Morgunblaðið - 20.05.1965, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.05.1965, Qupperneq 1
32 síður Þjdöþingið samþykkti handritafrum- varpið 50 þingmenn höiðu í gær- kvöldi skriínð undir ósk um þjóðurutkvæði Handritafrumvarpið var samþykkt við þriðju um- ræðu í danska Þjóðþing- inu í gær með 104 atkvæð- um gegn 58, 3 þingmenn sátu hjá, en 14 voru f jar- verandi og voru flestir þeirra á ferðalagi í Hol- landi, þeirra á meðal for- seti þingsins, Julius Bom- holt. Handritafrumvarpið var samþykkt óbreytt, eins og það var lagt fram af stjórninni, en eins og kunnugt er var þetta sama frumvarpið og stjórnin lagði fyrir þingið á sínum tíma og sam- þykkt var í Þjóðþinginu 1961 með 110 atkvæðum gegn 39. Frumvarpið kom þá ekki til framkvæmda, Kaupmannahöfn, 19. maí. vegna þess að 61 þingmað- ur skrifaði undir skjal, þar sem þess var krafizt, með tilvísun til 73. grein- Myndin sýnir talningu atkvæða eftir atkvæðagreiðslu um handritafrumvarpið í danska þjóðþinginu. ar stjórnarskrárinnar, að frestað yrði staðfestingu á hinum nýsamþykktu lög- um utn að afhenda íslend ingum handritin. Sam- kvæmt því var málinu frestað, þar til þingkosn- ingar höfðu farið fram í Danmörku, svo nýtt þing gæti tekið handritafrum- varpið fyrir að nýju og af- Frarnhald á bls. 2 I K. B. Andersen í samtali við IVfbl.: „Horfi meö ánægju til þess dags er handritin koma til íslands" EFTIR afgreiðslu danska þjóðþingsins á handrita- frumvarpinu í gær, átti Morgunblaðið samtal við K. B. Andersen, kennslu- málaráðherra, sem borið hefur hita og þunga dags- ins í umræðunum um hand ritamálið undanfarið, eins og kunnugt er, — Blaðið spurði ráðherrann, hvað hann vildi segja nú, er mál ið væri til lykta leitt í þing inu. Hann svaraði: „Ég er mjög ánægður með að mikill meirihluti þjóðþingsmanna skuli hafa fylkt sér urn handritagjöf- ina til íslenzku þjóðarinn- ar. Það hefur verið ósk dönsku ríkisstjórnarinnar, að þetta gamla mál yrði leyst vel og virðulega. Tal- að er um það af vissum að- ilum að leggja frumvarp- ið undir þjóðaratkvæði. Næstu dagar munu sýna hvort unnt er að fá stuðn- ing þeirra sextíu þjóðþings manna sem þarf til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. I umræðunum í þjóð þinginu í dag snerust fulí- trúar nær allra flokka gegn hugmyndinni um þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þegar afhendingunni var frestað 1961 var það gert með skírskotun til þess, að hér væri urn að ræða eign- arnámslög. Þar sem ekki er hægt að leggja eignarnáms lög undir þjóðaratkvæða- greiðslu er einkennilegt, að aðilar, sem fyrir f jórum ár- um voru því fylgjandi að fresta framkvæmd lag- anna, krefjist nú þjóðar- atkvæðagreiðslu á and- stæðum forsendum. Árnanefnd hefur boðað að hún muni leggja lögin fyrir dómstólana. Ef það gerist, verður framkvæmd laganna, þ.e. afhending handritanna auðvitað að bíða, þangað til málið er til lykta leitt, en ég er per- sónulega ekki í neinum K. B. Andersen vafa um hver niðurstaðan muni verða. Ég horfi með ánægju fram til þess dags er ís- lenzku handrifin, sem af- henda á, eru komin til Reykjavíkur“, sagði K. B. Andersen, kennslumálaráð herra, að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.