Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. júni 1965 Jón Þ. Ólafsson fR vann bezta afrekið 17. júní Daufur árangur á 17. júní-mótinu JÓN Þ. Ólafsson IR náði bezta afreki i frjálsum íþróttum á 17. júní mótinu í Reykjavík, stökk 2.02 m. í hástökki, sem gefur um 1100 stig eftir stigatöflunni. Hafði Jón með þessu afreki yfirburði í stignm yfir aðra keppendur á mótinu í Reykjavík, sem fram fór 15. og 17. júní, og hafa ekki borizt fréttir af betri afrekum annars staðar á landinu. Má því telja nokkurn veginn víst að Jón hafi unnið til Forsetabikarsins, sem veittur er mesta afreks- manni frjálsíþrótta 17. júní ár hvert. if Slakur árangur. 17. júní mótið hér var heldur 1 daufara lagi afrekslega séð o'g raunar ekkert afrek sem talandi er um nema hástökk Jóns. Þurfa frjálsiþróttamenn sannarlega að taka fjörkipp og vaeri ekki ráð að keppa meira og ■ auka reynsl- una — t.d. í hléum á knatt- spyrnukappleikjum eins og gafst svo vel um daginn. * Hátíðarhöldin og sýningar. Allfjölmennt var í Laugar- dalnum á þjóðhátíðardaginn þar sem hátíð íþróttafólks hófst kl. 5 síðdegis með ræðu Einars Björnssonar formanns Knatt- spyrnuráðsins. Mæltist honum vel og skörulega. Síðan var skrúðganga íþróttafólks, sem var sárafámenn af íþróttafólki og heldur fátækleg. Fimleikaflokkur karla úr KR sýndi ágæta sýningu á hesti, tví- slá og á dýnu undir stjórn Jón- Ólafur Guðmundsson í langstökki asar Jónssonar og glímumenn áttu ágæta sýningu undir stjórn Rögnvalds Gunnlaugssonar. Unglingar af leik- og íþrótta- námskeiðum fBR á ýmsum íþróttasvæðum kepptu í boð- hlaupi og var keppni þessara óreynda íþróttafólks skemmtileg og si>augsöm. í flokki stúlkna sigraði Álfheimasvæðið en Ár- mannssvæði varð nr. 2. í flokki drengja sigraði Víkingssvæði en Þróttarsvæði varð í öðru sætL í>á kepptu 4. flokks piltar í knattspyrnu og sigraði lið Aust- urbæjar lið Vesturbæjar með 1-0. Hér fara á eftir úrslit frjáis- íþróttakeppninnar: FYRRI DAGUR: 200 m. hiaup Ólafur Guðmundsson KR 22.5 sek. Einar Hjaltason Ármanni 23.7. Þórarinn Arnórsson ÍR 25.1. 400 m. hlaup Ólafur Guðmundsson KR 52.1. Sigurður Geirdal Breiðabliki 53.9. Þórarinn Arnórsson ÍR 55.2. 1500 m. hlaup Halldór Guðbjörnsson KR 4:01.4 Agnar Leví KR 4:05',7. Halldór Jóhannesson HSÞ 4:07,1. Stangarstökk Valbjörn Þorláksson KR 3.70. Páll Eiríksson KR 3.50. Kári Guðmundsson Á 3.20. Hástökk Jón Þ. Ólafsson fR 2.02. Kjartan Guðjónsson ÍR 1.81. Erlendur Valdemarsson ÍR 1,71. Þrístökk Guðmundur Jónsson HSK 13.08 fleiri kepptu ekki. Sleggjukast Þórður B. Sigurðsson KR 50.39. Jón Ö. Þormóðsson ÍR 49.06. Jón Magnússon ÍR 46.12. Spjótkast Björgvin Hólm fR 59.03. Páll Eiríksson KR 56.20. Kjartan Guð- jónsson KR 55.36. Kringlukast Þorsteinn Löve ÍR 47.74. Erlend- ur Valdemarsson ÍR 44.50. Þor- steinn Alfreðsson Breiðabliki 44.31. Hallgrimur Jónsson ÍBV 44.31. Langstökk kvenna María Hauksdóttir ÍR 4.84. Linda Ríkharðsdóttir ÍR 4.63. Kristín Kjartansdóttir KR 4.39. 4x100 m. boffhlaup Sveit KR 44.7. Sveit Ármanns 46.5. ÍR-sveitin gerði ógilt. ÚRSLIT SÍÐARI DAGS: 100 m. hlaup Ólafur Guðmundsson KR 11.0. Einar Gíslason KR 11.5. Einar Hjaltason Á 11.7. 110 m. grindáhlaup Kjartan Guðjónsson KR 16.00. Sig Lárusson Á. 16.1. 100 m. hl. sveina Einar Þorgrímsson fR 12.0. Einar Sigmundsson Breiðaibl. 12.9. 100 m. hl. kvenna Halldóra Helgadóttir KR 13.4. Linda Rikharðsdóttir ÍR. 14.0. María Hauksdóttir ÍR 14.0. Framhald á bls. 21. Jón Þ. Ólafsson meff verðlaun „íþróttamanns ársins" Forystumenn norrœnna íþróttamála á fundi hér ÞRÓTTUR vonn í GÆRKVöLDI fór fram leik- ur í ansnarri deild. Þróttur og Reynir léku á Melavellinum. Þróttur sigraði með 4 mörkum gegn 1. í GÆRMORGCN var sett aff Hótel Sögu ráðstefna fram- kvæmdanefndar norrænu rikis- íþróttasamtakanna. Gafst blaffa- mönnum kostur á aff ræffa við forráðamenn fundarins og upp- lýstu þeir, aff um áratugi hefðu danska, norska og sænska íþrótta sambandiff haft náið samband og IVámskeið ■ handknatt- leik Glímufélagið Ármann heldur námskeið í handknattleik fyrir stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Kennt verður á félagssvæði Ármanns við Sigtún, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7-8. Hvert námskeið stendur yfir 1 mián. og kostar kr. 25.00, er greiðist við innritun þriðjudaginn 22. júní. Stúlkurnar erU beðnar að vera í síðbuxum (gallabuxum) og með strigaskó. Allar stúlkur á þessum aldri eru hvattar til að kynnast þess- ari skemmtilegu iþrótt og vera með frá byrjun. rætt sameiginleg vandamál á fundum, en 1921 hefðu Finnar bætzt í hópinn og 1926 var ísl. fulltrúi í fyrsta sinn á slíkri ráff stefnu. Ben. G. Waage skýrði frá því, að á fundinum 1926 hefði ísl. full trúinn flutt mál sitt á íslenzkri tungu, og getið þess, að hann talaði þá tungu er allir norræn- ir menn töluðu fyrir 1000 árum. Var svo mál hans þýtt, en þessi framkoma vakti athygli og að- dáun. í viðræðum við formenn sendi nefnda norrænu ríkjanna á þess ari norrænu ráðstefnu, en Danir senda hingað 4 menn, Finnar 5, Norðmenn 5 og Svíar 6, var á- herzla á það lögð, að þessar ráð- stefnur væru mikilvægar til að skiptast á skoðunum, því íþrótta starfsemin er rekin með mjög svipuðu fyrirkomulagi í öllum löndunum, og því gagnlegt fyrir ráðamenn íþróttamálanna að kynnast ávinningi og verkefnum hvers sambands um sig. Danski fulltrúinn Morgens Bredfeldt varaform. danska í- þróttasambandsins lagði áherzlu á árangur af persónulegum kynn um forráðamanna iþróttamál- anna og sagði árangur af þessum norrænu ráðstefnum hafa orðið mjög mikinn. Ekki veeru þó á fundinum teknar beinar ákvarð- anir um ákveðin atriðL en skipst á skoðunum og fulltrúarnir gæfu síðan góð ráð úrslitaaðilum hver í sínu heimalandL Form. sænska sambandsins, ' Henry Allard tók í sama streng Og sagði að hinn stóri hópur for ráðamanna íþróttamála á ráð- stefnunni undirstrikaði mikil- vægi slíkra funda. Að hvert hinna norrænu landa sendi 4—6 fulltrúa á 3 daga viðræðufund á Islandi, væri ekki út í bláinn, heldur fyndu íþróttasamböndin að þau hefðu gagn af að ræða sameiginleg vandamál, fjárhags- legs og íþróttalegs eðlis og árang ur hefði orðið mikill og marg- víslegur og svo myndi og verða á .þessari ráðstefnu. Aaro Laine frá Finnlandi tók fram, að Finnar biðu á þessari ráðstefnu m.a. svars við tveim veigamiklum atriðum: 1) Eftir OL í Stokkhólmi 1912 reis slík íþróttaalda á Norðurlöndum, að Framhald á bls. 21. Sjá bls. 21 Þórólfur tryggöur fyrir 6 — er hann leikur með KR gegn á miðvikudag Þórólfur Beck leikur með liði KR á miðvikudaginn en það kvöid er fyrsti leikurinn í heimsókn úrvalsliðsins frá Sjálandi sem hingað kemur á mánudagskvöld í boði KR- inga. Það fengust umyrðalaust öll leyfi til þess að Þórólfur léki með sínu gamla félagi. En Glasgow Rangers setti eitt skilyrði: — að Þórólfur Beck yrði slysatryggður fyrir 6 milljónir kr. ísl. eða 50 þús- undi pund. Þetta hafa KR- ingar gert, og knattspyrnu- unnendur fá að sjá Þórólf með sínum gömlu félögum og væntanlega að njóta góðs leiks hans. Danska liðið er úrvalslið frá Sjálandi sem fyrr segir og á efa mjög sterkt lið. Á Sjá- landi eru hundruð liða og því úr nógu að velja og með- al þeirra sem valdir hafa ver- ið til íslandsferðarinnar eru tveir þerira i leikmanna er léku í landsliði Dana í leikn- um við Finnland (Danir imnu 3—1) og Karl Guðmundsson sagði lesendum Mbl. frá hér á síðunni 17. júní. Það eru þeir Carl Hansen frá Köge (framvörður) og Kjeld Peter- sen frá Köge (miðherji eða innherji). Þeir leika einnig báðir í landsleik Dana við Svía í Kaupmannalhöfn á morgun. Sjálandsúrval hefur áður komið hingað til lands og fór þá ósigrað heim. Hvort svo verður einnig nú skal engu um spáð, en slá má föstu að hér er um gott lið að ræða sem fengur er að að fá í heim sókn. Danska liðið leikur hér 3 leiki. Á miðvikudagskvöld mætir það liði KR og á föstu- dag liði íslandsmeistaranna frá Keflavík. Annan mánudag leikur svo Sjálandsúrvalið við úrvalslið er landsliðs- nefnd velur og skulum við vænta þess að nefndin geri alvörutilraunir til að finna samstillt lið er yrði uppistað- an í landsliðinu gegn Dönum 5. júlí. Annars er alltaf hætt við að í 5 manna landsllðs- nefnd eins og nú er á íslandi skari hver eld að sinni köku og minni árangur verði en ef færri væru til að velja. En slíkur dómur skal þó eigi felldur fyrirfram, heldur von- að hið bezta. Dönsku liðsmennirnir í för- inni'verða 15 en með þeim 4 manna fararstjórn þeirra á meðal Svend Aage Rentoft form. sjálenzka sambandsins svo og ritari þess. Leikmenn- irnir fara í Þingvallaferð (hring) og í ferð til Gullfoss og Geysis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.