Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 19. júní 1965 Hið nýja skip Eimskipa félags fslands, Skógafoss Stöðvun kaupskipa- flotans lokið VERKFALLI þjóna, þerna og matreiðslumanna á kaupskipa- flotanum er lokið. Á fundum í félögum vinnuveitenda og fyrr- greindra aðila í gærmorgun var staðfest samkomulag, sem náðist á sáttafundi stðdegis þann 17. júní. Nýjasti ,Fossinn‘ kominn heim Skégafoss66 kc-m til Reykjavíkur 17. júrsí 99 HIÐ nýja skip Eimskipafélags íslands m.s. Skógafoss, kom til Reykjavíkur á miðvikudag s.l. í fyrradag var svo blaðamönnum boðið að skoða skipið undir leið- sögu Óttars Möller og reyndist það vera hið veglegasta. Um smíði skipsins var samið í ágústmánuði 1963 og er Þ-að annað skipið af tveimur, sem félagið fær þaðan. Kjölur skips- ins var lagður 1. okt. 1964, en því var hleypt af stokkunum í febrúar s.l. og afhent Eimskip 20. maí að lokinni reynsluferð. Skipið er smíðað samkvæmt ströngustu kröfum Lloyds Regist er of Shipping. Sömuleiðis er skipið smíðað samkvæmt ítrustu kröfum alþjóðarreglna frá 1960 um öryggi mannslífa á sjó og um hæfni til siglingá hvar sem er á úthöfum. I skipinu eru tvær vörulestar framan við yfirbyggingu þess, sem er öll aftast á skipinu. Báð- ar lestarnar eru miðaðar við flutning almennrar stykkjav.öru og stórflutninga og eru jafnframt sérstaklega hentugar til flutn- ings á ópakkaðri vöru, korni, aalti, áburði o.fl. Lestar skipsins eru stórar og mjög rúmgóðar, vegna þess að í þeim eru ekki hinar venjulegu styrktarstoðir en í þeirra stað kemur að fjórða hvert band í skipinu eru sérstaklega gerð djúp bönd, sem veita þann styrkleika, er stoðirnar ella hefðu gefið. Á skipinu eru tvær siglur og er annarri þeirra komið fyrir fremst á skipinu en hinni mið- skipa. Báðar eru siglurnar tví- fóta og standa því algjörlega sjálfar undir álagi, þannig að jafnvel þótt lyft sé með þunga- ásnum, er ekki nauðsynlegt að setja upp vír til að styrkja sigl- una. Framan við yfirbygginguna er stólpasamstæða (Samson- póstar) sem ber tvo öftustu lyfti- ásanna. Liggur brú á milli þess- ara stólpa og standa á henni ratsjá, merkjaljós og miðunar- stöð. Aðalvél skipsins er 5 strokka Dieselhreyfill, 2500 hestöfl, smíð uð af Burmeister og Wain, og má gera ráð fyrir 14 sjómílna ganghraða þegar skipið er full- hlaðið en í reynsluferð var hraði skipsins mestur 15 sjómílur. — Hjálparvélar eru þrjár, einnig Burmeister og Wain gerð ög smíðaðar þar. Skipshöfnin er 26 manns Og búa allir skipverjar í mjög rúm- góðum og þægilegum eins manns herbergjum. Á brúarþilfari er stjórnpallur, kortaherbergí, loft- skeytastöð og íbúð loftskeytá- manns. Á næsta þilfari fyrir neð an eru íbúðir skipstjóra, stýri- mánna, yfirvélstjóra og brýta. Þar er éinnig setústofa yfir- manna, sjúkraklefi með baði svo og eitt tveggja manna farþega- Vinningsnúmerin: 52458 og 24952 DREGIÐ var í Happdrætti sjálf-! dag þegar dráttur fór fram. Á stæðisflokksins sl. miðvikudag hjá borgarfógeta og vinnings- númerin innsigluð. í gær var innsiglið rofið og reyndust núm- erin vera 52458 og 24952. Vinningarnir voru tvær bif- reiðir af gerðinni Ford Fairlane 1965. Sama.nla.gt verðmæti þeirra er 660 þúsund krónur. Mynduiu vxu' tekiin. ai. miðviku myndinni eru frá vinatri: Ingi- björg Björnsdóttir, skrifstofu- S'túlka, Gunnar Gumnarsson, full- trúi, Jónas Thoroddsen, borgar- fógeti og Már Jóhannesson, skrif- stofusitjóri. Eigendur vinningsmi'ðamna eru beðni/r að ha£a samband við skrif stofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálf stæðiaih.íisinu (mppi) við Austur- vöLL Óttarr MöIIer, forstjóri Eimskipafél. íslands. herbergi, einnig með sérstöku baði. Á þilfari næst fyrir neðan eru íbúðir yélstjóra og aðstoðar- vélstjóra, matsveins, bátsmanns og tveggja þerna. Þar er auk þess eins manns klefi, sem nota má fyrir hafnsögumann eða til annarra þarfa. Ennfremur eru þar eldhús og matstofur undir- manna og yfirmanna. Loks er milliþilfarið, en á því eru m.a. íbúðir 10 undirmanna. Siglingatæki eru öll af full- komnustu gerð, og má þar nefna Gyro-áttavita, sjálfstýristæki, rat sjá, bergmálsdýptarmæli, sem í senn getur ritað dýpið og sýnt það með neista, miðunarstöð o.fl. Að öðrum tækjum má nefna tæki, sem gefur til kynna hvort nokkurs staðar hefur kviknað í lestum, og fullkomið slökkvi- kerfi, sem leitt er um allar lestar, og vélarrúm með tilheyrandi við vörunarkerfi, talsima o.fl. Undirbúning að smíði skipsins svo og eftirlit með smíðinni af hálfu Eimskipafélagsins hafði Viggó Maack skipaverkfræðing- ur. Honum til aðstoðar voru þeir Jónas Böðvarsson skipstjóri og Geir Geirsson yfirvélstjóri. Skip stjóri í heimsiglingunni var Jónas Böðvarsson, en skipstjóri verður Magnús Þorsteinsson. 4 félög eystra tilkynna taxta 1 blaðinu Austurland, sem kom út á Neskaupstað í gær, er tilkynning þar sem segir: „Undirrituð verkalýðsfélög til- kynna hér með að frá og með 21. Fékk glerflís í augað Akranesi, 18. júní. HÖRÐUR, 10 ára, og Ingimar, 9 ára, tóku sig til einn daginn og hjóluðu alla leið upp að Haugum í Stafholtstungum. Ingi mar var ekki fyrr stiginn af hjól inu en hann rak augun í tóma brennivínsflösku, greip hana og sló henni í stein. Hún splundr- aðist í mél, glerflís hrökk í auga Harðar. Þeir voru svo heppnir að komast i bíl heim. Hörður litli hefur gengið með plástra síðan, eins og krossfisk hafi verið klesst yfir hægra auga hans. — Oddur. Mikið um leiguflug til og frá Akranesi Akranesi, 18. júní. AKRAFLUG h.f. heldur áfram sókn með leiguflug. Nú er kom- inn lítill veitingaskáli við flug- völlinn hjá Berjadalsá. Leiguflugvélar þess fóru á 2. hvítasunnudag 11 ferðir fram og til baka milli Akranss og Reykjavíkur. Svo hefur verið flogið tvær til þrjár ferðir dag- lega a.m.k. — Oddur. Sáttafundurinn hófst kl. sið- degis á miðvikudag og laúk um kl. 7 á fimmtudag. Samkomulag- ið kveður á um, uð ákvörðun um kaup og vinnutima skuli frestað um óákveðinn tíma, en trygging vegna örorku eða dauða hækki úr 200 þús. kr. í 300 þús. kr., fatapeningar hækki o.s.frv. 3ráðabirgðasamkomulagi þessu er unnt að segja upp með viku fyrirvara. Vegna verkafallsins stöðvuð- ust þrjú skip í jleykjavíkurhöfn, Herjólfur, Herðubreið og Skjald breið. Fyrirsjáanlegt var, að fleiri skip hefðu stöðvazt í gær og í dag ef samkomulag hefði ekki náðzt, þ.á.m/ Hekla, Esja, Mánafoss og Skógafoss. Ósló, 16. júní — NTB-AP Flugforingi í norska flug- hernum, Kristen Gjöen, var I dag dæmdur til fangelsisvist- ar fyrir njósnir í þágu Sovét- ríkjanna. Þá var hann einnig gerður brottrækur úr norska flughernum og sviptur rétti til þess að starfa í framtíðinni í norska hernum. júní 1965 verður unnið eftir kauptaxta þeim, sem sendur hefur verið atvinnurekendum á viðkomandi stöðum. 18. júní 1965. Verkalýðsfélag Norðfirðinga Verkalýðsfélag Breiðdælinga, Breiðdalsvík Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði Verkalýðsfélag Vopnafjarðar“ Sem kunnugt er ákváðu fyrr- greind verkalýðsfélög á svo- nefndum Eiglsstaðafundi, að aug lýsa sinn eiginn kauptaxta, 8% hærri en núverandi taxta og að vinnuvikan verði 44 stundir án skerðingar vikukaups. Austurland er „málgagn sósia- lista á Austurlandi" að því er blaðið segir. Manlio Brosio Brosio kemui á sunnudog AÐ ALFR AMK V ÆMDAST J ÓRI Atlamtshafsibandalagsins hr. Main lio Brosio og kona harns munu koma í opinbera heimsókn til íalands sunnudaginin 20. þ.m., og dvelja hér fram til fimmtudags- ins 24. júní í för með aðalfra.n- k v æmd a.-:it j ó ranum verða dr. Alfred G. Kuhn, hr. Paul Gey og frk. Giuseppina Soncini. (Frá ú'tanríkisráðuneytinu) ; í GASR var A og NA átt eins stöku stað. Hlýjast var í ná- og dagana á undan. Kalt var grenni Reykjavíkur og á Suð- fyrir norðan, hiti rétt ofan við urlandsundirlendinu. frostmark á annesjum, og él á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.