Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 6. maí 1965 MORGU N BLAÐID 23 t —Alumínverksmiðjan 1 Framh. áf bls. 8. Það yrði áskilið af hálfu Is- lendinga, að Swiss Aluminium ábyrgðist greiðslu skuldbindinga verksmiðjufélagsins vegna orku- kaupa og þá lágmarksgreiðslu þess með sjálfskuldarábyrgð, þannig að hægt verði að ganga að því jafnharðan, ef dótturfé- lagið skyldi bregðast. Frá hinni skilorðslausu lágmarksgreiðslu yrði því aðeins gerð undantekn- dng, að afhending eða nýting á xaforku yrði fyrir truflun af óvið ráðanlegum ástæðum. I>að er að sjálfsögðu mikilvægt samnings- atriði, bæði fyrir aðilana og lán- veitendur þeirra, hvað telja beri óviðráðanlegar ástæður í þessu sambandi og hver skuli vera áhrif þeixra. Eru umræður um jþau efni enn á byrjunarstigi. Gert er ráð fyrir því, að grunn- verð á raforku til verksmiðjunn- ar verði 2,5 mill eða 10,75 aurar á kwst. Má ætla, að þau kjör muni reynast viðunandi fyrir ís- lendinga og geti tryggt Búrfells- virkjun traustan starfsgrundvöll. Raforkuverðið verður tiltekið í bandarískri mynt og að því leyti gengistryggt. Mun það haldast óbreytt fyrstu 15 árin, en breyt- ist þá í samræmi við áorðnar breytingar á reksturskostnaði Búrfellsvirkjunar og síðan reglu- lega á sama hátt á 5 ára fresti. Verður orkuverðið þá endur- skoðað með tilliti til breytilegra kostnaðarþátta við orkuvinnsl- una og því breytt til hækkunar, ef framleiðslukostnaður á hverja xaforkueiningu frá Búrfellsvirkj- un hefur hækkað, en um lækkun á orkuverðinu niður fyrir grunn- verð verður ekki að ræða. Verði samningar aðilanna framlengdir fram yfir 25 ár, verður grunn- verðið endurskoðað samkvæmt nánar tilteknum reglum, eins og síðar verður að vikið. Af hálfu Alþjðabankans hefur verið lögð áherzlu á nauðsyn þess, að raforkuverðið verði hærra en 2,5 mill á kwst. á fyrstu starfsárum virkjunarinnar meðan vinnslugeta hennar er ekki full- nýtt. Eru fulltrúar Swiss Alum- inium reiðubúnir til að fallast á það fyrir sitt leyti, að slík til- högun Verði viðhöfð, enda verði þá í sköttum verksmiðjunnar fullt tillit tekið til þeirrar hækk- unar á reksturskostnaði, sem þessi hækkun á raforkuverðinu hefði í för með sér. Hefur að undanförnu verið miðað við það, að orkuverð yrði 3 mill á kwst. fyrstu 5—10 árin. I>ó er nú talið æskilegt af hálfu beggja aðila, að þessi hækkun raforkuverðsins vari ekki lengur en til þess tíma, er verksmiðjan nær fullri stærð. 5. Skattamál Það hefur frá upphafi verið eitt meginviðfangsefni viðræðn- anna að kanna, hvort hægt væri að finna skattlagningu verk- smiðjufélagsins hér á landi sér- etakt form, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Hefur því einkum verið kannað, hvort unnt væri eð semja um fastan skatt, sem miðaður væri við almenna skatta byrði á íslandi samkvæmt gild- andi lögum og umreiknaður sem ákveðið gjald af tiltekinni fram- leiðslueiningu í verksmiðjunni. Var hægt að gera sér nánari grein fyrir möguleikum í þessa átt eftir að Swiss Aluminium hafði lagt fram nákvæmar skýrsl ur um arðsemi verksmiðju sinn- ar sumarið 964. Hefur niðurstað- an orðið sú, að æskilegt væri að freista þess að fara þessa leið. í samræmi við þetta er nú gert ráð fyrir því, að í stað almennrar skattlagningar á íslandi verði verksmiðjufélaginu g e r t a ð greiða einn skatt eða framleiðslu- gjald miðað við hvert tonn af út- skipuðum málmi, er yrði tiltek- inn með ákveðinni upphæð í bandarískri mynt og að því leyti gengistryggður. Skattur þessi verði 20 dollarar á tonn fyrstu 15 ár hvers áfanga verksmiðj- unnar, en eftir það 35 dollarar á tonn, eða nánar tiltekið sem hér segir: 1) Frá upphafi starfræksiu og þar til 15 árum eftir að 1. áfangi verksmiðjunar á að taka 'til starfa $20,00. 2) Eftir það Og þar til 15 árum eftir að 2. áfangi verksmiðjunnar á að taka til starfa $27,50. 3) Eftir það og þar til 15 árum eftir að 3. áfangi á að taka til starfa $31,25. 4) Eftir þann tíma $35,00. Skatturinn verður væntanlega nokkru lægri fyrstu árin meðan verksmiðjan er enn ófuilbyggð og raforkuverð hærra en 2,5 mili af þeim sökum. Grunnskattur þessi er miðaður annars vegar við almenna skatta- byrði fyrirtækja á íslandi og hins vegaT við áætlaðar tekjur verksmiðjunnar miðað við nú- gildandi heimsmarkaðsverð á al- uminiummálmi, en það er 24,5 bandarísk cent á enskt pund. Verður hann háður breytingum til hækkunar eða lækkunar í samræmi við breytingar á heims- markaðsverðinu. Helzt hann ó- breyttur meðan verðið helzt milli 22—27 centa á pund. Fyrir hvert cent á pund, sem heimsmarkaðs- verðið hækkar eða lækkar út fyrir þessi mörk, skal skatturinn breytast um 7 dollara til hækk- unar eða lækkunar, eða sem svar ar y3 úr centi. Við hækkun um brot úr centi hækkar skatturinn um samsvarandi brot af þessari upphæð. Skattbreytingar þessar verða sjálfkrafa án tillits til þess, hvort breyting verður jafnhliða á fram- leiðslukostnaði verksmiðjunnar. Breytingar geta því valdið stór- kostlegri og jafnframt óeðlilegri hækkun á skattbyrði verksmiðj- unnar og hefur Swiss Aluminium eindregið óskað eftir samnings- fyrirvara, er tryggt geti aðstöðu hennar að þessu leyti með sann- gjörnum hætti. Er talið eðlilegt að heimila fyrirtækinu að óska eftir leiðréttingu, ef skattar þess færu fram úr 50 af hundraði af ágóða, þannig að skattbyrði þess yrði ekki þyngri á neinu ári en sem þessu nemur. Skuli félagið eiga þess kost að bera fyrir sig þetta hámark með því að leggja fram rekstrargögn, er gerð séu á hlutlægum grundvelli viðskipta milli óskyldra aðila og fullnægi að öðru leyti kröfum íslenzku ríkisst j órnarinnar. Jafnframt hefur Swiss Alum- inium fallizt á þann fyrirvara, að skattur fyrirtækisins yrði aldrei lægri en sem nemur 100 þúsund dollurum á ári af 1. áfanga verk- smiðjunnar og 200 þúsund do.ll- urum af verksmiðjunni full- byggðri, og yrði þessi lágmarks- skattur greiddur án tillits til þess, hvort ágóði eða tap væri af rekstri verksmiðjunnar. Ætla verður, að ofangreint skattfyrirkomulag geti orðið til að leysa margháttuð vandamál í sambúð fyrirtækisins við íslenzka aðila og þá ekkj síður í eftirliti þeirra með afkomu þess, þar sem verksmiðjan verður liður í langri framleiðslukeðju undir hand- leiðslu Swiss Aluminium. Jafn- framt benda líkur til þess, að fyrirkomulagið standist mjög vel samanburð við íslenzka skatta samkvæmt núgildandi lögum, að því er varðar arðsemi þess fyrir þjóðarbúið. Kemur þar ekki sízt til greina, að hér verður um að ræða fastar greiðslur allt frá fyrstu tíð. Á hinn bóginn hefur þótt eðlilegt, að fyrirtækinu verði gefinn kostur á að hverfa frá þessu fyrirkomulagi og segja sig undir íslenzk skattalög, enda verði framtöl þess þá í megin- atriðum byggð á hlutlægum grundvelli viðskipta milli ó- skyldra aðila. Hefur verið rætt um, að fyrirtækinu skyldi heim- ila'ð að velja þennan kost í eitt skipti fyrir öll, eftir að afskriftir þess væru vel á veg komnar, eða að loknu 10. starfsári í fyrsta lagi. Jafnframt var sá fyrirvari gerður, að skattbyrði félagsins samkvæmt íslenzkum lögum yrði þá aldrei hærri en 50 af hundraði og aldrei lægrj en 33,3 af hundr- aði af ágóða þess. Búizt er við því, að áðurnefnd- ur grunnskattur verði innheimt- ur með svipuðum hætti og nú er um útflutningsgjöld. Þar sem skatturinn er miðaður við hvert tonn af útskipuðum málmi verð- ur væntanlega gerður fyrirvari til að tryggja það, að óeðlileg birgðasöfnun hjá fyrirtækinu geti ekki átt sér stað, án þess að skattur verði greiddur af málminum miðað við heimsmark aðsverð á hverjum tíma. 6 Aðflutniingsgjöld og aðrar greiðslur Á fundum aðilanna að undan- förnu hefur verið samkomulag Um nauðsyn þess, að verksmiðj- an yrði undanþegin aðflutnings- gjöldum af byggingarvörum, hrá- efnum og öðrum rekstrarvörum til framleiðslunnar, eins og yfir- leitt tíðkast í öðrum löndum. Hefur verið rætt um það sem heppilega lausn þessa máls, að stofnað yrði með lögum iðnaðar- fríhöfn hér á landi, er tæki til starfsemi verksmiðjunnar. Á síð- ustu fundum aðilanna hefur þó fremur verið um það rætt, að veitt yrði bein undanþága frá að- flutningsgjöldum vegna starf- semi verksmiðjunnar, og hefði hún þá sérstaka tollvörugeymslu fyrir undanþáguvörur. í hvoru tilfellinu sem er, er gert ráð fyrir því, að félagið greiði eðli- legan kostnað af tolleftirliti og tollmeðferð. Undanþága þessi er ekki sízt mikilvæg frá sjónarmiði Swiss Aluminium að því er varðar vör- ur til byggingar verksmiðjunnar. Að því er varðar hráefni og rekst ursvörur er fyrst og fremst um að ræða útfærslu á núgildandi heimild tollskrárlaga til niður- fellinga á gjöldum af innfluttum efnivörum og umbúðum til út- flutningsframleiðslu. Gert er ráð fyrir því, sem fyrr segir, að hinn fasti skattur á framleiðslu komi í stað allrar almennrar skattlagningar á verk- smiðjufélagið. Að sjálfsögðu mun þó undanþágan ekki ná til allra opinberra gjalda. Það hefur ekki verið kannað til fulls í viðræðum aðilanna, hvaða gjöld verði eftir sem áður lögð á verksmiðjuna. Þó er þegar gert ráð fyrir því, að undanþágan muni ekki ná til eftirfarandi gjalda: 1) Félagslegra gjalda, svo sem til almannatrygginga, atvinnu- leysistryggingasjóðs, bygginga- sjóðs ríkisins eða annarra gjalda, sem eru í eðli sínu hlunnindi til starfsfólks og greidd eru af öðr- um íslenzkum atvinnurekendum. 2) Gjalda, semxí eðli sínu eru greiðsla fyrir þjónustu við verk- smiðjufélagið. 3) Skráningar- og stimpil- gjalda, sem almennt ex-u álögð. Um stimpilgjöld af hlutabréfum verksmiðjufélagsins er þess vænzt af hálfu Swiss Aluminium, að þeim verði stillt í hóf. Gert er ráð fyrir samnings- ákvæðum, er tryggi Swiss Alum- inium gegn tvísköttun hér á landi. 7. Samningstími Ágreiningur aðilanna um lengd samningstímans hefur verið eitt erfiðasta viðfangsefni viðræðn- anna að undanförnu. Hafa is- lenzku fulltrúarnir jafnan lagt áherzlu á það, að óeðlilegt væri að gera bindandi samninga tiL mjög langs tíma, einkum þar sem búast mætti við að unnt yrði að greiða upp stofnlán Búrfells- virkjunar á 25 árum. Swiss Al- uminium hefur hins vegar lagt á það æ ríkari áherzlu, að samn- ingstími yrði sem lengstur. Samstaða hefur nú náðst um að gengið yrði út fxá því, að samn- ingar aðilanna verði gerðir til 25 ára frá þeim tíma, er 1. áfangi verksmiðjunnar á að taka til starfa. Jafnframt skuli hvor aðili um sig hafa rétt til að krefjast framlengingar á samningunum um 10 ára skeið og að því loknu um önnur 10 ár, enda fari fram endurskoðun á raforkuverði og skattamálum verksmiðjunnar í hvort sinn, ef krafizt er. Það hefur komið skýrt fram af hálfu Swiss Aluminium, að æski- legt væri að tryggja áframhald- andi rekstur eða uppgjör verk- smiðjunnar á einhvern hátt, eftir að samningar félli niður. Jafn- framt er ljóst, að þeir mundu reiðubúnir til að afhenda íslend- ingum endurgjaldslaust tiltekna eignarhlutdeild í verksmiðjunni, ef gerðir yrðu bindandi samn- ingar til lengri tíma. Af hálfu íslenzku fulltrúanna hefur verið talið eðlilegra að láta með öllu ósamið um slík atriði, og leggja fremur áherzlu á að fá sann- gjarnan samningstíma. 8. Endurskoðun skatta og raforkuverðs Áskilið er að aðilar skuli hafa rétt til að krefjast endurskoðun- ar á sköttum fyrirtækisins og raforkuverði í hvort sinn, ef samningar verði framlengdir fram yfir hið umsamda 25 ára tímabil. Við endurskoðun skatta er gert ráð fyrir því, að grunnskattur á tonn af málmi frá verksmiðj- unni verði endurmetinn á grund- velli þeirrar almennu skatta- byrði, sem þá er við lýði á ís- landi, enda sé hún ekki hærri en 50 af hundraði, og skýrslna um rekstrarafkomu fyrirtækisins á þeim tíma og næstu ár á eftir, er byggðar séu á fullnægjandi heimildum. Umræður um endurskoðun raf- orkuverðs hafa einkum leitt til þeirra niðurstöðu, að grunnverði til verksmiðjunnar verði breytt til samræmis við breytingar á orkuverði á nálægum mörkuðum, auk þess sem heppilegt sé eftir atvikum að hafa hliðsjón af verð- hreyfingum á aluminiummálmi. í því sambandi hafa fulltrúar Swiss Aluminium lagt megin- áherzlu á nauðsyn þess, að tryggja samkeppnisaðstöðu fyrir- tækisins gagnvart Bandaríkja- mönnum annars vegar og evr- ópskum framleiðendum, og þá einkum Norðmönnum, hins veg- ar. Telja þeir sig geta fallizt á, að grunnverðinu yrði þreytt til samræmis við þann sem lægri verði af neðangreindum valkost- um, þó þannig að orkuverðið til verksmiðjunnar ve'rði aldrei lægra en 2,5 mill að viðbætt- um áorðnum hækkunum vegna breytilegra kostnaðarþátta: 1) 2,5 mill á kwst. að viðbættri hlutfallslegri hækkun heildsölu- verðs á raforku í Noregi eða frá Tennessee Valley Authority, sem verið hefur stærsti orkuframleið- andi í Bandaríkjunum um all- langt skeið. 2) 1,2% af heimsmarkaðsverði á aluminium, en það jafngildir í dag tæplega 3 millum. 9. Ýmis aðstaða verksmiðjunaiar A. Lóð og höfn. Swiss Aluminium hefur frá upphafi talið æskilegt, að verk- smiðjufélagið fengi keypta lóð undir starfsemi sína, en í við- ræðum aðilanna að undanförnu hefur þó verið miðað við það, að verksmiðjan yrði byggð á leigu- lóð. Er nú gert ráð fyrir því, að íslenzka ríkið fái sjálft eignar- hald á landi og hafnarsvæði í Straumsvík og láti fyrirtækinu í té nauðsynlega lóð undir verksmiðjubyggingar. Fyrirtæk- ið muni síðan sjálft koma upp nauðsynlegum tilfæringum á lóð- inni að því er varðar vatn, hol- ræsi, götur og rafmagn. Hafnar- mannvirki á staðnum muni ríkið byggja og sjá um rekstur þeirra, en fá tekjur til að standa undir kostnaðinum með hafnargjöldum, er lögð verði á flutninga að og frá verksmiðjunni. Auk þess má búast við, að höfnin geti orðið gagnleg uppskipunarhöfn fyrir meiriháttar flutninga til Reykja- ness. Að því er sérstaklega varðar vatn til starfsemi verksmiðjunn- ar er 'gert ráð fyrir því, að hún fái leyfi til þess að bora eftir vatni á verksmiðjusvæðinu eða í nágrenni þess, enda sjái hún þá höfninni fyrir vatni án endur- gjalds. B. VarúðarráSstafanir. Aluminiumbræðslur gefa frá sér fluorgös, sem kunnugt er, og geta þau haft skaðleg áhrif á vissar gróðurtegundir í næsta nágrenni verksmiðjunnar, eink- um þar sem skýlt er fyrir vind- um og loft kyrrt. Að áliti sér- fræðinga er hverfandi hætta á því, að skaðleg áhrif geti stafað af aluminiumbræðslu, sem stað- sett yrði í hrauninu sunnan Hafn arfjarðar. Er því ekki gert ráð fyrir því, að gerðar verði sér- stakar ráðstafanir til hreinsunar á útblásturslofti verksmiðjunnar í byrjun. Hins vegar verður á- skilið, að verksmiðjufélagið beri alla áhættu af tjóni af útblásturs- lofti eða öðrum úrgangi frá verk smiðjunni í Straumsvík. Verði tjón af þessum sökum, mundi það vera fullkomlega skaðabótaskylt og auk þess skuldbundið til að grípa til nauðsynlegra varúðar- ráðstafana, ef hætta yrði talin á frekara tjóni. C. íslenzkt vinnuafl og þjónusta Swiss Aluminium er reiðubúið til þess að takast á hendur skuld- bindingar þess gfnis, að nota skuli íslenzkt vinnuafl við bygg- ingu og rekstur verksmiðjunnar eftir því sem framboð og kunn- átta leyfir. Jafnframt verði verk- smiðjufélagið skuldbundið til að þjálfa íslendinga til slíkra starfa svo fljótt sem auðið er. Swiss Aluminium er einnig reiðubúið til þess að skuldbinda verksmiðjufélagið til að nota is- lenzkar vörur og þjónustu, þar á meðal íslenzk skip, tryggingar- félög og verktaka, bæði við bygg ingu og rekstur verksmiðjunnar, ef vörur þessar og þjónusta eru fáanlegar á samkeppnishæfu verði. D. Gjaldeyrismál Til þess að einfalda gjaldeyris- eftirlit og meðferð gjaldeyris á vegum verksmiðjunnar er gert ráð fyrir því, að verksmiðjufé- lagið þurfi ekki að yfirfæra til íslands aðrar greiðslur fyrir málm en þær, sem samsvara rekstrarútgjöldum félagsins og sköttum á íslandi á hverjum tíma. Er þá jafnframt áskilið, að félagið ráði jafnan yfir nægu handbæru fé á íslandi til þess að geta staðið við rekstrarskuld- bindingar sínar. Þess ber að geta, að greiðslur félagsins fyrir raforku hafa hér nokkra sérstöðu. Er búizt við því, að þær fari fram í erlendri mynt og verði lagðar á sérstakan banka reikning, sem notaður verði til að ráðstafa afborgunum á er- lendum lánum til Búrfellsvirkj- unar, meðan þær standa yfir. Hér kemur einnig til sjálfskuldar ábyrgð Swiss Aluminium á lág- marksorkugreiðslum félagsins. Loks er þess að gæta, að Swiss Aluminium er reiðubúið til að taka á sig einfalda ábyrgð á öllum greiðsluskuldbindingum verksmiðjufélagsins gagnvart ís- lenzkum yfirvöldum og hinni fyrirhuguðu Landsvirkjun. Ætla má; að í þessu felist fullkomin trygging fyrir greindu fyrirkomu lagi á gjaldeyrismálum verk- smiðjufélagsins. E. Skuldbinding um samfelldau rekstur Swiss Aluminium telur sig reiðubúið til að fallast á tilmæli íslendinga um það, að verksmiðja félagsins verði jafnan rekin með fullum afköstum, eftir því sem tæknilegar ástæður leyfa, nema sérstakir markaðsörðugleikar komi til. Er við því búizt, að hægt verði að fá nægilega trygga viðmiðun í þessu efni méð saman burði við aðrar aluminium- bræðslur á vegum Swiss Alumin- ium, og þá fremur einstakar verksmiðj.ur samsteypunnar al- mennt. Ekki hefur verið kannað til fulls á þessu stigi, hvaða við- ut;lögum verði hægt að beita, ef brigð verða á þessari skuldbind- ingu, en að sjálfsögðu er nokkurt aðhald fólgið í lágmarksskatti þeim, sem fulltrúar Swiss Alu- minium hafa þegar talið sig geta fallizt á. Einföldustu viðurlögin virðast hér hins vegar vera þau, að skattleggja verksmiðjuna með framleiðslugjaldi eins og hún hefði verið rekin með fullum af- köstum þann tíma, sem út af skyldunni væri brugðið. 10. Ábyrgðir af hálfu Swiss Aluminium Á það hefur verið minnzt hér Framhald á bls. 2ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.