Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 19
T Fimmtudagur 6. maí 1965
MORGU N BLAÐIÐ
19
VETTVAN6UR
Framhald af bls. 17
En ef gengið er út frá því, að
lýðræðissinnar séu sammála um,
að takmörk séu fyrir því, hve
langt megi ganga í yfirráðum rík
isins yfir atvinnulífi og fjármál-
um, þá styrkir sú niðurstaða það,
að í þjóðfélagi framtíðarinnar,
þar sem stóriðja vex, hljóti önn-
ur rekstrarform en þjóðnýting að
verða ríkjandi.
Ef við víkjum að annarri leið-
inni, sem nefnd var hér að fram- •
an, þeirri að heimila erlendum
aðilum að stofnsetja hér stór-
iðjufyrirtæki, má segja að sjálf-
sagt sé að gera það í nokkrum
mæli, enda væri rækilega um
íhnútana búið, og komið í veg
fyrir óhófleg áhrif eigenda þess-
ara fyrirtækja.
Það segir sig sjálft, að þeg-
ar um áhættusaman atvinnu-
rekstur er að ræða og gífurlegt
fjármagn á okkar mælikvarða, er
mun hættulegra að stofna til slíks
rekstrar fyrir erlent lánsfé ein-
ungis en að heimila erlendum
einkaaðilum að fjárfesta áhættu
fé sitt.
Ef illa færi gæti þao stofnað
fjárhag okkar í voða, ef við höf-
um bundið okkur of þunga
íkuldabagga, en þegar um erlent
éhættufjármagn er að ræða
mundu byrðarnar hins vegar
ekki lenda á okkur, þótt rekstur-
inn mistækist, til dæmis vegna
tæknibyltingar á því framleiðslu
sviði, sem um væri að ræða.
Eignir hinna erlendu aðila væru
hér á landi og þær yrðu naum-
ast fjarlægðar, heldur mundu
þær áfram í einhverju formi
verða stoð undir uppbyggingu.
Heppilegasta leiðin í þessu efni
er vafalaust sú, sem rætt hefur
verið um í sambandi við stofn-
un alúmínverksmiðju, sem menn
gera sér vonir um að hér muni
rísa. Þar er gert ráð fyrir að
verksmiðjan sjálf verði eign er-
lendra aðila. Hins Vegar yrðu
stórfelld orkuver við Búrfell al-
íslenzk eign, en lána til þeirrar
framkvœmdar yrði aflað út á
samning um orkusölu til hins er-
lenda fyrirtækis að verulegú
leyti.
Þannig væri um' litla sem enga
áhættu íslendinga sjálfra að
ræða, en hins vegar stórfelldan
flutning nýs fjármagns til lands-
ins.
Allir munu þó sammála um
það, að takmörk séu fyrir því
hve mör£ fyrirtæki væri skyn-
samlegt að reisa hérlendis með
þessum hætti.
Þá er komið að þriðju Ieiðinni:
að afla verulegs fjármagns frá
fjölmörgum einstaklingum. Þótt
sú leið ein væri farin, mundi hún
ekki bjóða heim sömu hættum
og þær leiðir, sem áður voru
nefndar, vegna þess að þá væri
fjármálavaldinu dreift. Líklegast
er þó, að allar þessar þrjár leiðir
verði farnar hér á landi að ein-
hverju leyti, þegar hafizt vérður
handa um stóriðju, sem ljóst er
að gerist í nánustu framtíð.
Þannig er ríkið nú aðili að
undirbúningi kisilgúrsverk-
smiðju. Rætt er við erlenda aðila
um að þeir byggi og reki alúmín-
verksmiðju og í umræðum um
olíuhreinsunarstöð hafa hug-
myndir beinzt að því að um veru-
legt almennt hlutafjárútboð yrði
að ræða, en jafnframt yrðu ís-
lenzku olíufélögin hluthafar.
Þetta fyrirtæki mundi þá reist í
samvinnu við erlendan aðila, sem
síðan seldi íslendingum innan til-
tölulega fárra ára allt sitt hluta-
fé, þannig að um alíslenzkt fyrir-
tæki yrði að ræða og þá að veru-
legu leyti í eigu almennings.
□
En þá vaknar sú spurning,
hvort almenningur væri reiðubú-
inn að leggja fé sitt í algjör al-
menningshlutafélög eða félög,
sem að verulegu leyti öfluðu fjár
með almennu hlutafjárútboði. Er
vissulega ástæða til að ætla að
svo mundi vera. T.d. var mjög
mikill áhugi á þátttöku í nýstofn-
uðu hótelfyrirtæki, sem byggt er
upp sem almenningshlutafélag,
þótt ekki sé hugmyndin að opna
það fyrr en reýnsla er komin á
þennan rekstur, og enn sé pví
ekki unnt að nefna það almenn-
ingshlutafélag. Á sama hátt söfn-
uðust á fáum dögum milljónir í
hlutafé meðal almennings í trygg
ingarfélaginu Hagtrygging h.f.,
Félagið Loðdýr h.f., er einnig
byggð upp sem almenningshluta-
félag og hugmyndir eru uppi um
stofnun slíks félags um útgerð.
Loks hefur Eyjaflug hf. ákveðið
að bjóða út hlutafé meðal al-
mennings og í hópi forráða-
manna fleiri fyrirtækja eru
uppi hugmyndir um hlutafjárút-
boð meðal almennings.
Sem betur fer ^ dreifist hinn
vaxandi þjóðarauður meðal tug-
þúsunda landsmanna; það eru
fleiri menn fjárhagslega sjálf-
stæðir í ár en voru það í fyrra
og þeir verða fleiri næsta ár en
nú. Það er þess vegna mikið fé
til í höndum borgaranna, sem
þeir eðlilega vilja nota til sem
mestrar hagsældar fyrir sig og
sína. í>eir vilja nota það til að
treysta fjárhag fjölskyldunnar.
Það er að sjálfsögðu í mörg
horn að líta hjá mönnum; sum-
ir þurfa að byggja íbúðarhús,
aðrir vilja stofnsetja smáfyrir-
tæki, kaupa sér bifreiðir eða
hefja útgerð eða búskap. Engu
að síður vex sparifé landsmanna
og það eru ekki fáir einstakling-
ar sem eiga það, heldur fjöld-
inn.
Menn eru einmitt að aura sér
saman til þess að búa í haginn,
unndirbúa nýjar framkvæmdir
eða safna sér fé til að kaupa eitt
eða annað, Af þessu fé vilja þeir
hafa sem bezta vexti; þeir vilja
hafa það eins vel tryggt og unnt
er, og þeir vilja geta gripið til
þess, ef þeir þurfa á að halda.
Spurningin er þess vegna um
það, hvernig fjárfesting í almenn
ingshlutafélögum samrýmist þess
um meginsjónarmiðum sparifjár-
eigandans. Og þegar það er skoð-
að nánar kemur í Ijós, að öllum
þessum skilyrðum er fullnægt, ef
menn verja fé sínu til þátttöku í
vel reknum almenningshlutafé-
lögum eins og íslenzkri löggjöf
nú er háttað.
Með skattalagabreytingum
þeim, sem gerðar hafa verið, hef-
ur. verið ákveðið að hlutafélög
gætu greitt út 10% arð, án þess
hann væri skattlagður hjá félag-
inu. Þar að auki hafa skatt-
greiðslur félaga verið lagfærðar
svo, að mun hærri arð er hægt að
greiða, þegar vel gengur, þótt
það, sem fram yfir er 10%,. sé
skattlagt.
□
Annað nýmæli er þó enn mik-
ilvægara, þ.e.a.s. ákvæðin um
svonefnd jöfnunarhlutabréf. Sam
kvæmt þeim er heimilt að gefa
út ný hlutabréf, án endurgjalds,
til þeirra hluthafa, sem fyrir eru
í félaginu, og jafngildi andvirði
þessara nýju bréfa almennri
verðhækkun frá því að upphaf-
legu bréfin voru gefin út. Þann-
ig er með öðrum orðum í raun-
inni heimilt að færa nafnverð
hlutabréfa til samræmis við
hækkað verðlag og síðan að
greiða arð af hinni nýju upp-
hæð. Er þannig um að ræða
nokkurs konar verðtryggingu á
hlutabréfum gagnstætt því, sem
er um venjulegt sparifé. En auk
þess hækka bréfin að sjálfsögðu
í verði á almennum markaði, ef
rekstur viðkomandi félags geng-
ur vel og það greiðir ríflegan
arð.
Auðvitað er alltaf nokkur á-
hætta samfara atvinnurekstri,
svo að menn geta ekki fyrirfram
verið öruggir um að hagnast á
honum. En þegar um er að ræða
góð fyrirtæki, er með núgildandi
löggjöf tryggt það tvennt, að
menn geta fengið ríflegan arð af
fjárfestingu sinni og sparifé það,
sem varið er til hlutabréfakaupa,
er verðtryggt.
Þá er þriðja atriðið eftir, þ.e.
a.s. að menn geti breytt hlutafé
sínu í reiðufé, ef þeir þurfa á að
halda. Einnig að þessu leyti er
nú nýmæli komið í íslenzk lög.
í lögum um Seðlabanka íslands
er hönum gert að greiða fyrir
verðbréfamarkaði, sem m.a.
mundi verzla með hlutabréf.
Þar sem þegar er kominn vísir
að almenningshlutafélögum og
líkur til að fleiri verði stofmið,
mun Seðlabankinn vafalaust
hraða undirbúningi að því að
koma á verðbréfamarkaði, þar
sem' menn gætu verzlað með
hlutabréf sín, keypt bréf í fyr-
irtækjum eða selt þau, ef þeir
þyrftu á fé að halda, og þar
mundi myndast markaðsverð á
slíkum hlutabréfum.
Engin ástæða er því til að efast
um, að almenningur væri fús að
ráðstafa fjármunum sínum til
kaupa á hlutabréfum, ef hann á
annað borð fengi tækifæri til
þess.
Þess vegna má segja að öllum
meginsjónarmiðum sparifjáreig-
andans sé 'vel fullnægt, þegar
hann ákveður að kaupa hluta-
bréf í vel reknum almennings-
hlutafélögum.
Erlendis þekkjast óteljandi af-
brigði opinna hlutafélaga. Stund-
um er fjárfestingu almennings
þannig háttað, að hann hefur for-
gangsrétt að arði félagsins, en
hinsvegar ekki nema takmarkað-
an aðgang að stjórn þess. Sumir
vilja ekki síður fjárfesta í þess-
um félögum, vegna þess að þau
njóta trausts og virðingar og
greiða rriikinn og stöðugan arð.
Hér á landi mundi verðbréfa-
markaður sá, sem Seðlabankinn
setti upp, hafa eftirlit með þeim
félögum, sem þar væru skráð.
Hann mundi ekki verzla með,önn
ur hlutabréf en þau, sem hann
sjálfur ákvæði, og þess vegna
væri það einmitt mikil trygging
fyrir þá, sem kaupa vildu bréf-
in, að þau væru skráð hjá verð-
bréfamarkaðnum.
Þar að auki yrðu að liggja fyr-
ir rækilegar upplýsingar um upp
byggingu fyrirtæiksiris, stjórn
þess og hag, svo að enginn þyrfti
að fara í grafgötur um hvað
hann væri að gera, þegar hann
ákvæði að verja fé sínu til hluta-
bréfakaupa.
Reyndin hefur líka orðið sú í
þeim löndum, þar sem flest stór-
fyrirtæki eru byggð upp sem op-
in hlutafélog, að fleiri og fleiri
alþýðumenn hafa gerzt þátttak-
endur. Þannig munu til dæmis
hvorki meira né minna en einar
17—20 milljónir manna vera
hluthafar í Bandaríkjunum, eða
tíundi hver íbúi.
Svaraði það til þess að hér á
landi væru 17—20 þúsund hlut-
hafar í almenningshlutafélögum
eða önnur eða þriðja hver fjöl-
skylda. Þótt meðal hlutafjáreign
væri aðeins 10 þúsund krónur
væri hér um að ræða 170—200
milljóna króna hlutafjáreign al-
mennings.
□
Þegar rætt er um almennings-
hlutafélög, verður að horfast í
augu við þá staðreynd, að menn
fjárfesta ekki í þeim nema hafa
von um hagnað. Stundum er lát-
ið að því liggja, að það lýsi ekki
sérlega fögru hugarfari að hvetja
menn til þess að græða, en sann-
leikurinn er nú samt sá, að allir
heilbrigðir menn keppa að því
að treysta fjárhag fjölskyldu sinn
ar. Að því miðar sú vinna, sem
menn leggja af mörkum og á því
byggist verðmætasköpun þjóðfé-
lagsins.
Ætti það að vera ódyggðugra
atferli að ávaxta fé sitt í stór-
fyrirtæki, sem miðar að því að
byggja upp nýjan þátt íslenzks
athafnalífs, en til dæmis að
leggja það inn í banka og njóta
þannig vaxta af því? Er það ó-
þjóðhollara að tryggja fjármuni
sína með hlutabréfakaupum, en
til- dæmis með því að festa þá í
fasteign?
Það er nú einu sinni svo, að
oftast segir hagnaðarvonin til um
það, hvernig menn verja fjár-
munum sínum, og á því byggist
það, að þeim er yfirleitt skyn-
samlega varið, þannig að ekki ein
ungis sá einstaklingur, sem þá
stundina á féð, heldur og þjóðin
um alla framtíð auðgast.
Auðvitað verður ekki allur
vandi leystur með stofnun op-
inna hlutafélaga. Sjónarmiðin
eru sífellt að breytast og ekkert
lýðræðisþjóðfélag getur stað-
næmzt. Það hlýtur að aðlaga sig
breyttum aðstæðum.
Á sínum tíma gegndu til dæm-
is samvinnufélögin mjög mikil-
vægu hlutverki — og eiga sjálf-
sagt enn eftir að gera það — þótt
þau hafi gott af heilbrigðu að-
haldi frá nýju félagsformi. Á
sama hátt hafa fjölskyldufyrir-
tækin lyft Grettistökum. En bæði
þessi félagsform eiga við örðug-
leika að etja, sem ekki skal farið
langt út í að þessu sinni. En rík-
isrekstur verður að t'akmarka, ef
við á annað borð ætlum að
búa^við það, sem nefnt er vest-
rænt lýðræði. Þetta byggist að
sjálfsögðu á því, að heilbrigt
lýðræðisskipulag getur ekki þró-
azt, ef valdinu er þjappað sam-
an.
Það er vissulega rétt, sem and-
stæðingar einkareksturs oft
benda á, að miklum fjármála-
legum yfirráðum fylgir vald,
ekki síður en stjórnmálalegum
áhrrfum.
Það er hið hæfilega jafnvægi á
milli valdastofnana, sem er
grundvöllur heilbrigðs lýðræðis.
Ef svo fer að valdið safnast allt
á fárra hendur, hið póHtíska
vald, fjármálalega valdið, vaild
í menningarefnum o. s. frv.,
þá er voðinn vís, alveg eins
og það kynni að .stofna lýðfrels-
inu í hættu, ef fáir auðkýfingar
réðu yfir öllu athafnalífi.
Við íslendingar höfum búið
við mikið pólitískt vald, og lýð-
ræðissinnar — hvað sem líðurmis
munandi skoðunum þeirra -á
rekstrarforrrium, einkarekstri,
samvinnurekstri eða ríkisrekstri
— ættu að geta verið sammála
um, að mjög mikið megi ekki
auka hið fjárhagslega"vald þeirra
manna, sem fyrir hafa pólitísku
völdin.
Rétt er að minna á það á ný,
að hér verða að rísa upp fjár-
sterk fyrirtæki. Þau sem slík
verða að vera þess megnug að
ráðast í þann stórrekstur, sem
mestar framfarir byggjast á. Þar
með er þó ekki sagt að einn eða
fáir menn þurfi að ráða lögum
og lofum í þessum fyrirtækjum.
Ef við getum fundið feiðir til
þess að dreifa áhrifunum innan
fyrirtækjanna, án þess að veikja
fjárhagsmátt þeirra, þá hljótum
við að vera á réttri leið.
Það er einmitt þetta, sem mið-
að er að með stofnun almenn-
ingshlutafélaga. Og ef slíkur
rekstur er talinn heppilegur og
nauðsynlegur meðal auðugra
þjóða, þá ætti hann að liggja
þeim mun beinna við hér, þar
sem jafnræði er meira en annars
staðar.
Reynslan erlendis bendir til
þess að almenningshlutafélög
mundu henta vel hér á landi, en
auðvitað er það þó fyrst og
fremst hin íslenzka reynsla, sem
mun skera úr um það, hvort
þessi skoðun reynist rétt. Megin-
þorri manna ætti því að minnsta
kosti að geta verið sammála um
að gera þessa tilraun, enda er nú
orðið ljóst, að hún verður gerð.
Ey. Kon.
„Róterandi“ loftpressur
eru orðnar vel þekktar á íslandi, og enginn efast
lengur um kosti þeirra. Hingað til hafa þær aðeins
fengist í stærri stærðum, en nú getum við einnig
boðið rninni „róterandi“ loftpressur, eða allt niður
í 9. cu. fet. (250 1.) Leitið upplýsinga. Sýningarvél
fyrirliggjandi.
i, miTEixmi t jonssotr sr.
Grjótagötu 7 — Sími 24250.
Starf Ijósmó&ur
í Patreksfjarðar- Rauðasands- og Viknaumdæmum
er laust frá og með 1. sept. 1965 eða fyrr eftir sam-
komulagi. Fastalaun um 25—30 þús. á ári eftir
starfstíma. Umsóknir sendist sýsluskrifstofunni á
Patreksfirði.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu