Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardágur 19. júní 1965 Hagsmunir Reykjavíkur og lands- ins í heðd veria ekki aðskiidir Ræða Aisðar Auðuns, forsefa 1 borgarst|ómar, 17. júní Heiðruðu áheyrendur! Þeim núlifandi íslendingum, sem fæddir eru um og fyrir alda mótin, hefur auðnazt að lifa fleiri merk tímamót í sögu þjóð- ar okkar en nokkurri kynslóð annarri, sem lifað hefur í land- inu. Heimastjórn 1904 og dansk- íslenzki sambandssamningurinn 1918 mörkuðu áfanga í sjálfstæð- isbaráttu okkar, sem lauk með lýðveldisstofnuninni 1944. Al- þin.gishátíðin 1930 varð stórvið- burður í lífi þjóðarinnar og sam- þykkt danska ríkisþingsins í s.L mánuði um afhendingu íslenzku handritanna skipar loks árinu 1965 veglegan sess í sögu okkar. Þetta tímabil hefur fært okkur meiri framfarir og breytingar í íslenzku þjóðlífi en orðið hafa om aldaraðir samfleytt í land- inu, en því hafa jafnframt fylgt viðfangsefni og vandamál, sem áður voru okkur lítt þekkt eða óþekkt. Eitt þeirra er vandamál, sem fjölmörg nútímaþjóðfélög eiga við að stríða, sem sé fólks- straumurinn úr sveitunum til þéttbýlisins. Bættar samgnögur breyttir atvinnuhættir og aukn- ar kröfur um lífsþægindi og menntun leiða til þessarar þró- unar, en þó fyrst og fremst hið fornkveðna, að „maður er manns gaman“, og djúpstæð þörf mannsins fyrir félagslegt samneyti við aðra vegur tíðum þyngra en efnahagsleg afkoma. Þjóðfélag okkar íslendinga var til skamms tíma svo að segja algert bændaþjóðfélag, og þétt- býlis- og borgarmenning er því hér að mörgu leyti enn á gelgju skeiði. Uggur manna um það, að þjóð erni okkar og menningu stafi hætta af þéttbýlinu, þar sem er- lend áhrif flæði yfir og margt það þrífist sem miður sé hollt þjóðinni, á sér allianga sögu. í grein, sem birtist nýverið í sunnudagsblaði eins dagblað- anna hér í Reykjavík, er það rifjað upp, að andúðin á vexti Reykjavíkur hafi í rauninni hafizt þegar innréttingunum svo nefndu hafi verið komið hér á fót upp úr miðri 18. öld. Er síð- an vitnað í blaðagreinar nær 100 árum seinna, eða um miðja 19. öld, en þá bjuggu hér í Reykja- vík rúml. 1100 manns og blöskr- aði mörgum landsmönnum sá nukli mannfjöldi. í hinum til- vitnuðu greinum rekja höfundar nokkuð ummæli samtíðarinnar um bæinn sem ekki eru tiltak- anlega vinsamlega, s.s. að þar sé dýrtíð, prjál og útlent apasnið á flestu; hann sé átumein lands- ins, en höfundar halda uppi vörn um fyrir Reykjavík. í Þjóðólfs- grein frá 1850 leitast greinarhöf- undur við að sýna löndum sín- um fram á kosti þess fyrir alla þjóðarheildina, að við eignumst mannmarga höfuðborg, þar sem saman séu komin beztu öfl lands ins til öflugrar samvinnu fýrir hagsmuni allra landsins bama. í Landstíðindum, ári fyrr, segir: f>að er heimska fyrir hverja þjóð, að vilja vernda þjóðemi sitt með því að forðast sam- neyti við aðrar þjóðir. Að vísu eiga menn umfram allt að vernda þjóðernið en menn eiga líka að taka allt það gott, sem þeir geta, eftir öðrum þjóðum. Þar sem menntunina vantar er hætt við, að þjóðernið týnist, og því er það ekki ólíklegt að þjóð- erni voru hafi verið hætta bú- in í Reykjavík, áður en latínu- skólinn var fluttur hingað, og meðan svo fáir menntaðir ís- lendingar áttu þar heima, en nú þarf þetta ekki að óttast. í dag dylst það engum, að verulegt þéttbýli er forsenda þess, að nútímamenning dafni og framfarir eigi sér stað. 1918, full- veldiðsárið, var íbúafjöldi á Is- landi um 92 þúsund, og bjuggu tæp 17% þeirra í Reykjavík. Ár- ið 1964 hefur íbúafjöldinn í land- inu meira en tvöfaldast og búa þá um 40% í Reykjavík. Hinn öri vöxtur borgarinnar hefur vakið mörgum ugg úfi um landsbyggðina og í borginni sjálfri hefur hann skapað margs- konar erfiðleika, en hyggja meg- um við að því að sú þróun hef- ur ekki mergsogið landið held- ur þvert á móti orðið lyftistöng mikilla framfara á öllu landinu. Auður Auðuns Áætlað er að um næstu alda- mót verði íbúafjöldi á íslandi orðinn 360-400 þús. Ef reiknað er með að þróunin verði áfram svipuð og hún nú er orðin, verð- ur mannfjöldi utan Reykjavík- ur og nágrennis hennar orðinn það mikill að möguleikar skap- ast fyrir verulegum þéttbýlis- kjömum víðar í landinu. Þótt Reykjavík hafi vaxið svo ört á síðustu áratugum, hefur þó hlutfallstala þeirra borgar- búa, sem eru innfæddir Reyk- víkingar, farið hækkandi. 1930, Alþingishátíðarárið, voru tæp- lega 39% íbúanna fæddir í Reykjavík, en árið 1950, sem er það síðasta, sem handbærar töl- ur eru til um, voru nær 48% íbú anna fæddir í borginni. Hinn mikli fjöldi Reykvikinga sem slit ið hafa barnsskónum annars stað ar á landinu, og öll átthagafélög- in, sem hér hafa verið stofnuð, skapa heilbrigð og æskileg tengsl milli höfuðborgarinnar og ann- arra byggðarlaga, tengsl, sem ekki verða ofmetin, en hagsmun ir Reykjavíkur og landsins í heild verða ekki aðskildir. í dag, á þjóðhátíðardegi okkar, skynjum við fremur en ella, að öll erum við hlutar af órofa heild, borgarar hins íslenzka þjóðfélags. Ágreiningsmálin leggjum við til hliðar og sam- einumst í djúpri þökk og virð- ingu við minningu þeirra, sem á undan fóru og vörðuðu þjóð- inni veginn til sjálfstæðis og framfara. Og í dag horfum vi3 einnig fram á veginn minnug þess, að nú er það hlutverk okk- ar kynslóðar að marka leiðina til bjartrar og gæfuríkrar fram- tíðar fyrir hina íslenzku þjóð. Próf við Háskóla !s- lands í maí o í M A í og júní hafa eftirtaldir stúdentar lokið prófum við Há- skóla íslands: Embættispróf í guðfræði: Ágúst Sigurðsson, Bragi Benediktsson, Sigfús Jón Árnason. Embættispróf í læknisfræðl: Birgir Guðjónsson, Bragi Guðmundsson, Guðmundur J. Guðjónsson, Hannes Blöndal, Helgi Ó. Þórarinsson, Sigurður Jónsson, Þórir S. Arinbjarnarson. Embættispróf í Iögfræði: Andrés Valdimarsson, Birgir Þormar, Björn Friðfinnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Freyr Ófeigsson, Hannes Hafstein, Hrafn Bragason, Hrafnkell Ásgeirsson, Jóhannes Johannessen, Jón Eysteinsson, Jón E. Jakobsson, Jónatan Sveinsson, Ragnar Tómasson, Skúli Pálsson, Styrmir Gunnarsson, Sveinbjörn Hafliðason. Kandídatspróf í viðskiptafræðuna Brynjólfur Sigurðsson, Hörður Sigurgestsson, Karl Guðmundsson. Kandídatspróf í íslenzkn með aukagrein: Helgi Guðmundsson. Kandídatspróf í sögu með aukagrein: Guðlaugur R. Guðmundsson, Lýður B. Bjömsson. BA-próf: Anna Jónasdóttir, Ásthildur Erlingsdóttir, Bera Þórisdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Framhald á bls. 2L ★ Ónóg mjólk — Slæmt vatn. Frú ein í Vestmannaeyjum skrifar langt bréf um vatns- og mjólkurskort í hennar heimabyggð — og fara hlutar úr bréfinu hér á eftir: „Oft falla niður ferðir hjá Herjólfi og þá er hér algert mjólkurleysi. Ég veit þess dæmi, að móðir með sex ung börn hefur verið algjörlega mjólkurlaus. Það getur orðið nógu alvarlegt. Ekki bætir úr skák, að stundum er ekki til hér annað vatn en það salt, að ógerningur er að laga úr því kaffi. Hvaða vætu á þá að gefa börnunum? Vafalaust má finna lausn á þessu máli — og hagræði vlæri t.d. að því, að mjólkin væri seld í stærri umbúðum. Hví ekki 10 lítra? Annars er mér skylt að geta þess, að forstjóri mjólkursamsölunnar hér hefur alltaf gert sitt bezta til að draga úr mjólkurskortinum, m. a. með því að láta skammta mjólkina. ★ Hví ekki frá Þorláks- höfn? En stöðugar ferðir mætti hafa milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja, því reyndin er sú, að á meðan hinn góði maður, Einar Jóhannsson, nú skip- stjóri á Lóðsinum, hélt uppi mjólkurflutningum, kom ekki fyrir að við yrðum mjólkur- laus. Nú erum við hins vegar illa á vegi stödd og ég held að forráðamenn Skipaútgerðar rík isins gætu gert meira, ef þeir hefðu skilning á vandamálinu. Það virðist t.d. gersamlega ó- mögulegt að fá mjólk frá Þor- lákshöfn. Þetta bréf er skrifað mánu- daginn 14. júní og síðasta mjólk ursending kom hingað föstudag inn 11. júní. Sú mjólk var stimpluð 12. júní og var frá 10. júní. Er, nokkuð óeðlilegt, þótt okkur sé nóg boðið, þegar þess er gætt að í gær fór Herj- ólfur til Þorlákshafnar, en við fengum enga mjólk með hon- um — og vitum ekki hvenær næsta mjólk kemur — og það verður áreiðanlega ekki á morgun. ★ Vaka hálfar og heilar nætur Þess vegna verðum við mæð- urnar að búa okkur undir að vaka yfir ungbörnunum heilar og hálfar nætur, því að við eig um enga mjólk til að gefa litlu skinnunum. Þeir, sem eru í að- stöðu til að greiða úr þessum vanda, ættu að reyna að setja sig í okkar spor. Ég veit að mjög margar húsmæður skrifa undir þá áskorun. Loks langar mig til að nota tækifærið og þakka Einari skip sjóra á Lóðsinum fyrir allar ferðirnar hans til Þorlákshafnar í roki og miklum sjó — ferðir, sem hann fór til þess að við þyrftum ekki að vera mjólkur- laus. Það er skylda þeirra, sem tekið hafa mjólkurflutninga að sér, að sjá um að ekki liði 4—6 dagar milli ferða. Ef ferð fellur niðúr hjá þeim, eiga þeir að sjá um að mjólkin berist okkur með öðrum, því við getum ekki sætt okkur lengur við þetta ástand. — S. B.“ ★ Tuttugu ára kálfar Og hér er bréf frá heimilis- föður, sem líka er óánægður: „Kæri Velvakandi! Þú birtir nú fyrir mig nokk ur þakklætisorð til búnaðar- frömuða landsins, svo og fram leiðslu -og dreifingarfyrirtækja búvara. Ég vildi nefnilega gjarnan koma nokkrum þakklætisorð- um til þessara aðila á fram- færi vegna ánægjulegra mál- tíða nú um helgina. Konan keypti alikálfakjöt í sunnu- Jm' dagsmatinn, svona til að breyta til frá lambakjötinu. Ég keypti svo sjálfur rjóma til að hafa með ávöxtum í eftirrétt. Eftir að hafa neytt þessa úrvalsfæðis, sem við megum svo sannarlega vera þakklát fyrir að eiga völ á, vildi ég spyrja búnaðarfrömuðina um eftirfarandi: Er bráðnauðsynlegt að ala kálfana í ca. 20 ár áður en kjöta ins er neytt? Mér finnast sin- amar í kjötinu og seigla þess minna mig á það sem kallað er „beljukjöt". Ég er þó ekki beinlínis að kvarta, því ég er þess fullviss, að framleiðslu- fyrirtækin borga bændunum „beljukjötið" sem það væri ali- kálfakjöt. Ekki veitir þeim af blessuðum. Er bráðnauðsynlegt að flytja inn eða framleiða kartöflur, sem henda þarf í stórum stíl vegna skemmda? Með því er maður sviptur þeirri ánægju að stappa saman kartöflur og sósu, þegar tennur og kjálkar hafa gefizt upp á að tyggja kjöt- sinarnar. Er bráðnauðsynlegt að rióm- inn verði að smjöri og áfum, þegar hann er þeyttur, einmitt þegar allir bíða eftirréttarina með eftirvæntingu? Mér finnst hálfleiðinlegt að bera slíkt á borð, einkum þegar gestir eru, og mjólkurbúðir lokaðar. Þó var rjómahyrnan, sem ég keypti, stimpluð með dagsetn- ingu næsta dags. Og að lokum. Er bráðnauð- synlegt að skyrið sé hálffúlt? Ég fann ekki betur s.l. mánu- dag, þegar ég ætlaði að bæta mér upp sunnudagsmatinn. Takk fyrir matinn, Sporthokurkarl". SJ0HPSL0FT1I 4 gerðir frá kr. 370,-. Magnarar og úrval af öðru sjónvarpsefni. Bræðurnir Ormson hf. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.