Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIB Fimmtudtagur 6. maí 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Rits t j ór narfulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AFTURHALD EÐA FRAMFARIR? Spike Jones látinn vestra Sl. laugardag lézt á heimili sínu í Los Angeles hljómsveit arstjórinn og lúðurþeytarinn Spike Jones, sem innleiddi í tónlistina bílflautur, vekjara klukkur, hikstafóna o.fl. og í lifanda lifi hældist um af |>vi að hafa lækkað tónlistar- „standardinn1 í Bandarikjun- um um tíu prósent a.m.k. Láta mun nærri, að það -standi heima, ef litið er á tónlist Spike Jones sem hervirki á þeirri tónlist, sem fyrir var, er hann fyrst tók til við tón- smíðar sinar. Segja má að Spike Jones hafi hafið feril sinn er hann var viðstaddur flutning á kon sert eftir Stravinski. Sá heims frægi stjórnarndi og tónsnitl- ingur var á nýjum skóm það kvöldið, og það brakaði 1 þeim, Me'ðan allir aðrir hlust- uðu á tónlistina heyrði Spike Jones ekki annað en marrið í skónum, og fékk þá hugmynd að þetta væri hægt að nota á öðrum vettvangi, Jones var þá trommuleikari í útvarps- hljómsveit, þetta var fyrir stríð, og engin* nennti að hlusta á vitleysishugmyndir hans. Eftir að Spike Jones hafði leikið inn á plötu lag, sem bar nafnið „Der Fúhrer Farce“, varð hann þegar allvel þekkt- ur, og fljótlega fylgdu lögin „ChIoe“ og „Cocktails For Two“. Þessi tvö lög voru helztu dægurflugur þessara ára en Spike Jones limlesti þau eins og honum datt í hug. Eftir þetta lék allt í lynidi, og nafn hans var brátt á hvers manns vörum í Bandaríkjun- um og víða um heim. Plötur hans seldust eins og heitar lummur, og eru að ailra dómi mjög vel gerðar og leiknar, af sleppt er trúðlátunum. Hljóm sveit sína nefndi hann „Spike Jones And His Crazy Orc- hestra“ og var hún við líði allt til ársins 1962. Sjálfur lýsti Spike Jones hljómsveit- inni svo: „Niðurröðun okkar svarar til þess, sem er hjá Toscanini, en þar með er samlíkingin á enda, Lengst frá hljómsveitar stjórapallinum sitja messing- blásarar, þ.e. tveir trompetar, básúna og öskubakki. Á síðast nefnda hljóðfæri leikur fyrsti reykblásari okkar. Fyrir fram an messingblásarana eru sæti fyrir tréblásarana, en stólarn- ir eru tómir því að við höfum ekki hugmynd um hváð tré- blásari er. Stroksveitin til vinstri samstendur af fjórum jójó-spilurum. Og auðvitað höfum við líka baðker með E- dúr flautu í niðurfallsrörinu.“ Spike Jones var nokkrum sinnum lagður inn á hæli SPIKE JONES ■ baðker xneð E-dúr flautu. . fyrir taugasjúkliriga, en hann sagði að þar hefði hann feng- ið margan innblásturinn, en 1962 lagði hann niður hljóm- sveit sína. Hennar var ekki lengur þörf. Nýlega fékkst hann þó til áð leika inn á nokkrar nýjar plötur, og eitt lagið,, „Waahington Square“ naut nokkurra vinsælda. Nú er hinsvegar svo komið, að yngri kynslóðir eru farnar að „uppgötva“ hinar gömlu plötur Spike Jones frá árun- um um og fyrir stríð, Fæst- um hinna eldri finnst það und arlegt, því óneitanlega var Spike Jones skemmtilegt krydd í þeirri sætsúpu, sera dægurlagaiheimurinn í Banda ríkjunum hlýtur að téljast. Benedikta prinsessa 21 árs NÚ EIGA þau heimangengt bæði í einu, Friðrik Danakóng ur og Margrét ríkisarfi, því nú er Benedikta prinsessa, næst-elzta dóttir Friðriks og Ingiríðar drottningar, orðin fullveðja og hefur umboð þingsins tit að stjórna Dana- veldi í þeirra fjarveru. Benedikta prinsessa er stillt og hæggerð og hefur til þessa litt haft sig í frammi. En prins essur hafa mörgum opinber- um skyldum að gegna og það er erfitt að skorast undan þegar maður er orðinn 21 árs, svo Benedikta á erilsama ævi framundan. Auk þess er svo það, að nú eru þær systumar ekki nema tvær til að skipta milli sín störfum, Margrét og Benedikta, síðan Anna-María, sú yngsta, giftist suður til Grikklands, eins og menn muna. í dag, 3. n»aí, leggur Bene- dikta prinsessa af stað i sína fyrstu reisu til Bandaríkjanna. Það verður þriðja opinbera heimsókn prinsessunnar, hún hefur áður farið til Grænlands og þóttti þar mjög gaman og var vel tekið. Og suður til Argentinu fór hún í fyrra- sumar og var þar ekki siður vel tekið. Taldist blaðamönn- um þar svo til, að meira hefði verið um Benediktu skrifað í blöðin en um De Gaulle for- seta, sem þar var staddur um svipað leyti, og var honum þó ætlað ærið rúm. 'jV’ýlega birtist í Tímanum ritstjórnargrein um al- menningshlutafélög og sam- vinriUfélög, þar sem því er haldið fram, að almennings- hlutafélÖg standi samvinnu- félogum langt að baki, og hið síðarnefnda félagsform sé hið fullkomnasta og lýðræðisleg- asta sem þekkist. Virðist greinarhöfundi vera í nöp við það, að almenningur taki beinan þátt í atvinnurekstri meðhreinni eignaraðild að at- vinriufyrirtækjum á þann hátt, sem tíðkað er í stöðugt ríkari mæli í flestum lýðræð- islöndum. Ekki skal um það deilt, að samvinnufélögin hafa miklu áorkað hér á landi. Framan af Öldinni var íslenzkur al- menningur nánast eignalaus, og þess vegna var ekki við því að búast, að hann gæti lagt fram verulegt fjármagn til stófnunar hlutafélaga. — Hinsvegar nægði samtaka- máttur manna til þess að koma ýmsum verkefnum í framkvæmd, ýmist í sam- vinnufélögum eða á vegum opinberra aðila, þótt einka- framtakið hafi auðvitað átt drýgstan þátt í þeim fram- förum, sem orðið hafa og við nú njótum. íhaldssemi getur stundum verið gagnleg, en nokkuð langt er gengið, þegar að- stæður fyrir hálfri öld eru lagðar til grundvallar fyrir því, hvernig haga eigi at- vinnumálum í dag. Ein meg- inbreytingin hér á iandi, eins og í öðrum lýðræðisríkjum, er sú að nú eru borgararnir ekki léngur eignalausir, held- ur á allur almenningur veru- legar eignir. Þess vegna er það ekki rétt, að ógjörlegt sé að hrinda stórverkefnum í framkvæmd, án þess að feta sömu slóðir og farnar hafa verið marga áratugi. Sumir menn eru svo aftur- haldssamir, að þeir berjast gegn öllum nýjungum, nenna ekki að kynna sér nýjar hug- myndir og telja að allt megi gera á sama hátt og áður var. Oft bætist það svo við, að pólitískir hagsmunir eru sam- ofnir því að engar breyting- ar verði. Þannig er það óum- deilanleg staðreynd, að Fram sóknarforingjarnir hafa hag- nýtt samtök samvinnumanna til þólitísks framdráttar. Þeir mega ekki til þess hugsa, að breyting verði í atvinnuhátt- um og nýtt félagsform ryðji sér til rúms, því að þeir vita, að hvorki þeir né aðrir póli- tískir spekúlantar mundu hafa yfirráð yfir slíkum fé- lögum. Þess vegna vilja þeir stöðnun — afturhald. En almenningur hér á landi hefur gert sér grein fyrir því, að hann getur orðið þátttak- andi í atvinnurekstri. Þegar hafa nokkur félög verið stofn- uð með nútímaskipulagi og stefna þau að því að verða almenningshlutafélög, og fleiri munu fylgja í kjölfar- ið, hvað sem afstöðu foringja Framsóknarflokksins kann að líða. Um almenningshlutafélög er í dag fjallað í Vettvangi, og þar geta þeir, sem áhuga hafa á þessu nýja félagsformi, kynnt sér betur hvað um er að ræða. VILJA HÆRRI SKATTA |7"ommúnistar flytja á Al- þingi tillögur um stór- fellda hækkun á sköttum at- vinnufyrirtækja. Er það í samræmi við þá meginstefnu þeirra að leitast við að leggja einkarekstur að velli, svo að sósíalisminn geti hafið inn- reið sína. Með skattabreytingunum, sem Viðreisnarstjórnin gerði skömmu eftir að hún tók við völdum, voru skattar, bæði á félög og einstaklinga, lag- færðir svo, að segja má að skattalög hafi þá verið heil- brigð og eðlileg hér á landi, en um áratuga skeið höfðu skattalög verið þannig, að lög gjafinn beinlínis ætlaðist til þess að þau væru þverbrot- in. Nú leggja kommúnistar til, að skattar á fyrirtæki verði á ný gerðir svo háir, að enginn rekstur fái undir staðið við eðlilegar kringumstæður. Og ekki er úr vegi að benda launþegum á þetta framlag kommúnistaforingjanna til lausnar vinnudeilna. Þeir vilja skaftleggja fyrirtæki, svo að gjörsamlega væri von- laust að þau gætu staðið und- ir núverandi kaupgreiðslum, hvað þá að bæta kjör laun- þega sinna. Þetta er sem sagt fyrsta framlag kommúnista til lausnar þeim vinnudeilum, sem framundan eru. FRUMKVÆÐI HÉRAÐSINS vísindaleg grundvallarrann- sókn á jarðhita, eðli hans og víðáttu í héraðinu, í því skyni að létta mönnum hagnýtingu hans, og hefur Ásgeir Péturs- son, sýslUmaður, verið í for- ustu fyrir þessum aðgerðum. í málum, sem þessum> og ættu fleiri sýslufélög að beita sér fyrir ýmsum þeim nýjungUm, sem Borgfirðingar hafa bryddað á. Mikið er taláð um jafnvægi í byggð landsins, og sjálfsagt er að verja verulegum fjár- munum til þess að styrkja hinar dreifðu byggðir, en frumskilyrðið er að í byggðar lögunum sjálfum hafi menn vakandi auga fyrir því, sem gera þarf, og þrýsti sjálfir á, ekki einungis með kröfugerð á hendur öðrum, heldur fyrst og fremst með því að leggja sig sjálfir fram, ýslunefndir Mýra- og Borg arfjarðarsýslu hafa' haft Það er ánéegjulegt, þegar umkvæði um að fram færi byggðárlögin hafa frumkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.