Morgunblaðið - 20.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ Og nú þegar hún horfði á hrind ingar þessara litlu líkama við skólaborðin, hugsaði hún: Þau eru alveg eins og skepnur í slaemu skapi annað veifið og svo með hávaðahlátur næstu stund- ina. Jafnvel á átta og níu ára aldri kunnu þau Ijótustu orð í málinu og höfðu ljótt í munnin- um. Þetta var eins og að vera í frumskógi. Það var allt fullt af frumskógarþef, fannst henni . . . skemmdum mat, óþvegnum skrokkum. Litlu, þéttu flétturn- ar á stelpunum voru sennilega tízka frá Afríku. Og glannalegu rauðu böndin báru vott um ást þeirra á sterkum litum. Svo ung sem þau þó voru, var það alveg greinilegt, að þau höt- uðu hana. Það sýndu þau með þessum lokaða ólundarsvip, sem kom á andlitin á þeim af minnsta tilefni. Þetta var svipur, sem gerði hana alltaf bálvonda, en lun leið hrædda. Hún leit á úrið sitt og sá; sér til mikils léttis, að klukkuna vantaði nú kortér í þrjú. Hún skyldi láta þau koma bókunum sínum fyrir og dvelja svo ein- hvernveginn fyrir þeim, þangað til þavf færu að fara í larfana sína. Hún var rétt búin að gefa skip- unina, þegar höndin á Bub John- son kom á loft. Hún fyrtist við þetta, því að nú vildi hún fara að komagt burt án nokkurrar tafar. — Já, hvað var það? — Baðh^bergið. Ég þarf að komast í baðherbergið, sagði hann ófeiminn. — Það geturðu ekki. Þú verð- ur að bíða þangað til þið farið út, hvæsti hún. Bub stóð upp úr sæti sínu og tvísteig vandræðalega við borð- Nýjasta hefti ICELAND REVIEW kynnir á fræöi- legan hátt íslendinginn LEIF HEPPNA. Sendið ritið vinum og viðskiptamönnum yðar erlendis. ið. Þetta gerðu allir krakkarnir, þegar þeim var neitað um út- gönguleyfi. Það brást aldrei, að þetta kæmi henni í vandræði, því að hún gat aldrei vitað, hvort þetta væri raunverulega þörf hjá þeim, eða þau væru að reyna að blekkja hana. Ef eitthvað yrði nú að einhverju þeirra . . . hana hryllti við tilhugsuninni . . . væri það hræðilegt. Nei, sagði hún strangt. Þetta kom fyrir á hverjum degi hjá einhverjum krakkanum, og venju lega mýktist hún og lofaði þeim að fara. Einhvernveginn höfðu 43 þau af sniðugheitum sínum kom- izt að því, að hún var svona veik fyrir. — Nei, endurtók hún. En þá varð henni litið á hann aftur, gegn vilja sínum. Hann stóð þarna enn við borðið. Hann var hættur að tvístíga og iða. En á andlitinu var þess afmynd- aði svipur, sem hún var svo hrædd við . . . svipur þvermóðsku legs haturs. — Farðu! sagði hún. Það var valdsmennska í röddinni hún reyndi að gera hana hvassa og grimma, til þess að bekkurinn sæi ekki ,að enn hafði hún lotið í lægra haldi. — Taktu frakk- ann þinn og bækurnar með þér og bíddu okkar svo niðri. Auð- vitað yrði hann farinn löngu áður en bekkurinn kæmi út, en það var eins gott að segja það samt. Jæja, það yrði einum færra að stjórna niður stigana. Hún sá, að hann hafði skilið eftir bæk- urnar sínar á borðinu, en kallaði samt ekki til að taka þær. Þannig komst Bub Johnson snemma úr skólanum og gat orð- ið á undan öllum hinum krökk- unum í sælgætisbúðina handan við götuna. Hann gægðist gegn um skítug- ar rúðurnar til að finna eitt- hvað, sem hann gæti fært mömmu sinni. Síðustu viku hafði hann feng- ið þrjá dali fyrir vinnu sína hjá búðarverðinum, þrjá stóra og fallega seðla, sem hann hafði geymt undir útvarpinu í stof- unni. Áður en hann fór í skól- ann hafði hann stungið þeim í buxnavasann, af því að nú ætl- aði hann að færa mömmu gjöf í dag! Hann fór framhjá digru súkku laðistykkjunum og harða brjóst- sykrinum en snarstanzaði fyrir framan skáp með skrautgripum: glitrandi perlum og armböndum, eyrnahringum og nælum. — Ætlarðu að fá eitthvað spurði horaða konan, sem átti búðina. — Já, Nefið á henni var odd- hvasst. Jafnvel gleraugun á henni voru eins og oddhvöss. Munnurinn var mjótt, beint strik. Hann leit á hana hvasst og minnt ist þess, sem amma hafði sagt, að hvíta fólkið vildi nota það svarta til að bursta skóna sína. Hann langaði mest til að reka út úr sér tunguna, til þess að sýna henni, að hann léti ekki reka á eftir sér. — Hvað viltu fá? — Ég veit það ekki enn. Ég þarf að athuga það. f hvert skipti, sem hann hreyfði- sig til að aðgæta betur í skáp- inn, hreýfði hún sig líka. En svo fylltist búðin af krökkum og hún varð að fara frá honum. Og um það leyti sem hún var komin fremst í búðina, hafði hann ákveðið sig. — Hæ- kallaði hann. — Eg ætla að fá þessa. Hann benti á gljáandi eyrnahringa. Þeir voru gylltir og hlutu að fara mömmu vel. Þeir kostuðu fimmtíu'og níu sent. Hún taldi peningana, sem af gengu í lófa hans, setti hring- ana í lítinn pappírspoka. Pen- ingarnir hringluðu viðkunnan- lega. — Hæ, sjáið þið, þessi krakki á peninga! Bub leit varlega fram í búð- ina. Það var Gray Cap, einn strákurinn úr sjötta E, sem hafði sagt þetta. Hann var með fimm stóra stráka með sér. Þeir gætu hæglega tekið af honum bæði peningana og eyrnahringana. Hann skáskaut sér út að dyr- um. Gray Cap fór frá búðarborð- inu. Bub þóttist viss um, að þeir færu aldrei að taka af sér pen- Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundar- salnum í húsi félagsins föstudaginn 21. maí kl. 1,30 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 40748. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- nstu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hiekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland ailt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai, Ey jaf jörð H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Skrifstofa skemmtikrafta Pétur Pétursson Ungir rússneskir listamenn frá ýmsum helztu leik- húsum Sovétríkjanna syngja, dansa og leika á hljóðfæri í Þjóðleikhús- inu í kvöld, 20. maí kl. 9 eftir hádegi. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu eftir kl. 1,15 í dag. Næsta sýning í Selfoss- bíó föstudaginn 21. mai kl. 9 e.h. Þetta er fallegur hattur, þú ættir að kaupa þér eins. ingana þarna inni í búðinni. Hann flýtti sér* og þaut út, hljóp í spretti upp eftir götunni, og hjart að í honum hamaðist þegar hann heyrði ólátaganginn á eftir sér. Hann flúði út á hornið og kom sér inn í mannþröngina, sem var úti á götunni, og smaug gegnum hana, rakst á fólk, en hélt áfram. Hann heyrði reiðióp á eftir sér. „Þú felldir grænmetið mitt!“. Gáðu að þér- „Æ, löppin á mér“, og fleira þessháttar. Þeir, sem voru að elta hann, runnu beint inn í hópinn, sem hann var komin gegn um. Hann sneri sér við til að sjá, og þarna hafði stór kona náð í eyrað á Gray Cap og benti móðgandi á grænmetið, sem hafði farið á göt una. Bub skríti að þessari sjón og hélt áfram leiðar sinnar. Þegar hann var kominn fram hjá tveim húsasamstæðum, sneri hann sér við. Drengirnir voru hvergi sýnilegir. Hann var alveg sloppinn frá þeim. Hann hélt áfram, án þess að hugsa um nokk uð sérstakt annað en að kasta mæðinni. Hjartað í honum barð- ist svq títt, að það var rétt eins og það hefði líka verið að hlaupa. Hann brosti að þeirri hugdettu. Hann fór að hugsa um, hvort hann ætti að fara að vinna í þessu húsi. Húsvörðurinn hafði ekkert bannað honum að fara í aðrar götur, og þessi gata var honum alveg ókunn. Jú, hann skyldi vinna einhversstaðar þar sem ókunnugleikinn væri eins konar ögrun, rétt eins og að kanna nýtt land. Jú, hann skyldi byrja í húsinu handan við göt- una . . . þárna sem mennirnir tveir sátu í tröppunum og voru að tala saman. Hann fann til spennings af þessari dirfsku sinni. , Hann gekk hægt upp tröppurn ar, framhjá mönnunum og stað- næmdist í dyrunum. Þeir veittu honum enga eftirtekt. Þeir voru að tala um stríðið, og voru svo niðursokknir í það, að þeir mundu brátt gleyma því, að hann hefði verið þarna á ferð. — Já, víst veit ég það, sagði maðurinn 1 samfestingnum, og var óþolinmóður. — Ég hef sjálf ur verið í stríðinu og veit um hvað ég er að tala. Það verða vandræði þegar svörtu piltarnir koma heim. Þeir munu ekki gera sér allt þetta að góðu . . hann veifaði hendi að strætinu. Það var eins og hann vildi benda á allt, sem þar var að sjá . . . sorptunnurnar, vatnspollana, jafn vel fólkið, sem framhjá fór. — Já, hvað gera þeir við því? spurði hinn maðurinn. — Þeir bæta úr því, trúðu mér til. — O, segðu mér ekkert um það. Ég var sjálfur í síðasta stríði. — Það hefur verið svona allan tímann og svangir hermenn geta ekkert við því gert. Hverju held urðu, að þeir breyti? Hermenn- irnir koma heim aftur, fullir af gasi og fá að svelta jafnt eftir sem áður. GERIÐ SAIMAIMBIJRÐ Á VERÐIiM ! ! ! Framúrskarandi reynsla hérlendls á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir- töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 710x15/6 Kr. 1.295,00 560x13/4 — 739,00 760x15/6 — 1.579,00 590x13/4 — 815,00 820x16/6 — 1.787,00 640x13/4 — 930,00 425x16/4 — 591,00 640x13/6 — 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970,00 600x16/6 — 1.201,00 670x13/6 — 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 900x16/8 — 3.881,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 900x20/14 — 5.591,00 640x15/6 — 1.153,00 1100x20/14 — 8.437,00 670x15/6 — 1.202,00 y M B ol 1 fl : HR. HRISTJÁI SUÐURLANÐSBRAUT MS50N 2 • SÍMI H.F. 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.