Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 10
10 MOkCU NBLAÐIÐ Laugardagur 19. júní 1965 Kosningaréttur kvenna 50 ára Viðta! við Sigríði J. Magnússon í DAG, 1’9. júní, eru liðin 50 ár síðan staðfest voru lögin - um kosningarrétt kvenna. Hóf Kven- réttindafélagsins í Tjarnarkaffi í kvöld er helgað þessu afmæli. Mhl. hefur átt viðtal við Sigríði J. Magnússon, sem í 17 ár. var formaður Kvenréttindafélagsins og hefur unnið kvenréttindamál- um einna mest gagn af þeim sem nú eru uppi. — Já, það eru 50 ár í dag síð- an stjórnarskrárbreytingin var undirrituð, þar sem gert er ráð fyrir að konur hafi bæði kosn- ingarétt og kjöngengi, sagði Sig- ríður. f>ó var það fyrst bundið því skilyrði að konan væri 40 ára, en aldurtakmarkið lækkaði, svo um eitt ár í einu. Það er bezt að ég leyfi ykkur að heyra hvernig þetta frumvarp hljóðaði orðrétt: „Kosningarrétt við óhlutbundn- ar kosningar til Alþingis hafa karlar og konur, sem fædd eru hér á landi eða hafa átt lög- heimili s.l. 5 ár, er kosning fer fram, þó getur enginn átt kosn- ingarétt, nema hann hafi óflekk- að mannorð, hafi verið heimilis- fastur í kjördæminu eitt ár og sé fjár síns ráðandi, eða í skuld fyrir þeginn sveitastyrk. ■ Enn fremur eru þau skilyrði sett, að hmir nýju kjósendur, konur þær og karlmenn, er ekki höfðu kosn- ingarrétt skv. stjórnskipunarlög- unum frá 1903 fái ekki rétt þann, er hér um ræðir, öll í einu held- ur þannig að þegar semja á al- þingiskjörskrá í næsta sinn eftir að lög þessi eru komin í gildi, skal setja á kjörskrá þá nýja kjósendur, sem eru 40 ára eða eldri og að öðru leyti fullnægja hinum almennu skilyrðum kosn- ingaréttar. Næsta ár skal á sama hátt bæta við þeim nýju kjós- endum, sem eru 39 ára og svo lækkar aldurstakmarkið um eitt ár í hvert sinn til þess að allir kjósendur, konur sem karlar, hafi náð kosningarétti svo sem segir í upphafi þessarar greinar. Nú hafa hjón með sér óskilinn fjárhag og missir konan ekki kosningarétt sinn fyrir því. Með sömu skilyrðum hafa karlar og konur sem eru 35 ára eða eldri kosningarétt til hlutbundinna kosninga.“ — Hvers vegna var aldurstak- markið svona hátt í fyrstu? — Alþingismenn voru hræddir við að fá svo marga nýja kjós- endur inn á kjörskrá í einu. En þarna var um fleiri að ræða en konur einar. Allir þeir karl- menn sem ekki höfðu haft kosn- ingarrétt fram að þessu, bættust líka við. Mótspyrnan á Alþingi var eiginlega meiri varðandi kjörgengi kvenna við bæjar- og sveitarstjórnarkosningar en til Alþingis. Karlmenn óttuðust að konur tækju þá alveg völdin í bæjar- og sveitarstjórnunum. Einum þingmanninum þótti t.d. óhugnanlegt til þess að hugsa, að landlæknir (Guðmundur Björnsson) færi að hjóla um bæinn milli vinnukvennanna, til að afla sér atkvæða. Frumvarpið um að veita konum kosningarétt til sveitarstjórna kom fyrst fram á Alþingi 1881 og var samþykkt, en það var kjörgerngið sem olli rr.estu deilunum. Ég held að það hafi verið Þorlákur Guðmunds- son í Fífuhvammi, sem bar þetta frumvarp fram. Kjörgenigisrétt- urinn var þó samþykktur hvað eftir annað á Alþingi, en alltaf synjað í ríkisráði, því Dönum þóttu konur ekki nógu þroskaðar til að veita þeim slíka ábyrgð. Náðu lögin ekki staðfestingu fyrr en 1907 og tóku gildi 1908. En til að konur fengju kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis þurfti stjórnarskrárbreytingu. Þegar umræður voru á Alþingi um það, héldu margir þingmenn því fram, að konur kærðu sig sjálfar ekki um þessi réttindi, þar eð engin tilmæli hefðu borizt frá þeim um það. Árið 1900 héldu Hið íslenzka kvenfélag og Kven- réttindafélagið því fund oig söfn- uðu 12 þúsund undirskriftum að áskorun til Alþingis um að sam- þykkja lögin. Héldu félögin síðan áfram að ýta á eftir mál- inu. Lögin voru líka samþykkt nokkrum sinnum á Alþingi, sem þá var aðeins ráðgefandi, eins og kunnugt er, en þeim var synjað í ríkisráði. Loks undirritaði kon- ungur þau 19. júní 1915 síðan eru 50 ár í dag. — Annars held ég nú að mót- spyrnan gegn kosningarétti og kjörgengi kvenna hafi verið minni hér en víðast annars stað- ar, segir Sigríður ennfremur. T.d. var barátta kvenna fyrir sömu réttindum miklu harðari í Englandi og Danmörku, en þar fengu konur kosningarétt og kjörgengi sama ár og við. Þess- ara tímamóta var minnst með hátíðlegri athöfn í danska þing- inu 5. júní s.l. Éig var reyndar boðin þangað, en gat ekki komið því við að fara. í upphafi.barátt- unnar í Danmörku er t.d. haft eftir einum þingmanninum, að kvenfólk, börn og afbrotamenn megi aldrei fá kosningarétt. Og þegar konur tóku upp á því að iðka alls konar ókvenlegar at- hafnir, eins og að hjóla, var gerður aðsúgur að þeim. — En hvernig var þessari rétt- arbót tekið hér á íslandi, eftir að lögin höfðu verið staðfest? — Þegar skeytið kom um þetta 19. júní, var mikill' fögnuður meðal kvenna í Reykjavík. En Alþingi átti að koma saman 7. júlí og var hátíðahöldunum frestað þangað til. Nákvæm frá- sögn af þeim er í árs- riti Kvenréttindafélagsins, „19 júní“. Konur söfnuðust saman í barnaskólaportinu og þaðan var gengið í skrúðgöngu til Alþingis- hússins með 200 hvítklæddar smámeyjar í farabroddi, en þær báru allar hinn nýja íslenzka fána, sem þá var lögfestur um leið. Ég held að þeir, sem nú eru á miðjum aldri og yngri, geri sér ekki grein fyrir því hve mikla baráttu var búið að heyja fyrir því að fá eigin fána. Þú getur t.d. ekki munað eftir því, þegar Einar Pétursson var tekinn fast- ur af dönsku varðskipi, vegna þess að hann hafði íslenzka fán- ann uppi. Þeir íslendingar einir, sem komnir eru til ára sinna, muna hvílíkan fögnuð það gat vakið að sjá íslenzkan fána í er- lendri höfn. Ég man t.d., þegar Sigríður J. Magnússon. ég var einu sinni á leið frá ítalíu' og kom eftir vikudvöl í kulda í Englandi til Edinborgar og kom allt í einu auga á íslenzkan fána í höfriinni í Edinborg; eftir langa leit að Gullfossi. Þá fannst mér ég vera komin til íslands. Annars hálf vorkenni ég ungu fólki nútímans, að hafa ekki upplifað og þekkt það að fá ýmislegt sem manni er. nauðsyn- legt 0|g er búinn að þrá lengi. Það kann ekki að meta þessi lífsins gæði og missir því af því að njóta þeirra. Það er saelt að fá það sem maður hefur lengi þráð. — Hafa íslenzkar konur nú notfært sér þessi réttindi, sem þær fengu fyrir 50 árum? — Ef maður lítur á þátttöku kvenna í opinberum málum, er ekki hægt að segja það, þar sem við eigum nú aðeins eina konu á Alþingi og fáar í bæjar- og sveitarstjórnum. Hins vegar álít ég að margar laigabætur, sem gerðar hafa verið á þessum ár- um, séu meira og minna að þakka kosningarétti kvenna. Við höfum nuddað þangað til ekki var lengur hægt að standa á móti, og þingmenn hafa þurft að taka tillit til okkar, til að tryggja sér fylgi. T.d. er trygg- ingarlöggjöfin okkar nú eins góð og nokkurs staðar annars staðar. Skattamál hjóna eru konum hag- stæðari hér en nokkurs staðar á Norðurlöndum. Launajafnrétti eiga konur að fá 1. janúar 1967, a.m.k. á pappírnum. Ýmislegt fieira mætti telja, og við höfum ekki alltaf borið okkar eigin hag einan fyrir brjósfj. T.d. beittu konur sér fyrir þeirri breytingu á lögum, að í stað þess að kona ríkisstarfsmanns fái eftirlaun, þá komi orðið „maki ríkisstarfs- manns“. Um leið má geta þess, að konur í æðri stöðum hjá rík- inu eru alltof fáar. — Hvað sem fyrstu kven- réttindahetjunum þætti nú um framkvæmdir okkar í þessum málum nú, þá er ég viss um að það hefði a.m.k. glatt Laufeyju Valdemarsdóttur, að nýju stúd- entarnir með hæstu einkunnirnar i báðum deildum í Menntaskól- anum í Reykjavík, eru stúlkur. Það er einmitt einn af þeim for- dómum, sem konur hafa þurft að berjast við, að konur geti ekki lært stærðfræði. Þetta spáir góðu um framtíðina. — Af hverju stafar það helst, að konur eru svo fáar í æðri stöð- um? — Ég held að ástæðan fyrir því hve fáar konur gegna æðri stöð- um geti m.a. verið sú, að úr of fá- um er að velja. Nú á dögum giftir fólk sig svo ungt, trúlofast og jafnvel giftist í menntaskóla, og þegar komið er í háskóla er það alltaf stúlkan, sem verður að hætta sínu námi og gæta bús og barna. Þar ræður almennings- álitið auðvitað miklu. Á fundi al- þjóða kvenréttindafélagsins í Trieste 1964 hélt Agda Russel, sendiherra Svía í Júgóslavíu, er- indi, þar sem hún hélt því fram, að ef um hálfsdagsstarf hjá hjón- um þyrfti að vera að ræða vegna barna og heimilishalds, þá væri það engu síður skylda eigin- mannsins en konunnar, að taka þátt í því, þannig að hvort hjón- anna um sig vinni hálfan daginn úti. En það fer sjálfsagt alveg í bága við almenningsálitið á ís- landi, því hér þykir sjálfsagt að það sé konan sem fórni. — Kvenréttindakonum er stundum borið það á brýn, að þær vilji fá konur frá heimilun- um út í atvinnulífið. Þetta er ekki rétt nema að nokkru leytk Auðvitað viljum við að konur fái tækifæri til að nota hæfileika sína, þj-Óðfélaginu til gagns. Eins og kemur fram í svörum við spurningar, sem lagðar eru fyrir ýmsa þekkta þjóðfélagsborgara í blaðinu „19. júní“, þá yrði það miklu stærri hópur, sem hægt væri að velja úr til að gegna þeim störfum er þjóðfélagið þarf að leysa af hendi, ef konur væru með. Hins vegar segja sálfræð- ingar um allan heim, að börn- unum sé nauðsynleg að njóta r.ærveru móðurinnar fyrstu æfi- árin. Ég álít að það valdi ekki úrslitum hve langan tíma móðir- in er með börnunum, heldur hvernig sá tími er notaður. Ég tel að menntuð kona, sem er ánægð vegna þess að hún fær að nota hæfileika sína után heim- ilis, hafi meiri áhrif á uppeldi barns síns en sú, sem er óánægð og þar af leiðandi sínöldrandi allan daginn. Það sem fyrst og fremst ríður á í uppeldi barnsins er traust, skilningur og kærleik- ur. Geti móðirin veitt börnum sínum það, ætti allt að vera í lagi. Því eins og Páll postuli segir: „Mest af öllu í þessum heimi er kærleikurinn". Stúlkumar voru farnar aö ganga í menntaskóla Um líkt leyti og kon-ur fengu 1 og piltar. Sama vorið útskrifaðist kosningarétt og kjörgengi á ís- einmitt fyrsiti kvennahópurinn úr landi, voru sitúlkur einnig farn- Menntaskólanum, 8 stúlkur. Mbl. ar að fá sömiu menntunaraðstö'ðn I náði snöggvast. tali af tveimur þ.essara 50 ára stúdenta í gæir, hinar voru flognar sin í hverja áttina eftir afmæilið. Við hittum þær frú Áslaugu Benedi'ktsson* Frú Þórunn Kvaran og frú Áslaug Benediktsson. Þær urðu stúdentar fyrir 50 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.