Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 19. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 A leið að leiði Jóns Sigurðssonar að morgni þjóðhátiðardags. Tvær stúlkur, nýstúdentar, bera blóm- sveig að gröfínni. Aftar ganga frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, og Gísli Halldórsson, vara- forseti borgarstjórnar, sem lagði sveiginn á leiðið. Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, við fót- stall stvtiu Jóns Sigurðssonar. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona i gervi „Fjallkonunnar". Séð vestur eftir Austurstræti kL ellefu að kvöldi hins 17. — Þjóbháfíbin Framhald af bls. 1 adginn; þó ekki svo, að fólk setti það fyrir sig. Það var ekki fyrr en liðið- var á hátíðina, komið fram undir miðnætti, að rigning rak fólk úr dansi, og fóru þá margir að halda heim. Góður bragur ríkti almennt hjá fólki, enda allir í hátíða- ekapi, þrátt fyrir dumbunginn. Segja má þó, að framkoma sumra unglinga hafi ekki verið sem prúðmannlegust um það er lauk, og virtist gremja þeirra vegna þess að hátíðinni var slit- ið kl. eitt að þessu sinni í stað kl. tvö áður, koma fram í bauli og púi. Nokkuð bar og á drykkju skap, einkum er líða tók á kvöld ið, og þá ekki sizt hjá ungu fólki. Lögreglan þurfti að taka á fjórða tug manna úr urnferð vegna ölvunar á almannafæri. Dagskrá hátíðahaldanna hef- ur verið vandlega rakin hér í Mbl., og verður því ekki endur- tekin. Kirkjuklukkur í Reykja- vík hringdu hátíðina inn kl. 10 um morguninn, en áður voru börn farin að vekja borgara með dyrabjölluhringingum og bjóða þeim „merki dagsins“ til sölu. Börnin (og fullorðnir líka) skemmtu sér bærilega á skemmtuninni á Arnarhóli um miðjan daginn. Hátíðin hófst kl. 10.15 suður í kirkjugarði, þegar Gisli Hall- dórsson, varaforseti borgarstjórn ar, lagði blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta. Upp úr hádegi söfnuð- ust borgarbúar saman á þremur stöðum, inn við Hlemm, uppi í Skólavörðuholti og suður á Mela torgi. Gengu menn síðan í skrúð- göngum niður á Austurvöll. Mik- ið bar á börnum í göngunni, vel búnum og myndarlegum með fána í höndum. Á Austurvelli setti formaður þjóðlhátíðarnefnd ar, Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra, hátíðina. Nú var gengið til kirkju, þar sem Emil Björnsson predikaði, en síðan fór fram hin árlega athöfn við styttu Jóns Sigurðssonar, þar sem for- seti íslands lagði blómsveig. >á flutti forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, ræðu af svölum Alþingishússins. Guðrún Ás- mundsdóttir, leikkona, las á- varp ,fjallkonunnar“, sem Þor- steinn Valdimarsson hafði ort. Skemmtun fyrir börn á Arnar- hóli um miðjan daginn, sem geysimikill fjöldi barna sótti, og dansskemtun fyrir börn og ungl- inga var í Lækjargötu. íþrótta- menn sýndu og kepptu á Laugar- dalsvelli. Um kvöldið var samkoma á Arnarhóli, þar sem Auður Auð- uns, forseti borgarstjórnar, flutti ræðu. Ýmislegt var þar til skemmtunar en síðan var dans- að til kl. eitt á þremur stöð- um, á Lækjartorgi, I Lækjar- götu og á Hótel-íslandsplaninu. Kl. eitt sleit Valgarð Briem há- tíðinní fyrir hönd þjóðhátíðar- nefndar. Margir' aðiljar áttu þátt í því að gera borgarbúum hátíðina á- nægjulega, svo sem hornaflokk- ar, söngflokkar, hljómsveitir, leikarar, söngvarar, skátar og iþróttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.