Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 13
tiaiigarðagur 19. Jðn! 1965 MORG U NBLAÐIÐ 13 Agla dóttir Sveinbjörns- — Minning í>egar fyrstu sumardagarnir fóru í hönd bárust þær fréttir hingað til lands, áð Agla Svein- björnsdóttir, ræðismaður Chile é ís.landi, hefði' látizt snögglega suður í Chile. Elskuleg stúlka í blóma lífsins er horfin af sviði hins hverfula mannlífs. Hún var aðeins 29 éra að aldri. Okkur virðist það grimmilegt, þegar dauðinn heggur í raðir íhinna ungu, er lífinu unna. Ör- lögum ræður enginn, og dómur- inn er torskilinn, en honum verð ur ekki áfrýjað. Skammri jarðvist Öglu Svein- björnsdóttur er lokið. Eftir lifir íninning hennar, björt og hrein. Agla hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Hún bar sinn kross af stöku æðruleysi og ejaldgæfu hugrekki. Hún vissi gjörla að hverju fór, en var fá- orð um veikindi sín og sló jafnan út í aðra léttari sálma með glettni og lífsfjöri, ef um var xætt. Slíkt var hennar eðli. Hún vildi ein ganga undir því oki, sem á hana hafði verið lagt. — Við, sem þekktum hana náið, viásum þó jafnvel og hún, hve alvarlegur sjúkdómur hennar var. Dauðann gat borið að hönd- uih fyrirvaraiaust. Hann hafði reitt til höggsins. Agla var hávaxin, björt yfir- íitum, frjálsleg og gláðleg í við- xnóti, barnsleg og einlæg. Góð- vild og hluttekning í annarra garð vorú auðkenni hennar. Ein lægni hennar var svo falsiaus, að þeim, sem henni kynntust, hlaut að þykja vænt um hana. Leiðir okkar Öglu lágu fyrst saman úti í Bretlandi fyrir 10 árum. Tókst þá með okkur vin- átta, sem styrktist eftir því, sem árunum fjölgaði. Margar skemmtilegra samverustunda á ég að minnast. í hópi útlendinga var Agla ávaUt hrókur alls fagn aðar og átti einkar auðvelt með áð stofna til kunningsskapar við fólk af óliku þjóðerni. í eðli sinu var hún heimsborgari. Hrein- skilni hennar og hreinskiptni hreif menn við fyrstu kynni. Agla var stakur tungumálagarp ur. Henni vafðist ekki tunga um tönn í viðræðum við útlendinga. Hún.talaði jöfnum höndum ensku dönsku, þýzku og spönsku. Agla Sveinbjörnsdóttir var fædd í Reykjavík í apríl 1936, dóttir hjónanna Rannveigar Heigadóttur og Sveinbjarnar CEgilssonar, útvarpsvirkja. Hún ólst upp í foreldrahúsi við ástúð og umhyggju að Óðinsgötu 4, hér í borg. Agla lauk prófi frá Kvennaskólanum i Reykjavík og sfðar prófi frá Samvinnuskólan- um. Þá dvaldi hún við nám í Danmörku og Bretlandi. Um tví- tugt hélt hún til Chile í Suður- Ameríku og dvaldi þar um 6 ára skeið á heimili móðursystur sinnar, Maríu Helgadóttur, og manns hennar, Roberts Knoops. Ég átti þess kost að heimsækja þau i Chile og dvelja á hinu fagra heimili þeirra. Reyndust þau hjónin Öglu einstaklega vel og litu hana sannarlega sem sína eigin dóttur. Agla undi sér afar vel þarna suður frá í hinu góða loftslagi og fagra umhverfi. Agla kom heim til íslands fyrir þremur árum og réðst til starfa hjá Loftleiðum. Hún var skipað- ur ræðismaður Ohile á íslandi ári'ð 1963. Líf Öglu var viðburða ríkara og fjölbreytilegra en margra annarra, þótt skammt yrði. Það er gott að eiga góða vini. Vinir, sem reynast sannir vinir í blíðu sem stríðu eru vandfundn ir. Agla Sveinbjörnsdóttir var mér slíkur vinur. Gyöingum sýnt hatur í V-Þýzkalandi EINANGRUNARGLER Afgreiðslutími 6 vikur. Er í ryðfríum öryggisstálramá P O LYGLA S S er selt um allan heim. POLYGLASS er belgíska fram- leiðsla. LUDVIG STORR Tæknideild sími 1-1620. SÆIM8K GÆÐAVARA ASEA hefur hinn rétta mótorrofa fyrir rafmagns- mótor yðar. 6 Gott slitþol O Gott rofa- og lokunarafl. • Yfirstraumsliði af innstungugerð. JOHAN RÖNNING h.f. Skipholti 15 — Sími 1063? Bamberg, Þýzkalandi, 16. júní. — NTB. UMFANGSMIKLAR varúðarrað- stafanir voru fmmkvæmdar í borginni Bamberg í Vestur-Þýzka landi í dag, til þess að vernda líf og eignir hinna fáu Gyðinga, sem þar búa nú. Ástæðan, fyrir þessu er einhverjar hinar fjand- samlegustu aðgerðir í garð Gyð- inga, sem tiðiff iiala frá stríðs- lokum. Lögreg.an ^erði sérstakar ráð- st&fanir til þess að tryggja ör- yggi hinna um það bil tíu Gyð- inga, sem þarna búa enn, svo og til þess að tryggja eignir þeirra og guðshús. Ráðstafanir þessar voru gerð- ar, þegar það var uppgötvað s.l. þriðjudag, að skemmdarverka- menn höfðu svívirt 23 legsteina í hinum gamla grafreit Gyðinga í Bamberg með nærri metershá- um hakakrossum og slagorðum fjandsamlegum Gyðingum. Fánar voru í hálfa stöng 1 Bamberg í dag tit þess að sýna hryggð borgarbúa yfir þessum skemmdarverkum og safnað var undirskriftum ibúanna tii þess að mótmæla þessum aðgerðum. IMýtt Kag eftir Sigfús SIGFÚS, HALLDÓRSSON, höf- undur „Litiu flugur.nar'- o. fL víðfleygra tónsmíða, hefur nú látið frá scr fara vals, sem nefn ist 17. júní í Reykjavík. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Með þessum fáu og fátæklegu línum vildi ég þakka Öglu henn ar fölskvalausu vináttu og votta foreldrum og ástvinum hennar dýpstu samúð mína. Megi hún hvíla í friði. Ása Jónsdóttir. Stórgjöf ÞÓRÐUR JÓNSSON, hreppstjóri í Auðkúluhrepp, norðan Arnar- fjarðar heíir sent forseta íslands tvær sparisjóðsbækur, að upp- hæð kr. 23.687,85 um síðustu ára rriót, sem er stofngjöf Ungmenna félagsins „17. júní“ til „Skrúð- garðssjóðs Jóns Sigurðssonar" að Ráfnseyri. „Staður þessi á að vera einn af helgilundum þjóðar innar“, segir í gjafabréfinu. (Frá skrifstofu - Forseta íslands). Gaf Aljilngi fána félagsins ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG íslend- inga í Vesturheimi hefur gefið A1 þingi fána félagsins. Afhentu þeir séra Philip Pétursson, for- seti Þjóðræknisfélagsins og Jakob F. Kristjánsson, forstjóri í Winnipeg. forsetum Alþingis fánann í Alþingishúsinu í dag. Forsetar Alþingis þökkuðu gjöf ina og þann hlýhug, sem hún bæri vott um. (Frá skrifstofu Alþingis). NORÐURLÖND Rússknd if Fjögur lönd ic Sjö stórborgir ic Glæsilegar siglingar it Flug heiman, og heim 22 dagar - Verð kr. 19.874,00 Brottför 5. ágúst IT L&L 107 Fararstjóri: Páll Guð- mundsson, skólastjóri Malmö - Kaupmannahöfn - Stokkhólmur - Helsinki - Leningrad - Moskva - Kiev LOND & LEIÐIR Adalstrœti 8 simar — |g*®S FEGRUNARSERFKÆÐINGUR frá hinu þekkta snyrtivörufirma etmoÞHC/ Kvnnir og leiðbeinir yður um liti og val á snyrtivörum í dag frá kl. í)—12 og 1—4. Holts Apotek Langholtsvegi 84.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.