Morgunblaðið - 20.05.1965, Page 20

Morgunblaðið - 20.05.1965, Page 20
20 MORGU N 8LAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 1965 — Fer&amál Framhald á bls. 10 innar og samgöngumálaráðherra. Flutningatækin, að öðru leyti en strætisvagnar í bæjum, eru nú rekin af einstaklingum einvörð- ungu. Sérleyfishafar eru nú um 60 og reka 112 sérleyfisleiðir víðsvegar um landið. Farþegatala ársins 1963 yar um 1.530.000, töl- ur Mggjá ekki fyrir frá árinu 1964 ennþá, en gerá má ráð fyrir að hún sé svipuð, með tiliiti til þró- unar undanfarinna ára, sem var sérleyfishöfum erfið, einkum þeirn er ráku styttri leiðir, en þá var veruleg farþegafækkun á þeim en nokkur aukning á þeim iengri. Ef Hafnarfjarðarieiðin er tekin út úr þessum tölum, lækk- ar farþegatalan niður í 600.000, sem ferðast með sérleyfisbifreið- um út um land. bó að þetta kerfi sé stöðugt að taka breytingum, með tilliti til breytingu á bú- setu fólks, atvinnuháttum og sér- staklega breytingu á vegakerfinu á ég ekki von á að nein stór rösk un verði í næstu framtíð á þessu heildarkerfi. Ein veigamikil breyting til batn aðar, er þó væntanieg alveg á næstunni, þar sem gera má ráð fyrir að hin nýja Sérleyfismið- stöð í Reykjavík verði tekin í notkun nálægt mánaðarmótum júní-júlí. Að vísu mun verða að búa þar við nokkurn bráðabirgða búnað í fyrstu, bæði utan- og inn anhúss, en vonandi verður samt þá strax, um mjö,g bætta aðbúð að ræða, og starfræksla þessarar r.ýju stöðvar teist stórivðburður á sviði samgangna með bifreiðum. Það væri að mínum dómi vissu lega æskilegt að rekstur Sér- leyfisbifreiða færi á færri manna hendur, þannig að hvert fyrir- tæki yrði stærra, íengi betri nýt- ingu á tækjum, og yrði þar af leiðandi sterkara til að veita betri þjónustu, og mæta óhjákvæmi- legum erfiðleikum t.d. á vetrum. Má segja, að tiihneiging bafi þeg ar orðið í þe«sa átt undanfarin ár, sem dæma itiá nefna að fyrir 10 árum síðan, voru sérleyfis- hafar 80. Hvað víðvikur rekstri hópferðabifreiða má segja að hana. sé að langmestu leyti í höndum þessara sömu aðila. Mér er ánægja að geta haít það eítir, eem úmmæli ferðaskrifstofu- manna, að þessi þjónusta aimennt Hiegi teijast nokkuð góð, bæði hvað vagnakost snertir &g annan aðbúnað, og sérstaklega að verð- lag er fullkomieiga sambæriiegt við önnur iönd. Það má fullyrða, að auk íslendinga, nota erlendir ferðam-enn mjög mikið sérleyfis- og hópferðabifreiðir. Ég tel að einn þáttur í þessari þjónustu mætti aukast verulega, sem • til þessa hefur mest verið rekinn íyrir frumkvæði ferðaskrifstof- anna, en það eru svokailaðar sæta ferðir eða hringferðir til fagurra etaða og þeirra landsvæða, sem eriendir ferðamenn hafa mestan áhuga fyrir. Ég tel, að þessar ferðir þurfi að aukast og sér- leyfishaíar sjálfir mættu gjarnan vera fljótari til en verið hefur, eð herfja slíkar ferðir til að létta af ferðaskrifstofunum áhættunni, um að fá þátttöku, og einnig væri þá von til að margar ferða- Bkrifstofur mundu frekar sam- einast um not af slíkum ferðum, heldur en þegar að ein ierða- Bkrifstoía verður að vísa sinum viðskiptamönnum til annarrar ferða&krifstofú og óttast þá að missa önnur viðskipti um leið. Rétit er að minnast á þátt leigu bifreiðanna í ferðamannaþjón- ustunni. Leigubifreiðír munu vera nær 1000 í landinu, og hefur átt sér stað endurnýjun bifreiða kostsins nú undanfarið, svo að hann má teljast nokkuð góður og verulega batnandi. Hinsvegar er nokkuð kvartað undan verð- laginu að það þyki hátt. Einnig leyfí óg mér að treysta því að þeim mjöig svo hvim- leiða hlut að gjaidmælar í leigu- bifreiðum sýni allt aðrar töiur en greiða skal verðj kippt í Jag bvo fljótt sem auðið er. Þetta er mjög óviðeigandi og villandi fyr- ir ókunnuga og hefir oft valdið gremju útlendinga, að ekki sé meira sagt. Við báða þessa aðila, okkur sem rekum sérley.fis- og hópferða 'bifreiðir og leigubílstjóra, mundi ég vilja segja, að við þurfum að gæta okkar að fylgja kröfum tímans um þjónustu, og gæta þess að hafa ávallt í þjónustu okkar hæft fólk til að flytja erlenda ferðamenn. Nokkuð hefur verið gert í þá átt að þjálfa bifreiða- stjóra í þessu, ég held fyrst og íremst á vegum ferðaskrifstof- anna, það er mjög virðingarverð viðleitni og þyrfti að aukast og það eigum við að hafa sem keppi kefli sjálfir. Umbætur í samgöngumálum landsmanna á landi eru að sjálf- sögðu mest komnar undir fram- vindu vegamálanna, og mun ég því að lokum minnast nokkrum orðum á þann þátt. Ég Skal ekki rekjá sögu vegamála á íslandi, bana þekkjum við öll og skiljum að hún hefur hlotið að mótast af takmörkuðu fé o.g ýmsum öðr- um örðugleikum í okkar strjál- fcýl-a iandi. Hitt er þó staðreynd, að vegakerfi landsins í dag mun vera nálægt 9 þúsund kílómetrar og verður það að teljast mjög langt og sem dæmi má nefna, að sé miðað við íbúafjölda, er það fjórum sinnum lengra en vega- kerfi Norðmanna. Aðra ánægju- lega staðreynd, vil ég nefna í upphafi, að aðeins munu nú vera 41 sveitabýii sem ekki hefir ak- fært vagasamband við vegakerfi landsins, en auk þess eru um 120 býli, þar sem fara þarf yfir erf- iða óbrúaða á, eða aðeins hafa akfært vegasamband við bryggju eða flugvöll. Þetta er staðreynd sem á sér ekki svo vitað sé hlið- stæðu í neinu iandi sem líkt hag ar til, og mun vera langbezta ástand á Norðurlöndum — hugs- ániega að Danmörk undanskil- inni. Hins vegar stöndum við mjög höllum fæti, að því er snert- ir gæði veiganna og staðreyndin er, að hlutfallslega eru þeir verst jr, þar sem umferðin er mest. Óhætt mun þó að segja að ástand brúa á aðalvegunum sé nokkuð betra og hafi farið ört batnandi síðustu ár. ViðbrögS rikisvaldsins við þess um vanda, er hér um ræðir, verða að teljast góð nú síðustu árin, einkum er varðar öflun fjár til aukinna framkvæmda, um það beld ég að allir séu sammála. Samkvæmt nýútkominni vegaá- ætlun frá Alþingi, er tryggt að næstu fjöigur ár verður til ráð- stöfunar fé árlega um 260-280 milljónir, en auk þessa er þegar tryggt til nota í ár eða verið að tryggja iánsfjármagn samkvæmt sérstökum samningum er nemur nálægt 143 milljónum, en stærsti hluti þess fer til Reykjanes- brautar. Þetta verður að teijast mjög ríflegt framlag, ef borið er saman við tölur nokkur ár aítur í tímann t.d. var fjárframia,g til vega s.k. 13 gr. fjárlaga 1960, 91 miiijón. Nokkuð mun það ár hafa verið af öðru fjármagni til vega- framkvæmda, enda var á því ári veruleg aukning fjármagns, írá því sem áður hafði verið. Um hina hlið málsins, hvernig verja beri þessu fé eru af eðli- iegum ástæðum mjög skiptar skoðanir, og ekki nema mannlegt að hver hugsi þá um sína eigin bagsmuni. Ég beld að mér sé óhætt að fuliyrða, að álit sérfræð inga sé samhljóða skoðunum alls þorra manna, að þegar haíin er framkvæmd þessarar nýju og vissulega djörfu stefnu í vega- málum, sem nú hefur verið hrundið af stað, beri að hugsa fyrst og fremst hversu arðbær- ar framkvæmdirnar séu fyrix þjóðarbúið í heild, pg hvar fram kvæmdirnar koma flestum að not um. Etf við skyggnumst í hina nýju fjögurra ára áætlun og höfum jafnframt til hiiðsjónar það sér- staka fjánmagn sem ríkisstjórnin hefur útvegað með öðrum hætti, hljótum við að komast að þeixri niðurstöðú, að varðandi endur- byggingu vega í kaupsitöðum og svokabaðar hraðbrautir sem fyr- irhugaðar eru millj Reykjavík- ur og Ketflavikur, Reykjavíkur og Selfoss, og Reykjavíkur og Mosfellssveitar, þá er þar um miklar og stórstígar framkvæmd- ir að ræða. Einnig skilja allir hve mikilvægt það getur verið ein- stökum bæjar- og sveitarfélögum úti á landi, svo sem Siglufirði, Ólafsfiröi og Isafirði eða Örætfa- sveit, að fá vegatengingu við næsta nágrenni sem sé fær bifreið um meira en um blíðustu sumar- mánuði og eðlilegt að strax sé verulegu fé til þessa varið. Hins vegar verð ég að lýsa þeirri skoð un minni að mér finnst aðalveg- irnir milli landshluta með mestu umferðinni vera alltof afskipt- ir samkvæmt tillögum vegaáætl- unarinnar. Ég skal nefna sem dæmi, að á leiðinni Reykjavík— Akureyri mun fyrirhugað að end- urbyggja veginn við Staupastein í Hvalfirði á árunum 1967 og ‘68, og einnig standa yfir brúarsmíði og lagfæring á vegi við Miðfjarð- ará, en að öðru leyti, en endur- bygging 2-3 smærri brúa í Skaga firði og Norðuriandi, eru ekki aðrar breytingar fyrirhugaðar á þeirri leið, eða þegar áætlaðar næstu fjögur árin. Það mun því áfram verða að búa við brýrnar undir Hafnarfjalli, beygjurnar í Norðurárdal og aðra slysa- staði og ónýta vegakafla, sem gæti verið langt mál upp að telja Hér á Suðurlandi, þar sem um- ferðin er mest mun því miður ekki að vænta neinna stór átaka að undanskildum nokkrum fram- kvæmdum við Þrengslaveg, smá lagfæringar við Kotströnd í Ölfusi og nokkrar meiri austur í Rangárvaila og Skaftafellssýslu, en ég skal að vísu í því sam- bandi taka fram, að ég tel leiðina til Kirkjubæjarklausturs raun- verulega þá einu af aðalieiðum sem hlotið hefur endurbyggingu nokkurn veginn í samræmi við lágmarkskrötfur tímáns. Hér í ná- grennj á aðalferðasvæðinu með útiendinga er að vísu von fram- kvæmda sem við höfum lengi óskað eftir, það er brú á Tungu- ‘fljét og tengingu vegarins beint austur frá Geysi, einnig við Brú- ará hjá Skálholti, við Seiðishóla í Grknsnesi og hér við Almanna- gjá og Vatnsvík á Þingvölium. En því miður er ekki að finna áætlun um endunbyiggingu af- leggjarans að Gullfoesí svo mjög sem rætt hefur verið um þann ágæta veg eða t.d. endurbygging ar brúna hér á Þingvallaleiðinni, sem maður verður að segja að eru þannig ag þær bjóða hætt- unni heim næstum því um hverja helgi að sumariagi. Ég skal ekki hafa þessi dæmi fleiri, enda veit éig að vegamála- stjóri, sem er hér með okkur í dag, er fús til að uppfræða okk- ur meira og miklu betur en ég get gert um þessi mál. Ég endur- tek hinsvegar þá skoðun mína, að ég tel að otf lítið hafi verið tekið tillit til slíkra dæma, sem ég hef nú nefnt, í hinni nýju vegaáætiun og ég treysti því að annáð hvort verði henni breytt, þegar hún verður næst endur- skoðuð, sem mun væntanlega verða á tímatoili hennar, eða von sé sérstakra átaka til laigfæringa á stærstu göllum á aðal þjóð- vegunum. Ég fæ heldur ekki skil- ið að við getum í alvöru talað um að taka hér upp jafnvel jnn- an þniggja ára hægri handar akstur, sem ég annars er með- mæltur og tel sjáifsagt að við gerum, ef við ek-ki fyrir þann tíma leggjum nokkra áherzlu á lagfærinigu á helzitu slysastöðum aðalvegakerfisins. Það er ekki að mínu skapi að krefjast endilega aukins fjár- magns til þessara lagfæringa, sem ég hetf taiað um en ég tel að full- komiega hefði verið ábyrgt af þeim aðilum er skipta fjármagn- inu að klípa nokkuð utan af fjár- íramlögum annars staðar til að gera þetta kleift. Mér er einnig fullkunnuigt um að startfslið vega málastjómarinnar er í meginat- riðum mér sammála um þessi mál en ég tel roegin gallann einmitt liggja í því að sértfræðimgar fá of litlu ráðið um hvernig vega- énu er varið. Ég vil nota þetta tækifæri til ið þakka þeim aðilum er hlut eiga að roáli að hér hetfur verið Bæjarbíó sýnir um þessar mundir litkvikir.yndiiua „HeljarllJot“ eftir Jörgen Bitsch. Indiánarnir við Fteney-fljótið í S.-Ameríku hafa ráðizt á fjölmarga ferðamenn á sáðaistliðmam árum. — Kvik- myndin fjallar nm ferðalag Jörgen Bitsch og Arne Falk Rönne, sem þræddu sörnu leið og danski landkönnuðurinn ÓIi Miiller fór, — en Indíánar myrtn hann köstuðu líkinu í Heljarfljótið. Bók Arne Falk Könne hefur komið út á islenzku hjá búkaútgáfunnf Snæfell h.f. — Kvikmyndin er með íslenzku tali. tekið upp alþú//' -gt kerfi við v egamerkingar, og miðar því nokkuð í rétta átt, þó að ein milljón á ári sé nokkuð lítið framlag til þeirra hluita. Einnig er ánægjulegt að nú skuli í sum- ar eiga að hefja nokkrar frekari tiiraunir með olíumöl á vegum vegágerðarinnar í samvinnu við nágrannabæi ’ Reykjavíkur, en það er einmitt vegagerðarefni, sem margir telja að gætu leyst tiltölulega fljótt stóran vanda í íslenzíkri vegagerð. Eitt líitið at- riði varðandi vegaviðhald vil ég eimiig nefna, það er hvimleiður og hættulegur hlutur, en það eru ‘holurnar við hrýrnar og skörð- in í vegaköntunum, ég held að sá kostnaður sem íæri í að haía nokkru meiri snyrtimennsku er varðar viðhaldið og jafnframt bæigj a frá þessum hvimleiða hlut, væri vel varið. Ég minnist þess að þetta hefur verið gert á Þing- vailarieiðinni nokkrum sinnum og manni íinnsrt; vegurinn bók- staflega vera allt annar. Góðir fundarmenn, þó að ég hefði áhuga á að ræða mörg fleiri mál hér nú, er mér ljóst að ég hef þegar farið allverulegaa út fyrir þann ramma sem mér var ætiaður hvað tíma snertir, ég vona að ég bafi minnt á nokkur atriði sem menn teidu vert að ræðá, oig þá er tilganginum náð, eins og ég sagði í upphafi, og ég þakka ykkur fyrir þolinmæðina að hafa gefið mér gott hljóð. Fréttabréf úr Stykkishólmi Stykkishólmi, 15. maí. TÍÐIN hefir verið fremur köld það sem af er vori við Breiða- fjörð, en þó hafa komið hlýir kafJar. Gróðri befir Jitið farið fram ennþá og klaki er talsverð- ur í jörð. FóJk er farið að undir- búa garða og mun þessi mánuður notaður tiJ að setja kartöflur nið- ur. Mikið er af fugli sem áður og ber Jangmest á svartbaknum og er talsvert meira um svartbaks- egg en í fyrra og nógur markaður fyrir eggin, því mikið af þeim er sent til Reykjavíku til sölu þar. Það sem írétzt hefir gengur sauðburður ágætlega og ekki er vitað enn um nein vanhöld og ef veður breytist ekki til hins verra. Vertíð lauk hér þann 14. maí og voru þá komnar á land 4560 lestir af fiski, sem fóru í vinnslu í hraðfrystihúsum Sigurðar Ágústssonar og Kaupfélagsins. Einnig rak Kaupfélagið umfangs- mikla saltfiskverkun. Nokkuð af fiskinum fór í skreið. Annars mun nýting aflans hafa verið í betra lagi. Bátar gátu stundað veiðar daglega nema í örfá skipti, sem ekki var komizt á sjó í tvo til þrjá daga. Má því segja að gæftir í vetur hafi verið með ágætum. Tónlistarfélag Stykk-ishólms og Lúðrasveit Stykkishólms efndu til hljómleika í samkomuhúsinu i Stykkishóimi í gærkvöldi (14. 5.) og var vel mætt. Tónlistarfélags- kórinn söng 10 Jög og aukalög og Lúðrasveit Stykkishólms lék 12 lög og aukalög. Var efiiisskráin fjölbreytt og tókust hljómleik- arnir hið bezta. Stjórnandi kórs- ins og lúðrasveitarinnar er Vík- ingur Jóhannsson. Barnastúkan í Stykkishólmi hefir á hverju sumri efnt til skemmti- og íræðsluferðar fyrir félaga sína og hefir jafnan veriú ágæt þátttaka í þessum ferðum og ferðirnar jafnan verið mjög vinsælar. Á morgun, sunnudag, verður farið um Borgaríjörð, komið við í Borgarnesi og síðan farið um Bröttubrekku og Dali og Skógarströnd til baka. Barnaheimiii St. Franziskus- systranna í Stykkishólmi tekur til starfa um mánaðamótin nk. Hefir starísemi þeirra farið vax- andi ár frá ári enda eftirsókn slík að löngu íyrir jól voru öll pláss upppöntuð. Hefir barna- heimilið gefizt mjög vel og mikil rækt verið lögð við það. Aðallega sækja heimilið börn úr Reykja- vík og af Suðurnesjum. — Fréttaritari. INIauðungaruppboð annað og síðasta, á húseigninni nr. 40 við Eístasund, hér í borg, þingl. eign Gunnsteins Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 24. maí 1965, k-I. 2]á síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.