Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 6
6 MORG UN BLAÐIÐ Flmmtudagur 6. maí 1965 Útgerðin og Einar Sigurðsson f viðtali, sem Morgunblaðið átti við Einar Sigurðsson, útgerð armann, og birtist í blaðinu 15. apríl s.l. skýrir Einar frá því, að hann hyggist beita sér fyrir stofnun almenningshlutafélags, er kaupi eitt eða fleiri ný fiski- skip og geri þau út. Þar sem hér virðist vera um óvanalegar áðfarir að ræða, sem jafnframt geti orðið hugmyndinni um al- menningshlutafélög til mikils skaða, vil ég ekki láta hjá líða að .vekja athygli á nokkrum at- riðum varðandi þetta mál. Fyrst er rétt að hugleiða hvað valdi því, að einn þekktasti út- gerðarmaður landsins sé áð leita eftir sameignarmönnum til þess að koma á fót útgerð. Ekki fer hjá því, að það hvarfli að manni, að Einar vanti hráefni í frysti- hús sín og þar sé orsökin fundin. Þannig hefur háttað til í út- . gerð hin síðari ár, að hún hefur gengið mjög mismunandi og frem ur erfíðlega, en aftur á móti virð- ist fiskverkun hafa gengið betur og hjá sumum allbærilega. í fyrrnefndu viðtali lýsir Ein- ar afkomu eins báta sinna, sem hann segir hafa skilað kr. 1,5 milljón upp í afskriftir, sem eru þó leyfðar af skattayfirvöldum kr. 2 milljónir miðað við kr. ÍO millj. verðmæti báts. Hvað veld- ur þvi, að hann skýrir aðeins frá afkomu eins báts; þegar hann á fjölmarga báta? Ég leyfi mér að skora á Einar Sigurðsson áð birta rekstrarreikninga allra sinna báta til þess að almenningur átti sig á, að útgerð hans hefur gengið misjafnlega eins og hjá öðrum. Ég hefi aldrei vitað það fyrr, Gjolir til Mosiellsbirkja VEGNA vígslu Mosfellskirkju 4. þ.m. bárust henni margar góðar gjafir og dýrmætar, sem ljúft er og skylt að þakka fyrir. Nýr hökull var vígður vfð alt- arisþjónustu í kirkjumni. Hann er saumaður í írlandi, gjöf > frá nokkrum vildarvinum Stefáns heirtins Þorlákssonar, er ánafnaði Mosfellskirkju eignum sínum, og gefinn til minningar um hann. Gefendur eru konurnar Ágústa Ágústsdóttir, Elín Guðmunds- dóttir, Elin Kristjánsdóttir, Helga Markúsdóttir, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Margrét Ágústsdótt ir, Sigrún Eiriksdóttir og Sigur- veig Eiríksdóttir. Hjónin á Minna-Mosfelli, Kat- rín Guðmundsdóttir og Skarp- héðinn Sigurðsson gáfu veglega altarisstjaka úr kopar. Systurnar Ástríður, Elínborg og Ólafía Andrésdætur frá Hrís- brú gáfu fagra silfurstjaka þriggja álma ágreypta. Eru stjakamir gjöf til minningar um foreldra þeirra systra Andrés Ólafsson bónda á Hrísibrú og konu hans Ólöifu Jónsdóttur. Lára Skúladóttir frá Mosfelli gaf silfurstjáka, sem eiga sér nokkra sögu. Eru þeir uppíhaf- lega gjöf synoduspresta til tengdaforeldra hennar á silfur- brúðkaupsdegi þeirra 17. júlí 1919. Bera þeir þvi nöfn biskups- Framhald á bls. 21. að áður en hlutafélag er stofnað, sem mörgum er ætlað að eiga, sé búi'ð að ráða framkvæmda- stjóra fyrirfram og jafnvel á- kveða laun hans, eins og Einar hefur nú ráðið sjáifan sig fyrir framkvæmdastjóra þessa fyrir- hugaða fyrirtækis, eða er til- gangurinn sá, að fá afla skipsins eða skipanna til ráðstöfunar í eigin frystihús að mestu eða öllu leytL Þótt Einar geti á pappírnum sýnt kr. 1,5 millj. upp í afskrift- ir af skipi sínu, Éngey, til þess að nota sem beitu fyrir fólk, þá virðist' tilgahgurinn vera sá, að láta almenning sjá sér fyrir skipi til þess að afla fyrir frystihús og síldarbræðslu, sem hann á sjálf- ur. Ástæða er til þess áð benda á, að ekki sést hvort um arð- greiðslu hefur verið að ræða af rekstri Engeyjar, þrátt fyrir það, að Einar var mjög heppinn með útgerð hennar á s.l. ári og við- haldskostnaður sennilega verið í Iágmarki þar sem skipið er nýtt. Ekki er heldur óeðlilegt að gera ráð fyrir að kostnaður við veið- arfæri hafi verið hlutfallslega líti'Il miðað við aflaverðmæti, þar sem öll veiðarfæri eru ný. í auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu 27. apríl s.l. segir Einar, að áhætta sé enginn í útgerð (sic!), en ágóðavon mikil og ennfremur að möguleikar séu á 50% af hlutafé upp í afskriftir. Ég hefi aldrei heyrt það fyrr, að útgerð fylgi engin áhætta, en hinsvegar getur það verið rétt, að útgerð í höndum F| íars Sig- urðssonar fylgi engin áhætta, því hann virðist geta það, sem aðrir útgerðarmenn geta ekki og kæra sig ekki um, en það er að láta rikissjóð greiða hallann af útgerðinni. Það mætti jafn- vel leyfa sér áð spyrja Einar Sigurðsson að þvi, hvað ríkissjóð ur hafi greitt mikið fyrir hann vegna útgerðar togarans Sigurð- ar. Ég held að það muni vera nærri tveimur tugum milljóna króna. Telji hann sig geta tryggt sömu aðstöðu hjá hinu oþinbera varðandi útgerð þessa nýja skips, er ekki óeðlilegt að tala um áhættulausa útgerð og mundu þá margir fúsir að komast að þeirri jötu með honum. Margir hafa brosað að auglýs- ingu Einars, þar sem hanji reyn- ir að sannfæra fólk með þeim fullyrðingum, áð möguleikar séu á 50% af hlutafé upp í afskriftir, og er auðséð áð fólki er ætlað að rixgla saman afskriftum og arði. Hinsvegar er í íslenzkum lögum engin takmörk fyrir hlut- falli milli hlutafjár og fjármagns þess, sem félag hefur í eignum og rekstri og er því hægt að stofna hlutafélag með kr. 10. þús. í hlutafé. Einnig ruglar hann saman hugtökunum kapital (heildarverðmæti) og hlutafé. í fyrirtækjum er venjulega mjög misjafnt hlutfall á milli þessara tveggja þátta og arðsemi í fyrir- tæki fer ekki eftir föstu hlutfalli þar á milli. í auglýsingu í Morguhbláðinu 27. apríl lofar Einar endur- greiðslu á hlutafé þeim, sem þess kynnu að óska. í tilefni af þessu vaknar sú spurning, hvað verði þá af almenningshlutafélaginu, þegar Einar Sigurðsson verður orðinn eigandi að mest öllu hluta fénu og hver verður þá réttur þeirra, sem eiga þá lítinn hlut í félaginu? Ennfremur getur manni dottið í hug, að Einar sé me’ð þessari hlutafjársöfnun sinni að safna upp í þann hluta kaupverðs skips, sem Séðlabank inn gerir kröfu til að sé hand- bært, þegar samið er um ný- smíði eða 33% af kaupverðinu, en þetta fé hefur Einar Sigurðs- son sjálfsagt ekki nú eftir „óða“ fjárfestingu sína á s.l. árum, þótt hann nú langi í enn nýtt fiski- skip. Jón Árm. Héðinsson útgm. og ungarnir læra þar sund. Þar hátt uppi á hamri er reynir, sú hrísla er fögur að sjá, i þar vex líka víðir og einir í vatninu speglast þau biá. Mörg kvæðanna eru ort við ýmiss konar tækifæri, sum þeirra gamansömpg allmörg dýrt kveð- in undir sjaldgæfum bragarhátt- um. Toluvert er um þýðingar, einkum úr latínu (eftir Hóraz), og nokkur kvæðanna eru ort á ensku, sum undir erfiðum, ís- lenzkurh háttum. Nefna má hina landfleygu hringhendu séra Sig- urðar: I She is fine as morn in May, Mild, divine ánd clever, Like a shining summer day, She is mine forever. 99 INIokkur kvæði og visur Fjölbreytileg Ijóðabók eftir Sigurð Nortand 66 <JT er komin kvæðabók eftir séra Sigurð Norland, fyrrv. prest I Hindisvík á Vatnsnesi. Bókin heitir „Nokkur kvæði og vísur“. Á annað hundrað kvæða- og vísnatitlar eru í bókinni, og kenn ir þar margra grasa. Fyrstu kvæði bókarinnar gefa npkkra hugmynd um fjölbreytni henn- ar. Hún hefst á kvæðinu „Reykja vík“, þá kemur þýðing á hinu fræga danska ljóði, „Det haver saa nyligen regnet", næst „Heilla ósk við biskupsvígslu“, síðan „Á afrnæli Kristjáns augnlæknis Sveinssonar", næst „stemnings- full“ endurminning, sem heitir „Fyrir 40 árum“, og þá Ijóðið „í Hreðavatnshrauni", sem hljóð- ar svo: 1 Hreðavatnshrauni er virki í hring með dyrum á, túngresi, týsfjóla, birki, og tjöm er þar himinblá. í tjörninni silungar sveima í sólskini um hádegisstund, þar eiga og endur heima, Önnur vísá, nokkuð einkenni- leg, er ort undir hættinum gagra ljóð. Hún er svona: Long ago a song I sang, Sing it low withín my ring. Strong a blow. A bell they rang. Bring my poem for the king. Þá eru enskar þýðingar á Ólafl Liljurós og Stóð ég út’ í tungls- ljósi. Að lokum skulu hér til- greindar tvær vísur úr þessari fjölskrúðugu bók. Sú fyrri er ort á ensku undir hagkviðlingahætti, en hin heitir Staka. Now the lay is at the ending And the day so clear and blua Goes away, my good amending Girl, I stay the night with you. Ég hef kvæði kveðið hér kastað mæði og trega, og í næði unað mér óumræðilega. • ERLENDIR STRATJMAR Undanfama mánuði hafa staðið hér líflegar umræður mn íslenzka menningu og þá hættu, sem henni kann að vera bú- in vegna samneytis okkar við aðrar þjóðir. í Morgunblaðinu hafa verið ritaðar margar grein ar um þetta efni og hafa menn ekki verið á einu máli. Flestir eru sennilega sammála um, að aukin einangrun okkar yrði ekki til að þroska og bæta menningu okkar, því ekkert yrði okkur hættulegra en ótti við erlenda strauma. Hins veg- ar verður það aldrei vandalaust að virkja hina erlendu strauma þannig, að þeir nýtist okkur að fullu, en hafi jafnframt engin þau áhrif, sem Pétur eða Páll telji miður góð. • VAKANDI FÓLK En þetta er efni, sem fólk virðist yfirleitt hafa mikinn á- huga á — og ræðir, hver svo sem afstaða þess er. Og á með- an þetta efni er ofarlega á dag- skrá og rætt hleypidómalaust og án einhverrar pólitískrar blindu er vissulega hægt að segja, að fólk sé vakandi. Þar með er ekki sagt, að fólk verði andvaralaust um leið og gauraganginum lýkur. Mér finnst hins vegar margt benda til þess, að með íslendingum sé rík hvöt í þá átt að varðveita það sem gott er samtímis því sem við tileinkum okkur eitt oig annað frá útlöndxun. Ég held, að ekki þurfi neitt brambolt til þess að viðhalda þeirri hvöt, þótt skynsamlegar umræður séu alltaf gagnlegar. • MEIRI ÍSLENDINGAR EN ÞEIR GERA SÉR GREIN FYRIR í þessu sambandi kom mér í hug ummæli tveggja erlendra manna, sem heimsótt hafa okk- ur nýlega. Ég sá að í blaðinu birtist á dögunum viðtal við rússneskan prófessor, Steblin Kamenski, sem kennt hefur fomíslenzku og fornnorrænar bókmenntir í heimalandi sínu í 20 ár. Hann ferðaðist um ísland og sagði síðan í blaðaviðtalinu: „Andi sagna oig fornrar arf- leifðar er meira lifandi á fs- landi nútímans en ég hafði haldið .... íslendingar eru enn fslendingar, Hklega í ríkari mæli en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. Og ég vona að þeir haldi því áfram — til góðs fyrir heimsmenninguna.“ Þetta sagði hinn rússneski menntamaður og má ætla, að hann hefði tekið öðru vísi til orða, ef hann hefði uppigötvað, að íslendingar hefðu týnt sjálf- um sér, orðið ameríkanisman- um að bráð, væru að glata menningararfi sinum, eins og heyrzt hefur frá ýmsum her- búðum. • MEIRI MÓTSPYRNU- KRAFTUR Hinn maðurinn er Ivar Eskeland, formaður norska út- varpsráðsins. Maður, sem vel hefur fylgzt með íslenzkri menningu og talar íslenzku og hefur komið hingað áður. Hann sagði í viðtali við Vísi, er hann var spurður, hvort hann teldi það hættulegt þjóðr erni Norðmanna og tungu að út- breiða amerískar myndir f norska sjónvarpinu, færa hið ameríska tal inn á heimilin með þeim hætti: " „Hin amerísku áhrif á tungu okkar eru þegar orðin geig- vænleg", sagði hann — og hélt áfram. „Þess verður alls staðar vart í tali fólksins, það tekur upp alls kyns amerísk orð og er Ijótt að heyra það í málinu. Þetta var hins vegar byrjað löngu áður en við hófum sjón- varpið. Annars held ég, að ef ég á að gera samanburð á þjóðum okkar, að hættan sé miklu meiri hjá okkur. Erlend orð eiga svo einkennilega greiða leið inn i okkar tungu. Þið virðist hafa miklu meiri mótspyrnukraft gegn erlendum orðum. Það má vel vera að þetta sé vegna þesa að okkar tungumál er betur lag- að til að taka við erlendum orð- um en íslenzkan.“ Þetta sagði Ivar Eskeland og vonandi verður æsku þessa lands innrætt framvegis sem hingað til að halda þeim mót- spyrnukrafti og slaka hvergi á. BO SC H spennustillar, i miklu úrvali. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3, — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.