Morgunblaðið - 20.05.1965, Side 32

Morgunblaðið - 20.05.1965, Side 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 113. tbl. — Fimmtudagur 20. maí 1965 íslendingar draga fána við hún Þegar kunnugt varð í gær um úrslitin í atkvæðagreiðslunni um handritamálið í danska þjóðþinginu, voru fánar dregnir að húni á fá nastöngunum fyrir framan Háskóla íslands. Eftir því, sem Mbl. frétti í gær, mun verða flaggað á öllum opinherum byggingum í Reykjavík í dag í tilefni af lausn handritamálsins, og er þess að vænta, að svo verði al- mennt. (Ljósm. Mhl. Sv. Þ.). IMundum fara að til-j | mælun Færeyinga, | — sagoi L.:. ..lisrdðherra í Osló | § EINS og Morgunhlaðið hef þetta, að færeysk stjórnar- 3 f ur áður skýrt frá, hélt völd hefðu aldrei farið | \ Bjarni Benediktsson, for- fram á að fáni Færeyja 3 I sætisráðherra, fund með yrði dreginrt- að hún við | i blaðamönnum sl. þriðjudag þetta tækifæri. Ef Færey- | | í utanríkisráðuneytinu í ingar mæltust hinsvegar | I Ósló og voru þar viðstadd- til þess, að þeirra fáni yrði | i ir milli 20 og 30 blaðamenn. notaður við slík tækifæri á 1 i Meðal þeirra mála sem Islandi, mundum við auð- | i drepið var á á fundinum, vitað verða við tiimælum 1 I var færeyski fáninn og þær þeirra, sagði forsætisráð- ! ! fullyrðingar, að hann hefði herra Hann bætti þvf við | H ekki notið réttar síns á síð- «... = . , ,. x , , að lokum og lagði a það a- i = asta fundi Norðurlanda- g | ráðs í Reykjavík í fehrúar- herzlu’ að Þetta sjónarmið | | mánuði sl. Bjarni Bene- væri einnig viðurkennt af | I diktsson sagði um mál Dana hálfu. | Straumfaxi nauðlendir útflutningur SH nam 103 á Keflavíkurflugvelli milfiónum króna 1964 Lendingm tókst afbragðsvel Keflavíkurvelli, 19. maí. — LAUST fyrir kl. 13 í dag var Skymaster-flugvélin Straum- faxi frá Flugfélagi ísl.ands að æfa lendingar á Keflavíkur- flugvelli. Þegar flugvélin hóf sig til flugs, tóku starfsmenn í flugturninum eftir því, að reykur kom úr vinstri hjóla- samstæðu flugvélarinnar, og töldu þeir sig hafa heyrt hvell, líkt og þegar hjólbarði springur. Turninn .aðvaraði þegar flugstjórarm á Straum- faxa, Björn Guðmundsson, en áhöfn vélarinnar hafði einskis óvenjulegs orðið vör við flug- takið. Við nánari athugun kom í Ijós, að báðir hjólbarðar á vinstri hjólasamstæðu voru sprungnir. Flugvélin sveim.aði yfir flug Surtur hættur? ÞÆR fréttir berast frá Vest- mannaeyjum, að ekki hafi orðið vart við lífsmark með Surti síð- an á sunnudag eða laugardag. Þykir liklegt, að gosið í Surtsey sé nú í þann veginn að hætta, enda enginn hiti lengur í gígn- um. Heimdallur Gerið skil. Hafið samband við skrifstofuna. Sími 17100. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Vörður Varðarfélagar eru vinsamleg- *st beðnir að gera skil hið fyrsta. Hafið samband við skrifstofuna, sími 17100. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins vellinum í rúma klukkustund, á meðan slökkvilið vallarims úðaði froðu á flugbrautina til að hindra neistaflug, er felg- urnar á hinum sprungnu hjól- um snertu flugbrautina. Flugvélin lenti kl. 14.20, og tókst lendingin í alla staði vel, og urðu engar skemmdir á hjólaútbúnaði flugvélarinnar aðrir en að hjólbarðarnir sjálfir reyndust vera í tætl- um. Orð var á því haft, hve lendingin hefði tekizt vel hjá Birni Guðmundssyni, en vélin var orðin nærri ferðlaus, þeg- ar hinir skemmdu hjólbarðar snertu froðuborna flugbraut- ina. Áður var flugvélin komin niður á hægri hjólin. Felgum- ar vinstra megin skemmdust ekki einu sinni. — B. Þ. Olíulaust á Raufarhöfn ísfyrirbandið brast Raufarhöfn, 19. maí. UM klukkan hálfátta í kvöld brast fyrirbandið, sem haldið hefur ísnum frá Raufarhöfn, og er ísinn nú á hraðri leið inn höfn- ina. Er fyrirsjáanlegt, að hún verði full af ís í fyrramálið. Hæg austangola er á, og ekki búizt við því, að ísinn skemmi bryggjur eða önnur hafnarmannvirki. Á morgun er von á varðskipi með olíu frá Siglufirði, en hér er orðið olíulaust. Búizt er við, að skipið komist í gegnum ísinn, enda er hann að mestu hröngl. Undan Hraunhafnartanga er stór borgarísjaki, sá eini, sem orð ið hefur vart við hér um slóðir. Að öðru leyti er ís aðeins inni á j víkum. — Einar. I Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hófst í Reykjavík í gær AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hófst í Reykja vík í gær og lýkur væntanlega á föstudag. Á sl. ári var út- flutningur SH 65.264 tonn og verðmæti hans 1038 milljónir króna og er það í fyrsta skipti, sem verðmæti útflutnings SH fer yfir milljarð króna. Sigurður Ágústsson, formaður, setti fundinn og minntist þeirra Ólafs Thors, fyrrum forsætisráð- herra, Elíasar I>orsteinssonar, stjórnarformanns SH, Jóns Gísla- sonar, útgerðarmanns í Hafnar- firði, og I>orvaldar Ellerts Ásmundssonar. Setningarræða formanns er birt á blaðsíðu 17. Fundarstjóri var kosinn Jón Árnason, altþm., Akranesi, en til vara Huxley Ólafssön, fram- kvæmdastjóri í Keflavík. Ritari var kjörinn Helgi Ingimundar- son, viðskiptafræðingur, Reykja- vík. Skýrsla stjórnarinnar var lögð fram á fundinum, svo og tillögur hennar. Eyjólfur í. Eyjólfsson las reiknings og skýrslur um mark- aðsmál fluttu Bjöm Halldórsson, framkvæmdastjóri sölumála SH, Þorsteinn Gíslason, framkvæmda stjóri Coaldwater SeafoodCorpor átion, Árni Finnbjörnsson, sölu- stjóri, og Othar Hansson, sölu- stjóri. í skýrslu stjórnarinnar kemur fram, að heildarframleiðsla frystihúsa inan SH á árinu 1964 varð 62.706 tonn, þar af síld 17.886 tonh. Á árinu 1963 varð heildarframleiðslan 67.909 tonn, þar af síld 26.395 tonn. Heildarútflutningur SH á ár- inu 1964 varð hins vegar 65.264 tonn og varð verðmæti hans 1038 milljónir króna. Á árinu 1963 var heildarútflutningurinn 72.337 tonn og var verðmæti hans 927 milljónir króna. Þótt útflutningurinn 1964 hafi verið röskum 7 þúsund tonnum minni en árið 1963 varð samt verðmæti hans 111 milljónum króna meira, en það stafar af því, að hlutdeild bolfisksafla var mun meiri en árið áður, en hins vegar minni síldarafli. Þrjú framleiðsluhæstu frysti- húsin innan SH voru: ísbjörninn hf., Rvík með 4.191 tonn, Vinnslu stöðin hf., Vestmanaeyjum með 4.056 tonn og Hraðfrystistöð Vest mannaeyja með 4.004 tonn. A fundinum í dag verða m. a. rædd nefndarálit og tillögur. Sáttasem]- ari boðar til furtdar SÁTTASEMJARI rikisins hef ur boðað til fundar með full- trúum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga á Norður- og Austurlandi, en flest verka- lýðsfélög á svæðinu frá Siglu firði til Breiðdalsvíkur hafa sett fram kröfur vegna nýrra kjarasamninga, eins og greint var frá í Mbl. í gær. Fundur- inn hefst kl. 17 á föstudag. Frá aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.