. hlutafé.
Slíkt félag væri réttnefnt al-
menningshlutafélag. Hluthafar í
því mundu vafalaust skipta
þúsundum, margir væru þar smá-
ir, en sumir kynnu að eiga meira.
En yfirráð nokkurra manna í fé-
laginu yrðu hindruð með því að
þeim væri meinað að nota at-
kvæðisrétt fyrir hlutafé, sem
væri fram yfir 800 þús. kr.
Auðvitað yrði það ætíð mats-
atriði hve miklar skorður ætti að
reisa við hagnýtingu atkvæðis-
réttar. í Wolkswagenverksmiðj-
unum þýzku eru ákvæðin t.d. svo
ströng, að enginn hluthafi má
fara með meira atkvæðarriagn én
1/10000 alls hlutafjárins. Svo
ströhg ■ úkvæði hafa þann ann-
marka, að mönnum fi'nnst lítið
muna um þeirra atkvæði og
kunna þá að verða skeytingar-
lausari en ella um hagnýtingu at-
kvæðisréttar síns. Þeir veita
þannig ekki það aðhald að stjórn-
endum félagsins, sem nauðsyn-
legt er.
Sú leið er einnig til — til þess
að hindra yfirráð fárra manna
yfir opnum hlutafélögum — að
ákveða beinlínis í stofnsamningi
félagsins, að enginn hluthafi
megi eiga meira hlutafé í félag-
inu en einhvern ákveðinn hundr-
aðshluta, til dæmis 1%. Slíkt
ákvæði er óþjálla en takmörk-
un atkvæðisréttarins, og nægi-
legt á að vera að takmarka vald
það, sem fylgir hlutafjáreign-
inni, því að sá, sem meira hluta-
fé ætti en næmi hámarki at-
kvæða hvers einstaks, mundi
ekki hafa atkvæðisrétt umfram
það,
Q
En hvers vegna er nauðsynlegt
að stofna almenningshlutafélög?
kynnu menn að spyrja. Er ekki
þegar svo mikil atvinna í land-
irtu að slegizt' er um hvera vinn-
andi mann, og eru ekki nægilega
mörg félög og einstaklingar, sem
fúsir eru að~ leggja í nýjan at-
vinnurekstur, eftir því sem fjár-
magn og mannafli leyfir?
Það er rétt að hér er full at-
vinna. Hitt ættu menn að geta
verið sammála um, að samt verði
að halda uppbyggingunni áfram,
en vegna vinnuaflsskortsins
þyrftu ný fyrirtæki helzt að vera
þannig að fáa menn þyrfti til að
framleiða mikil auðæfi, þ.e.a.s.
að fjármagnið og tæknin þarf að
vinna verkin, því við höfum of
fáar vinnandi hendur. Her mundi
stóriðjan koma til hjálpar.
En slík fyrirtæki kosta mikið
fé og vart er um að ræða íema
þrjár leiðir til að afla þess. Hluta
fjármagnsins væri að sjálfsögðu
hægt að fá lánaðan utanlands og
innan, en mikið eigið fjármagn
yrði til að koma — nema þá í því
tilfelli að ríkið sjálft tæki lán-
in og byggði upp ríkisfyrirtæki
fyrir lánsfé einvörðungu. Slíkt
mundi þó ekki þykja árennilegt
á þenslutímum.
En fyrsta leiðin væri þá ríkis-
rekstur, hvort sem ríkið sjálft
tæki allt fjármagnið að láni eða
legði eitthvað fram af sínu afta-
fé.
önnur leiðin er sú, að heimila
erlendum aðilum að koma hér
upp stóriðju.
Þriðja leiðin. er sú, sem hér er
til umræðu, þ.e.a.s. að safna fjár-
magni víða að til að gera stór-
átak á atvinnusviðinu.
Fjórða leiðin er naumast fyrir
hendi, þ.e.a.s, að fáir innlendir
auðmenn réðust í slíkan rekstur,
einfaldlega vegna þess að hér eru
varla til menn, sem slíkt fjár-
magn eiga, og jafnvel þótt þetr
ættu það, þá væri það fast í öðr-
um rekstri og eignum.
Auðvitað koma allar þær leið-
ir, sem hér hafa verið nefndar,
til álita.
Til eru þeir menn, sem hneigj-
ast að því, að einungis eigi að
fara fyrstu leiðina, þ.e.a.s. að
stóriðja eigi að vera ríkisrekin.
Óhætt er þó að segja, að þeim
mönnum fari fækkandi, sem télja
að lýðræðislegt þjóðskipulag geti
þróazt eðlilega, ef ríkið hefur
með höndum allan eða mest all-
an meiri háttar atvinnurekstur,
þótt ýmsir séu það sjálfsagt, sem
telja að óhætt sé að áuka at-
vinnurekstur ríkisins í lýðræðis-
löndurn eitthvað frá því, sem nú
er.
Framhald á bls. 14>