Morgunblaðið - 20.05.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.05.1965, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 1963 Stöðvun verðbólgunnar for- senda fyrir bættum kjörum Frá 5. þingi Landssambands ísl. verzlunarmanna V. ÞING Landssambands Isl. verzlunarmanna var haldið á Sel- fossi dagana 7.—9. maí sl. Á þing- inu áttu sæti 55 fulltrúar 19 fé- laga í landinu. Undirbúningur forystumanna Verzlunarmannafé lags Árnessýslu fyrir þingið var allur með ágætum. Félagið bauð þinginu í kynnisferð til Þorláks- hafnar á föstudagskvöld og að því loknu voru veitingar fram- reiddar í HveragerðL Á laugardag gengust verzlun- armenn fyrir vorhátíð í Ara- tungu. Þar hélt Óskar Jónsson, formaður Verzlunarmannafél. Ár nessýslu ávarp, en frú Guðrún Á. Símonar og Ómar Ragnarsson skemmtu. Var hátíðin hin ánægju legasta. Þinginu lauk kl. 21 á sunnu- dagskvöld með því að kjörin var stjórn LÍV. Framkvæmdastjórnina skipa: Sverrir Hermannsson, formað- ur, Björn Þórhallsson, Óskar Jónsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Ragnar Guðmundsson, Björgúlf- ur Sigurðsson, Örlygur Geirsson, Sæmundur Gíslason og Sigurður Sturluson. Þingið gerði álytkanir í öllum helztu hagsmunamálum skrif- stofu- og verzlunarfólks. Fara hér á eftir samþykktir þingsins í kjaramálum: „V. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna leggur höfuð- áherzlzu á að tryggð verði veru- leg aukning rauntekna á tíma- einingu frá því sem nú er. Til að svo megi verða, telur þingið óhjákvæmilegt skilyrði, að verðbólguþróunin verði stöðv- uð. SADOLUX LAKK fyrir það sem vanda skal, hæði úti og inni. ^ÁDOLtí^ •loyd .nam*1 Allir litir. MÁLARINN Sími 11496. Nýkomið! fyrir börnin í sveitina. Gallabuxui Verð aðeins kr. 135,-. f.eddy U’ fc>Ciöíri Aðalstræti 9. — Sími 18860. f þessu sambandi vill þingið lýsa yfir fullum stuðningi við „Ályktun um kjaramál", sem samþykkt var á Kjaramálaráð- stefnu ASÍ 27. marz sl. í samræmi við það, telur þing- ið óhjákvæmilegt, að við gerð nýrra kjarasamninga við vinnu- veitendur, verði þyggt á eftirfar- andi meginatriðum sem samn- ingsgrundvelli. 1. Almenn kauphækkun. 2. Stytting vinnuvikunnar í 40 klst. Dagvinnu sé lokið alla laug- ardaga kl. 12 á hádegi. Heimilt skal starfsfólki í sam- ráði við vinnuveitendur að vinna af sér laugardaginn, ef meirihluti starfsfólks æskir þess. 3. Fjögurra vikna lágmarks- orlof. Lágmarksorlof hækki eftir 5 og 10 ára starf hjá sama vinnuveit- anda í stað 10 og 15 ára starfs eins og nú er. 4. Nánari útfærsla á flokka- skipan samninganna og orðskýr- ingar við þá verði endurskoð- aðir. 5. Skýrari ákvæði um starfs- reynslu, þannig að starfsreynsla sé örugglega tryggð í öllum starfsgreinum. 6. Aukin réttindi í veikindafor- föllum til samræmis við aðrar sambærilegar starfsstéttir. Benedikt Blöndal héraðsdómslögmaður Austurstræti 3. — Sími 10223 Hópferðabilar allar stærðir -LNG1M/íH Simi 32716 og 34307, bjarni beinteinsson LÖGFRÆÐI NGU R AUSTU RSTRÆTI 17 (Sl LLI & VALOl) SÍMI 13536 Sparifjáreigend ur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 22714 og 15385._ iWfflMimi&lM 7. Hækkun slysatryggingar. 8. Komið verði á stofn fræðslu- og menningarsjóði, sem vinnu- veitendur greiða sem svarar 1% af útborguðum launum félags- manna.“ V. þing LÍV haldið á Selfossi dagana 7.—9. maí 1965 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita verzlunarfólki aðild að Atvinnu- leysistryggingasjóði og felur stjórn LÍV að fylgja þessu máli fast eftir. V. þing LÍV haldið að Selfossi dagana 7.—. maí 1965 telur að aðkallandi sé að komið verði á sem fyrst hagstofu launþegasam- takanna og felur stjórn LÍV að vinna að því í samvinnu við önn- ur launþegasamtök í landinu. V. þing LÍV haldið að Selfossi dagana 7.—9. maí 1965 mótmælir harðlega afskiptum borgarstjórn ar Reykjavíkur í sambandi við lokunartíma sölubúða í Reykja- vík, þar sem þar um eru gild- andi samningar milli V.R. og at- vinnurekenda. Með þessu telur þingið að ver- ið sé að skapa hættulegt og ein- stakt fordæmi og skorar þingið á stjórn LÍV að vera vel á verði um samningsrétt félaganna.“ Hættan af vaxandi víndrykkjuhneigð Almenningsálitið breytist EFTIRFARANDI erindi um áfengismál vísaði XVI, Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins til miðstjórnar flokksins: Vér undirritaðir landsfundar- fulltrúar, sem stóðum að tiláöigu um skipan nefndar um áfengis- mál, beinum því hér með til mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, að hún beiti sér fyrir því, að vakin sé athygli alþjóðar á þeirri hættu og margs konar óhamingju, sem þjóð vorri stafar af vaxandi vín- drykkjuhneigð. Þetta ástand er oss því skaðlegra sem drykkju- skapurinn grípur meira um sig í röðum hinnar uppvaxandi æsku í landinu. Hér ber því brýna nauð syn til, að eflt verði til almennra samtaka til þess að stemma á að ósi, og viljum vér benda á eftir- farandi atriði, sem lið í því að spyrna broddum við þeirri skað- semi, sem hér blasir við sjónum vorum. 1. Veikleiki æskunnar og ístöðuleysi gagnvart vínnautn- inni á óefað rót sína að rekja til HINIR MARGEFTIRSPURÐU ERU KOMNIIÍ AFTUR LAUGAVEGI 11 SÍMI 2-16-75. skapgerðarveilu. Ber því brýna nauðsyn til, þegar á bernsku- ag æskuskeiði, að foreldrar, kennar- aæ Ofí aðrir æskulýðsleiðtogar kosti kapps um að beita uppeldia áhrifum sínum til úrrýmingar þessa veikleika, en efli í þesa stað sjálfstæði í hugsun og álykt- unum, er rótfesti í huga æskunn- ar skarpa skilgreiningu góðs og ills. 2. Að vekja með þjóðinni það almenningsálit, að á drykkju- skap, sem leiðir til þlyunar á al- mannafæri, sé litið sem skap- gerðarbrest, er brjóti í bág við heilbrígða skynsemi og vamm- lausa umgengnishætti í þjóðfé- lagþ þar sem menntun, menning og manndómur ræður ríkjum. 3. Að styðja og efla bindindis- starfsemina í landinu, hvort sem að henni er unnið á vegum Góð- templarareglunnar, Áfengisvarn- arráðs eða öðrum félagssamtök- um, er hafa það á stefnuskrá sinni að vernda þjóðina fyrir vínnautn og notkun eiturlyfja. 4. Að hvetja æskufólk til skemmtisamkvæmishalds, þar sem ákveðið er fyrirfram, að vín skuli ekki um hönd haft. 5. Að leggja þeim félassamtök- um til öflugan stuðning, sem hér starfa að því að bæta bö.1 þeirra einstaklinga, karla og kvenna, sem orðið Jiafa ofdrykkjunni aS bráð, og leitast við að ráða bót á þeirri heimillsóhamingju, sem áfengisnautnin htfur í för með sér. 6. Að drykkjusjúklingum verðl aflað sjúkrahús- og hælisvistar, þar sem einskis er látið ófreistað til þess að lækna þá. 7. Að lokum æskjum vér þess, að miðstjórnin beiti sér fyrir þvi við ritstjóra og útgefendur blaða Sj álfstæðisflokksins, að það verði gert að föstum þætti í blöð um þeirra, að birtar séu öðru hverju greinar, þar sem varað er við áfengisnautn og hvatt til hóf semi í þeim efnum. Berum vér fyllsta traust til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, að hún láti málefni þetta til sín taka til gagns og heilla, eftir þvi sem efni standa til hverju sinnL Sigurjón Bjarnason, Guðmundur Gíslason, Vilhjálmur Heiðdal, Árni Helgason, Sigfús J. Johnsen, Sveinn Helgason, Pétur Ottesen. LAUGAVEGI 59..slmi 18478 Þennan bíl geta allir eignast 600 Verð: 87.500.- Lánum helming TINKAUMBOO: INGVAR HELGASON IHYGGVAGÖTU ÍO SIMI 19655 SöluumboS : BlLASALA GUDMUNDAR Bergþórugötu 3 — Sími 19032 -20070 TRABAIMT-station afgreiddir strax

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.