Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. maí 1965 > Danska knattspyrnan Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hafin IJndankeppni stendur yfir HEIMSMEISTARAKEPPNIN i knattspyrnu fer fram í Englandi á tímabilinu 12.-30. júlí 1966. 16 lið komast i úrslitakeppnina, sem fram mun fara á leikvöllum eftir talinna félaga: Míddlesbrough, Sunderland, Everton, Manchester U., Sheffield W. og Aston Villa. Auk þess munu nokkrir leikir fara fram á Wembley-leikvang- inum í London þar á meðál úr- slitaleikurinn. Tvö af þessum 16 liðum kom- ast' í úrslitakeppnina án undan- keppni þ.e. Brasilía, sem er nú- verandi heimsmeistari, og gest- gjafarnir, England. Um hin 14 sætin er um þessar mundir háð hörð barátta, en endanleg úrslit í undankeppninni verða þó ekki kunn fyrr en seint á þessu ári. Nær 80 þjóðir tilkynnfcu í upp- hafi þátttöku í keppninni, en nokkrar þjóðir hafa hætt við þátttöku svo ekki er endanlega vitað um íjölda þátttökuþjóð- anna. Er hér einkum um að ræða Afríku og Asíuþjóðir. Þátttökuþj óðu num var skipt í riðla og i Evrópu eru riðlarnir 9 og kemst sigurvegarinn í hverj um riðli í úrslitakeppnina. Til igamans fer hér á eftir skrá yfir þá leiki, sem fram hafa farið í Evrópu-riðlunum: 1. riðill: í þessum riðli keppa Belgia, Búlgaría og ísrael. Keppni. er enn ekki hafin, en fyrsti leikuripn fer fram 9. maí n.k. og keppa þá Belgía og ísra- el. Reiknað er með að Búlgaría sigri í þessum riðli. 2. riðill: Hér eru keppendur einnig þrír þ.e. Svíþjóð, Kýpur, og V-Þýzkaland. Þýzkaland hefur sigrað Kýpur 5-0 og jafntefli varð milli Þýzkalands og Sví- þjóðar 1-1. í gær kepptu Svir þjóð og Kýpur, oig augljóst er að baráttan stendur milli Svíþjóðar og Þýzkalands, en þau mætast hinn 26. september n.k. í Stokk- hólmi. 3. riðill: f þessum riðli eru Noregur, Frakkland, Luxem- bourg og Júgóslavía. Noregur hefur á útivelli sigrað Luxem- bourg 2-0, en tapað fyrir Frakk- landi 0-1 í París. Júgóslavía sigr- aði Frakkland á heimavelli 1-0 og er reiknað með að baráttan standi milli þessara tveggja liða. 4. riðill: Hér hefur Portúgal náð góðum árangri með 2 sigr- um yfir Tyrklandi 3-1 og 1-0 og ^nnfremur yfir Tékkóslóvakíu 1-0 í J’rag. Fjórða landið í þessum riðli er Rúmenía, sem hefur sigr- að Tyrkland 3-0. 5. riðill f þessum riðli er mik- ill spenningur og hafa úrslit leikja orðið þessi: N.-frland — Sviss 1-0 Sviss —.N.-frland 2-1 N.-írland — Holland 2-1 Holland — N.-írland 0-0 Holland — Albanía 2-0 Albanía — Holland 0-2 Sviss — Albanía 1-0 Albanía — Sviss 0-2 Staðan er þessi: Sviss 6 stig, Holland 5 stig, N.-írland 5 stig og Albanía 0 stig. Reiknað er með að N.-írland sigri í þessum riðli, þvi þeim ætti að takast að siigra Albaniu tvisvar. 6. riðill: Aðeins einum leik er lokið í þessum riðli þ.e. milli Austurríkis og A.-Þýzkalands og varð jafntefli 1-1. Þriðji þátt- takandinn í riðlinum er Ungverja land og er því spáð sigri. 7. riðill: Hér eru löndin fjögur, Danmörk, Wales, Grikkland og Rússland. Úrslit leikja hafa orð- ið þessi: Danmörk — Wales, 1-0 Grikkland — Danmörk 4-2 Grikkland — Wales 2-1 Wales — Grikkland 4-1 Reiknað er með að Rússland sigri í þessum riðli, en þeir keppa 3 leiki heima nú á næst- 8. riðill: Hér eru keppendur einnig fjórir þ.e. Finnland, ítalía, Pólland og Skotland. Finnland hefur tapað þremur leikjum og kemur ekki til greina sem sigur- j vegari. Aðeins einum leik milli hinna liðanna er lokið. Pólland og ítálía gerðu jafntefli 0-0 í Varsjá. 9. riðill: Upphaflaga voru þrjú lönd í þessum riðli þ.e. Spánn, írland og Sýrland. Sýrland hef- j ur hætt við þátttöku en írland og Spánn áttu að keppa i gær. í S-Ameríku er undankeppnin ekki hafin en þaðan komast 3 lið í úrslitakeppnina. Frá N-Ameríku kemst eitt lið í úrslitin og stend- ur baráttan milli Mexico, Jamaica og Costa Rica. Frá Afríku-Asíu-Ástralíu kemst eitt lið í úrslitin, en ekki er enn vitað hvaða lið koma helst til greina, þar eð mikil forföil hafa verið í þessum riðli. Fylkir Ágústsson á verðlauna palli ásamt Guðmundi og Árna eftir 100 m. br ingusundið. Glœsilegasta sundmót sem haldið hefur verið á Isafirði Hrafnhildur hlaut afreksbikar Á L.AUGARDAGINN var haldið ,í Sundhöll ísafjarðar glæsileg- asta sundmót sem þar hefur far- ið fram. Kom þangað erlent afreksfólk til keppni í fyrsta sinn, en það var danska sund- fólkið sem hér dvaldi á vegum Ægis og UMFK. Var húsfyllir í litlu Sundhöllinni þeirra Isfirð- inga og keppendum vel fagnað. Sérstakur bikar var veittur fyrir bezta afrek mótsins og urðu þrjú jöfn að stigum með bezta afrekið samkv. stigatöflu, þær Hrafnhildur Guðmundsdótt ir og Kirsten Strange í 100 m bringusundi þar sem báðar fengu tímann í.20.4 en Hrafn- hildur var sjónarmun á undan. Jafngott afrek vann Guðm. Gísla son í 100 m skriðsundi, en bikar- inn féll Hrafnhildi í skaut. Vestfirðingar fögnuðu hins vegar mest glæsilegum sigri KR sigraði K.R. sigraði VÍKING með 4— O á Melavellinum í gærkvöldi í Knattspyrnumóta Reykjavíkúr. í hálfleik var staðan 1—0. Mörk K.R. skoruðu Baldvin Baldvinsson og Gunnar Felix- son, 2 hrvor. Leikurinn var tilþrifalítill og virtust leikmenn ekki í góðri þjálfun. Næsti leikur fer fram í kvöld og mætast þá Fram og Valur. Fylkis Ágústssonar í 100 m bringusundi. Náði hann mjög góð um tíma sem þó ekki fæst stað- festur sem met vegna þess hva laugin er stutt. Mörg Vestfjarða- met voru sett og vöktu ágæt sundmannaefni að vestan ekki síðri athygli en garparnir frá Danmörku og Reykjavík. IsL dómari dæmir í Svíþjóð I gærkvöldi fór fram í ’ Norrköping leikur í'rmdan- keppni heimsmeistarakeppn- innar milli Svíþjóðar og Kýp ur. Svíþjóð sigraði með 3 mörkum gegn 0. I háilfleik var staðan 1—0. Yfirburðir sænska liðsins voru mjög miklir og var því leikurinn aldrei spennandi. Mörkin skoruðu: miðherjinn AGNE SIMONSSON 2 og vinstri framvörðurinn TOR- ,3JÖRN JONSSON. . Magnús Pétursson dæmdi 3. B 1903 7 4. Esbjerg 6 5. K.B. 6 —- 6. Vejle 5 — 7. AaB 5 8. Hvidovre 5 —• 9. B 1909 4 — 10. B 1913 3 11. B 93 3 — 12. Bí 1901 1 í II. deild er O.B. efst með 9 stig, en í öðru sæti er H.B. með 8 stig. Brasilía sigraði í heimsmeistarakeppninni 1962, sem fram fór í Chile. I úrslitum mættust Brasilía og Tékkóslóvakía og sigruðu þeir fyrrnefndu með 3-1. í þriðja sæti varð Chile og Júgóslavía nr. 4. Myndin hér að ofan er af heimsmeisturunum. ÚRSLIT leikja í dönsku deildar- keppninni, sem fram fóru um sl. helgi urðu þessi: 1. deild: B 1913 — B 1909 1-2 B 1901 — Vejle 0-5 B 93 — B 1903 2-7 Esbjerg — Hvidovre 3-2 Frem — A.G.F. ' 1-2 AB — K.B. 9—1 Staðan er þá þessi að 5 leikjum loknum: 1. A.G.F. 8 stig 2. Frem 7 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.