Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 19- júní 1965 MOHGUNBLADIÐ 21 Golfþáttur aö noröan Akureyri 14.6 ’65. Ingólfur Þormóðsson sigraði um síðustu helgi í keppninni um B.S.-bikarinn. Bikarinn er gefinn af sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar. Leiknar voru 36 holur, 18 á laugardag og 18 á sunnudag. Þessi keppni var ein- hver jafnasta og skemmtilegasta sem háð hefur verið á þessu sumri. Eftir 18 holur hafði Ing- ólfur tekið forustuna í 75 h. í öðru sæti var Jakob Gíslason 76 h. Jakob er gamalreyndur golfleikari, en hefur lítið verið með undanfarin ár. Sex næstu menn voru með 77 högg og sýnir það, að menn kylfingar hér virð ast vera að komast í þjálfun. Á sunnudag hófst keppnd kl. 8,30, leiknar seinni 18 holurnar. Þegar holur voru eftir voru 5 menn efstir, þeir: Ingólfur, Páll, Her- mann, Hafliði og Þórarinn. Það var ekki fyrr en á síðustu hol- unni að úrslitin voru ráðin. Páll lék síðasta hringinn í 3® högg- um. Virtust því allar líkur á því, að hann mundi sigra, en er Ingólfur var kominn á síð- ustu fjölina varð hann að putta 4 metra til þess að vinna og það gerði hann með miklum glæsi- brag, enda hafði hann mtkið vald yfir sínu golfi í þessari keppni. í þriðja sæti varð Hermann. Lék hann þessa keppni allvel og jafnt miðað við litla æfingu, og náði bezta höggafjölda á einum hring eða 38 'högg. Úrslit urðu þessi: 1. Ingólfur Þormóðsson 151 högg 2. Páll Halldórsson 152 3. Hermann Ingim. 153 4. —5. Þórarinn Jónsson 154 4.—5. Hafliði Guðmundss. 154 6.—7. Ragnar Steinbergs. 156 6.—7. Gestur Magnússon 156 Næsta keppni verður laugar- daginn 18. júní og hefst kl. 1,30. Keppt verður um Mickes-Cup bikarinn. Leiknar verða 36 holur. Auka-aðalfundur KDR lngibjörg Minning f gær var gerð útför gáfaðr- «r fróðleikskonu Ingibjai^ar Gísladóttur frá Stórabotni sem átt hefur heima á Akranesi nú um all langt skeið. Útförin hófst með því að sóknarpresturinn þar séra Jón Guðjónsson, flutti í kirkjunni kveðju- og útfarar- ræðu en jarðarförin fór að öðru leyti fram í Saurbæ á Hvalfjarð erströnd þar sem Ingilbjörg hafði kosið sér leg við hlið eiginmanns eíns og foreldra. Prófastur séra Sigurjón Guðjónsson talaði yfir kistunni í Hallgrímskirkju. Hér hefur merk og nokkuð sérstæð kona endað lífsskeið sitt. Fast mótað var í fasi henn- ar dugnaður, forsjálni og fyrir- hyggja í daglegum störfum úti og inni samfara mikilli fráðleiks þrá og athafnasemi í því að hug leiða og gaumgæfa fjölbreytta þætti í hugsanalífi þjóðarinnar fyrr og síðar. í hugarheimi hennar var hátt til lofts og vítt til veggja og margra góðra kosta völ á sviði sögu þjóðar vorrar og sagnfræði, sem stálminni hennar gerði henni að léttum leik að muna og varðveita til hinztu stundar. Þessi merka kona var fædd í Stórabotni í Hvalfjarðarstrand- arhreppi 15. nóvember 1879. Þá fóru í hönd mestu harðindaár sem gengið hafa yfir þetta land í seinni tið og lítil svíun varð é næsta áratuginn. Svo köld hef ir hvítvoðungnum vistin verið í híbýlum þar sem sá var einn hitagjafinn sem blóðhiti manns- líkamans lagði til við innisetur é löngum vetrarkvöldum. En um hyggja og ástríki góðrar tíu barna móður tendraði lífsneist ann til vaxtar og þroska. For- eldrar Ingibjargar voru Jórunn Magnúsdóttir og Gísli Gíslason bóndi þar. Var Jórunn ekkja er hún giftist Gísla Gíslasyni. Fyrri maður hennar var Bjarni Helga- son bóndi i Stórabotni og eign- uðust þau hjón þrjú börn: Hér- aðshöfðingjann Bjarna bónda á Geitabergi í Svínadal og Svein- biörn stórbónda í Efsta bæ i Skorradal og Elisu sem lengi var bústýra Snæbjarnar bróður Gísla föður Ingibjargar. Börn þeirra Jórunnar og Grsla voru sjö: Guðrún er var ljósmóð ir í næstum hálfa öld lengst á Akranesi, Jón bóndi á Stórufells öxl, Gísli bóndi í Litlalambhaga, Magnús bóndi á Brekku, Þórður skipstjóri í Reykjavík, Þorkatla húsfreyja á Litlufelísöxl og Ingibjörg sem var yngst þeirra systkina. Ingibjörg ólst upp í þessum stóra barnahópi í Stóra- botni og var þar þangað til alda- mótaárið 1900, að hún fluttist með Jóni bróður sínum,, sem þá var tekinn við búsforráðum, for- eldrum þeirra, að Stórufellsöxl í Skilmannaherppi. Manndóms- og menningarbragur setti jafn- an svipmót sitt á Stórabotns heimilið. Efni voru þar aldrei umfram brýnustu þarfir en næg til þess að sjá borgið vexti og þroska hins stóra barnahóps. En lífsbaráttan var hörð. Jafnskjótt og börnin komust á legg lögðu þau með fullorðna fólkinu fram krafta sína til aflafanga. í aust- ur rönd Botnsdals er Hvalvatn milli Hvalfells og Skinnhúfu- höfða, það er næstdýpst allra vatna á íslandi. Þar er silunga veiði nokkur. Botnsá rennur úr Hvalvatni og fellur niður af Leið arbrúninni í flughátt gljúfur. Þar er fossinn Glymur, sem Sig- valdi Skagfirðinga skáld kvað um er hann var í kláðaverðin- um á Botnsheiði. „A þann himinháa glym, hver sem skimar lengi fær í limi sundl og svim sem á rimum hengi" Eigi var orðið hátt tfl hnés hjá börnunum í Stórahotni er Gísladóttir þau fóru að stunda silungsveiði í Hvalvatni jafnt vetur sem sum ar. Kaldsætt var að stunda dorg- arveiði í vökum á vetrum þegar vatnið var ísilagt, en ekkert tækifæri var látið úr greipum ganga til fæðuöflunar þegar þröngt var í búi og silungurinn gómsætur og saðsamur. Krækl- ingur til beitu á öngulinn var sóttur í Botnsvog. Gísli bóndi var mikill fræða- sjór á sögur, sagnir og ættvísi. Þetta setti svip á líf og lífsvið- horf hins uppvaxandi æskufólks í Stórabotni og rótfesti ásamt sögulestri og rímnakveðskap á vökunni, í huga þess skilings á gildi. þjóðlegra fræða. Gísli í Stórabotni hafði fleira til brunns að bera á andlegu sviði en fræði mennskuna. Hann var mjög í fararbroddi sveitunga sinna í sókn og vörn ef til málarekst- urs dró. Þótti hann einkar slyng- ur að skilgreina hvað rétt væri og rangt að lögum og ekki öll- um hent að etja kapp við hann í þeim sökum. Gísli var lengi sýslunefndarmaður sveitar sinn- ar og kunni góð skil á þeim rnálum. Börn hans áttu því ekki langt að sækja fróðleikshneigð- ina og það að láta ekki á rétt sinn ganga ef brugðið var til viðleitni í þá átt. í fari Ingi- bjargar sáust glögg ættarmörk um þetta hvortveggja. Á Stórufellsöxl dvaldi Ingi- björg hjá Jóni bróður sínum til ársins 1915 að hún giftist Guð- mundi Þórðarsyni frá Glamma- stöðum. Hófu þau það ár búskap á Galtarholti í sömu sveit. Galt- arholt er ekki landstór jörð en notasæl. Hófu þau hjón þegar umbætur á jörðinni í ræktun, girðingum og húsabótum. Nú er á vegum tækniþróunar í land- búnaði vorum risið þar upp stór- býli. Þeim Ingibjörgu og Guðmundi farnaðist vel búskapurinn í Galt- arholti enda samhent og samtaka um allt í búskapnum sem til framfara horfði. Bústofninn óx með ári hverju og var bú þeirra gagnsamt. Hinn mesti snyrti- bragur var jafnan á öllu á heim- ili þeirra. Þau hjónin voru mikl- ir dýravinir. Var Ingibjörgu svo eiginleg og hjartfólgin vináttan við dýrin og umhyggja fyrir þeim að engu var líkara en að blessaðar skepnurnar sýndu með látbragði sínu skilning á því, að þeim væri, þar sem hún var, bú- inn móðurfaðmur þar sem ör- yggis var að leita. Þau Ingibjörg og Guðmundur eignuðust einn son Jóhann að nafni sem ávalt hefur dvalið með móður sinni við mikið ást- ríki. Arið 1942 missti Ingibjörg mann sinn. Var henni, við frá- fall hans, sár harmur kveðinn enda syrgði hún hann mjög. Guð mundur var drengur góður og hverjum manni hugþekkur. Eftir lát manns síns bjó Ingibjörg með syni sínum áfram í Galtarholti í tvö ár, en lét þá af búskap og fluttist uppúr því á Akranes þar sem hún dvaldi æ síðan í sam- búð við son sinn. Eftir að þau mæðginin fluttust á Akranes gerðist Jóhann starfs- maður á skrifstofu hjá Haraldi Böðvarssyni og hefir verið við þau störf æ síðan. Árið 1961 henti Ingibjörgu það slys að fót- brotna. Hafðist fótbrotið illa við. Af þessu leiddi átta mánaða dvöl á sjúkrahúsi. Að þeim tíma liðnum fluttist hún heim aftur án þess að hafa fengið bót meina sinna. Eftir þetta varð henni fót- urinn ónýtur til gangs og hlut- skipti hennar varð að liggja rúm föst upp frá því. Þetta var Ingi- björgu, eins og að líkum lætur, þungur kross. En þessa þrek- raun bar hún með stakri still- ingu og hugarró. Skynsemi henh ar og manndómsþroski markaði stefnuna. Aldrei lét hún æðru- orð fálla. Henni sem áður féll aldrei verk úr hendi og hafði ekki þurft að vera upp á aðra komin um búsýslu, var þetta ekki léttur leikur. En verkin sýna merkin, henni hafði fallið sú hamingja í skaut að geta sætt sig við orðinn hlut. And- legu atgervi hélt hún óskertu til dauðadags. Ávalt lifði í kol- unum um fróðleiksþrána og fræðiiðkanir og lengra og lengra leitaði hugur hennar á torfær- um brautum ættfræðinnar. Á þessum brautum var upplhaf og óslitið framhald en enginn end- ir fyrr en allt um þraut. Eins og fleirum af ættmönn- um Ingibjargar hefir hagmælska legið henni á tungu frá æsku- skeiði. Var henni mjög létt um að ríma og hlífði sér ekki við þá bragarhætti sem kröfðust bæði miðríms og endaríms og heldur ekki sléttubönd ef því var að skipta. Hefir allmikið af fróðleik Ingibjargar og vísna- gerð verið fært í letur bæði af syni hennar og öðrum er áhuga hafa á slíkum efnum. Ingibjörg var mjög Ihlédræg um að flíka kveðskap sínum og frásneidd því að halda honum á lofti, hvað sem því hefir valdið. Góðlátleg alvörugefni var dagfar hennar. En innra með henni sló æð gam- ansemi og jafnvel nokkurrar glettni sem á stundum skaut upp kollinum í kveðskap hennar. Vera má að henni, sem engum vildi gera gramt í geði, hafi fund izt að sumt af þessu tagi væri helst til nærgönigult og að þar hentaði þögnin bezt. Ingibjörg var kona vinsæl og trygglyndi var henni í blóð bor- ið. Naut hún þess í hinni löngu legu sinni að margir vina henn- ar sóttu hana heim henni til mikillar ánægju og afþreyingar. Eigi lét hún þá, frekar en enda nær undir höfuð leggjast að inna af hendi gestrisni skyld- una. Jóhann sonur hennar endur- galt vel ástríkið og móðurkær- leikann með frábærri umönnun móður sinnar í veikindum henn- ar, þar átti hún sterka stoð og hugþekka sem breytti vanmætti hennar í lífshamingju. Ingibjörg lést 10. þessa mán- aðar. Pétur Ottesen — Próf við Háskóla íslands Framhald af bls. 6 Guðrún Sigurðardóttir, Kristján Thorlacíus, Ólafur Pétursson, Páll Sigurðsson, Sigrún Gísladóttir, Sigurður Hjartarson, Unnur Sigurðardóttir. Fyrri hluti verkfræði: Guðjón T. Guðmundsson, Guðjón I. Stefánsson, Guðmundur Magnús Ólafsson, Gunnar H. Gunnarsson, Ingólfur Georgsson, Jón B. Stefánsson, Jörgen Ingimar Hansson, Karl Ágúst Ragnars, Magnús Guðmannsson, Rögnvaldur Jónsson, Skúli Skúlason, Þorsteinn Hallgrímsson. Einn kandídatanna, Hannes Blöndal cand med., hlaut ágætis- einkunh, 14,50. (Frá Háskóla ís- lands). MIÐVIKUDAGINN 16. júnd s.l. boðaði K.R.R. til fundar í Kmatit- spymu diómarafélagi Reýkjavík- ur, vegina ósamkomulags í stjóm félagsims, en 5 stjórnarmeðlimir höfðu sagt sig úr stjórninjnd. Á- stæðam mun hafa verið siú að fimmmenningarnir töldiu sig ekki geta sitárfað með formanni félagsinis. Um 20 kmattspymudórniarair mættu á fuindinum. Formaður K.R.R. Einar Björnsson setti fuimdinn, en fundarstjóri var kjörinm Ólafuir Jónsson. Deilu- aðilar skýiðu sín sjómarmið í málimu, en að því loknu giekk ímfaramdi forrmaður, Grétar Norð fjörð af lundi og sagði að harnn myndi ekki starfa meir fyrir K.D.R. Hin mýkjörma stjórn K.D.R. er þannig skipuð: Form. Berglþór Úlfarsson og aðrir í sitjórn. Sveinn Kristjáns- son, Bjami Fálmason, Gumnar — 17 júní 800 m. hlaup Halldór Guðbjörnsson KR 1:57.8. Þórarinn Ragnarsson KR 2.01.8. Þórður Guðmunds.. Br.bl 2.02.3. 3000 m. hlaup Kristl. Guðbjörnsson KR 8.44.1. Agnar Levý KR 9.03.1.. Marinó Eggertsson UNÞ 9.19.4. Kúluvarp Guðm. Hermannsson KR 15.65. Kjartan Guðjónsson ÍR 14.65. Jón Pétursson KR 13.58. Langstökk Ólafur Guðmundsson KR 6.81. Ragnar Guðmundsson Á. 6.75. Páll Eiríksson KR 6.45. 1000 m. boðhlaup Sveit KR 2.06.0. „ Breiðabliks 2.11.8. „ Ármanns 2.11.9. Sjá bls. 26 Aðalstein.sson og Björn Karis- son. Varamemn: Magnús Péturs- son og Baldur Þórðarson. - IjDróttasamböndin Framhald af bls. 26 enginn þáttur þjóðlífs þessara landa óx jafn gífurlega. Hvernig getum við viðhaldið þeirri þróun? Við eigum dugmikla ilþróttamenn og konur sem kenna og hvetja æskuna til íþróttaiðk- ana. En hvernig getum við hald ið æskunni að íþróttunum? Það er vandamálið. 2) Við viljum og ræða skoðanir um það, hvem ig bezt má þjálfa upp menn til að verða góðir íþróttaleiðtogar. Form. norska íþróttasambands- ins A. Proet Höst benti á, að Norðurlöndin væru einu lönd ver aldar sem hefðu stofnað hjá sér íþróttasambönd — skapað þyngd arpunkt íþróttahreyfinganna i hverju landi. í öðrum löndum starfa sérsamböndin sjálfstætt án yfirstjórnar. En íþróttasambönd in skapa auk annars mikla mögu leika til árangursríks samstarfs. Það er nauðsynlegt hverjum ráða manni í hverju landi að fá nána vitneskju um starf sajnstarfs- mannsins í nágrannalandinu. Form. finnska sambandsins A. Kaskela sagði, að ekki væri rætt á þessum fundum um keppnisíþróttir beinlínis. Ráða- menn íþróttamála störfuðu ekki efir sameiginlegri „línu“ en ó- metanlegt væri að kynnast starfa aðferðum hvers annars. Til gagns um beinan árangur af starfi þessara funda gat norski formaðurinn þess, að þar hefði verið ákveðið að taka upp sam- eiginlegar ferðir Norðurlanda til Olympíuleika, sem sparað hefðu þjóðunum stórfé. Á Þriggja daga fundi fulltrú- anna eru 14 dagskráratriði öll allumfangsmikil. Auk þess fara fulltrúar m.a. í heimsókn til for- seta íslands, sem er verndari Í.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.