Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID Miðvfkudagur 30. júní 1965 júní, en núna var það ekki gert íyrr en 25. júní. Norð- menn hafa þann hátt á, að þeir ákveða síldarverðið all- löngu áður en vertíð hefst. Síðan geta sjómenn þeirra ráðið það við sig, hvort þeir vilja veiða upp á þau kjör, sem boðin eru. — Bráðabirgðalögin um að taka 15 kr. af hverju síldar- máli, sem fer í bræðslu, til verðjöfnunar og til að standa straum af flutningskostnaði hafa líka valdið mikilli óánægju meðal síldarsjó- manna. f fyrra voru teknar 3 kr. af hverju máli til að kosta flutningana. Að lokinni vertíð var síðan greitt aftur það, sem af gekk hjá flutn- ingasjóðnum, og minnir mig að við höfum fengið rúmlega 2 kr. til baka. Nú er ekki gert ráð fyrir að endurgreiða neitt, þótt afgangur yrði. Okkar skoðun er sú, að síld- arverksmiðjur á Norðurlandi og annars staðar ættu sjálfar að bera kostnað af því að flytja síldina frá Austurlandi. Ef þær geta það ekki og nauð synlegt er vegna atvinnu- ástands einhvers staðar á landinu að flytja þangað síld, er það hlutverk annarra en sjómanna sð kosta slíkar úr- bætur í atvinnumálum, t. d. mætti vel nota avtinnuleysis- tryggingasjóð til þess. Þá finnst okkur fráleitt að ákveða verðjöfnun milli bræðslusíldar og saltsíldar, þegar saltsíldarverðið hefur ekki einu sinni verið ákveðið, enda þótt búið sé fyrir all- löngu að semja um sölu salt- síldar. — Teljið þið líklegt að unnt verði að leysa þetta mál með því að taka upp vigtun síldar 1 sumar í stað þess að mæla hana? — Sjómenn og útgerðar- menn eru mjög óánægðir með það fyrirkomulag, sem nú tíðkast svo til alls staðar fyrir VIÐRÆÐUFUNDUR fulltrúa Landssambands ísl. útvegs- manna og síldveiðiskipstjóra hófst um kl. 2 síðdegis í gær í húsakynnum LÍÚ. Stóð fund- urinn til um kl. 6. Á mynd- inni eru, frá vinstri: Kristján Ragnarsson, fulltrúi, Tómas Þorvaldsson, útgm., Sigurður Egilsson, framkvæmdastj. LÍÚ, Matthías Bjarnason, útgm., Ágúst Flygenring, útgm., Gunnar Hermannsson, Eid- borg, Guðbjörn Þorsteinsson, Þorsteini, Haraldur Ágústsson, Reykjaborg, Ármann Friðriks- son, Helgu, og Páll Guðmunds son, Árna Magnússyni. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) austan og norðan að mæla síldina. Við höfum örugga reynsiu fyrir því, að mismun urinn á veginni síld og mældn er 10 til 15%. Hins vegar eru verksmiðjurnar ekki undir það búnar að vigta síldina þegar á þessu sumri, þannig að ekki er hægt að leysa þetta mál þannig. — Það síldarverð, sem ákveðið hefur verið á Suður- landi má teljast sæmilegt eftir atvikum. Þegar það er borið saman við verðið fyrir norðan og austan verður að hafa í huga, að alls staðar á Suðurlandi og við Faxaflóa er síldin vegin, en það gefur miklu meira í aðra hönd fyrir sjómenn og útgerðarmenn. — Hafið þið vonir um að flotinn haldi aftur á veiðar innan skamms? — Við viljum auðvitað að þetta leysist sem allra fyrst, og höíum fulla trú á að okk- ur takist að fá leiðréttingu á málum okkar. Það verð, sem auglýst var á dögunum, er aðeins lágmarksverð. Ef síldarverksmiðjurnar verða við kröfum okkar, mun við auðvitað hefja veiðar strax. þessa máls" lausn VIÐRÆÐUR eru hafnar milli fulltrúa Landssam- bands ísl. útvegsmanna og fulltrúa síldveiðiskipstjóra. Fyrsti fundurinn var hald- inn í gær. Nýf fundur mun verða haldinn í dag. Fundurinn í gær hófst um kl. 2 síðdegis í húsakynnum LtÚ. Mættir voru fimm síld- veiðiskipstjórar, þeir Gunnar Hermannsson, Eldborg, Har- aldur Ágústsson, Reykjaborg, Guðbjörn Þorsteinsson, Þor- steini, Ármann Friðriksson, Helgu, og Páll Guðmundsson, Árna Magnússyni. Ennfremur þriggja manna nefnd útvegs- manna, kosin af LÍÚ, en hana skipa Ágúst Flygenring, Hafn- arfirði, Matthías Bjarnason, Isafirði, og Tómas Þorvalds- son, Grindavík, svo og Sigurð- ur Egilsson, framkvæmdastj. LÍÚ, og Kristján Ragnarsson, fulltrúi. Viðræðurnar stóðu til kl. um það bil 6 síðdegis. Báðir aðilar voru sammála um, að Iáta ekki hafa neitt eftir sér opinberlega um viðræðurnar á þessu stigi málsins. Nýr fundur mun verða í dag. Morgunblaðið átti í gær tal við tvo síldveiðiskipstjóra um þessi mál almennt og fara viðtölin hér á eftir: ★ Páll Guðmundsson, skip- stjóri á Árna Magnússyni, sagði: — í mörg ár hefur verið óánægja með síldarverðið. Sjómenn hafa orðið fyru: miklum vonbrigðum með reynsluna af Verðlagsráði, sem miklar vonir voru bundn ar við í fyrstu. — Þiátt fyrir lagaákvæði um að síldarverð skuli í síð- asta lagi komið 10. júní var það ekki tilkynnt nú fyrr en 25. júní. Þá var ákveðið, að sú síld skyldi greidd lægra verði sem hafði verið veidd tií og með 14. júní, en það var mestur hluti aflans. — Auk þess er það okkar skoðun, að unnt sé að greiða mun hærra verð en ákveðið var að greitt skyldi frá og með 15. júní. Hinn mikli gróði síldarverksmiðjanna á sl. ári sýnir það ljóslega. — Við teljum fráleitt að af sjómönnum sé tekið fé til að nota til atvinnubóta á Norð- urlandi eins og ákveðið er í bráðabirgðalögunum. Fé til slíks ætti að koma úr At- vinnuleysistryggingarsjóði. — Einnig viljum við skil- yrðislaust, að saltsíldarverð sé komið áður en söltun hefst. Nú er búið að salta talsvert af síld en verðið ekki komið ennþá, en sölusamningar hafa þó verið gerðir um þessa síld. Þá teljum við óhæft að ákveðið sé í lögunum að greidd verði 30 kr. uppbót á hverja saltsíldartunnu með fé teknu af bræðslusíldarverði — og það áður en saltsíldar- verð íiggur fyrir. — Við teljum að ekki séu vandkvæði á að lausn finnist á þessu máli sé viljinn fyrir hendi. í því sambandi má benda á samkomulag það sem náðist sl. nótt í Verðlags- ráði um mikla hækkun á verði síidar veiddri fyrir Suð vesturlandi. Við lítum svo á, að þetta gefi góðar vonir um að tillit verði tekið til þeirra krafna, sem við höfum sett fram. — F.n ég held að menn hafi gott af því að gera sér grein fyrir, a‘ó æsingur stuðlar ekki að lausn þessa máls. — Loks vil ég segja, að þetta eru ekki aðeins kröfur skipstjóranna heldur allra skipshafnanna í heild, þótt skipstjórarnir hafi komið fram fyrir þeirra hönd í tal- stöðvunum. ★ Ármann Friðriksson skip- stjóri á Helgu sagði: — Ástæðan til þess að við hættum veiðum er fyrst og fremst óánægja með, hversu lágt síldarverðið er og hversu seint það kemur. Við höfðum gert okkur vonir um allmiklu hærra verð, og urðum því fyrir mikium vonbrigðum með ákvörðun Verðlagsráðs. Við erum þeirrar skoðunar, að hægt hefði verið að greiða hærra verð fyrir síldina, og auk þess teljum við ekki rétt að ákveða tvö verð, annað til og með 14. júní og hitt eftir þann tíma, en þetta er í fyrsta skipti, sem slíkt er gert. — Þá teljum við það óvið- unandi vinnubrögð, sem við- höfð hafa verið á undanförn- um árum, að ákveða síldar- verð ekki fyrr en löngu eftir að veiðar eru hafnar. í lögum er gert ráð fyrir, að verð sé ákveðið ekki síðar en 10. „Æsingur stuðlar ekki að — Greinargerd Framhald af bls 28 efni atvinnuleysistrygginga- sjóðs, en ekki síldveiðiflotans að leggja fram fé til atvinnujöfn- unar á Norðurlandi. 4. Við teljum að skilyrðis- laust beri að greiða fullt flutn- ingsgjald á alla síld, sem flutt er til Norðurlandshafna af Austfjarðamiðum, sé um flutn- ingsgjald að ræða. 5. Við teljum að of lágt verð sé greitt fyrir síld, sem flutt er með flutningaskipum og sé því naumast hægt að gera ráð fyrir að flotinn íandi í þau síld, nema lagfæring íáist. 6. Á undanförnum árum hefur bræðslusíldarverðinu verið hald ið niðri á þeirri forsendu, að bræðslusíldarmagnið væri mjög lítið og legðist því heildarkostn- aður síidarverksmiðjanna á svo lítið magn. Nú hefur hins vegar fengizt veruleg aukning á magn- inu, en samt telja ráðamenn •ildarverksmiðjanna sig ekki geta greitt hliðstætt verð við síldarverksmiðjurnar í Noregi, sem vinna einnig síld af íslands- miðum. 7. Við mótmælum þeirri ákvörðun oddamanns yfirnefnd- ar verðlagsráðs sjávarútvegsins að ákveða verðlagstímabilið frá 15. júní til 30. sept., en sam- kvæmt reglugerð um verðlags- ráð sjávarútvegsins er veiði- tímabil síldar á Norður og Aust- urlandssvæðinu talið standa frá 10. júní til 30. sept. Þessi ákvörð un oddamannsins hefir valdið síldveiðiflotanum allmiklu fjár- hagslegu tjóni og er ekki sjáan- legt annað en hagsmunir síldar- verksmiðjanna hafi verið látnir sitja í fyrirrúmi. Veiði á ofan- greindu tímabili var mjög góð. 8. Við mótmælum því sein- læti, sem ríkt hefir í sambandi við ákvörðun fersksíldarverðs til söltunar og frystingar og teljum það óeðiiiegt að síldveiðiflot- inn leggi á land afla sinn til sltkrar vinnslu, án þess að vita hvaða verð fæst fyrir hann. — Það er eindregin ósk okkar síldveiðisjómanna til ráðamanna þjóðarbúsins, að þeir endur- skoði ákvarðanir sínar varðandi síldarverðið og önnur atriði, er varða sumarsíldveiðarnar hið allra bráðasta, svo ekki komi til frekara aflatjóns en þegar er orðið. Fyrir hönd síldveiðisjómanna sign. Gunnar Hermannsson, Haraldur Ágústsson, Páll Guðmundsson, Guðbjörn Þorsteinsson, Ármann Friðriksson“. Greinargerð minnihluta verðlagsráðs sjávarútvegsins Greinargerð minnihluta yfir nefndar verðlagsráðs sjávar- útvegsins, þeirra Sigurðar Péturssonar og Tryggva Helgasonar, fyrir afstöðu sinni til ákvörðunar meiri- hluta yfirnefndar um verð á bræðslusíld veiddri við Norður- og Austurland sum- arið 1965. Samkvæmt lögum og reglugerð um starfsemi Verðlagsnefndar sjávarútvegsins er ákveðið, að Verðlagsráð skuli við ákvarðanir um verð á síld veiddri á sumar- vertíð við Norður- og Austur- land, vísa málinu frá sér til yfir nefndar ef ekki hefur tekizt sam komulag í ráðinu um verðið 20. maí. Þá er eínnig ákveðið í reglugerð, að verðákvörðun skuli lokið ekki síðar en 10. júní. Einnig skulu Verðlagsráðinu látnar í té allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi vinnslu- kostnað og söluverð sjávarafurða frá viðkomandi vinnslu- og sölu fyrirtaekjum. Eftir þeim upplýs- ingum hafði skrifstofa Verðlags ráðs gengið skriflega, eins og venjulega. Þegar Verðlagsráðið hóf störf sín um verðlagningu sumarsíld- arinnar 21. maí s.l. höfðu engin gögn viðkomandi verðlögum bor izt frá verksmiðjueigendum eða söltunarstöðvum. Þrátt fyrir ítrekaða eftirgangsmuni fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna I ráðinu um að tilskilin gögn væru lögð fram, var þess enginn kost- ur fyrr en 8. júní, að reksturs- áætlun frá S.R. ásamt reikning- um verksmiðjanna fyrir s.l. ár, var lagt fram. Samkvæmt áætl- un S.R. er gert ráð fyrir, að ríkisverksmiðjurnar geti greitt 225 krónur fyrir síldarmál á yfir standandi sumri (ekki er gert ráð fyrir tvennskonar verði á sumar- síldinni). Samkvæmt reikningi S.R. var hagnaður af rekstri verk smiðjanna 81 milljón króna s.L ár. Fulltrúi félags einkaverk- smiðja á Norður- og Austurlandi lagði sama dag fram áætlun um rekstur þeirra verksmiðja, þar sem gert er ráð fyrir að þær geti greitt 215 kónur fyrir málið. Reikningar iþeirra verksmiðja voru ekki lagðir fram eða skýrð- ir. Var einnig í þeirra áætlui* gert ráð fyrir einu verði á sum- arsíldinni. Á fundi daginn eftir, lögðum við fulltrúar sjómanna og útgerð Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.