Morgunblaðið - 20.05.1965, Side 6

Morgunblaðið - 20.05.1965, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtu'dagur 20. maí 1965 Sígilt dæmi í norrænni sögu — segir Gylfi Þ. Gfslason, menntamdlardð- herra, um afgreiðslu danska þingsins d handritafrumvarpinu Dagsins í dag mun um alla framtíð verða minnzt sem merk- isdags í íslenzkri menningar- sögu. Síðdegis í dag samþykkti þjóðþing Dana endanlega laga- frumvarpið um afhendingu ís- lenzkra handrita í Árnasafni og Konungsbó'khlöðu til íslendinga. Með þessari lagasetningu hefur þjóðþing Dana orðið við óskum, sem bornar hafa verið fram af íslendingum í áratugi. tslenzkar fornbókmenntir eru mikilvægastur menningararfur íslendinga. Þær eru stærstur skerfur þeirra til heimsmenning arinnar. Þær voru líftaug þjóð- arinnar og aflvaki öldum sam- an. Þær eru gildur þáttur ís- lenzks þjóðernis, undirstaða ís- lenzkrar tungu, ein af rökunum fyrir rétti íslendinga til sjálf- stæðis, en jafnframt einn vottur- inn um eilífa skyldu þeirra til að gæta þess. íslenzku handrit- in eru íslendingum og verða á- vallt helgur dómur vegna þess, að á þeim hefur þessi arfux varð veizt, þau eru tákn þess, sem öllu öðru fremur hetfur gert okk ur_ að tslendingum, þau eru sú rót, sem meiður íslenzkrar menn ingar á að geta nærzt af og styrkst um ókomin ár og aldir. Af þessum sökum hlytur það að verða íslendingum óviðjafn- anlegt gleðiefni, að þjóðþing Dana skuli nú hafa samþykkt að gefa íslendingum þá gjöf, sem þeir hafa fengið dýrmætasta og bezta. Ailir íslendingar munu þakka dönsku þjóðinni þann vinarhug og þá höfðingslund, sem í samþykkt lagafrumvarps- ins felst. Sannleikurinn er sá, að það sem hér hefur gerzt, má teljast einsdæmi í samskiptum þjóða. Engum blöðum er um það að fletta, að íslenzku handritin, sem afhent verða íslendingum samkvæmt lögunum, eru ómet- anlegur fjársjóður. íslendingar hafa ekki gert kröfu til hand- ritanna sem eignar sinnar. Dan- ir eru ekki að afhenda hluti, sem þeir telja sér skylt að skila. Þeir hafa samþykkt að afhenda ís- lendingum handritin vegna þess að þeir telja þau íslenzka menn- ingareign og þeir hafa ákveðið að það, sem telja megi íslenzka menningareign, skuli afhenda ís- lendingum, í því skyni, að sam- búð þjóðanna megi verða sem bezt og vinátta þeirra sem traust ust. Þetta viðlhorf munu íslending- ar meta að verðleikum. Það mun ekki aðeins efla vináttu í garð Dana hér á íslandi, heldur einnig auka virðingu fyrir dönsku þjóð- inni. íslendingar hafa á liðnum öldum átt nánari skipti við Dani en nokkra aðra þjóð. f náinni sambúð hljóta að verða mörg misklíðarefni. Nú er ekkert þeirra lengur eftir. Mér er ó- hætt að fullyrða, að vinarhugur í garð Dana hefur aldrei verið meiri á íslandi en hann er nú í dag. íslendingar þurfa ekki að undrast, að deilt skuli hafa ver- ið um þetta mál í Danmörku. Mjög ólíklegt má telja, að til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið komi. Hins vegar virðist svo, að tilraun muni verða gerð til þess að hnekkja lögunum með mála- ferlum. Islendingar hljóta að harma það, ef til slíks kemur, ekki vegna þess, að þeir óttist að danskir dómstólar muni ó- gilda lögin né heldur vegna hins, að það mun væntanlega hafa í för með sér nokkra töf á afhendingunni. íslendingar Dr. Gylfi Þ. Gíslason harma málaferlin vegna þess eins, að þau munu viðhalda í Danmörku deilum, sem íslend- ingar óska að ljúki sem fyrst. En ekki megum við íslending- ar láta við það eitt sitja að gleðjast yfir heimkomu handrit- anna. Nú verðum við að stíga á stokk og strengja þess heit að stórauka rannsóknir á þeim og efna til víðtækar útgáfu starf- semi. Við höfum þegar komið á fót Handritasofnun íslands og bráðlega mun hafin bygging myndarlegs húss, þar sem hand- • OF MIKIL ÁHÆTTA Lifandis urmull er af smá- bömum á götunni nú í góða veðrinu í vor. Yndislegir, litlir krakkar vafra um götuna — út á milli bílanna. Þetta eru hraust leg, falleg og velklædd börn. En mikla áhættu taka þeir sem bera ábyrgð á þeim með því að sleppa þeim lausum, þar sem þau komast út í umferðina. — Hvergi í borgum með tilheyr- andi umferð sjást svona lítil börn ein úti á götunum. Líklega eru íslendingar ekki enn búnir að átta sig á því hvað borg og umferð er. Að gata, þar sem bílar aka um, er of hættulegur staður fyrir lítil börn. Hvað á að gera? spyrja svo margir? Börnin þurfa að vera úti! En það er auðvitað ekki á- ritin munu verða varðveitt og vísindamönnum búin góð að- staða til rannsóknastarfa sinna. Við verðum að fjölga þeim mönnum, sem helga sig hand- ritarannsóknum, og við verðum Á mánudagskvöldið sat menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, fund „sextíumenn- inganna“ og nokkurra fleiri manna í Tjarnarbúð uppi og svar aði þar spurningum um sjón- varpsmálið. Höfðu honum sam- kvæmt eigin beiðni verið sendar meginspurningamar fyrir fund- inn, og spunnust um þær um- ræður, sem stóðu í rúma fjóra tíma. Fyrstu spurningarnar tóku til amerísku sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, m.a. hvað an upplýsingar um tæknilega hlið málsins hefðu borizt (um nauðsyn stærri stöðvar og um langdrægni hennar), og hvers vegna settar hefðu verið upp nýjar og hærri sjónvarpsstengur. Ráðherra kvað upplýsingarnar vera komnar frá póst- og síma- málastjóra, en í sjónvarpsleyfinu hefðu engin ákvæði verið um sjónvarpsstengumar. Fyrirspurn kom fram um það, hvort Al- þingi gæti dregið sérfræðinga til ábyrgðar fyrir rangar eða vill- andi upplýsingar í mikilsverðum málum eins og sjónvarpsmálinu og gat ráðherra þess þá, að þær upplýsingar sem utanríkisráð- herra hefði gefið um málið á stæða til að leggja lítil börn í hættu að þau þurfi að vera úti! Erlendis gengur það yfirleitt fyrir á góðum heimilum að gæta barnanna. Húsmóðirin eða ein- hver annar fer með þau út og gengur um með þau í 2—3 klst., eða fer með þau á leikvöll eða í garð og situr þar á bekk með- an barnið leikur sér. Auðvitað er bezt, ef aðstæður leyfa, að loka börnin inni í heimagörð- um eða fara með þau á gæzlu- leikvellina, þar sem öruggt er að þeim sé ekki sleppt út á göt- una. • SKORTIR SJÁLF DÓMGREIND Lítil böm, tveggja til 5—6 ára, eru auðvitað ekki fær um að taka ábyrgð á sjálfum sér úti að búa okkur undir að geta tek- ið sem bezt á móti þekn erlendu visindamönnum, sem hingað munu sækja til rannsóknar á þeim. Handritin eiga ekki og mega ekki verða safngripir ein- vörðungu eða fyrst og fremst. Þau em eilíft rannsóknarefni. Einmitt þess vegna eru þau einn af hornsteinum íslenzkrar menn- ingar. Ég lýk þessu morðum mínum Alþingi á sínum tíma hefðu ver- ið teknar úr skýrslu póst- og símamálastjóra og hefði hvorki utanríkisráðherra né mennta- málaráðherra skilyrði til að dæma um tæknileg atriði. Hins vegar lét hann þess getið, að sér væri til efs, að leyfið til stækkunar stöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli mundi hafa verið veitt, ef menn hefði órað fyrir því, að íslendingar væru svo fjáðir og forvitnir, að þeir mundu þúsundum saman leggja út í kaup á sjónvarpstækjum. Ráðherra kvað rekstur hinnar erlendu sjónvarpsstöðvar ekki hafa haft áhrif á undirbúning ís- lenziks sjónvarps, en játaði að tekjur af sölu sjónvarpstækja, sem nú eru í notkun, rynnu til fyrirhugaðs íslenzks sjónvarps. Hann kvað enga könnun hafa farið fram á því í öndverðu, hver áhrif líklegt væri að stækkun Keflavíkurstöðvarinnar hefði á íslenzkt þjóðlíf, né heldur hefði verið rannsakað síðan hver áhrif hið erlenda sjónvarp hefði á börn og unglinga. Ekki kvað hann heldur hafa verið kannað, hvaða áhrif íslenzkt sjónvarp kynni að hafa á rekstur annarra íslenzkra menningarstofnana, en á götu, og svolítið eldri börn eru heldur ekki nógu þroskuð' til að taka á sig þá ábyrgð að gæta þeirra. Börn gleyma sér í leik og ef eitthvað kemur fyrir lítil systkini, sem þau bera á- byrgð á, þá getur það haft ó- fyrirsjáanleg og varanleg áhrif á andlega heilsu þeirra. Og iitlu börnin, sem hlaupa eftir bolt- anum sínum á gangstéttunum og út á götuna, vita ekki hvað þau eru að gera. Þau hafa ekki ennþá nægilega þroskaða dóm- greind t.d. til að dæma um fjar- lægðir og hversu hratt bíla ber að, ef þau hugsa þá yfirleitt nokkuð um það. Þau hafa enga möguleika til að dæma um þá hættu, sem þau eru lögð í með því að hafa þau á götunni. Það eiga foreldrar þeirra eða aðrir með bví að láte í ljós þakklæti íslenzicrar þjóðar til dönsku þjóðarinnar fyrir þann höfðings- skap, sem fólst í samiþykkt hand- ritalaganna síðdegis í dag. Af- hending handritanna tengir ís- lendinga og Dani þeim vináttu- böndum, sem aldrei geta brostið. Afhending handritanna mun verða sígilt dtemi í norrænni sögu um það, hvernig veglyndi eflir vináttu. taldi að það mundi hafa mjög óveruleg áhrif. Hann kvað vænt- anlegt fjármagn til íslenzka sjón varpsins ekki mundu verða tek- ið frá öðrum menningarstofnun- um, en honum var bent á að sí- minnkandi aðsókn að kvik- myndahúsum hlyti að hafa á- hrif á fjáröflun stofnana eins og Háskóla íslands, Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveitarinnar og fé- lagsheimila úti á landi, sem hefðu tekjur af bíórekstri eða skemmtanaskatti. Menntamálaráðherra upplýsti, að fyrstu árin mundi árlegt rekstrarfé íslenzka sjónvarpsins verða 20 milljónir króna, og mundi ekki reynast kleift að efna til leiksýninga í sjónvarp- inu um fyrirsjáanlega framtíðL Verulegur hluti efnis yrði að- keyptur og þá einkum frá nor- rænum sjónvarpsstöðvum, en með íslenzku tali eða texta. Ráðherra taldi núverandi á- stand í sjónvarpsmálum ekki við unandi fyrir sjálfstæða menning- arþjóð, en eins og nú væri kom- ið yrði ekki ráðin bót á því fyrr en komið væri á önnur vega- mót. Þegar íslenzkt sjónvarp hefði tekið til starfa, taldi hann rétt að taka leyfisveitinguna til varnarliðsins til endurskoðunar, og kvað hann það vera sina persónulegu skoðun, að þá ætti að takmarka hið erlenda sjón- forráðamenn að gera. Þeir verða að vega og meta áhætt- una og ákveða hvort þeir vilja leggja barnið í hana. • ÞARF AÐ KENNA ÞEIM ELDRI Þegar börnin eru svo orðin það stór, að þau þykja orðið fær um að gæta sín í umferð- inni, verður auðvitað að vera öruggt að þau hafi verið búin undir það. Að þeim sé gert skilj anlegt að akbrautin er fyrir bíl- ana, og að þau verða að hlíta umferðarreglum til að vernda sig sjálf. Það er ekki von að börnin skilji þetta, ef ekki er búið að kenna þeim það og æfa þau í því. T.d. að venja þau á að ganga aldrei yfir götu á rauðu ljósi o. s. frv. Nógu mikið er af slysunum, sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, þó ekki sé í hverri götu tekin nærri óhugnanlega mikil áhætta varðandi líf T limi barnanna. Sjónvarpsmálið rætt á fundi 60-menninganna IHeimtamálaráðlierra svarar fyrirspurnum um málið Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fL BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.