Morgunblaðið - 20.05.1965, Page 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
i
Fimmtudagur 20. mai 1965
ÍSLENZK SAMGÖNGUMÁL
ERLENDIR FERÐAMENN
Ræða Ágústs Hafbergs á ferðamála-
ráðstefnunni á Þingvöllum
Hér birtist í heild ræða sú er
Ágúst Hafberg framkvæmda-
stjóri Landleiða h.f. flutti á
ferðamálaráðstefnunni, sem
haldin var fyrir nokkru á
Þingvöllum.
Hr. fundarstjóri,
góðir fundarmenn.
1 UPPHAFl máls míns vil ég
taka fram, að þið megið ekki
vænta neinnar tæmandi skýrslu
eða heildarmyndar íslenzkra sam
göngumála af þessum orðum
mínum, þar sem til þess væri tím
inn sem æskilegt er að ég taki
frá ykkur í dag allt of stuttur,
fyrir svo víðfeðman málaflokk, og
sömuleiðis hér innan veggja
fjöldi inanna, sem hefði mér
miklu betri þekkingu og aðstöðu
til slíks. Hinsvegar mun ég leit-
ast við í mjög stórum dráttum
að gefa nokkrar upplýsingar um
heildarþæfcti þessara mála, og
drepa á einstök atriði, sem helzt
gætu verið skiptar skoðanir um,
og eðlilegt að ræða á ráðstefnu
sem þessari ag vona ég að til-
gangi þeim sé þá náð sem mér er
ætlað.
Ég tel viðeigandi að byrja á
að minnast nokkrum orðum á
elztu grein samgangna okkar,
siglingarnar, þótt segja megi, að
á tímum hraðans og velmegunar-
innar hafi samgöngur með skip-
Uffl nokkuð horfið í skuggann.
I>að má segja, að litlar breyting-
ar hafi að undanförnu átt sér stað
i reglubundnum farþegasigling-
r um milli íslands og Evrópu. Eim
skipafélag íslands og Sameinaða
Gufuskipafélagið hafa haldið sín-
um reglubundnu ferðum allt ár-
ið, og Skipaútgerð ríkisins sigl-
ingum með m.s. Heklu að sumar-
lagi Farþegafjöldinn hefur
miðazt við afkastagetu skipanna,
en þau hafa yfirleitt verið full-
nýtt yfir sumarmánuðina, en lé-
leg nýting yfir veturinn hefur
valdið félögunum erfiðleikum.
Hinsvegar hefur sú tilhögun Eim
skipafélagsins, að fara svokall-
aðar vetrarferðir með Gullfoss
leitt til aukins farþegafjölda og
betri nýtingar á því skipi.
Stærsta breytingin að þvf er
viðvíkur komu erlendra ferða-
rnanna til Islands með skipum á
undanfömum árum, er án efa hin
ört vaxandi viðkoma erlendra
skemmtiferðaskipa hér, og ber að
fagna því, og þakka það starf
sem bæði innlendir og erlendir
aðilar hafa unnið til að koma þess
um siglingum á. Koma þessara
skipa hingað hefur þegar skapað
þjóðinni verulegar gjaldeyrie-
tekjur, og er þess eðlis, að til-
tölulega auðvelt er fyrir okkur
að veita þessu fólki þá þjónustu,
sem það óskar. Óhætt mun að
segja, að það hafi verið gert á
þann hátt að til sóma hafi verið
bæði þeim aðilum, er að hafa
staðið, og landinu í heild. Mér er
kunnugt um, að ötullega er unnið
að því að auka komu slíkra skipa,
en get ekki látið hjá líða að minn
ast á, að hörmulegt er til að vita
að okkar verðlagsmálum skuli
nú svo komið, að þau stefni I
verulega hættu áframhaldandi
þróun á þessu sviði.
Að því er varðar farþegaflutn-
inga innanlands með skipum,
sem eru all verulegir, bæði á veg
ura Skipaútgerðar ríkisins og
með ýmsum svokölluðum flóa-
bátum, þá mun ég ekki ræða þau
mál verulega. Bæði er það að
þau snerta ekki svo mjög ferða-
mál í þeim skilningi, sem við er-
um að ræða þau hér í dag, og
svo hins, að þessir flutningar eru
í flestum tilfellum reknir með op-
anberum styrkjum og í sumum til
fellum með stórkostlegum halla,
samanber Skipaútgerð ríkisins,
en tap þess fyrirtækis mun nú
nálgast 40 milljónir á ári. Af
þessum sökum tel ég augljóst að
þessi mál hljóti nú þegar, að
verða tekin til gagngerðrar endur
skipulagningar og leyfi mér að
láta í ljós þá skoðun mína, að
hér sé um að ræða svipað fyrir-
bæri og járnbrautir ýmissa ná-
grannalanda okkar eru, þ.e.a.s.
líð samgangna, sem var á sínum
tíma nauðsynlegur og mjög góð-
ur, en tilheyrir ekki nema að
litlu leyti kröfum tímans í dag.
Persónulega tel ég að mjög rót-
tækar ráðstafanir bæri að gera,
helzt ef mögulegt er að leggja
algjörlega niður ríkisrekstur á
þessum flutningatækjum, og að
sjálfsögðu að breyta skipulaginu
og draga úr styrkjum svo sem
mögulegt er, til þess að eðlileg
verkaskipting samgöngutækja
raskist ekki af þessum sökum,
enda tel ég, að ná megi eðlilegri
þjónustu við þau byggðarlög,
sem nauðsynlega þurfa á slíkum
samgöngum að halda, án veru-
legra opinbera styrkja.
Ef við víkjum aftur að milli-
landasiglingum, þá er óhætt að
slá því föstu að þar verður ríkis-
valdið ekki á neinn hátt sakað
um aðgerðarleysi eða, að nú orð-
ið gildi, svo máli skipti, reglur
sem hamla frekari þróun. Aukn
ing siglinganna mun byggjast á
von aðilanna, sem reka þær um
að þær geti orðið arðbærar, og
sem betur fer virðast nú merki
þess að þeir dugmiklu aðilar, sem
að þessu standa, hafi trú á að
svo megi verða, og unnt sé að
auka farþegasiglingar milli ís-
lands og Evrópu. Byggist sú skoð
un á því fyrst og fremst að vit-
að er að mikill ónotaður markað-
ur er fyrir hendi einkum í Mið-
og Vestur-Evrópu. Þar er um að
ræða fólk, sem hefur vilja til að
heimsækja Island, en ekkj pen-
ingalega getu til að notfæra sér
flugsamgöngur ag búa á hótelum,
en mundi vilja notfæra sér ferðir
skipa til landsins, þar sem það
gæti haft hér nokkra viðdvöl,
búið í skipunum og haft tæki-
færi til að skoða sig nokkuð um
hér. Til að svo megi verða þarf
að sjálfsögðu að fjárfésta í dýru
skipi, eða skipum og auka mjög
auglýsingastarfsemi á erlendum
vettvangi. Hæpið verður að telja
að hinn stutti ferðamannatími
hér á landi gæti skapað næga
flutninga til að standa undir
kostnaði við svo dýr skip, en ó-
neitanlega vaknar vonin um
aukna nýtingu með hugsanlegri
aukningu vetrarferða. Slíkar ferð
ir gætu verulega aukizt, ef til-
högun orlofs yrði breytt hér í
landinu, en þar sem það hefur
lengst svo verulega á undan-
förnum árum, er þegar ljós sú
nauðsyn, að nokkur hluti orlofs
sé tekinn að vetrarlagi, og þá er
líklegt að ýmsir íslendingar
myndu vilja notfæra sér að fara
með skipi eins og öðrum sam-
göngutækjum til suðrænni landa
í sínum vetrarfríum.
Erfitt mun að finna þess hlið-
stæðu í ísienzku þjóðlífi, að ein
atvirtnugrein hafi þróazt svo ört
og skilað svo glæsilegum árangri,
eins og millilandaflug íslendinga.
Fátt hefur vakið meiri athygli
á landinu og aukið hróður þjóð-
arinnar út á við, og ekkert
gleggra dæmi höfum við í dag um
það, hvers við íslendingar erum
megnugir, ef hæfni og dugnaður
fær notið sín, og heilbrigð sam-
vinna við erlenda aðila er tekin
upp, en þróun Loftleiða. >ó að
tug milljóna skattar komi sér
vafalaust vel í ríkiskassann, hygg
ég að fordæmið, sem Loftleiðir
hafa skapað, verði þjóðinni meira
virði, ef það getur orðið til að
draga úr gamaldags hugsunar-
hætti og vantrúnni á sjálfan sig,
sem er svo rík með okkar annars
svo stoltu þjóð; vantrúin á, að
íslenzkir aðilar séu hæfir til að
notfæra sér þekkingu annarra,
samvinnu og fjármagn sjálfum
sér og þjóðinni til framgangs.
Ég býst við að við öll í þessum
sal reynum að fylgjast með hver
þróun íslenzkra flugmála er á
hverjum tíma, en ég leyfi mér að
efast um, að mörg okkar hafi
veifct því athygli að svo hafa flug-
samgöngur nú gjörsamlega rofið
einangrun landsins, að með tæpra
tveggja klukkustunda millibili,
að meðaltali allan sólarhringinn,
allt tímabilið frá maíbyrjun til
loka september lendir eða hefur
sig til flugs flugvél á íslenzkum
flugvelli í reglulegu áætlunar-
flugi til útlanda, og að allar þess-
ar flugvélar, að einni undanskil-
inni, sem lendir hér tvisvar í viku
eru í eigu íslenzkra fyrirtækja.
Þessi flugtök og lendingar grein-
ast þannig á milli félaganna, að
Loftleiðir eiga þar 14 flug til Ev-
i-ópu og 12 til Bandaríkjanna á
viku. Flugfélag íslands 15 flug til
Evrópu vikulega, og Pan Ame-
rican 1 til Evrópu og 1 til Banda-
ríkjanna á viku. Helztu farþega-
tölur, sem má nefna í þessu sam-
bandi eru til ag frá íslandi á veg-
um Flugfélags íslands um 37 þús.
farþegar í áætlunarflugi og 5.500
farþ. í leiguflugi sl. ár, ag á veg-
um Loftleiða til og frá íslandi um
21 þús. farþegar í áætlunarflugi,
en auk þess mun ekki vera fjarri
sanni að farþegar Loftleiða um
ísland í „transit“ flugi hafi orðið
nærri 100 þús. sl. ár. Um önnur
flug hef ég því miður ekki tölur.
Farþegatölur flugfélaganna 1964
eru þær hæstu, er verið hafa og
hefur aukningin verið mjög ör
undanfarin ár.
Hvað snertir innanlandsflug
standa íslendingar í fremstii röð
þjóða. í dag flýgur Flugfélag ís-
lands til 13 staða utan Reykja-
víkur reglubundið áætlunarflug
og sl. ár ferðuðust innanlands 70
þús. farþegar með félaginu. Full-
komlega er vert að nefna í sam-
bandi við innanlands flugþjón-
ustu, þátt hinna smærri aðila, svo
sem Björns Pálssonar, Flugsýnar,
Tryggva Helgasonar, Eyjaflugs
og Vestanflugs, en þessir aðilar
bafa veitt mikla þjónustu, eink-
um að því er varðar sjúkraflutn-
inga og smærri leiguflug. Varð-
andi þátt þessara smærri véla
í reglubundnu áætlunarflugi til
ýmissa staða eru nokkuð skiptar
skoðanir hver sú framþróun
muni verða og hve hún sé æski-
leg. Margir álíta hæpna þróun,
að auka áætlunarflug á svo litl-
um vélum, og um gildi þess fyrir
þá staði, sem til er flogið, er
erfitt að segja fyrr en reynsla
hefur fengizt á því, hvaða áhrif
slíkt flug mun hafa á aðrar sam-
Ágúst Hafberg
göngur til sömu staða.
Augljóst er, að íslenzkt innan-
landsflug, mun taka verulegum
breytingum á næstunni. Flugfé-
lag íslands hefur þegar hafið víð-
tækar aðgerðir í þessu skyni, má
þar nefna kaupin á hinum nýju
Fokker Friendshipvélum, og yfir
stendur, og hefur gerð um nokk-
urt skeið, grundvallarathugun á
endurskipulagningu innanlands-
flugs Flugfélags íslands. >ó lítið
sé enn komið í ljós af árangri
þess starfs, mun vafalaust mega
ganga út frá sem höfuðstefnu, að
samræmdar aðgerðir þess félags
og ríkisvaldsins um að leggja á-
herzlu á bætta þjónustu á nokkr-
um stöðum úti á landi, stöðum
eins og t.d. Isafirði, Akureyri,
Egilsstöðum og Hornafirði, auk
Vestmannaeyja með endurbótum
flugvalla og síðan kerfisbund-
inna lagfæringa á landsamgöng-
um til þessara staða, mun vera
sú lausn, sem flestir tengja mest-
ar vonir við. Hvort þessir aðal-
staðir, sem ég svo nefni, eiga að
vera fleiri í framtíðinni, eða unnt
verður að halda áfram flugi til
allra þeirra staða sem Flugfélag
íslands gerir nú, verður að sjálf-
sögðu reynslan að skera úr um;
hagkvæmni verður að ráða eðli-
legum breytingum verkaskipting-
ai milli flug- og landsamgangna.
Það ætti öllum að vera ljóst, að
ekki verður til þess ætlazt að eitt
hlutafélag haldi endalaust áfram
að reka þjónustu sem þessa, ef
hún hefur alltaf í för með sér
taprekstur, sem þegar til lengd
ar lætur, hamlar eðlilegum vexti
og möguleikum félagsins til end-
urskipulagningar þeirrar greinar
starfsemi sinnar, sem skilað get-
ur fyrirtækinu arði og er ennþá
vænlegri til framgangs í því
skyni að afla fleiri erlendra ferða
manna til landsins, með auknu
millilandaflugi.
>ó að ég hafi nefnt ótrúlega há-
ar tölur varðandi flugferðir til
og frá íslandi til annarra landa
þá skulum við hafa í huga, að
eitt höfuðatriðið til þess að draum
ur okkar geti rætzit um veru-
lega vaxandi ferðamannastraum
til landsins er það, að íslenzk flug
félög geti framvegis sem hingað
til aukið starfsemi sína á þessum
vettvangi, og persónulega trúi ég
að innan skamms tima eigi eftir
að verða mjög stórbrotnar fram-
farir á þessu sviði. Á sviði milli-
landaflugs standa íslenzk flugfé-
lög í dag á vegamótum þotu-
flugsins. Ef þau eiga að geta hald
ið samkeppnisaðstöðu sinni við
önnur flugfélög, hljóta þau að
verða að búa sig undir þotuflug
svo fljótt sem auðið er. Traustur
efnahagur þeirra er að sjálfsögðu
eitt höfuðatriði til að svo megi
verða, og við skulum vona aj5
ekki aðeins Loftleiðir, heldur þau
bæði munu geta leyst þann hlut
af evgin ramleik í framtíðinni.
Hinu skulum við ekki gleyma, að
viss undirstöðuatriði eru nauð-
synleg frá hendi íslenzkra stjórn-
arvalda til þess að flugfélögun-
um og einkum þá Flugfélagi fs-
lands sé þetta kleift að a.m.k.
hagkvæmt. f dag er aðeins til
einn flugvöllur á íslandi sem er
að gerð og búnaði nothæfur fyrir
þotur. Ég skal ekki tefja tímann
því að ræða hvort hagkvæmt eða
rétt sé að byggja annan slíkan
flugvöll á SV-landsvæðinu, en
hitt verður að teljast undirstöðu
atriði fyrir þotuflug til og frá
islandi að góður flugvöllur og
öruggur sé til á norður eða aust-
ur hluta landsins. í fyrsta lagi
verður það að teljast skilyrði
frá öryggislegu sjónarmiði, en
meðan svo er ekki veldur það
flugfélögunum igífurlegum kostn-
aði, einkum í flutningi auka
eldsneytis, ef varaflugvöllur verð
ur að vera í Skotlandi eða Noregi
fyrir flug mill'i íslands og ann-
arra landa. Því miður verður að
viðurkenna, að nokkurt stefnu-
leysi hefur ráðið ríkjum í þessum
málum okkar enn sem komið er,
þetta getur ef til vill talizt af-
sakanlegt, með tilliti til þesa
hve flugið er ung atvinnugrein
hér á landi, og fáir áttuðu sig á
því hve veiigamikill þáttur í ís-
lenzku atvinnulífi það átti eftir
að verða. En í dag er ekki afsak-
anlegt lengur að draga að fast-
móta stefnu í þessum- málum,
bæði að því er varðar^illilanda-
flug og innanlandsflug, svo að
þeir aðilar, sem hingað til hafa
svo ötullega og djarft unnið að
flugsamgöngum, geti skipulagl
sína starfsemi á sem hagkvæm-
astan hátt Þó ég telji fram-
kvæmd hins opinbera í flugvalla-
mál um of lausa í reipunum, er
mér ljúft að minnast á annað
atriði, þar sem íslenzkir aðilar
hafa leyst sitt verkefni með prýði,
en það er, loftferðaþjónustan sem
fslendingar hafa á hendi, ekki
aðeins fyrir ísland, heldur fyrir
allt Norður-Atlantshafssvæðið.
Það mun og óhætt að fullyrða, að
þessi þjónusta er mjög góð og
gerist ekki betri annarsstaðar.
Áður en ég hverf frá flugmál-
unum vil ég minnast á eitt atriði,
sem ég veit að mjög eru skiptar
skoðanir um, hvernig leysa skuli,
en það er setning reglna um leigu
flug til og frá íslandi. Það mun
ekki verulega um það deilt, að
reglur beri að setja varðandi
slík flug, en ýmsir aðilar hafa
sótt það af miklu kappi, að það
flug verði háð þeim reglum að
svokallað „inclusive" fargjald
megi með slíku flugi aldrei vera
lægra en fargjald fram og til baka
með áætlunarflugvélum milli
sömu staða. Rök fyrir þessu færa
sömu menn fram helzt þau, að
þetta sé nauðsynlegt til verndar
íslenzku áætlunarflugi til og frá
landinu. Svipaðar reglur og hér
um ræðir gilda í Bretlandi og
ýmsum öðrum löndum heims.
Hinsvegar eru margir aðilar,
sem telja að okkur beri frekar
að fara svipaðar leiðir og hin
Norðurlöndin hafa gert til þess,
að hafa leiguflug nokkuð frjálst,
það tryggi bezt hagkvæmust far-
gjöld fyrir innlenda og erlenda
farþegahópa, sem ferðast vilja á
milli landa, og telja þetta raunar
mikilvægast að því er snertir
komu erlendra hópa hér, er vilja
hafa tiltölulega stutta viðdvöl,
þá sé nauðsynlegt að flugiferðin
kosti minnst þar sem verðlags-
þróunin í þessu landi, hefur þvl
miður á síðustu árum þróazt svo
að ísland verður að teljast dýrt
ferðamannaland á flestum svið-
um. Sömuleiðis er bent á, að
stefna fslands út á við í flugmál-
um, hefur verið krafa um aukið
frelsi. Það gæti því verið ófyrir-
sjáanlega hættulegt fyrir ísland
að snúa nú dæminu við og krefj-
ast sér aðstöðu fyrir íslenzk flug-
félög, sem hindra mundu aukna
hlutdeild erlendra flugfélaga til
flutninga á jáfnvel þeirra lands-
mönnum ag öðrum erlendum
ferðamönnum til íslands. Ég bið
mér færari menn, hér á ráðstefn-
unni, að skýra þessi mál betur og
ræða.
Fólkssamgöngur bifreiða inn-
anlands, hafa verið í nokkuð
föstu og lítið breyttu formi um
30 ára skeið. Þar er um að ræða
skipulagsgerð af ríkisskipaðri
nefnd undir umsjá póststjórnar-
Framhald á bls. 20